Morgunblaðið - 09.05.2004, Side 36

Morgunblaðið - 09.05.2004, Side 36
36 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 8. maí 1994: „Ákvörðun Al- þingis um að taka upp húsa- leigubætur er töluverð tíðindi og um leið umtalsverð kjara- bót fyrir þá, sem þeirra munu njóta. Hin efnislegu rök fyrir því, að taka upp húsa- leigubætur, eru auðvitað fyrst og fremst þau, að kaupendur íbúðarhúsnæðis hafa notið ákveðins stuðnings frá rík- isvaldinu í formi svonefndra vaxtabóta. Úr því að skatt- greiðendur greiða niður að hluta til vaxtakostnað þeirra, sem kaupa íbúðarhúsnæði, má spyrja hvaða rök séu fyrir því, að þeir greiði ekki niður að hluta til kostnað þeirra, sem leigja húsnæði. Auðvitað má snúa spurn- ingunni við og spyrja, hvaða rök séu yfirleitt fyrir því að niðurgreiða vexti með þessum hætti vegna íbúðakaupa. Svarið við þeirri spurningu er m.a. það, að vaxtafrádráttur vegna húsnæðiskaupa tíðk- aðist áratugum saman. Raun- ar býr sú kynslóð, sem verður að borga verðtryggingu og háa raunvexti, við margfalt lakari kjör í þessum efnum en þær kynslóðir, sem bæði nutu vaxtafrádráttar að fullu og verðbólgu, sem greiddi niður skuldir vegna húsnæðis- kaupa. Tæpast er hægt að gera svo mjög upp á milli fólks að afnema með öllu nið- urgreiðslur vaxta, þótt það hafi verið gert að verulegu leyti miðað við það, sem áður var. Hér er því verið að koma á vissu jafnræði á milli þeirra, sem leggja í kaup á húsnæði og hinna, sem leigja húsnæði. Leigukostnaður hefur lengi verið svo hár hér, að fólk hef- ur af þeim sökum lagt út í fjárfestingu, sem það hafði tæpast efni á. En þótt leigu- kostnaður hafi verið hár hefur hann engan veginn verið nægilega hár til þess að standa undir fjárfestingu og öðrum kostnaði við fasteignir. Þess vegna m.a. er það á al- manna vitorði, að leigutekjur hafa skilað sér illa til skatts. Það er þess vegna framfara- spor, að þingið hefur nú ákveðið að gera leigutekjur undir 300 þúsund krónum á ári skattfrjálsar.“ . . . . . . . . . . 9. maí 1984: „Þinglausnir eru á næsta leiti og jafnan þegar svo er eykst hitastigið í stjórnmálunum og menn láta orð falla sem þeir ella hefðu geymt með sér. Raunar hefur ríkt spennuástand meðal stjórnmálamanna um nokkurt skeið á meðan þeir glímdu við fjárlagagatið. Nú hafa tillögur í því efni séð dagsins ljós og þá leita menn að næsta kenni- leiti. Friðrik Sophusson, vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins, gerði það í ræðu á Seltjarnarnesi þar sem hann gagnrýndi leiðina sem valin var til að jafna hallann á fjár- lögum og lét í veðri vaka að formaður Sjálfstæðisflokks- ins ætti nú þegar að taka sæti í ríkisstjórninni til að bjarga því sem bjargað yrði. Morgunblaðið hefur svo oft áður látið í ljós skoðun sína á því hvernig best hefði verið að bregðast við eyðslu umfram efni hjá ríkissjóði að óþarft ætti að vera að endurtaka hvatningar blaðsins um það. Hvort þáttaskil verða í því efni við breytingum á ráð- herrum í ríkisstjórninni ræðst ekki einvörðungu af því hvaða menn eiga í hlut, úrslitum mun ráða hvernig að breyt- ingum á stjórninni verður staðið ef til þeirra kemur.“ . . . . . . . . . . 10. maí 1974: „Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar missti meirihluta sinn á Alþingi síð- astliðinn mánudag, er þrír af þingmönnum Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna lýstu því yfir, að þeir bæru ekki lengur traust til stjórn- arinnar. Þessi endalok vinstri stjórnar hinnar síðari hafa raunar verið öllum landslýð ljós mánuðum saman, enda þótt stjórnarherrarnir hafi neitað að horfast í augu við staðreyndir. Með þessum úr- slitum hefur önnur tilraun til vinstri stjórnar á tæpum tveimur áratugum mistekizt með öllu, en munurinn er þó sá, að viðskilnaður vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar er enn hrikalegri en viðskiln- aður vinstri stjórnar Her- manns Jónassonar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMSTAÐA AÐ SKAPAST Samstaða er að skapast á milli for-ystumanna stjórnmálaflokkannaum umbætur á fjármögnun á starfi flokkanna. Fyrir skömmu ítrekaði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sjónarmið sem hann hefur áð- ur sett fram um að banna eigi fyr- irtækjum að leggja fram fé til starfsemi stjórnmálaflokkanna. Í Morgunblaðinu í gær komu fram jákvæð viðbrögð frá formönnum þriggja stjórnmálaflokka við þessari hugmynd. Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, telur hins vegar ekki ástæðu til að banna stuðning fyrirtækja við flokka að þessu leyti. Halldór segir: „Ég sé enga ástæðu til að banna slíkt enda hefur mér vitanlega það ekki verið gert hjá flestum lýðræð- isríkjum heims. Ég sé ekki af hverju við ættum að gera það umfram aðra.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur undir þessa hugmynd „svo framarlega sem það sé öruggt að það fjármagn, sem ríkið legg- ur stjórnmálaflokkum til tryggi eðlileg- an rekstur flokkanna“. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að til þess að hugmynd formanns Sjálfstæðis- flokksins gangi upp „þurfi að skoða hvaða möguleikar séu fyrir hendi um fjármögnun stjórnmálaflokka t.d. opin- berir styrkir“. Guðjón bætir við: „Ef það væri bara sett sú regla, að fyrirtæki mættu ekki styrkja stjórnmálaflokka mundi það koma sér ver fyrir smærri flokka en stærri vegna þess að eftir því, sem flokkar eru stærri þess fleiri flokksmenn eru til að bera uppi starfið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, kveðst vera jákvæður gagnvart hugmynd Davíðs Oddssonar og segir: „Það eru fjölmörg mál, sem þarf að taka á og ég vil gjarnan sjá hér heilsteypta löggjöf um fjárstuðning við stjórnmálastarfsemi, um fjármálaleg at- riði þar. Upplýsingagjöf, gagnsæi, regl- ur um fjársafnanir í kosningasjóði og annað í þeim dúr eins og alls staðar er í kringum okkur. Inn í slíka löggjöf mætti alveg koma á móti bann við því að þiggja fjárstuðning frá fyrirtækjum, alla vega yfir einhverjum mörkum eða með einhverjum reglum um það.“ Þótt Halldór Ásgrímsson taki ekki undir hugmyndir Davíðs Oddssonar varðandi fyrirtækin segir hann: „Við er- um að sjálfsögðu reiðubúnir til við- ræðna um þessi mál við hina flokkana, það fyrirkomulag sem er núna er nið- urstaða nefndar, sem starfaði á vegum stjórnmálaflokkanna fyrir allmörgum árum og náðist full samstaða um.“ Af þessum tilvitnunum í umsagnir formanna flokkanna er ljóst að jarð- vegur er fyrir viðræður á milli flokk- anna um þessi mál. Fyrir liggur ósk frá framkvæmdastjórn Samfylkingfar um slíkar viðræður. Væntanlega fylgja for- menn flokkanna þessu máli eftir þannig að viðræður hefjist áður en langt um líður. Allt þjóðfélagsumhverfi hefur breytzt mjög á tiltölulega skömmum tíma. Það er full ástæða til að laga starfsemi stjórnmálaflokkanna í þessum efnum sem öðrum að þeim breytingum. Í því sambandi er ástæða til að undirstrika að stjórnmálaflokkarnir eru meðal mik- ilvægustu þátta í lýðræðislegu þjóð- skipulagi okkar. Það á ekki að gera lítið úr störfum þeirra heldur er ástæða til að undirstrika mikilvægi þeirra. Þ au skil sem árþúsundamót mörkuðu í huga manna á Vesturlöndum lituðust að einhverju marki af vanga- veltum um það „heimsþorp“ sem veröldin væri orðin. Var þar vísað til örrar þróunar tækni sem leitt hefur til bylt- ingar á sviði samskipta og miðlunar er óneitan- lega hefur þjappað heiminum saman í yfirfærðum skilningi. Ekki eru þó allir á einu máli um að sú samþjöppun eigi við á öllum sviðum og benda á að háleit mannleg gildi er lúta að umburðarlyndi, mannúð, samkennd og miskunnsemi vegi ekki jafnþungt og áður í viðhorfum almennings á Vest- urlöndum. Það er engin tilviljun að Mannréttindayfirlýs- ing Sameinuðu þjóðanna [SÞ] var samþykkt árið 1948, skömmu eftir að hildarleik seinni heims- styrjaldarinnar lauk. Sú villimannslega fram- koma sem siðmenntað fólk hafði orðið uppvíst að var heimsbyggðinni þá enn í fersku minni og þjóð- ir heims hétu því gera sitt besta til þess að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig. Það er eng- um vafa undirorpið að sú staðreynd að Þjóðverjar, ein þeirra þjóða er lagt hafði drjúgan skerf á vog- arskálar