Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 43 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON húsgagnasmíðameistari, Kirkjusandi 5, Reykjavík, sem lést mánudaginn 3. maí, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. maí kl. 13.30. Valgerður Einarsdóttir, Soffía Helga Magnúsdóttir, Sigurður Stefánsson, Örn Guðmundsson, Hafdís Valdimarsdóttir, Gunnfríður Magnúsdóttir, Sophus Magnússon, Sigríður Rósa Magnúsdóttir, Richard Hansen, Bára Jensdóttir, Eiríkur Gunnarsson, Einar V. Arnarsson, Helen Everett, Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐFINNUR FRIÐFINNSSON, áður til heimilis í Melási 12, Garðabæ, sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garða- bæ, mánudaginn 3. maí, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 10. maí kl. 13.30. Svava Jenný Jóhannesdóttir, Guðmundur B. Friðfinnsson, Sigríður Alda Ásmundsdóttir, Erna Friðfinnsdóttir, Örn Friðfinnsson, Pétur Hákon Friðfinnsson, Hjördís Braga Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR ÞORKELSSON fyrrverandi eldsmiður, Bröttuhlíð 13, Hveragerði, lést laugardaginn 24. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum auðsýnda samúð. Börn hins látna. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR EGGERT SIGURÐSSON, Hvassleiti 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánu- daginn 10. maí kl. 13:30. Björg Sigurðardóttir, Hlynur Andrésson, Sigurður Kristinn Sigurðsson, Kristín Jóhannesdóttir, Inga Sigurðardóttir, Sigurður Hergeir Einarsson, Margrét Sigurðardóttir, Halldór Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minn ástkæri eiginmaður, VIÐAR BIRGISSON lést á heimili sínu fimmtudaginn 6. maí. Fyrir hönd allra aðstandenda, Unnur Jónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓLADÓTTIR, Stekkjargerði 6, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 7. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Haukur Guðmarsson, Marta Vilhjálmsdóttir, Gylfi Guðmarsson, Arnheiður Eyþórsdóttir, Guðmundur Guðmarsson, Helga Aðalsteinsdóttir, Óli Guðmarsson, Anna Steinunn, Hafdís Inga og Óli Sóleyjarbörn, barnabörn og langömmubörn. Maðurinn minn, faðir okkar, sonur, tengda- sonur, bróðir, mágur og svili, SIGURGEIR EINARSSON rafeindavirki, Hörpulundi 8, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 12. maí kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitir. Kristjana Ívarsdóttir, Elvar Sigurgeirsson, Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Jenný Vala Sigurgeirsdóttir, Einar Valmundsson, Hallfríður Sigurgeirsdóttir, Valgerður Aðalsteinsdóttir og systkini. yrði sunginn yfir kistunni hans. Már Haraldsson hefur verið fast- ur hluti af mínu lífi í meira en 45 ár. Ég man fyrst eftir honum sem sprækum myndarlegum strák í Stóru-Mástungu. Hann var nokkru yngri en ég en hann átti sér eldri systur. Þessi systir hans varð konan mín og þegar í það stefndi varð ég fljótt var við að þessi tilvonandi mág- ur minn var þeim ráðahag ekki mót- fallinn. Tókst um það leyti með okk- ur sterk vinátta sem aldrei bar skugga á. Ekki eitt augnablik. Sérhvern kafla í lífshlaupi Más ætla ég ekki að rekja hér.Hann vald- ist fljótt til forystu í sveitarstjórn- armálum og kom oft í hans hlut að ráða til lykta ýmsum erfiðum málum þar sem sitt sýndist hverjum. Hann var rökfastur og trúr sínum skoðun- um og sannfæringu eins og hann átti kyn til. Skoðanir hans voru virtar af samherjum hans og andstæðingar hans báru fyrir honum og hans mál- flutningi virðingu. „Hann er ekki mikill jafnaðarmað- ur hann Drottinn,“ sagði Halla föð- ursystir Más í júlí í fyrra þegar Már greindist með það mein sem nú hefur lagt að velli þennan sterka mann. „Hér sit ég háöldruð í hjólastól og hún Magga mín er að missa annan manninn úr sama sjúkdómnum á miðjum aldri.