Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Sem barn var ég fimm sumur í sveit í Austurbænum á Hæli. Úr stofuglugganum glitti í heimreiðina að Háholti, en mun lengri leið þurfti að aka á milli bæjanna. Þarna var margt ungt fólk og oft líflegt, en Magga Stei, sem þá var heimasæta í Vesturbænum, er mér sérstaklega minnisstæð fyrir það hvað það stafaði alltaf frá henni mikilli hlýju og góðvild. Má þekkti ég lítið en man þó að hafa komið nokkr- um sinnum að Stóru-Mástungu og hitt hann og systur hans Vöku. Það var svo löngu síðar, eftir að ég byrj- aði að vinna í Þjórsárverum, sem ég kynntist Má en hann sat í Þjórsár- veranefnd og tók síðan virkan þátt í baráttu fyrir verndun veranna. Það hefur vart farið framhjá nein- um sem umgekkst Má að þar fór ein- stakur mannkostamaður. Hann var hæglátur á fundum en kom máli sínu á framfæri með öryggi og rökfestu og umfram allt heiðarlega. Lífið tek- ur ekki alltaf þá stefnu sem við höld- um og stundum kallar það menn óvænt til starfa. Einu kalli verða allir að hlýða en annað geta menn stund- um valið að leiða hjá sér. Varla hefur Má grunað að hann ætti eftir að standa í þeirri baráttu sem hann háði vegna Þjórsárvera, og ég get ekki MÁR HARALDSSON ✝ Már Haraldssonfæddist á bænum Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi 24. ágúst 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 15. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholtskirkju 24. apríl. ímyndað mér að hann, sá friðsemdarmaður sem hann var, hafi haft gaman af slagnum. Már var vissulega mik- ill gæfumaður í sínu einkalífi, en það er líka gæfa að velja það að standa við sína sann- færingu. Það eru gömul og ný sannindi að það er ekki alltaf auðvelt. Það er meira en að segja það að halda staðfestu sinni gegn skipulagðri sókn öfl- ugra afla með, að því er virðist, ótakmörkuð fjárráð og mannafla og þar sem öllum úrræðum er beitt til að knýja eina niðurstöðu fram. Það gerði Már og málflutning- ur hans, heiðarleiki og einörð bar- átta, er þeim fordæmi sem vinna að framgangi íslenskrar náttúruvernd- ar. Ég veit ekki hvort hann þekkti bók þess gamla kínverja Lao Tse en ég held að lífsviðhorf Más kunni að hafa fallið vel að boðskapnum sem þar birtist. Í bókinni um veginn segir m.a.: „Það, sem gróðursett er á rétt- an hátt, verður ekki rifið upp; það verður aldrei á braut borið, sem vel er varðveitt. Sá, sem eflir Alvaldið í sjálfum sér, gróðursetur dygðina. Sá, sem eflir það í ætt sinni, lífgar fjölmarga frjóanga dyggðarinnar. Sá, sem eflir það í byggðarlagi sínu, veitir dyggðinni vöxt. Sá, sem eflir það í ríkinu, lætur hana blómgast.“ Við hörmum að svo góður drengur skuli hrifinn burt svo fljótt, en hann skilur eftir sig verk sín og umhyggju, í börnum sínum, í sinni sveit og fyrir okkur öll sem unnum íslenskri nátt- úru og fyrir það erum við þakklát. Ég votta Margréti og börnum þeirra beggja samúð mína, og Má einlæga og djúpa virðingu mína. Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Már Haraldsson vitnaði stundum í sveitunga sinn, sem hafði þetta orð- tak: „Það fer einhvern veginn.