menningar Vesturlanda um aldalangt skeið, reyndust sekir um alvarlega glæpi gegn mannkyninu, vó mjög að sjálfmynd Vesturlanda- búa í stríðslok. Eftirstríðsárin mörkuðust því mjög svo af eindreginni viðleitni til að setja mark- ið hátt og knýja fram stefnumótandi skuldbind- ingar er tækju til einstaklingsins og miðuðust við jafnrétti án tillits til kynþáttar, trúarbragða eða kynferðis, og stuðluðu umfram allt að heilsteypt- ari siðferðisvitund. Áhrif mannrétt- indasáttmálans Þó að enn sé því miður langt því frá að allar greinar Mannrétt- indasáttmálans séu í heiðri hafðar í heiminum, er víst að þau grundvall- arsjónarmið sem þar eru sett fram hafa reynst ákaflega sterk viðmið í mannréttindabaráttu síð- ustu áratuga. Þrátt fyrir það virðist sem mann- réttindabrot er framin eru utan hins vestræna heims – meðal fátækra þjóða eða í heimshlutum þar sem lýðræðisþróun hefur ekki náð að ganga jafnlangt og á Vesturlöndum – snerti Vestur- landabúa með öðrum hætti en ef slíkt gerist í þeirra eigin menningarheimi. Nærtækt dæmi um það er sinnuleysi Vesturlanda frammi fyrir þeim ótrúlegu fjöldamorðum sem framin voru í Afr- íkuríkinu Rúanda. Í grein sem birtist í Morgun- blaðinu 7. janúar sl. svarar blaðamaðurinn Linda Polman spurningum Morgunblaðsins um þau voðaverk, en hún gaf út bókina „We did nothing: Why the truth doesn’t always come out when the UN goes in“ eða „Við höfðumst ekkert að: Af hverju sannleikurinn kemur ekki alltaf í ljós þeg- ar SÞ mæta til leiks“. Skýringin sem Polman gef- ur á því af hverju SÞ „brugðust svo hrapallega í þessum löndum“ eins og spurningin er orðuð, er eftirfarandi: „Fyrst og fremst báru stríðandi fylk- ingar á staðnum ábyrgðina, hútúar, tútsar, sóm- alskir stríðsherrar eða aðrir. Í öðru lagi báru að- ildarríki SÞ ábyrgðina. Sú meginskoðun sem kemur fram í bók minni er að SÞ sé þjónn, ekki herra. Sameinuðu þjóðunum var ekki um að kenna. SÞ gera það sem við, aðildarríkin, skipum þeim að gera. Hvorki meira né minna“. Þessi orð Polmans eru eftirtektarverð, því hún vísar ábyrgðinni heim til einstakra þjóðríkja, og því í vissum skilningi til allra sem þessi ríki byggja og láta sig slík mál ekki varða með nægilega áþreif- anlegum hætti. Og þær þjóðir sem eru atkvæða- mestar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna bera þar auðvitað mesta ábyrgð. Félagslegar framfarir á Vesturlöndum hafa verið með þeim hætti á undanförnum árum að stjórnmálaumræða meðal ríkra þjóða heims hverfist ekki lengur í megindráttum um markmið og leiðir til að koma á félagslegum og efnahags- legum jöfnuði. Barátta verkalýðshreyfinga hjá þessum þjóðum hefur skilað þeim árangri að þeir sem eiga undir högg að sækja eru sem betur fer ekki jafnstór hluti þjóðfélagsins og áður – eins og sést best hér á landi og bent var á í leiðara Morg- unblaðsins á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí síð- astliðinn. Margir hafa þó bent á, ekki síst gagn- rýnendur alþjóðavæðingar, að það sé þó langt því frá að björninn sé unnin á þessu sviði. Alltof margir jarðarbúar búi við smánarleg kjör, skert mannréttindi eða ofsóknir og illt atlæti. Ríkar þjóðir heims láti sér þó fátt um finnast, enda sé þetta bágstadda fólk og sú kúgun sem það býr við handan þess sjóndeildarhrings sem blasir við á Vesturlöndum dag frá degi. Það er ekki nema í þeim undantekningartilfellum sem umdeildir at- burðir er varða Vesturlönd sjálf koma upp á yf- irborðið, að þessi siðferðislegi tvískinnungur Vesturlandabúa afhjúpast með afgerandi hætti, svo sem nú þegar verið er að draga fram í dags- ljósið skelfilegt athæfi bandarískra hermanna gagnvart föngum í Írak. Tvöfalt siðferði „Enginn maður skal sæta pyntingum, grimmilegri, ómann- legri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu,“ segir í 4. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar, og í 9. grein hennar að: „Ekki [megi] eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varðhald né gera útlæga.