Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 38
SKOÐUN 38 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA umfjöllunar um dauða sonar okkar hjóna, Hermanns Kára, sem dó af völdum mistaka fæðingarlæknis á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkarhús, (LSH) í nóvember 2002 og vegna yfirlýsingar frá öllum læknum kvennadeildar sem birtist í Mbl. 19.03. sl. hef ég ákveðið að koma á framfæri sjónarmiðum okkar og af hverju við sækjum það fast að mis- tökin verði rannsökuð. Það vekur mikla furðu að allir læknar kvennadeildar, þar með tal- inn yfirlæknir kvennadeildar, skuli senda frá sér yfirlýsingu sem þessa. Það hlýtur að teljast harla und- arlegt að verið sé að lýsa samstöðu með og trausti á lækni sem land- læknir hefur þó komist að þeirri niðurstöðu að hafi orðið á mistök. Í hverju felst þessi stuðningur? Er verið að segja að læknar megi gera alvarleg mistök, samstarfsmenn muni standa með þeim hvað sem á dynur? Ætla læknar, hér eftir sem hingað til að gerast dómarar í eigin sök? En meiri furðu vekur þátttaka yfirlæknisins í stuðningsyfirlýsing- unni í ljósi þeirrar makalausu greinargerðar sem hann samdi um aðdraganda þess að Hermann Kári dó af völdum mistaka fæðing- arlæknisins. Hann hlýtur með þess- ari stuðningsyfirlýsingu að vera að dæma úr leik greinargerð sína sem lögð var fram til landlæknis. Vænt- anlega hefur hann haldið því fram við framlagninguna í lok desember 2002 að greinargerð hans hafi verið fagleg en ekki bara stuðnings- yfirlýsing við kæran samstarfs- mann. Auðvitað sáum við aðilar málsins að greinargerðin var upp- full af staðreyndavillum og að mestu fullkomlega röng, en hvað gera menn ekki til að styðja góðan vin. Það er ekki eins og yfirlækn- irinn væri að gera það í fyrsta sinni. Í fyrrgr. yfirlýsingu allra lækna kvennadeildar segir m.a. að leg- vatnsstunga sé ekki framkvæmd nema með samþykki foreldra og að það sé vitað að slíkar stungur séu ekki hættulausar. Ég get staðfest að fæðingarlæknirinn sem fram- kvæmdi umrædda legvatnsstungu upplýsti okkur um það sem henni hefur fundist um þessa áhættu. Hún sagði að legvatnsstungan væri algerlega hættulaus, það versta sem gæti skeð væri að legvatnsstunga, svona seint á meðgöngu gæti fram- kallað fæðingu. Vegna þessa létum við tilleiðast að gerð yrði legvatns- stunga, þar sem drengurinn var al- gerlega fullburða og tilbúinn til að fæðast. Það er því miður ekki fyrr en eftir að fólk verður fyrir áföllum eða mistökum sem fólk fer að van- treysta læknum. Það er einnig rétt að geta þess að yfirmenn LSH, forstjóri, lækninga- forstjóri og aðrir yfirmenn vissu að umfjöllun yrði um þennan lækni, í fjölmiðlum og væntanlega fyrir dómstólum. Ég upplýsti þá sjálfur, fyrir u.þ.b. einu ári síðan, um það að ef þeir ekki brygðust við á eitt- hvern hátt þá myndum við upplýsa alla þá er vildu vita um hvað okkur hefði verið boðið upp á. Þeir hafa ekki gert neitt til þess að hafa áhrif á það að þessi umfjöllun færi ekki í fjölmiðla og fyrir dómstóla og má því gera ráð fyrir að umfjöllunin sé því rétt að hefjast. Það sem hlýtur að vekja hjá manni hvað mesta furðu er að allur sá fjöldi lækna og hjúkrunarfólks sem vinnur hjá LSH og stendur sig frábærlega í sínum störfum skuli ætla að láta það yfir sig ganga að einstaklingi sem ítrekað hefur verið kærður vegna sinna starfa skuli vera gert kleift að halda sínu striki án þess að svo mikið sem eðlileg rannsókn fari fram á því hvort við- komandi sé starfi sínu vaxinn. Látið er duga að náinn samstarfsmaður skrifi greinargerð/stuðningsyfirlýs- ingu sem dregur fjöður yfir öll hugsanleg mistök, ekkert er gert til að skoða atvikin nema með bundið fyrir bæði augu. Þetta er ótrúlegt og sýnir líklega best hversu nauð- synlegt það er fyrir okkur að krefj- ast þess að fram fari lögreglurann- sókn. Ef fyrrgreind stuðningsyfirlýsing allra lækna kvennadeildar á að þýða