Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 44
✝ Guðmundur Þor-kelsson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1921. Hann lést 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorkell Guðmunds- son, f. í Reykjavík 12. nóvember 1879, d. 6. febrúar 1940, og Kristín Jónsdóttir, f. í Vigfúsarkoti í Reykjavík 4. júlí 1885, d. 13. desember 1959. Guðmundur var næstyngstur í hópi níu systkina. Þrjár systur, Þóra, Ásta og Hjör- dís, lifa bróður sinn. Guðmundur kvæntist 15. júlí 1944 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hansínu Bjarnadóttur frá Fá- skrúðsfirði, f. 21. febrúar 1921. Foreldrar hennar voru Bjarni Austmann Bjarnason, f. í Valla- hreppi, S-Múl. 19. ágúst 1876, d. 30. apríl 1955 og Stef- anía Markúsdóttir, f. í Fljótsdalshr., N- Múl., 29. ágúst 1884, d. 10. apríl 1975. Guðmundur og Hansína eignuðust fjögur börn, Þorkel, f. 1942, Bjarna, f. 1945, Stefaníu, f. 1950 og Önnu Krist- ínu, f. 1951. Guðmundur var eldsmiður að mennt og vann lengi við sitt fag í Hamri. Síðustu starfsárin var hann vaktmaður hjá Lands- símanum á Jörfa. Síðustu fimm árin bjuggu Guðmundur og Hans- ína í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Ási í Hveragerði. Útför Guðmundar var gerð 3. maí, í kyrrþey. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur og svo snögglega. Þegar ég frétti að þú værir veikur, þú sem aldrei varst veikur, bjóst ég við að þú færir aftur heim til ömmu en í staðinn kvaddir þú þennan heim eins og þú hefðir óskað sjálfur, á þinn hógværa hátt. Ég trúði því ekki þeg- ar síminn hringdi seint á laugardags- kvöldinu og mér var sagt að þú hefðir dáið þá um kvöldið. Ég sagði aftur og aftur „nei“ ekki afi minn, yndislegi afi minn. Þetta gerðist of snögglega fyr- ir mig þar sem ég vildi hitta þig einu sinni enn en minningarnar um þig, afi minn, eru svo hlýjar að þær fylla hjarta mitt og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þegar ég hugsa til þín get ég ekki annað en brosað þar sem þú varst alltaf svo fyndinn og skemmtilegur. Allar sögurnar sem þú sagðir; þú sagðir svo skemmtilega frá og fékkst mann alltaf til að hlæja. Ég man þegar ég var lítil og spurði þig af hverju þú værir ekki með neitt hár, þú varst ekki lengi að svara því og í stuttu máli fauk það hreinlega af. Svo varstu alltaf að biðja okkur barnabörnin að greiða á þér lubbann og setja teygjur og spennur í hárið sem var ekki neitt. Svo komuð þið amma eitt sinn heim og pössuðuð mig þegar ég var lítil, amma poppaði poppkorn og setti í nokkra glæra plastpoka sem þið gáfuð mér og krökkunum í götunni og svo settist þú niður í hurðargættina og sagði okkur söguna um óskasteininn en það var svartur mjúkur steinn sem við fundum í garðinum. Við krakk- arnir hlustuðum spennt á og ég man hvað ég var montin af afa mínum og ömmu. Það var alltaf svo gott að heim- sækja ykkur, þið tókuð svo vel á móti öllum og gáfuð svo mikla hlýju af ykkur. Þegar ég var í menntaskóla vann ég að verkefni í félagsfræði sem átti að fjalla um gamla tímann og ákvað ég að renna austur fyrir fjall og hitta þig, afi minn, og athuga hvort þú hefðir ekki örugglega frá einhverju að segja frá því þegar þú varst ungur. Í fyrstu sagðist þú ekki muna eftir neinu en þegar þú byrjaðir þá gast þú haldið endalaust áfram og við amma hlustuðum báðar á og höfðum gaman af. Þú sagðir margar sögur, t.d. þegar þú varst polli og bjóst á Hverfisgöt- unni þar sem þú fylgdist m.a. með þegar bændur fóru hjá er þeir sinntu erindum sínum í kaupstaðnum og þá var oft líf og fjör. Einnig hvað