Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 40
SKOÐUN 40 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TILGANGUR þessarar greinar er að mæla gegn því að lögð verði hraðbraut um óskert víðerni Þing- vallasvæðisins í stað Kóngsveg- arins frá Gjábakka að Laugarvatni (vegur 365) og vekja athygli á þeim afleiðingum, sem nýjar hraðbrautir hafa fyrir Þingvallasvæðið. Vernda ber sjálfan Kóngsveg- inn fyrir þjóðina, því að af honum er eitt dýrmætasta og feg- ursta útsýni yfir þjóð- garðinn, sjálfan Atl- antshafshrygginn og þar með Þingvallasig- dældina í heild. Forða ber óskertu víðerni Eldborgahraunsins frá hraðbraut sem skapar alvarleg sár og sjónmengun á sjálft hraunið og nit- urmengun á framtíð- arvatnsból 75% þjóðarinnar og sjálft Þingvallavatn. Vill þjóðin blátt og tært Þingvallavatn eða grænt og gruggugt? Vill þjóðin hraðbraut inn í sjálfan þjóðgarðinn í stað rómantískrar fegurð- arbrautar þar sem hún upplifir bláma Þingvallabirtunnar og lit- brigði hins stórbrotna fjallahrings? Það sætir furðu að Vegagerðin virðist virða að vettugi önnur ráðu- neyti sem gæta eiga hagsmuna allr- ar þjóðarinnar á svæðinu, þar eð ríkisstjórnin hefur sett fram bæði þjóðgarðs- og vatnsvernd- arfrumvarp. Arfur þjóðarinnar Þegar ákveðið var að setja Alþingi Íslendinga á Þingvöllum við Öxará, eftir að Grímur geitskór hafði kannað landið allt, var einu elsta þjóðþingi Vesturlanda ekki ein- ungis valinn fagur staður, heldur sýna nútímarannsóknir að Þing- vellir og umhverfi þeirra eru nátt- úruundur. Hálf önnur öld er nú liðin frá því að náttúrufræðingurinn og lista- skáldið góða Jónas Hallgrímsson sá fyrir sér sköpun Þingvallasvæð- isins í heild. Í kvæðinu um Fjallið Skjaldbreið sér skáldið fyrir sér sköpun Skjaldbreiðar: Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val; hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Jónas Hallgrímsson skynjar einnig hið mikla forðabúr vatns sem liggur undir hraunbreiðunum og hvernig hið mik- ilfenglega hraunflóð síar jökulvatnið og blátært Þingvallavatn- ið fyllir sigdældina. Þingvellir eru frið- lýstur helgistaður allra Íslendinga. Á Þingvöllum var stofn- að eitt elsta löggjaf- arþing á Vest- urlöndum árið 930 og á kristnitökuþinginu árið 1000 kvað Snorri goði upp fyrsta jarð- fræðilega úrskurð sem skráður er á Íslandi. „Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Þingvellir hafa verið samofnir sögu þjóðarinnar í 1100 ár, en jafnframt eru þeir með- al merkustu staða landsins frá sjónarhóli náttúrufræðinnar. Af brún Almannagjár má sjá flestar þær gerðir eldstöðva sem finnast hér á landi og einnig jarð- hitasvæðið á Nesjavöllum. En frægastir eru Þingvellir þó vegna sigdældarinnar og sprungnanna sem eru hluti af Atlantshafs- hryggnum. Hér koma saman á ein- um stað margvísleg náttúrufyr- irbæri, sem örfáir staðir aðrir á jörðinni geta státað af, og bera þögul vitni þeim frumöflum sem skópu Ísland í upphafi en þau eru sprungukerfið, jarðeldar, móbergs- fjöll og hraunbreiður. Bláskógar með ilm birkiskógarins og litahaf botngróðursins með blágresi, beiti- og krækiberjalyngi, víðikjarri, fjall- drapa, skófum í öllum regnbogans litum, ásamt víðáttumiklum slétt- um grámosans, sem sífellt breyta um lit, skapa litasinfóníu sem á fáa sína líka – að ógleymdu litaskrúði haustsins þar sem eldrautt blá- berjalyngið og heiðgulur víðirinn teygja sig upp hraunflákana og gefa fjöllunum nýjan svip. Þingvallavatn er forsviðið að Þingvöllum, æðsta sögustað og helgistað þjóðarinnar, eins og fjallahringur Þingvallasveitar er