það að þeir sjái ekki ástæðu til þess að atvik sem þessi séu rannsökuð af hlut- lausum aðila, þá er eitthvað meira að á kvennadeild LSH en maður gat ímyndað sér. Ef blæðing við legvatnsstungu sem læknir fram- kvæmir með aðstoð hjúkrunarfræð- ings kallar ekki á nein varúðarvið- brögð þá er eitthvað mikið að. Eftir að við kærðum til land- læknis vorum við að vona að við þyrftum ekki að standa í frekara ati til þess að þessi mistök yrðu rann- sökuð með fullnægjandi hætti. Fyrsta vísbending um að svo yrði ekki kom þegar yfirmaður kvenna- deildar LSH skilaði greinargerð um atvikið þar sem hann kallar það óhappatilvik. Þegar við síðan förum fram á að lögregla rannsaki málið í heild sinni, eins og lög gera ráð fyrir, kemur það frekar undarlega fyrir sjónir að lögreglan skuli leita til landlæknis eftir ráðgjöf um það hvort rannsaka skuli málið. Það kom ekki eins mikið á óvart að landlæknir ráðlagði lögreglunni frá því að vera að rannsaka málið. Það hefur þó sem betur fer verið leið- rétt með atbeina ríkissaksóknara. Aðkoma landlæknis að svona málum er einnig harla undarleg. Fólki er talið trú um að landlæknir sé með skipulögðum hætti að rann- saka þau kærumál sem berast hon- um. Það er þó þannig í raun að þar fer engin rannsókn fram. Er þetta hugsanlega gert til þess að draga úr því að fólk kæri sjálft til lög- reglu? En afhverju þarf þessi umfjöllun að fara fram í fjölmiðlum? Það er fyrst og fremst vegna þess að yf- irmenn LSH kalla eftir því. Þeir gera ekkert til þess að afglöp, jafn- vel ítrekuð afglöp, séu rannsökuð og okkur sem verðum fyrir þessum mistökum inni á LSH er vísað út í nóvembernóttina með lyfseðil upp á verkjalyf. Yfirmenn LSH brjóta vísvitandi á okkur lög og tilkynna ekki til lögreglu um dauðsföll eins og þeim ber að gera þannig að mögulegt sé að óháður aðili eins og lögregla kanni hvort afbrot hafi átt sér stað. Og nú koma í Kastljósið fulltrúar frá LSH og segja okkur að dauði sonar okkar hafi ekki verið mistök eða slys, nú heitir þetta atvik sem við eigum að vera viðbúin að geti alltaf komið upp þegar við erum í nálægð við heilbrigðisstarfsmann. Við erum sögð vera að væla þetta vegna þess að þessir góðu heil- brigðisstarfsmenn séu búnir að standa sig svo vel undanfarin ár að við séum farin að gera allt of miklar kröfur til þeirra. Væntingar séu of miklar. Þetta ágæta fólk skilur bara ekki að þótt okkur sé sagt að burð- armálsdauði séu hvergi fátíðari en á Íslandi þá erum við ekki tilbúin til að sætta okkur við að sonur okkar skuli deyja inni á LSH vegna mis- taka fæðingarlæknis. Hvað verður okkur boðið upp á næst? Okkur verður líklega kennt um að læknar hjá LSH séu farnir að leita í önnur störf vegna umkvartana okkar. Framkvstj. lækninga hjá LSH upp- lýsir síðan þá skoðun sína að um- fjöllun um svona atvik eigi ekki heima í fjölmiðlum fyrr en búið sé að dæma í svona málum eftir að þau hafi verið rannsökuð. En af- hverju hefur verið fjallað um þetta mál undanfarið? Það er vegna þess að við höfum þurft að standa í stappi til að fá málið rannsakað! Ekki hafa yfirmenn LSH haft for- göngu að því að málið væri rann- sakað, ekki einu sinni farið að lög- um. Það er lagt á okkur, fólk sem verður fyrir mistökum starfsmanns LSH, að berjast fyrir því að fá mál- ið rannsakað. Ef yfirstjórn LSH vill ekki tapa niður öllu því trausti sem fólk þó ber til stofnunarinnar verð- ur hún að taka leppana frá aug- unum. Allt hugsandi fólk sér að það getur ekki talist til faglegra vinnu- bragða að yfirmaður deildarinnar þar sem kærður læknir starfar skuli vera fenginn til að semja stuðningsyfirlýsingu við samstarfs- mann sinn. Það sé allt sem LSH geri til þess að stuðla að því að upp- lýsa hvort læknir brjóti af sér. Dettur mönnum ekki í hug að yf- irmaður deildarinnar geti verið hlutdrægur? Svo mæta þessir yfirmenn og jafnvel landlæknir í fréttaviðtöl og enginn fréttamaður