Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 39
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 39 irgefið vinnustaðinn, án þess að viðskiptavinur hefði fengið af- greiðslu. Sálfræðihernaður skatt- stjóra gekk ekki upp í þetta skipti, þar sem hann hafði ekki við nein rök að styðjast, auk þess sem hann fór ekki eftir einföldum máls- meðferðarreglum þegar svona mál eiga sér stað. Jens formanni SFR var tilkynnt um þetta samdægurs, en hann sá ekki ástæðu til að bregðast við þessu, þrátt fyrir að svona mál séu undanfari brottvikn- ingar úr starfi. Fyrir hvað stendur stéttarfélagið? Á forsíðu á heimasíðu SFR kemur fram: ,,Tilgangur félagsins er að vera í forsvari fyrir einstaklinga við gerð kjarasamninga og vinna að öðrum hagsmunamálum, vernda réttindi félaganna og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum og starfskjörum.“ Samkvæmt ofangreindum texta, er yfirlýst markmið félagsins að standa með sínum félagsmanni í launa- og starfskjarabaráttu hans við sinn atvinnurekanda, þ.e. ríkið. Einhver hefði talið það misrétti að verða fyrir 30% kjaraskerðingu á einni nóttu. Ég held ég getið slegið því föstu, að meginþorri þeirra u.þ.b. 5.000 félagsmanna SFR, sem greiða á milli 110 og 120 milljónir í félagsgjöld á ári, vill ekki hafa hlutina með þessum hætti. Það hlýtur að teljast ámælisvert þegar stjórn stéttarfélags stendur ekki við samþykktir sínar. Maður hélt í einfeldni sinni að stjórn fé- lagsins væri bundin samþykktum sínum. Stéttarfélagið tók þá ákvörðun að ekki var látið reyna á þennan svokallaða stjórnunarrétt atvinnu- rekandans skv. 19. gr. starfs- mannalaganna þ.e. hvar sá réttur byrjar og hvar hann endar. Um- boðsmaður (og héraðsdómarinn hefur tekið undir það) hefur að vísu komið fram með þá heima- tilbúnu reglu sem gengur út á það að ef starf er starfsmanni sam- boðið, þá sé í lagi að flytja hann til í starfi án nokkurs samráðs við hann. Hins vegar hefur enginn getað sagt hvar eigi að draga þessa línu. Enginn rökstuðningur liggur fyrir hvar þessi viðmið- unarmörk liggja. Stéttarfélagið kærir sig kollótt um það, að fá úr því skorið fyrir fjölskipuðum dómi hver almennur vinnuréttur starfs- manns er á vinnustað. Með því að hafna áfrýjun er stéttarfélagið að samþykkja það, að ríkið geti notað þá aðferð að losa sig við starfs- menn með því að færa þá til í hvaða störf sem er og lækka við þá launin. Með því að hafna áfrýj- un, fæst heldur ekki úr því skorið hvort stjórnunarréttur heldur í þessu máli. Þegar lögin voru sett á sínum tíma, var ætlunin að færa þessi mál í það horf sem er á hin- um almenna markaði. Hallarbyltingin og útskiptareglan Það muna eflaust margir fé- lagsmenn SFR vel eftir því hvern- ig aðdragandinn var, þegar sitj- andi stjórn Einars Ólafssonar, þáverandi formanns SFR um 1990, var velt og ný stjórn tók við undir forystu Sigríðar Kristinsdóttur og Jens Andréssonar sem varafor- manns. Í þeirri stjórn sem tók við var lögum breytt varðandi stjórn- arsetu, og teknar upp s.k. út- skiptareglur, þar sem þær tak- mörkuðu setu manna í stjórn við ákveðinn árafjölda. Ærið tilefni þótti til breytinganna, þar sem slæm reynsla var af þaulsetinni stjórnarmennsku þeirra á undan. En blekið var vart þornað, þegar núverandi formaður, Jens Andr- ésson, sá að hann átti ekki langt eftir í formannssæti, að hann beitti sér fyrir að breyta lögunum svo að hann gæti setið lengur Framtíð SFR Í seinni tíð hafa stéttarfélög í rík- isgeiranum átt á brattann að sækja, þar sem núverandi stjórn- völd hafa jafnt og þétt verið að skerða áunnin réttindi þeirra. Núna hyggjast stjórnvöld afnema áminningarferlið. Það er því tíma- bært nú að íhuga hver eiga að vera helstu stefnumál stétt- arfélagsins SFR. Ætlum við að reka öflugt, lýðræðislegt stétt- arfélag, sem beitir sér gegn hvers konar misrétti félagsmanna sinna og er reiðubúið að standa sem traustur bakhjarl í réttindamálum þeirra eða á félagið bara að vera starfsmannafélag eins og á vinnu- stað, sem skipuleggur árshátíðir og sumarleyfisdvalir? Höfundur er skrifstofustjóri hjúkrunar á barnasviði LSH og fyrrverandi stjórnarmaður í SFR. Bankastræti 3 sími 551 3635 www.stella.is eru líka fyrir karlmenn SNYRTIVÖRUR Grunnskólanemendur NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin Innritun í s. 557 9233 kl. 17-19 og á www.namsadstod.is Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.