Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 45 ✝ Kristján Sam-sonarson fæddist á Höskuldsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu 6. ágúst 1919. Hann andaðist 22. apríl síðastliðinn. For- eldrar Kristjáns voru hjónin Margrét Kristjánsdóttir, f. í Lækjarskógi í Lax- árdal 7. maí 1900 og Samson Jónsson, f. á Höfða í Þverárhlíð 29. maí 1891. Systk- ini Kristjáns eru 1) Þórunn Laufey, f. 1917, d. 1992, sonur hennar er Ómar Árnason, f. 1950 2) Fann- ey, f. 1923, gift Pétri Gíslasyni, f. 1923, d. 1994, 3) Árni, f. 1928, d. 1931, 4) Jón Marínó, f. 1931, kvæntur Helgu Jóhannsdóttur, f. 1935, dætur þeirra eru Heiðbrá, f. 1954, Svala, f. 1957, Hildur Eir, f. 1971 og Sigrún Drífa, f. 1974, og 5) Kolbeinn, f. 1944, kvæntur Sigurbjörgu Guðjóns- dóttur, f. 1952, börn þeirra eru Kristján Karl, f. 1973 og Margrét, f. 1978. Dóttir Kolbeins er Áslaug Ósk, f. 1968. Fjölskylda Krist- jáns flutti að Bugðustöðum í Hörðudal árið 1922 og ólst hann þar upp. Þar vann hann á heimilinu á vet- urna en á sumrin vann hann lengst af í vegavinnu hjá Kristleifi Jónssyni föðurbróður sínum. Kristján flutti til Reykjavíkur með fjöl- skyldu sinni árið 1949, í Efsta- sund 14 þar sem hann bjó þar til fyrir tæpu ári er hann flutti í Austurbrún 2. Kristján vann lengst af hjá Stálumbúðum og hjá Reykjavíkurborg. Útför Kristjáns fór fram frá Fossvogskapellu 29. apríl, í kyrrþey að hans ósk. Stjáni frændi var hlédrægur og hægur maður en hann var um leið afskaplega hlýr og þægilegur. Þó að hann væri oft ekki sérlega orðmarg- ur var alltaf þægilegt að heimsækja hann og hann lét okkur alltaf finna það að við værum velkomnar og að honum þætti vænt um að sjá okkur. Hann var mjög barngóður og nutum bæði við og síðar dætur okkar góðs af því. Þegar Stjáni var um þrítugt flutti hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur þar sem keypt var ein- býlishús við Efstasund sem allar göt- ur síðan var mikið fjölskylduhús. Þar bjó Stjáni lengst af ásamt móður sinni, hluta systkina sinna, systur- syni og móðurbræðrum. Efstasundið varð öruggt skjól og þangað var gott að koma og alltaf var vinsælt að fá að gista þegar við vorum yngri. Amma sá um veitingarnar og passaði að all- ir fengju nú örugglega nóg. Stjáni tók líka vel á móti gestum á sinn hæverska hátt og með þægilegri nærveru sinni. Eftir að amma lést bjó Stjáni áfram í húsinu og hugsaði áfram vel um heimilið og alltaf var þar jafnsnyrtilegt umhorfs. Hann var stöðugt að dytta að því sem bæta mátti því hann var einkar handlaginn og hagur jafnt á járn og tré. Hann hugsaði einnig áfram um garðinn sem var stolt og prýði bæði hans og ömmu alla tíð. Þar ræktuðu þau m.a. rabarbara og kartöflur auk þess sem Stjáni var lengi með kart- öflugarð á Korpúlfsstöðum þangað sem fjölskyldan fór í hópferð á hverju hausti að taka upp. Síðastliðið vor tók Stjáni þá ákvörðun að selja húsið og flutti hann í íbúð við Aust- urbrún þar sem hann kom sér vel fyrir, með útsýni yfir allan bæinn og að sjálfsögðu var nýja heimilið jafn- snyrtilegt og Efstasundið. Hann undi sér vel á nýja heimilinu sínu, um- kringdur bókunum sínum, en hann hafði yndi af því að lesa. Stjáni var hálfgerð alæta á bækur og las mikið bæði þjóðlegan fróðleik, skáldsögur, ævisögur og ljóð. Hann lét sér þó ekki nægja að lesa ljóðin því hann hafði sjálfur gaman af því að yrkja og byrjaði snemma að setja saman vísur. Hann átti heldur ekki langt að sækja það því sterk vísnahefð var í móðurætt hans. Stjáni orti um ým- islegt sem var honum hugleikið; lífið og tilveruna, baráttuna við grjótið í vegavinnunni þar sem hann vann mörg sumur á yngri árum, og hest- ana. Í vegavinnunni orti hann þessa stöku: Braut í