“ Ekk- ert í þessari spásögn, þótt glensi sé blandin, lofar farsælum málalokum þegar vel er að gáð. Engir Norður- leitarmenn geta í krafti þessara orða gengið að því vísu að komast í eft- irsafnið. Jafnmikið reiðarslag er þó vinum Más ferðalokin sem þessum fjallkóngi eru ákveðin nú, þegar enn er ósmalað til byggða. Fyrir skemmstu skein lífssól hans okkur í hádegisstað og lýsti ekki aðeins fjöl- skyldu hans og vinum, heldur og öll- um sveitungunum sem treystu hon- um til góðra verka og forystu í sveitarmálefnum. Raunar má segja að allir landsmenn hafi lotið orðfárri yfirvegun hans í viðkvæmu hjartans máli, sem varðar rétt okkar og skyldu að standa vörð um hin helg- ustu vé. Fyrir þá einurð sem Már sýndi til hinsta dags í baráttunni fyr- ir verndun Þjórsárvera mun hans lengi minnst. Að kynnast Má á unglingsárum beggja og verða honum samskipa fjórar vertíðir í Menntaskólanum að Laugarvatni, varð undirrituðum eins konar vitrun: Að finna samhljóm sem aldrei var orðaður, en leitaði þó fram á varirnar í söng og vísum, glumdi í fjárjarmi, réttaklið og hófa- dyn, fann sér farveg í heitri tilfinn- ingu fyrir átthögum og heimasveit og væntumþykju til fólksins sem þar bjó. Hrossarækt var hugleikur Más og eftirlæti, og enn lágu leiðir saman. Á þeim akri hefur hann sáð fræjum sem þegar hafa borið ríkulegan ávöxt og munu vonandi gera í hönd- um barna hans og stjúpbarna um langa framtíð. „…..bognar aldrei, brestur í bylnum stóra seinast.……“ segir í kvæði Stephans G., og kemur í hug mér nú, þegar Már er kvaddur. Megi ástvinum Más Haraldssonar hlotn- ast huggun og skjól í þeim grimmd- arbyl, og verða þess áskynja að þrátt fyrir allt er vorið á næsta leiti með öllum dásemdum sínum. Bjarni Þorkelsson. Tíminn flýgur og hremmir eitt og eitt okkar og ber með sér á vit eilífð- arinnar. Már Haraldsson er horfinn á braut. Við sitjum eftir og minn- umst þess góða sem var. Már var bekkjarfélagi okkar í menntaskóla á þeim tíma þegar sólskin í lífinu eru svo undur mörg. Már var góður og glaður félagi , tók lífinu alvarlega, svo alvarlega að hann taldi það skyldu sína að njóta þess, sitja og spjalla, grípa í spil, láta hugann reika. Már var góður námsmaður, hann stóð við sitt. Menntaskólaminningin er kyrr og falleg. Már var hluti af þeirri mynd sem nú breytist og verð- ur önnur, það vantar þennan kyrr- láta og hæga félaga sem brosti svo undur skemmtilega við lífsins gleði. Eftir menntaskóla skildu leiðir, hver fór sína leið. Bekkjarsystkin vita þó hvert af öðru. Már vann víða en flutti svo heim í sína sveit og þar varð hans staður í lífinu. Hann lét sér ekki nægja að bara vera heldur barðist fyrir því , sem hann taldi sköpum skipta. Fyrir tveimur árum riðum við tveir félagar ásamt fleiru góðu fólki inn í Þjórsárver um afrétt Hreppamanna. Við höfðum samband við Má að biðja hann liðsinnis . Már var sjálfum sér líkur, gerði allt sem við óskuðum, flutti sjálfur hey inn í Tjarnarver og taldi það ekki eftir sér. Það var gaman að endurnýja kynni, sem voru svo góð að það var eins og við hefðum gengið út úr menntaskólasólskininu viku fyrr. Það féll í hlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mér fannst sem þú ættir arfinn þinn undir trúnaði mínum. Svo yrkir Jón Helgason í ljóðinu Til höfundar Hungurvöku. Már barðist fyrir verndun Þjórsárvera og taldi þau heilagt vé. Már var fylginn sér og lagði allt í sölurnar til að vernda Verin. Nú þegar Már er all- ur, vonumst við til að hann hafi haft sigur í þeirri baráttu. Arfur Þjórs- árvera er falinn okkur nútímafólki á hendur. Okkar er skyldan að vernda Verin, þessa Paradís þar sem himinn og jörð sameinast og gefa manninum færi á að skilja veru sína og dásemd- ir lífsins á nýjan hátt. Már er kvaddur með þökk og virð- ingu. Fjölskyldu hans allri vottum við okkar dýpstu samúð. Agnar H. Gunnarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Már