þér þótti gaman að fá að fylgjast með föð- ur þínum við störf hjá Shell þar sem alltaf var eitthvað spennandi að ger- ast. Þú sagðir svo skemmtilega frá og við amma hlógum og hlógum. Ég fékk hæstu einkunn fyrir þetta verk- efni, enda engin furða þar sem frá- sagnir þínar voru alveg frábærar. Þetta er einungis hluti af þeim minn- ingum sem ég á um þig, afi minn, og eru þær allar bjartar og góðar. Ég er mjög þakklát fyrir það að hafa átt svona góðan og skemmtileg- an afa. Ég er einnig þakklát fyrir það að sonur minn hafi getað kynnst þér þó ungur sé. Þegar við heimsóttum ömmu um daginn, eftir að þú yfir- gafst þennan heim, spurði sá stutti hvar afi væri. Ég spurði hann á móti „hvar er afi?“ þá svarði hann „afi lúlla“. Svo fór hann inn í herbergi og náði í stafina tvo sem afi átti og sagði „afi á“. Afi og amma hefðu átt 60 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári og nú þegar afi er farinn bið ég Guð um að styrkja ömmu mína og blessa minn- inguna um þig afi minn. Brynja Sævarsdóttir. GUÐMUNDUR ÞORKELSSON MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík á Bræðraborgarstíg 31 (Blómsturvöllum) 26.10. 1945. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ása Eiríksdótt- ir, f. 11.6. 1913, og Þorsteinn Einarsson, f. 6.2. 1907, d. 21.7. 1982. Bræður Guð- rúnar eru Einar Jón Þorsteinsson, f. 19.4. 1936, og Eiríkur Þorsteinsson, f. 26.10. 1945. Guðrún eignaðist einn son, Guðlaug Pálsson, f. 18.1. 1963. Eiginkona hans er Kolbrún Elsa Jóns- dóttir, f. 18.8. 1960, og eiga þau þrjú börn: 1) Jón Örn, f. 19.1. 1987, 2) Þor- steinn Már, f. 24.11. 1989, 3) Guðrún Ósk, f. 7.11. 1991. Guðrún var í mörg ár til sjós á farskipum, ýmist sem þerna eða kokkur. Í landi starfaði hún mest í veitinga- og hótel- rekstri en vann síð- ustu árin á Landa- kotsspítala. Útför Guðrúnar var gerð frá Fossvogskapellu 13. apr- íl síðastliðinn, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ég kynntist Guðrúnu tengdamóð- ur minni árið 1984 og vörðu því kynni okkar í 20 ár án þess að nokk- urn skugga bæri á. Hún var dugleg með afbrigðum sem kom ekki síst í ljós nú síðustu árin í baráttunni við erfiðan sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Þótt ljóst væri um nokkurn tíma að hverju stefndi er víst að aldrei verður nokkur maður viðbúinn frá- falli ástvinar ekki síst þegar um er að ræða fólk á besta aldri. Við átt- um svo mikið eftir að gera saman. Við áttum eftir að klára sumarbú- staðinn á Þingvöllum sem við vorum að reisa og var Guðrúnu mikið hjartans mál. Þar átti hún sínar bestu stundir sem barn, unglingur og á fullorðinsárum og var því vel við hæfi að Blómsturvellir skyldi bústaðurinn heita eins og æsku- heimilið hennar á Bræðraborgarstíg 31 nefnist enn í dag. Við sem eftir sitjum munum samt halda ótrauð áfram með verkið sem við hófum öll saman og klára á þann hátt sem við vorum svo sammála um og ánægð með. Stuttu fyrir andlátið dvaldi hún yfir helgi austur á Þingvöllum hjá Eiríki bróður sínum og Unni konu hans og hafði hún þá á orði að henni hefði ekki liðið betur um langa hríð hvort sem þakka bæri það staðnum, umhverfinu, loftslaginu eða hrein- lega því hversu stjanað var við hana eins og hún orðaði það. Eitt er víst að hún naut þess innilega að dvelja þessa daga á staðnum sem var henni svo hugleikinn. Guðrún var hress og skemmtileg og stutt í stríðnina en um það geta sonurinn og barnabörnin vitnað því þær voru ófáar sendingarnar sem hún færði þeim, t.d. kom glæsilegur svartur leikfangabíll BMW úr ein- um jólapakkanum um síðustu jól til