Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 37 Rauða krossins hafi ítrekað vakið athygli banda- rískra stjórnvalda á illri meðferð á íröskum föng- um og beðið þau um að grípa til aðgerða, fela í sér áfellisdóm. Í fréttinni kemur fram að Rauði kross- inn fái upplýsingar frá föngum þegar rætt er við þá undir fjögur augu, og að þær fréttir séu sann- reyndar. „Við erum því mjög viss í okkar sök um hvað átti sér stað í Abu Ghraib,“ er haft Nada Doumani, talsmanni Rauða krossins um málið. Í opnu bréfi „Amnesty International“, sem dag- sett er í gær, kemur einnig fram að samtökunum hafi verið kunnugt um misþyrmingar Bandaríkja- manna gegn föngum í Írak og Afganistan, á tíma- bili sem nær tvö ár aftur í tímann. Samtökin taka jafnframt fram að „þrátt fyrir að Rumsfeld utan- ríkisráðherra hafi lýst því yfir í þessari viku að hann hafi verið „sleginn“ yfir misþyrmingunum í Abu Ghraib, og að umrædd tilfelli séu „undan- tekningar“ og „ekki kerfisbundinn verknaður eða venja“, hafi „„Amnesty International“ síðastliðin tvö ár sýnt æðstu stigum bandarískrar stjórn- sýslu, þar á meðal Hvíta húsinu, varnarmálaráðu- neytinu, og innanríkisráðuneytinu fram á stað- fastar ásakanir um hrottaskap og grimmd Bandaríkjamanna gegn föngum“. Þessar upplýsingar eru sérstaklega óviðfelldn- ar í ljósi þess að nú er mönnum einnig kunnugt um að upplýsingum úr skýrslu þeirri sem Banda- ríkjaher lét Antonio Taguba hershöfðingja vinna, er sýndu fram á „kerfisbundnar og ólöglegar mis- þyrmingar á föngum“ eins og „Amnesty Inerna- tional“ orðar það upp úr skýrslunni, var haldið leyndum. Þau viðbrögð iðrunar bandarískra stjórnvalda sem greint hefur verið frá í fjölmiðl- um síðustu daga, voru einungis knúin fram eftir að skýrslan og ljósmyndaefni henni tengt hafði lekið í fjölmiðla. Í grein um ástandið í Írak, sem einnig birtist í Economist í gær, kemur fram að Geoffrey Miller hershöfðingi, sem áður bar ábyrgð á fyrrnefndum fangabúðum í Guant- anamo, var færður til Íraks í síðasta mánuði til að stýra fangelsismálum hersins þar. Í vikunni var haft eftir honum að „einungis leyfilegar aðferðir við yfirheyrslur“ væru nú viðhafðar í Írak. „Þó mætti meina mönnum um svefn og halda þeim í óþægilegum stellingum, en einungis þó að fengnu sérstöku leyfi frá háttsettu yfirvaldi“ að sögn tímaritsins. Af þessum orðum hershöfðingjans að dæma er sú lína sem dregin er á milli viðunandi meðferðar á föngum og misþyrminga afar óljós svo ekki sé kveðið fastar að orði – í það minnsta ef tekið er tillit til alþjóðlegra sáttmála er lúta að mannréttindum og meðferð á föngum. Og þessar staðreyndir eru óneitanlega til þess fallnar að rýra traust og tiltrú alþjóðasamfélagins á Bandaríkjunum og þeim siðferðislegu grund- vallarviðmiðum sem þau ganga út frá í samskipt- um sínum við aðrar þjóðir. Frelsi, lýðræði og réttlæti? Þau rök sem notuð voru í alþjóðasam- félaginu til að réttlæta innrásina í Írak í al- þjóðasamfélaginu voru á þann veg að innrásin væri tæki til að innleiða þar lýðræði, frelsi og rétt- læti. Bretar, sem voru helstu bandamenn Banda- ríkjanna í innrásinni, hafa því ekki farið varhluta af gagnrýni umheimsins undanfarna daga, en eins og kunnugt er hafa einnig komið fram ásakanir á hendur breska herliðinu um slæma og niðurlægj- andi meðferð á föngum. Grunur leikur þó á að myndir þær eru sýndu athæfið séu falsaðar, en stjórnvöld í Bretlandi hafa engu að síður brugðist skjótt við og lofað því að komast til botns í málinu. Vandi Bandaríkjanna, sem forystuþjóðar í hernaðaraðgerðum í Afganistan og Írak, er mun alvarlegri, ekki síst vegna þeirra röksemda sem hér hafa verið raktar og lúta að hlutverki þeirra sem stórveldis í alþjóðasamfélaginu og þess tví- skinnungs sem gætir í aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn þeim er þeir telja óvini sína. Í leiðara Economist eru Bandaríkjamenn ávarpaðir beint og bent á að yfir stríðsrekstri þeirra gegn hryðjuverkum „blakti myndlíking fána [...] er kunngeri að markmið ykkar sé að færa araba- heiminum frelsi, mannréttindi og lýðræði. Það setur háleit og aðdáunarverð viðmið hvað fram- ferði heraflans varðar sem og sjálfrar [banda- rísku] ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir það hefur nú sannast að framferði ykkar eigin herafla hefur fallið langt niður fyrir þau viðmið. Hvað er til ráða?