spyr: Af hverju er ekki farið að lögum? Af hverju eru dauðsföll ekki tilkynnt til lög- reglu eins og stendur í lögum? Eru menn ekki læsir? Með því að kalla til lögreglu er ekki verið að fullyrða að eitthver hafi brotið af sér. Það er bara verið að tryggja að eðlilegt hlutleysi sé viðhaft. Við höfum fyrst og fremst haft ánægjuleg samskipti við flest starfsfólk LSH og höfum m.a. ný- lega eignast okkar fjórða dreng. Umönnun lækna og starfsfólks kvennadeildar og barnadeildar LSH á þessari meðgöngu og eftir að drengurinn okkar fæddist í jan- úar sl. hefur verið til fyrirmyndar og erum við mjög þakklát fyrir það. Við viljum aðeins gera allt það sem við getum til þess að aðrir lendi ekki í okkar sporum. Við hljótum að verða að gera meiri kröfur til starfsfólks og yfirstjórnar LSH. Við þá sem gagnrýna okkur fyrir að fjalla opinberlega um þetta mál vil ég segja þetta: Reynið að setja ykkur í spor okkar, að missa full- burða barn fyrir mistök læknis, svo skuluð þið gagnrýna. Dauði á kvennadeild LSH Eftir Helga Magnús Hermannsson ’Við viljum aðeins geraallt það sem við getum til þess að aðrir lendi ekki í okkar sporum.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri. NÚ þegar aðalfundur stétt- arfélagins SFR er að baki, þar sem töluverð endurnýjun hefur átt sér stað í stjórn, er ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér fyrir hvað félagið stendur með því að miðla reynslu- sögu til félagsmanna. Mér finnst einnig rétt og skylt að upplýsa nýja stjórnarmeðlimi um þau vinnubrögð sem hafa viðgengist í fyrrverandi stjórn, svo draga megi lær- dóm af þeim. Bréfritari lenti fyrir nokkrum árum í þeim hremmingum á fyrr- verandi vinnustað sínum, að vera fluttur til í starfi. Við það skertust starfskjörin verulega – launalega séð næstum um þriðjung. Atvinnu- rekandinn, sem var Skattstjórinn í Reykjavík, þurfti af einhverjum ástæðum að sýna vald sitt sem hann taldi sig hafa skv. lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna (starfsmannalögunum) frá 1996. Undanfari þessa tilflutnings voru umkvartanir undirritaðs um vanefndir, þ.e. vegna löngu lofaðra úrbóta sem skattstjóri stóð ekki við. Enda þekktar aðferðir á þeim bæ að lofa hlutunum og standa svo ekki við þá. Á þessum tíma var ég trún- aðarmaður stéttarfélags míns, þ.e. SFR, þar sem ég átti sæti í stjórn félagsins. Að vonum var ég ekki ánægður með skipan mála, þar sem ég taldi að skattstjóri hefði ekki farið að lögum, enda lágu ekki fyrir nein málefnaleg rök fyr- ir þessari ákvörðun hans. Auk þess sem trúnaðarmenn stéttarfélaga njóta verndar í krafti stöðu sinnar skv. lögum um kjarasamninga op- inberra starfsmanna (94/1986). Ég hafði samband við stéttarfélagið, jafnframt því sem ég mótmælti þessu skrif- lega og stuttu síðar fór ég skriflega fram á rökstuðning, en skattstjóri sá ekki ástæðu til að svara því bréfi. Því næst sendi ég inn stjórn- sýslukæru til fjár- málaráðuneytisins, sem vísaði kærunni frá á þeim forsendum að ekki hefði verið um stjórnvaldsákvörðun af hálfu skattstjóra að ræða, heldur hefði þetta verið aðgerð sem rúm- aðist innan svokallaðs stjórn- unarréttar starfsmannalaganna. Framhaldið var síðan að kvartað var til umboðsmanns Alþingis. Málið var að velkjast þar í heilt ár, þar sem umboðsmaður krafði skattstjóra um upplýsingar um hvort starfið sem ég var fluttur í hefði verið mér samboðið. Skatt- stjóri sagði svo vera, og lét um- boðsmaður það gott heita, sendi mér bréf og sagðist ekki sjá neitt athugavert við framgöngu skatt- stjóra svo framarlega að hann færi ekki að lækka kaupið mitt. Það sem gerðist reyndar stuttu eftir var að skattstjóri hækkaði alla mína fyrrverandi samstarfsmenn verulega, sem var auðvitað allt í himnalagi svo lengi sem ég hélt mínum launaflokki. Samþykkt í stjórn SFR Á þeim tíma sem þetta mál kom upp, voru í gangi aðlögunarsamn- ingar á vinnustaðnum. Ég hafði þá sent