Morgunblaðið - 09.05.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.05.2004, Qupperneq 41
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 41 Tekið verður við umsóknum nýnema til náms í Háskóla Íslands háskólaárið 2004-2005 til 5. júní 2004. Umsóknareyðublöð er hægt að prenta út af vefnum eða fá þau afhent hjá Nemendaskrá í Aðalbyggingu. Frá 24. maí gefst kostur á rafrænni umsókn á vefsíðu Háskólans, www.hi.is. Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af stúdents- prófsskírteini. Senda má umsókn og fylgigögn í pósti til Nemendaskrár Háskólans. Umsækjendur sem sækja um á vefnum senda fylgigögn í pósti. Þeir sem ljúka stúdentsprófi í vor sæki um fyrir 5. júní og skili fylgigögnum jafnskjótt og þau liggja fyrir. Upplýsingar um nám er að finna í Kennsluskrá Háskóla Íslands 2004-2005 á www.hi.is og í prent- aðri útgáfu sem liggur frammi í Nemendaskrá. Umsóknarfrestur rennur út 5. júní n.k. Afgreiðsla umsókna og staðfesting Stefnt er að því að afgreiðslu umsókna verði lokið fyrir 30. júní. Öllum umsóknum verður svarað. Þeim sem býðst skólavist fá sendan greiðsluseðil skrásetningargjalds kr. 32.500.- Skrásetning til náms við Háskóla Íslands tekur gildi við greiðslu skrásetningargjaldsins innan þeirra tímamarka sem fram koma á greiðsluseðli. Skrásetningargjaldið er ekki endurkræft. Inntökuskilyrði Stúdentar sem hefja nám í Háskóla Íslands skulu hafa lokið stúdentsprófi, eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Almennt er áskilið að stúdentspróf sé af bóknámsbraut, en deildir geta með samþykki háskólaráðs ákveðið að falla frá því skilyrði eða bundið aðgang að námsgreinum frekari skilyrðum um undirbúning. Sjá nánar á www.hi.is. Fjöldatakmörkun Í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið inntökupróf 21.-22. júní 2004, sjá nánar sérstaka auglýsingu í dagblöðum og upplýsingar á heima- síðu læknadeildar www.hi.is/nam/laek. Í hjúkrunarfræðideild og tannlæknadeild eru samkeppnispróf við lok haustmisseris í desember. Fyrirvari er gerður um mögulega fjöldatakmörkun í fleiri greinum. Háskóli Íslands – Nemendaskrá Aðalbyggingu við Suðurgötu - 101 Reykjavík Sími 525 4309 – nemskra@hi.is – www.hi.is Opið virka daga kl. 10-15. UMSÓKNIR NÝNEMA Í HÁSKÓLA ÍSLANDS 2004-2005 w w w .d es ig n. is @ 2 00 4 Fákafeni 11 • 562 9120 Munum mæ›radaginn Blóm og konfekt Dalía mun verða alvarlegri í Þingvalla- sigdældinni eftir því sem umferð eykst en á liðnum aldarfjóðungi hefur bílaumferð um Þingvelli tvö- faldast. Þess má geta að akstur um þjóðgarða Norður-Ameríku er nú víða bannaður vegna mengunar. Nitur berst óhindrað gegnum jarð- veg vegna þess að það aðsogast illa á jarðvegsagnir. Nítratið helst í upplausn og skolast auðveldlega burt í grunnvatn sem eitrast, nema rætur gróðurs nái til þess áður. Hraun þekja meira en helming vatnasviðs Þingvallavatns og á þeim er jarðvegurinn örþunnur. Samkvæmt mælingum er áætlað að niturmengun hafi aukist um 25– 30% síðustu áratugi. Verði þjóð- garðurinn hluti af hraðbrautakerfi mun mengun aukast þar gífurlega og valda óbætanlegum spjöllum á lífríki svæðisins og einu helsta vatnsforðabúri þjóðarinnar. Í hnotskurn Hvaða þjóð önnur á slíkt svæði sem meginhluti hennar kemst til á broti úr degi og íbúar höfuðborgarsvæð- isins á klukkustund? Eftirfarandi staðreyndir ber að hafa í huga:  Þjóðin missir fjölskylduvænan fegurðarveg og útsýni yfir sjálfan Atlantshafshrygginn og þjóð- garðinn í heild fyrir hraðbraut 154 Laugdælinga, því að gamli Kóngsvegurinn, þ.e. útsýnispall- urinn hjá Tintron er í um 350 m h.y.s. en ný leið liggur í 150–200 m h.y.s. (sbr. matsskýrslu VSÓ 2003).  Það er óþekkt fyrirbæri að leggja hraðbraut (90 km/klst.) inn í þjóðgarð og um óskert víðerni.  Nýrri leið fylgja þungaflutningar í gegnum þjóðgarðinn. Það þýðir aukna niturmengun og með hrað- brautum bæði að austan og vest- an er gamli þjóðgarðurinn orðinn hluti af hraðbrautakerfi og missir þar með markmið sitt sem þjóð- garður og Þingvallavatn verður með tímanum grænt og gruggugt af mengun.  Kóngsvegurinn er 4 km styttri en hraðbrautarleið 7.  Kóngsvegurinn lengir ekki öku- tímann.  Endurbætur á gamalli leið, sem er stórvel heppnuð, er Heið- arbær-Nesjavellir.  Fordæmisleið er vegurinn frá 1974 um þjóðgarðinn.  Svipaðar aðgerðir er mjög auð- velt að gera á Kóngsveginum.  Kóngsvegurinn er snjóléttari en aðrar leiðir og er fær um 350 daga á ári, lengur en snjókistan Mosfellsheiði. Sú er reynsla okk- ar sem smöluðum landið fyrrum.  Verndum reiðleið Gunnars frá Hlíðarenda og Njáls á Bergþórs- hvoli og sona hans.  Þjóðgarðs- og vatnsvernd- arfrumvörp ríkisstjórnarinnar hafa verið sett fram á Alþingi eft- ir nokkurra ára töf. Brýnt er að vernda allt vatnasvið Þingvalla- vatns og þar með austursvæðið líka gegn mengun, því að vatna- sviðið er framtíðarvatnsból 75% þjóðarinnar. Könnun er þegar í gangi.  Mengandi hraðbraut á þessu svæði samrýmist ekki vatns- verndarfrumvarpi. Vinnum fyrir íslenska þjóð og verndum hið dýrmæta umhverfi Þingvalla, sem á sér fáar hlið- stæður á jarðríki, ef nokkrar. Fagna ber þjóðgarðs- og vatns- verndarfrumvörpum. Verndum allt vistkerfið – hið mikla náttúruundur – fyrir kom- andi kynslóðir. Höfundur er prófessor emeritus í vatnalíffræði við Kaupmannahafn- arháskóla. Hann hefur, ásamt 50 manna rannsóknarhópi, kannað Þing- vallasvæðið í 3 áratugi, gefið út 2 bæk- ur og á annað hundrað ritgerðir, svo að vatnasviðið er eitt af þeim best könn- uðu á veraldarvísu. Höfundurinn hefur dvalið langdvölum á svæðinu frá 1922. www.thjodmenning.is Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Kvenfatnaður í úrvali í stærðum 34-56 Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.