halla hér ég ryð, hart þó valla miðar. Það er galli að glíma við grjót á allar hliðar. Eitt áhugamál átti alltaf hug og hjarta Stjána öðrum fremur, en það var hestamennska. Hún var yndi hans og átti hann alla tíð hesta sem hann sinnti af mikilli alúð. Hann naut sín vel í návist hrossanna og átti góða vini í hestamennskunni. Töltir gljá og tekur sprett, teygir knáan bolinn, sporið á hann listalétt litli grái folinn. Nú skal vakka vegum á, venja Blakka káta, strjúka makka, strengi slá, stökur flakka láta. (K.S.) Okkur systrunum þótti afskaplega vænt um Stjána, eins og örugglega öllum sem kynntust honum, og við minnumst hans með þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum með hon- um. Þeim er ekki þyngra um spor, þó að lengi nætur, sem að alltaf eiga vor inn við hjartarætur. (K.S.) Svala og Sigrún Drífa. Mig langar að skrifa nokkur orð um hann Stjána frænda sem féll frá sumardaginn fyrsta. Hann var sá ljúfasti og rólegast maður sem ég hef hitt. Hann var mikill hestamaður og áttir marga góða félaga í hestunum sem hann reið oft út með. Mikið þótti mér gaman þegar við fórum að klappa hestunum, sjá folöldin og þegar ég fór með honum á bak. Þegar ég var yngri þótti mér voða gaman að kíkja inn í litla herbergið hans og sjá allar bækurnar uppi um alla veggi. Ég furðaði mig á hvernig hann gæti sofið inni í herberginu, því mér fannst hann Stjáni svo stór, hann var næstum því risi í mínum augum. Hann átti alltaf eitthvað gott að gefa manni þegar maður leit í heim- sókn. Áður fyrr þá fór hann alltaf í sælgætisverksmiðjurnar og keypti fulla poka af nammi, sem hann geymdi svo í eldhússkápnum fyrir of- an ísskápinn. Og svo lumaði amma Magga á lítilli kók í gleri til að drekka með namminu. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna, þar sem miklir endur- fundir hafa átt sér stað. Amma Magga hefur tekið á móti þér með opnum örmum og með bros á vör. Hvíl þú í friði, Stjáni minn, þín verð- ur ávallt sárt saknað. Margrét Kolbeinsdóttir. Við viljum aðeins minnast Stjána frænda okkar sem varð bráðkvaddur sumardaginn fyrsta, einn fallegasta dag ársins. Stjáni var hæglátur maður og það fór lítð fyrir honum en hann tók allt- af vel á móti okkur, eins og öllum öðrum. Hann hefur alla tíð verið hluti af fjölskyldunni, hljóðlátur eins og hann var. Pabbi ólst upp í Efsta- sundinu hjá ömmu Möggu og Stjána, þar sem mamma hans, hún amma Lalla okkar, þurfti að vinna fyrir sér og syninum og treysti engum betur en ömmu Möggu fyrir honum. Pabbi byrjaði seinna að búa í kjallaranum hjá þeim, sama gerðu Sigga frænka og Kelli og síðar flutti Laufar þangað líka áður en hann fór til Bandaríkj- anna. Í haust vorum við svo heppin að Fanney frænka bauð okkur fjöl- skyldunni ásamt Stjána á Snæfells- nesið í tilefni afmælis síns og þá fengum við að gista eina nótt á Hótel Stykkishólmi. Það var tekinn stór bíll á leigu og við keyrðum um allt Nesið og stoppað hér og þar og minningar rifjaðar upp. Okkur krökkunum, sérstaklega Ólafi og Ör- lygi, fannst þetta vera algert æv- intýri, næstum því eins og að fara til útlanda. Þarna fengum við góðar stundir með honum og Fanneyju frænku, sem lengi verða í minnum hafðar. Við minnumst heimsóknanna, bæði í Efstasundið og síðar í nýju íbúðina í Austurbrúninni, þar sem alltaf var boðið upp á litla kók og súkkulaði. Fyrir fáeinum dögum höfðum við verið að ráðgera að fara með honum í hesthúsin að líta á hest- ana en það kom aldrei til þess, því miður, en við höfum í staðinn farið með pabba til þeirra með brauð eins og Stjáni gerði. Við þökkum ljúfar minningar um hæglátan og góðan frænda. Laufar, Fanney, Ólafur og Örlygur Ómarsbörn. KRISTJÁN SAMSONARSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför frænda míns og vinar, SIGURÐAR ELÍSAR SIGURJÓNSSONAR frá Vegamótum, Þórshöfn. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Sigurjón Ágústsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Boðagranda 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. maí kl. 13.30. Úlfar Sigurðsson, Ágústa Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Ása Helga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, vinur og frændi okkar, SVERRIR DAVÍÐSSON fyrrv. sjómaður, Bláhömrum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 12. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Eyjólfur Davíðsson, Ásgerður Birna Björnsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Enn hefur sláttu- maðurinn með ljáinn reitt til höggs og má með sanni segja að hann hafi um langa hríð verið með ljáinn reiddan, en hart var barist á móti. Þó er það svo að enginn má sköpum renna og enginn fær varist dauða sínum. Dauðinn er það eina örugga, sem við vitum að við þurfum að gjalda með lífinu. Það getur vakið upp spurn- ingar um hvaðan við komum, hver við erum og hvert við förum. Við get- um velt þessu fyrir okkur fram og til baka, en komumst ekki að neinni nið- urstöðu. Slík og óræð er lífsgáta okk- ar. Nú þegar vorið er á næsta leiti og farfuglarnir boða komu þess með ljúfum söng, kvaddi Jón Frímannson vinur minn þetta jarðlíf, á skírdag, þegar páskahelgin var að ganga í garð. Við Jón höfum verið vinnufélagar um 28 ára skeið uppi á Keflavíkur- flugvelli, þar sem hann starfaði sem vélvirki og aðstoðarverkstjóri. Jón var sérlega góður starfskraftur og einstaklega handlaginn og vandvirk- ur og sérstaklega fróður um allt við- komandi vélum og má segja að öll verk hafi leikið í höndunum á honum. Hann gjörhugsaði hvernig hann ætl- aði að leysa flókin viðfangsefni. Síð- an gekk hann í verkið og leysti á skömmum tíma. Ég hef oft velt fyrir mér að það hefði verið sama hvaða starfi Jón hefði gegnt, hann hefði orðið afreks- maður í þeim öllum. JÓN FRÍMANNSSON ✝ Jón Frímannssonfæddist í Reykja- vík 21. maí 1940. Hann lést á heimili sínu 8. apríl síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 20. apríl. Ég lærði mjög margt af Jóni, sem var and- stæða mín, þar sem ég óð áfram í fljótfærni, en hann hugsaði gaum- gæflega áður en hann framkvæmdi. Það er gott að læra af slíkum mönnum. Jón var mikill fjöl- skyldumaður og bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og varð maður meðvitaður um hve mikla ánægju barnabörnin veittu honum og hversu annt honum var um þau. Jón var mjög fróður um náttúru Íslands og hafði ferðast víða og þekkti landið okkar mjög vel. Þá hafði hann yndi af dýrum og hafði ræktað og átt skrautdúfur um langt skeið, enda mikill dýravinur. Jón hefur barist hetjulegri bar- áttu við illvígan sjúkdóm, sem byrj- aði fyrir 12 árum og má segja að skuggi dauðans hafi fylgt honum síð- an. Þrátt fyrir það lét Jón eins og ekkert væri, nefndi aldrei veikindi sín og tók lífinu með rósemi hetjunn- ar, sem lætur storma lífsins ekki buga sig, heldur stendur föst fyrir, bognar, en brotnar ekki. Hann mætti síðast til vinnu mán- uði fyrir andlát sitt, þótt fársjúkur væri. Mottóið var að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana og berjast til hinstu stundar. Það er komið stórt skarð í vinnu- félagahópinn okkar, skarð sem verð- ur ekki fyllt. Eftir verður minningin um góðan félaga og vin, sem mun fylgja okkur þar til við sjálfir förum sömu leið. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Jóns Frímannssonar og styrkja eiginkonu, dætur og ástvini hans í sorginni Jón Berg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.