“ Þessar tvær greinar eru sérstak- lega kaldhæðnislegar í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið á undanförnum dögum um pyntingar og lítilsvirðingu sem íraskir fangar hafa mátt þola í höndum bandaríska hernámsliðs- ins í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Þeir sem hvað harðast hafa gagnrýnt bandarísk stjórnvöld und- anfarna daga, ekki síst í gær, föstudag, benda þó á að forsaga málsins sé mun lengri. Telja þeir að sú ómannúðlega leið til að ná fram hernaðarmark- miðum og nú hefur verið afhjúpuð hafi í raun verið vörðuð þegar fangaflutningar hófust til fangabúð- anna á Guantanamo á Kúbu á meðan á átökunum í Afganistan stóð. Eins og fram hefur komið var þess krafist í leið- ara breska tímaritsins Economist í gær að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segði af sér – en fleiri blöð hafa sett þessa kröfu fram, m.a. bandarísku blöðin, New York Times og Boston Globe. Í leiðara Economist eru einmitt færð rök fyrir því sem sagt var hér að ofan, að fangabúðirnar í Guantanamo hafi markað upphaf afdrifaríkrar ósamkvæmni í viðurkenndum sið- ferðisgildum. Þar segir: „Sú ákvörðun að halda bardagamönnum sem teknir voru til fanga í Afg- anistan um óákveðinn tíma, án lögfræðiaðstoðar og án löglegrar kröfu um bætur, var skiljanleg sem úrræði til skamms tíma gegn ógnum hryðju- verka og vegna vanþekkingar á hverjir væru í raun hryðjuverkamenn, en hún var samt sem áð- ur röng og hafði auk þess hörmulegar afleiðingar fyrir orðspor Bandaríkjanna.“ Er það álit Econ- omist að hún hafi verið „röng vegna þess að hún braut einmitt gegn þeim gildum og lögum sem Bandaríkin börðust fyrir að því er talið var, og varð fljótlega til þess að færa sönnur á tvöfeldni í siðferðisviðmiðum“. Er tímaritið að vísa til þess að sumir þeirra Bandaríkjamanna er teknir voru í Afganistan fengu að koma fyrir dómstóla í banda- rískum réttarsölum með venjulegum hætti, en réttum og sléttum útlendingum var neitað um slík réttindi, „enda hefur hver og einn þeirra verið brennimerktur sem hættulegur hryðjuverkamað- ur án tillits til sannana þar að lútandi“. Economist telur eins og áður sagði að þessi hræsni hafi haft hörmulegar afleiðingar fyrir orðspor Bandaríkj- anna auk þess sem í henni felist táknmynd þess hroka sem fólginn er í því að taka einhliða ákvarð- anir. Eins og vísað er til í Economist er ástandið á Guantanamo til vitnis um að þeim ákvæðum Genf- arsáttmálans sem gilt hafa um áratugaskeið og lúta að meðferð stríðsfanga, hafi einfaldlega verið ýtt til hliðar af Bandaríkjamönnum. Hvað atvikin í Írak varðar má auðvitað færa rök að því að sú ómannúðlega og niðurlægjandi meðferð sem fangar þar hafa sætt af bandaríska hernámsliðinu sé óhjákvæmilegur fylgifiskur stríðsátaka, þar sem hermenn eru auðvitað þjálfaðir til að voða- verka. En sú hugsun er áleitin að leiðin sem farin var í Guantanamo „þar sem allir fangar eru álitnir sekir þar til sakleysi þeirra er sannað, og þar sem margir álíta að vafasamar aðferðir við yfir- heyrslur hafi viðgengist“, eins og Economist orðar það, hafi litað viðhorf og hegðun þeirra sem lægra eru settir innan heraflans og misþyrming- arnar í Írak séu birtingarmynd slíkra viðhorfa. Þess má geta í þessu sambandi að bandarísk yf- irvöld hafa samkvæmt upplýsingum á heimsíðu „Amnesty International“ viðurkennt að meðal hinna fjölmörgu fanga sem eru í Guantanamo megi finna börn allt niður í 12 ára gömul. En hörð gagnrýni mannréttingasamtaka á borð við „Amnesty International“, „The Human Right Watch“ fjölmiðla og fjölmargra annarra sem hafa látið sig þetta málefni varða í alþjóðasamfélaginu hefur ekki haft meiri áhrif en svo að nú, þegar far- ið er að líða á þriðja ár frá því fyrstu fangarnir voru fluttir til Kúbu, er stór hluti þeirra þar enn án þess að mál þeirra hafi svo mikið sem verið tek- in fyrir. Pyntingarnar í Abu Ghraib Þær myndir sem birt- ar hafa verið síðustu daga af misþyrming- um á íröskum föngum hafa vakið viðbjóð um heim allan. Fréttir á borð við þær er birtust í Morgunblaðinu í gær, föstu- dag, þar sem fram kemur að fulltrúar Alþjóða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.