bréf til skattstjóra og beðið um rökstuðning fyrir flutningnum. Ég fékk þau skilaboð frá Ingvari J. Rögnvaldssyni, þáverandi vara- skattstjóra, í gegnum Jens Andr- ésson, formann SFR, að ef ég drægi bréfið til baka fengi ég tvo launaflokka. Ég var ekki ginn- keyptur fyrir því. Málið kom af og til til umræðu í stjórn, en tók kipp um vorið og sumarið 2001, en þá átti ég fund með framkv.stjóra SFR, Árna Stefáni Jónssyni og Gesti Jónssyni lögmanni BSRB um málið. Þegar það var rakið fyrir lögmanninn, taldi hann um klárlegt brot hefði verið að ræða af hálfu atvinnurek- andans, en þegar hann komst að því að erfitt myndi reynast að út- vega vitni, dró verulega úr áhuga hans. Þessu næst fundaði ég með Jens Andréssyni um málið. Úr því varð að málið var tekið fyrir á stjórnarfundi þann 20. ágúst 2001. SFR – stéttarfélag í þágu hverra? Eftir Hjálmtý R. Baldursson ’Núna hyggjast stjórn-völd afnema áminning- arferlið. Það er því tíma- bært nú að íhuga hver eiga að vera helstu stefnumál stéttar- félagsins SFR.‘ Hjálmtýr R. Baldursson Á þeim fundi var samþykkt „að málið yrði afhent hlutlausum lög- fræðingi til að fara yfir málið og fá niðurstöðu í það“. Fundinn var lögmaður sem bæði ég og SFR gátum sætt okkur við. Í greinargerð lögmannsins, eftir að hafa farið yfir málið, kom fram að hann teldi afdráttarlaust hafa verið brotið á mér, hvort sem það hefði verið í krafti þess að vera trúnaðarmaður félagsins og svo hitt að reglur stjórnsýsluréttarins hefðu ekki verið virtar. Hann mælti fyrir málsókn gegn ríkinu í þessu máli. Héraðsdómurinn Það sem gerðist næst í málinu var að það var þingfest í héraðsdómi um haustið 2002. Um sumarið 2003 féll svo dómur í málinu. Dómurinn féll ríkinu í hag. Ekki er ástæða á þessari stundu að rekja sem fram kom í dóminum, en í stuttu máli var hann órökstuddur og ekki í neinu samræmi við málavexti. Héraðsdómaranum tókst t.a.m. ekki (ekki frekar en umboðsmanni Alþingis) að hafa veigamiklar stað- reyndir í málinu réttar. Þar að auki taldi dómarinn að skattstjóri hefði viðhaft góða stjórnsýslu- hætti, þrátt fyrir að skattstjóri hafi brotið nánast allar stjórn- sýslureglur sem hægt var að brjóta. Stjórnarsamþykkt SFR svikin Eftir samtal við lögmann minn í málinu var afráðið að kanna áfrýj- un á því. Lögmaðurinn taldi rétt að láta æðsta dómstól landsins fjalla um þetta mál. Í framhaldinu sendi hann bréf til SFR, þar sem hann skýrði sín sjónarmið og mælti fyrir áfrýjun. Þetta bréf var sent þann 15. sept. 2003. Ég fékk það í pósti daginn eftir. Næsta dag (17. sept.), hringdi ég í Árna Stef- án hjá félaginu og spurðist út í bréfið. Hann hafði ekki lesið það. Fundur var í stjórn félagsins þennan sama dag, en málið var ekki á dagskrá þar. Þann 30. sept. var málið tekið fyrir á stjórn- arfundi SFR. Á þeim fundi voru 6 mættir af 11 manna stjórn SFR, þar af voru aðeins 3 sem höfðu einhverja nasasjón af málinu. Mál- ið var tekið fyrir, án þess að nokk- ur umræða væri um það og sam- þykkt að halda ekki áfram fjárhagslegum stuðningi við málið. Á þessum tíma hafði ég sam- band við Ögmund Jónasson, for- mann BSRB, og skýrði honum frá málinu og viðskiptum mínum við félagið. Afskipti hans af málinu urðu ekki til að málið fengi náð fyrir stjórn SFR, þrátt fyrir að málið hefði verið tekið fyrir aftur til málamynda á stjórnarfundi um miðjan október sl., án umræðu eins og fyrri daginn. Stjórn SFR hafði ekki fyrir því að leita til mín, þar sem ég fengi að skýra mín sjónarmið í málinu á fundi stjórn- ar. Afskiptaleysi formannsins Skattstjóri hafði greinilega ekki fengið nóg, eftir að hafa flutt mig til í starfi, því hann sá ástæðu (um mitt árið 2002) til þess að boða mig á fund til sín (þ.e. Jónínu B. Jónasdóttur, lögfræðings og vara- skattstjóra) og afhenda mér bréf, fyrirhugun áminningar, þar sem mér var gefið að sök að hafa yf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.