Haraldsson hefur kvatt okk- ur. Már starfaði um margra ára skeið í Þjórsárveranefnd, en sú nefnd er Umhverfisstofnun og stjórnvöldum til ráðuneytis um mál- efni veranna. Már hafði mikla þekk- ingu á náttúrufari veranna og því mikla náttúruverndargildi sem þau hafa. Hann var stefnufastur en um leið málefnalegur og úrræðagóður um lausnir á vandamálum sem komu upp í nefndinni, benti á það sem þurfti að rannsaka frekar og sem oddviti Skeiðamanna og Gnúpverja var hann maður málamiðlana og skynsamlegrar nýtingar. Már Har- aldsson unni Þjórsárverum. Það er mikil eftirsjá að Má sem manni, í öllu starfi í Þjórsárvera- nefnd og ekki síður í samvinnu um skynsamlega nýtingu og vernd há- lendisvinja á Íslandi. Mestur er samt missir fjölskyldu, vina og samstarfs- manna í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Við sem störfuðum með hon- um í Þjórsárveranefnd viljum færa fjölskyldu og vinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. Þjórsárveranefndar, Gísli Már Gíslason, Trausti Baldursson. Hann stóð í dyrunum á Gljúfur- leitarhúsinu og tók á móti okkur með kankvísu brosi sem náði til augn- anna. Liðið var nálægt miðnætti og hann hafði séð bílljósin þegar við vorum á móts við Hnappölduna. Hann var í eftirleit og við feðgar ók- um úr Reykjavík inn í Gljúfurleit til að leggja þeim félögum lið síðustu tvo dagana til byggða. „Gott er að sjá ykkur,“ sagði hann þegar við höfðum heilsast. „Hér er ástandið ekki gott. Annar félagi minn genginn í stúku og hinn líklega lagstur banaleguna.“ Skopskynið og orðfærið eins og honum var svo lag- ið. „Þú þarft að fá kaffi og með því,“ sagði hann svo. Kaffi og með því hjá Má Haralds- syni var ekki venjulegt. Það var þannig að helltur var hálfur fantur af kaffi og hann síðan fylltur upp með brennivíni. Með þessu var síðan bor- ið fram stórt whisky-staup sem með- læti. Þetta voru trakteringar sem hrifu. Þessi mynd og margar fleiri hafa runnið fyrir augu mér undanfarnar vikur og mánuði. Minningar frá ferðum okkar um óbyggðir og reyndar byggðir sem honum voru svo kærar og honum leið vel að vera í snertingu við. Með sínu fólki. Með sínum hestum sem honum tókst svo vel að rækta og laða fram bestu eiginleikana í. Með matnum, íslenska kjarngóða fæðinu sem hann naut í svo ríkum mæli að skapa og neyta. Már var mikill matmaður jafn grannur og hann var. Margar myndir úr eftirsafns- og eftirleitarferðum. Ein slík er sú að ég er að draga hrút upp skriðuna á réttarnefinu innan við Gljúfrarána niður við Þjórsá. Ferðin sækist seint og bæði maður og skepna uppgefin eftir mikil hlaup og eltingaleik. Már kemur þar að, snarar hrútnum á herðar sér og gengur með hann það sem eftir var upp skriðuna og upp á réttarnefið. Tekur hrútinn þar fyrir framan sig á dökkjarpan stólpahest sem ber báða alla leið upp með Gljúfrará og upp í hús. Allt fumlaust og sjálfsagt. Önnur mynd úr Bjarnarlækjar- botnum: Það var kvöld og lagið tekið að lok- inni máltíð. Eins og stundum áður heimtaði Már að syngja að lokum sálminn „Lýs milda ljós í gegn um þennan geim“. Fáir skildu hvers vegna þetta var eitt af uppáhalds- lögum Más en við sungum það samt. Hann hallaði sér aftur á bekknum lygndi aftur augunum og söng bass- ann. Ég tenórinn. Einu gilti hvort einhver syngi lagið, við nutum augnabliksins og fannst þetta fal- legt. Það verður ekki frá okkur tekið. Engan grunaði þá hve skammt yrði þess að bíða að sálmurinn sá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.