“ Economist er ekki í vafa, heldur leggur áherslu á að George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Rumsfeld „sýni nú í verki einn þátt í sönnum bandarískum siðferðisgildum; að fólk í æðstu stöðum axli ábyrgð“, og segir að ef Rumsfeld segi ekki af sér beri Bush forseta að reka hann. Hvort raunin verður sú að Donald Rumsfeld víki úr embætti vegna þessa máls mun tíminn einn leiða í ljós en svo mikið er víst að ábyrgð hans er mikil og vandséð hvernig hann getur að svo komnu máli unnið Bandaríkjastjórn gagn við að vinna aftur traust umheimsins. Hlutverk upp- lýsts almennings Það er svo sannarlega umhugsunarvert að í því flóði upplýsinga sem fjölmiðlar og margmiðlun af ýmsu tagi beinir til almennings, og Vesturlandabúar – til að mynda hér á landi – hafa daglegan aðgang að í gegnum margs konar tækja- búnað er fyrirfinnst á nánast öllum heimilum, skuli ekki vera brugðist harðar við í fordæmingu og baráttu er beinist gegn hvers konar harðræði og mannréttindabrotum um heim allan. Fæstir geta borið við vanþekkingu á ástandinu í heim- inum hvað þessum grundvallarmálefnum viðkem- ur, en mettun á hroðalegum fréttum og myndum er án efa ein skýringin á aðgerðaleysi sem er í raun birtingarmynd sinnuleysis um örlög ann- arra. Bandaríkin eru stórt land og þjóðin voldug. Efnahagslegir og hernaðarlegir yfirburðir Bandaríkjamanna í heiminum hafa skipað þeim í hlutverk sem er mjög vandasamt. Í augum um- heimsins eru Bandaríkin víðast hvar sterkasta táknmynd vestrænna lífshátta og þeirrar efna- hagslegu gæða sem Vesturlönd njóta umfram aðra jarðarbúa. En þó að þau séu táknmynd Vesturlanda sem heildar breytir það ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamenn verða sjálfir að takast á við af- leiðingar þess athæfis sem þeir verða uppvísir að á alþjóðavettvangi, svo sem í Írak, og sýna í verki að þeir axli þá miklu ábyrgð sem aðgerðum þeirra fylgir eins og nú er krafist. Þær aðstæður sem Bandaríkjamenn hafa stað- ið frammi fyrir sem táknmynd vestrænna gilda, eftir hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York, hafa þó auðvitað smitað út frá sér og haft alvarlega afleiðingar fyrir önnur lönd, svo sem sannaðist á Spáni nýverið. Allar þjóðir Vest- urlanda verða því að vera á varðbergi, ekki ein- ungis gagnvart hugsanlegum ógnum, heldur einn- ig hvað mannréttindamál og viðhorf til annarra heimshluta varðar. Sú sameiginlega ábyrgð aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna á ástandinu í heiminum, er Linda Polman vísaði til hér að ofan, er mikil og ætíð til staðar. Vesturlandabúar þurfa að koma fram gagnvart öðrum þjóðum sem þjónar framfara en ekki herrar. Ennfremur þurfa einstaklingar aftur að finna til ábyrgðar sinnar í því skyni að ætíð sé til staðar það aðhald sem þjóðir heims lofuðu að veita eftir síðari heimsstyrjöldina; aðhald er dug- ar til þess að hver og einn taki meðvitaða ákvörð- un um að beita öllum þeim aðferðum sem lýðræð- ið færir honum til að taka afstöðu gegn mannréttindabrotum og með mannúðinni. Án þess átaks er heimsþorpið margumrædda einung- is skrumskæling á veruleikanum; tálsýn þeirra sem hafa efni á slíkum vangaveltum, en ekki við- leitni til að þjappa mannkyninu saman á sameig- inlegum forsendum. Morgunblaðið/Árni Torfason Í fótbolta við Fríkirkjuveg. En sú hugsun er áleitin að leiðin sem farin var í Guant- anamo „þar sem all- ir fangar eru álitnir sekir þar til sakleysi þeirra er sannað, og þar sem margir álíta að vafasamar aðferðir við yf- irheyrslur hafi við- gengist“, eins og Economist orðar það, hafi litað við- horf og hegðun þeirra sem lægra eru settir innan her- aflans og misþyrm- ingarnar í Írak séu birtingarmynd slíkra viðhorfa. Laugardagur 8. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.