elsta barnabarnsins sem hafði víst eitthvað tjáð sig um slíkan drauma- grip í fullri stærð reyndar. Guðrúnu var ákaflega annt um fjölskyldu sína og ekki síst barnabörnin þrjú en í hjarta þeirra á hún stórt pláss sem verður ekki fyllt. Hún var alltaf boð- in og búin að aðstoða þau ef eitthvað bjátaði á og aldrei komu þau að tómum kofunum hjá henni og röt- uðu alveg í skápinn sem geymdi það sem helst var sóst eftir. Ekki má gleyma umhyggjunni sem hún sýndi móður sinni háaldraðri sem nú lifir dóttur sína. Hennar er sárt saknað en minningarnar eigum við þó alltaf, því þær verða ekki frá okkur tekn- ar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Kolbrún Elsa Jónsdóttir. Elsku Guðrún frænka, eða frænka, eins og við bræðurnir köll- uðum þig alltaf. Nú ertu farin frá okkur á besta aldri eftir langa og stranga baráttu í veikindum þínum. Margar skemmtilegar minningar koma fram sem við höfum átt sam- an í gegnum tíðina. Margar þeirra eru tengdar sumarbústaðnum á Þingvöllum, jólunum saman heima hjá ömmu á Blómsturvöllum og þegar þú rifjaðir upp sögur af pabba og þér á uppvaxtarárum ykkar. Þú varst alltaf kát og hress, fannst ekkert leiðinlegt að stríða okkur bræðrum þannig að við áttum ekki til svör. Þú varst okkur eins og amma, við munum alltaf geyma minningar um þig. Elsku Ása amma, Gulli, Kolla, Jón Örn, Steini og Guðrún, við vott- um ykkur innilega samúð á þessum erfiða tíma. Jóhann og Ásgrímur. GUÐRÚN ÞOR- STEINSDÓTTIR Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Sofðu rótt, elsku amma. Jón Örn, Þorsteinn Már og Guðrún Ósk. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, sonar og bróður, EINARS ARNALDS rithöfundar, Bugðulæk 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11G, Landspítala Hringbraut og gjörgæsludeildar Landspítala Fossvogi. Sigrún Jóhannsdóttir, Dagný E. Arnalds, Ólöf Helga Arnalds, Klara Jóhanna Arnalds, Ásdís Arnalds, bræður hins látna og fjölskyldur þeirra. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar sambýlis- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR Dúu, Sörlaskjóli 60. Guðbjörn Guðjónsson, Margrét Valdimarsdóttir, Sigurjón Yngvason, Steinunn Valdimarsdóttir, Steingrímur Dagbjartsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Unnur Valdimarsdóttir, Eyþór Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, bróðir minn, afi og langafi, HREINN JÓNASSON, Kelduhvammi 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginnn 11. maí nk., kl. 13.30. Margrét Jónsdóttir, Sólveig Margrét Magnúsdóttir, Stefán Karl Harðarson, Jón Ölver Magnússon, Víðir Þór Magnússon, Helena Richter, Björk Magnúsdóttir, Úlfar Sigurðsson, Sólveig J. Carner og fjölsk., barnabörn og langafabarn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR G. WAAGE, Þórustíg 5, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Garðvangs fyrir frábæra umönnun. Elísabet Karlsdóttir, Guðbjörg Andrésdóttir, Ásta Andrésdóttir, Anna Andrésdóttir, Óskar Karlsson, Drífa Sigfúsdóttir, Daníel Óskarsson, Rakel Dögg Óskarsdóttir, Kári Örn Óskarsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærrar systur okkar, mágkonu og frænku, INGIBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Flatey á Skjálfanda, áður Kópavogsbraut 1B, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar E-2 Hrafnistu Reykjavík fyrir einstaka alúð og góða umönnun. Guðrún Sigurbjörg Kristjánsdóttir, María Kristjánsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir og aðrir ættingjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.