“ Orð að sönnu. Hver skilur slíka forgangsröðun? Í fyrstu fyllist maður vanmáttugri reiði og svo bætist við dálítil sjálfsvorkun yf- ir því sem maður er að missa. Hvar er réttlætið? Hver er tilgangurinn? Síðan koma sorgin og söknuðurinn. En brátt fer að birta til á ný og góðar minningar verða ráðandi. Þar er af nægum brunni að taka, slíkur mann- kostamaður sem Már var. Með gríðarlegri skapfestu og yf- irvegun ásamt óvenjulegu æðruleysi og hímor tókst honum að létta okkur sem næst honum stóðu gönguna gegnum þessa mánuði veikindanna, hann bar krossinn sjálfur án þess að vilja íþyngja öðrum með þeirri byrði. En byrðin hlýtur að hafa verið þung. Og hann kenndi okkur margt. Eftir stendur fjölskyldan eins og hjörð sem vargur hefur ráðist á, saman- þjöppuð og snýr bökum saman. Hjálpast að. Þakklát fyrir að hafa átt þennan dreng. Og maður fær sér kaffi og með því. Ágúst Guðmundsson. Sumarið 2003 var hlýtt og hag- stætt jarðargróðri. Í lok hitabylgj- unnar á Suðurlandi í júlí barst fregn- in um alvarleg veikindi Más í Háholti. Síðan hefur stöðugt þyngt að og ekki orðið neitt hlé á glímunni sem nú hefur leitt til fráfalls Más. Már ólst upp á mannmörgu mynd- arheimili í Stóru-Mástungu, jörðin liggur við hálendisbrúnina og nær inn að afrétti Flóa- og Skeiðamanna, en er þó engan veginn einangruð. Væntanlega hafa æskuslóðirnar mótað það sem síðar varð. Már sótti inn til fjalla og fór ótal ferðir inn á Gnúpverjaafrétt, sem liggur upp með Þjórsá að vestan, úr Þjórsárdal að Hofsjökli. Fjallferðir, eftirsöfn, eftirleitir, skoðunarferðir, skemmti- ferðir en síðustu árin fór Már einnig margsinnis inn á afrétt til þess að sýna fólki, nefndum og ráðum landið sem hann lagði svo hart að sér til þess að verja og vernda. Landið fyrir innan Sand, sem fékk samheitið Þjórsárver stuttu áður en Már fædd- ist og stórfossana tignarlegu í Þjórsá. Már gekk fram fyrir skjöldu, rök- fastur, einarður, háttvís til að verja þessar náttúruperlur og tilvist þeirra til framtíðar. Hann kynnti sér málið ítarlega, frá öllum hliðum og komst svo að niðurstöðu sem varð ekki haggað. „Því betur sem ég kynni mér þetta mál, því sannfærð- ari verð ég að þessi framkvæmd sé röng,“ sagði hann. Álit hans var byggt á gjörþekkingu á málinu, skilningi á mikilvægi óspilltrar nátt- úru í veröldinni og einlægri virðingu fyrir náttúrutöfrum Þjórsárvera. Skilningi á því að jörðin er sannar- lega móðir vor og fæðubrunnur. Eftirfarandi erindi úr Hulduljóð- um Jónasar Hallgrímssonar mun ávallt minna mig á vin minn og sam- herja Má í Háholti. Guð launi honum allt það sem hann lagði á sig til þess að vernda Þjórsárver, eina af verð- mætustu náttúruarfleifðum þjóðar- innar og menningararfleifð sveitar hans. Bið ég þess að okkur sem eftir stöndum auðnist að ljúka því verki með sóma í anda Más Haraldssonar. Smávinir fagrir, foldarskart, finn eg yður öll í haganum enn; veitt hefur Fróni mikið og margt miskunnar faðir, en blindir menn meta það aldrei eins og ber, unna því lítt sem fagurt er; telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð. Fyrir hönd Áhugahóps um vernd- un Þjórsárvera, Sigþrúður Jónsdóttir. Það er vor í lofti og vorkoman á næsta leiti. Farfuglarnir streyma til landsins, sauðburður að hefjast og jörðin að lifna við af vetrardvala. Tími bóndans, ræktunarmannsins og náttúruunnandans. Vorið var tími Más Haraldssonar oddvita og bónda í Háholti. Már var mikill ræktunarmaður hvort sem var í sauðfjárrækt eða hrossarækt. Í sauðfjárræktinni var bú hans eitt af nokkrum búum á Suð- urlandi sem tóku árlega þátt í af- kvæmarannsóknum. Hrossaræktin var honum einnig mjög hugleikin enda hafði hann náð góðum árangri á því sviði í áranna rás, ásamt fjöl- skyldu sinni. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Má í unglingaskóla, á þeim árum sem skólaakstur hófst með unglinga úr Gnúpverjahreppi niður á Skeið, í Brautarholtsskóla. Það atvikaðist þannig að við Már sátum saman fyrsta veturinn, kennslustofan var salurinn í Brautarholti, rosalega stór kennslustofa sem bauð uppá allskon- ar prakkarastrik. Þann vetur kynntist ég því hvað Már var samviskusamur og traustur, hann brást ekki vinum sínum þegar á reyndi. Eftir unglingaskóla fórum við hvor í sína áttina. Uppúr 1980 lágu svo leiðir okkar saman á ný. Hann hafði hafið búskap í Háholti með Margréti og ég á Húsatóftum. Páskadagarnir voru oft notaðir til útreiða og þá var gaman að vera með Má á ferð, þeim söngglaða manni. Þegar ég horfi til baka á samveru- stundir okkar í leik og starfi sakna ég þess að hafa aldrei farið með hon- um inn yfir sand að smala Þjórsár- verin eins og til stóð, konungsríki hans. Már var fjallkóngur Gnúpverja til margra ára lengst af í eftirsafni. Þjórsárverin voru honum mjög hug- leikin og barðist hann fyrir friðun þeirra allt til dauðadags. Það verður erfitt fyrir okkur sem eftir sitjum í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps að fylla það skarð sem varð við fráfall hans. Ég kveð vin minn með söknuði og þakka honum samfylgdinna og vin- áttuna við mig og fjölskyldu mína. Elsku Magga, votta þér og fjöl- skyldu þinni innilegustu samúð. Aðalsteinn Guðmundsson. Már Haraldsson nágranni minn og vinur í Háholti er fallinn frá langt um aldur fram. Það er sárt að sjá á eftir jafnaldra sem er kippt frá okkur í blóma lífsins. Kynni okkar Más hóf- ust í Ásaskóla haustið 1962. Eftir að Már flutti að Háholti 1980 urðu sam- skipti okkar meiri og uxu eftir því sem árin liðu. Már var hjálpsamur og góður ná- granni, alltaf boðinn og búinn ef á að- stoð þurfti að halda. Honum voru fal- in trúnarstörf í sveitinni og kosinn í hreppsnefnd 1990. Hann vann þau störf af öryggi, flanaði ekki að neinu og var fastur fyrir. Már hafði mikinn áhuga á afrétt- inum og fjallferðum. Ég var einn af þeim sem var svo heppinn að fara margar ferðir með honum inn á af- rétt okkar Gnúpverja og þá alla leið í Þjórsárver og helst alla leið inn í Arnarfell, en að komast þangað er toppurinn á tilverunni. Þangað fór- um við Már nokkrum sinnum saman. Síðasta ferð Más í Þjórsárver mun lifa lengi í minningunni, ekki síst stundin þegar við stóðum upp á Nautöldu snemma morguns fyrri hluta septembermánaðar árið 2002 og virtum fyrir okkur stórkostlegt útsýni yfir Þjórsárverin. Þarna vor- um við staddir á þeim stað sem heill- aði okkur báða. Már barðist hetjulega fyrir vernd- un Þjórsárvera og ég vona að eft- irmenn hans í hreppsnefnd sýni hon- um þá virðingu að halda þeirri baráttu áfram og tryggja verndun þeirra til frambúðar. Við Már vorum miklir samherjar í því máli sem og öðrum. Haustið 1990 gerðist Már foringi eftirsafnara á Gnúpverjaafrétti. Það haust lentum við í mjög vondu veðri, og vorum heilan dag að berjast áfram í blindbyl og ófærð en allt end- aði það vel. Að Má gengnum er sveitin okkar fátækari. Við nágrannarnir hér í Geldingaholti kveðjum hann með söknuði og einlægu þakklæti. Möggu og börnunum, foreldrum, systkinum og öllum aðstandendum sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Ólafur Jónsson.  Fleiri minningargreinar um Má Haraldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.