baksvið þeirra. Himinblátt og fisk- iríkt Þingvallavatn er þannig óað- skiljanlegur hluti af mynd þjóð- arinnar af Þingvöllum. Í tæru vatninu má sjá fæðuleit og ástarlíf silungsins með berum augum. Það er mikið ævintýri að standa hér, á mörkum austur- og vesturhvels jarðar, og láta hrífast á sjálfum staðnum þar sem líf og land eru enn í mótun. Þingvellir eru íslensku þjóðinni uppspretta ómældrar gleði, feg- urðar og upplifunar. Þingvallavatn er ein helsta náttúruperla landsins og í röð merkustu stöðuvatna jarð- arinnar vegna hins sérstaka lífríkis í hraunakögruðu hyldýpisvatni norður undir heimskautsbaug. Vatnið er einstakur þáttur í menn- ingararfi þjóðarinnar vegna fjöl- breytts lífríkis og sérþróaðra veiði- aðferða kynslóðanna sem með veiði sinni lögðu grunn að lífvænni bú- setu í fjalla- og hraunaþröng sveit- arinnar. Gliðnun meginlanda Mið-Atlantshafshryggurinn liggur um Ísland og Þingvallasigdældin er líkust því sem menn finna á neð- ansjávarhryggjum. Hér geta menn gengið þurrum fótum á hátindi Atl- antshafshryggjarins og skoðað myndanir sem í rauninni eiga heima á botni Atlantshafsins. Þing- vallasvæðið er því furðuverk á landi. Þar birtist okkur fjölskrúð- ugur sköpunarmáttur jarðarinnar, þar sem andstæðurnar mætast. Á Þingvöllum sjást greinileg um- merki um flekaskil milli Ameríku og Evrópu því að grein þeirra ligg- ur þar um. Við Þingvallavatn mætast gróður og dýralíf tveggja heimsálfa – aust- urs og vesturs – og vatnið er vett- vangur þróunar nýrra tegunda. Engan hafði órað fyrir því að fjórar bleikjugerðir hefðu þróast á 10 þúsund ára ferli vatnsins. Það er veraldarundur. Og fyrir nokkrum árum átti sér stað heimsviðburður á sviði náttúrufræði. Í Þingvalla- vatni fannst áður óþekkt marfló sem hefur lifað þar af allar ísaldir, í hellum í berginu undir ísnum, hugsanlega í 10 milljónir ára. Þetta er elsta dýr landsins og eina hella- dýr Norður-Evrópu. Samfelld saga lífs á svæðinu spannar því 10 millj- ónir ára. Þeir sem eiga leið um svæðið ættu að staldra við um stund og hlýða á hvellan söng himbrimans á vatninu og horfa á straumöndina skoppa eins og korktappa á Sogn- inu. Hvaðan koma þessir fuglar til okkar? Alla leið vestan af Kyrra- hafsströnd Norður-Ameríku. Þjóðgarðurinn og hraðbrautir Vegir innan þjóðgarða eru almennt skipulagðir sem fjölskylduvænir fegurðarvegir en ekki hraðbrautir. Þannig er einnig um Kóngsveginn frá Gjábakka að Laugarvatni, sem Íslendingar hafa farið í 1100 ár á ferðum sínum til og frá Alþingi til uppsveita Suðurlands. Hann er eina leiðin, þar sem Mið-Atlants- hafshryggurinn sést berum augum. Á útsýnisstaðnum við Tintron, í 350 m h.y.s., stöndum við á hátindi Mið- Atlantshafshryggjarins, þetta er sá staður þar sem hann sést til fulln- ustu og brotalínur ytri sigdældar Þingvallalægðarinnar sjást greini- lega, í Lyngdalsheiði að austan og í Súlnabergi að vestan ásamt innri sigdældinni milli Hrafnagjár og Al- mannagjár, sem allir þekkja. Frá Tintron sést Eldborgahraunflóðið að norðan úr hinum 13 eldborgum en það rennur frá Hrafnabjörgum að Sogi að sunnan og austan og að Heiðarbæ að norðan og vestan og þekur meirihlutann af botni Þing- vallavatns. Frá Tintron er besta út- sýni yfir hraunið og vatnið í heild með einkennisfjöllum sigdæld- arinnar og Íslands, móbergs- hryggjunum Arnarfelli og Miðfelli. Frá Tintron sést hvernig hraun- straumur, brotalínur og Þingvalla- vatn sameinast í eina heild, sjálfan Atlantshafshrygginn. Gjábakkaland er friðað með þjóðgarðslögum nr. 59 frá 7. maí 1928. Laugarvatnsland er verndað með samningi milli mennta- málaráðuneytisins og héraðs- nefndar Árnesinga frá 5. janúar 1996. Þar segir í bókun II: „Menntamálaráðuneytið lýsir því yfir að það stefnir að því að sá hluti lands Laugarvatns, sem kemur í hlut ríkisins með samningi þessum og ekki verður nýttur fyrir skóla- starf, íþróttaaðstöðu og ferða- mannaþjónustu, verði gerður að al- mennu útivistarsvæði í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og Náttúruverndarráð.“ Umhverfisstofnun vinnur að frið- un á stórum þjóðgarði utan um þann gamla, svo kölluðum „buffer zone“, sem innlimar Eldborga- hraunið inn í veglegan þjóðgarð, sem nær frá Langjökli í Sog, þ.e. norðurhluta vatnasviðsins. Nú er því þannig varið að á al- þjóðlegan mælikvarða (UNESCO) eru sett ströng skilyrði fyrir nátt- úruverndarfriðun, t.d. má nefna að í bandarískum þjóðgörðum eins og Yosemite og Grand Canyon verða gestir að leggja bílum sínum utan þjóðgarðs en eru síðan keyrðir í hópbíl inn í sjálfan þjóðgarðinn til að forðast niturmengun. Hraðbraut með 70–90 km hámarkshraða kem- ur auðvitað ekki til greina. Þar sem aka má inn í þjóðgarða er hraðinn settur á um 50 km/klst., og þannig er það líka í Þingvallaþjóðgarð- inum. Á að leggja hraðbrautir yfir aðalvatnsból þjóðarinnar? Vatnasvið Þingvallavatns býr yfir miklu meiri þjóðarauðlind en nokk- urn hafði órað fyrir. Skyldi nokk- urn gruna að vatnið úr Vellankötlu sé frá miðöldum eða jafnvel miklu eldra? Eitt stærsta háhitasvæði Ís- lands er Hengilsvæðið sem liggur á barmi Þingvallavatns og fær vatn alla leið úr Langjökli. Vatnasvið Þingvallavatns hefur að geyma um fjórðung af öllu grunnvatni í byggð á Íslandi. Það er því ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin setur fram frum- varp á Alþingi til þess að vernda vatnasvið Þingvallavatns, því að þar liggur framtíðarvatnsból 75% þjóðarinnar, sem býr á suðvest- urhorni landsins. Það gildir að halda þessu vatni ómenguðu, þegar Gvendarbrunna þrýtur, en sú stund nálgast óðum með þeirri mann- fjöldaaukningu, sem þar er. Hver er ástæðan? Hraðbrautir og mengun Samkvæmt úrkomumælingum á Írafossi er áætlað að það rigni um 15 tonnum af nitri á vatnið sjálft á ári. Þetta er stærsti meng- unarvaldur á vatninu ásamt bíla- umferð sem bæði gefur frá sér nit- ur og brennisteinssambönd. Flestir hafa tekið eftir hinni gulbrúnu slæðu sem stundum lagði frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og meðfram Esjunni. Hún er tákn- ræn ímynd niturmengunar sem Eftir Pétur M. Jónasson ’Vill þjóðin hraðbrautinn í sjálfan þjóðgarðinn í stað rómantískrar feg- urðarbrautar þar sem hún upplifir bláma Þing- vallabirtunnar og lit- brigði hins stórbrotna fjallahrings?‘ Pétur M. Jónasson Á að búta Þingvallasvæðið sundur með hraðbrautum? Laugavegi 32 sími 561 0075 þegar keypt er Serum eða næturkrem í Happylogy, Success, Substantific eða lúxuskreminu frá Guerlain, Sérénissima. Allt þetta handa þér: · GUERLAIN Snyrtibudda · Cleansing Milk 50 ml · Moisturizing Mallow Toner 50 ml · 15 ml dagkrem, valið sérstaklega fyrir þig · L´Instant de Guerlain Eau de Parfum 5 ml, Nýr rómantýskur ilmur frá Guerlain. Verðmæti gjafanna er allt að 7.600 krónur GUERLAIN gefur þér þessa stórglæsilegu gjöf Guerlain útsölustaðir: Clara Kringlunni, Hygea Kringlunni, Hygea Smáralind, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Snyrtistofan Garðatorgi, Snyrtistofan Neroli, Didrix SPA, Betri Líðan Akureyri. ww w .d es ig n. is @ 2 00 4 Fákafeni 11 • 562 9120 Munum mæ›radaginn Blóm og konfekt Dalía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.