Morgunblaðið - 09.05.2004, Page 46

Morgunblaðið - 09.05.2004, Page 46
UMRÆÐAN 46 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hef ég séð í blöð- um og sjónvarpi fjallað um áfengis- og vímuefnamál á heldur ósmekk- legan hátt þar sem reynt hefur verið að gera lítið úr áfengismeðferð hjá SÁÁ og starfsfólki þeirra með alls konar dylgjum og neikvæðri um- ræðu. Mér hefur fundist þetta ósann- gjörn árás á starfsfólk SÁÁ sem unnið hefur kraftaverk í áfeng- ismálum þjóðarinnar. Fram hafa komið menn sem halda því fram að meðferð- arstöðvar eins og SÁÁ reka séu óþarfar og að hægt sé að lækna alkó- hólisma eingöngu með því að mæta á göngu- deild einu sinni á dag, stimpla sig inn og fara síðan heim. En er málið svona einfalt? Ég held ekki. Það verður að byrja á byrjuninni, það er að afvatna sjúklinginn, og margir eru í svo slæmu ástandi að sjúkra- húsvist er nauðsynleg, en enginn get- ur hætt drykkjuskap nema hann vilji það sjálfur. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að allir skuli verða sjúkdóms- greindir áður en þeir fara í meðferð. Og er það mjög gott mál. Er það ekki þekkt að allir þurfa að greinast veikir áður en þeir fara á sjúkrahús? Hvernig ætli sé búið um þessi mál á Vogi? Gæti ekki verið fróðlegt að skoða þessi mál af hlutlausum aðilum sem farið hafa í áfengismeðferð og náð ár- angri í lífinu? Þeir eru ekki svo fáir sem SÁÁ eru búin að þurrka upp og „pissa ryki“ í dag. Og hvernig ætli áfengismeðferð fari fram? Hvað ætli maður þurfi til að hætta að drekka fyrir fullt og allt? Er mögulegt að fara á Vog í meðferð og drekka síðan aldrei aftur? Eigum við að líta á staðreyndirnar um áfengismeðferð sem hefst inni á Vogi með viðtali og greiningu ráð- gjafa og læknis sem meta ástand sjúklingsins, líkamlegt og geðrænt, og farið er yfir sjúkrasögu hans. (Já, greiningarstöðin er til og hefur verið í mörg ár bæði uppi í Síðumúla og inni á Vogi.) Þess vegna eru líka stundum kallaðir til sérfræðingar í geðsjúkdómum og einnig á öðrum sviðum. Og í framhaldi af því eru sjúklingar stöku sinnum sendir á önnur sjúkrahús. Að minni hyggju eru það mjög fagleg vinnubrögð. Eftir greiningu eru meðferð- arúrræði metin fyrir hvern og einn. Sem dæmi fór ég inn á Vog í 10 daga, síðan á Staðarfell í Dölum í 28 daga og eftir það bauðst mér göngudeild- armeðferð í Síðumúla einu sinni í viku í einn mánuð. Þetta hentaði mér mjög vel, að minnsta kosti hef ég ekki drukkið síðan og vona að svo verði lengi enn. Karlar fara á Vog og margir þaðan á Staðarfell. Konur fara líka á Vog og margar þaðan á Vík. Svo fara margir á Vog og í framhaldi af því á göngu- deildina. Unglingarnir fara á ung- lingadeildina, en nýjasta meðferðin er fyrir karla, 55 ára og eldri. Þeir fara á Vog og Vík og síðan á göngu- deild. Í meðferðinni, sem er breytileg fyrir hvern og einn, er lögð áhersla á fræðslu um eðli og þró- un alkóhólisma og vímufíknar almennt og hvernig ráða megi bót á henni. Um leið og sjúk- lingurinn er upplýstur um að hann sé haldinn sérstökum sjúkdómi er lögð áhersla á að hann skilji ábyrgð sína í lífinu og leggi metnað sinn í að bati náist. Á þessu stigi verða margir fyrir vakningu. Þarna skilja menn að til er leið út úr vandanum, sem vissulega er mikill og varað hef- ur í mörg ár eða langan tíma. Þarna sjá menn og gera sér ljóst eðli alkó- hólismans og meðtaka að hann er sjúkdómur vaxandi og versnar með árunum og endar með geðveiki af einhverju tagi eða hreinlega dauða. Nú fyrst verður maður forvitinn og vill vita meira og meira um sjúkdóm- inn, sjúkdóm sem enginn biður um að fá, frekar en aðra sjúkdóma. Þarna uppgötvar maður að til er leið og hún er þekkt, en það getur verið erfitt í fyrstu og maður þarf að fara varlega því gengið er á sprengjusvæði og sprengjurnar liggja víða. Allir sjúkdómar geta tekið sig upp og orðið virkir að nýju. Til að fyr- irbyggja það þarf maður að stunda AA-samtökin sem byggja okkur upp til frambúðar og halda sjúkdómnum niðri, en á hugmyndfræði þeirra grundvallast meðferð SÁÁ. Þannig verður maður smátt og smátt sáttur við sjálfan sig og glaðari í lífinu, í hinu nýja lífi sem hefst í áfeng- ismeðferðinni. Hvernig ætli þetta gangi almennt? Nær fólk að hætta að drekka vín eftir eina eða tvær meðferðir? Er einhver von? Er hægt að losna við áfeng- islöngun á einum mánuði eða svo – er það raunhæft? Svar: „Já.“ Það er mjög mikil von, flestir sem vilja hætta að drekka geta það. Frá því að SÁÁ tók til starfa hefur leiðin legið upp á við í áfengismálum þjóðarinnar. Þökk sé starfsfólki SÁÁ. Níu þúsund manns hafa náð ár- angri eftir aðeins eina meðferð. Átta þúsund hafa farið í tvær til tíu með- ferðir. Fimm hundruð hafa þurft að fara í fleiri meðferðir. Er þetta ekki stórkostlegur árangur hjá starfsfólki SÁÁ að hjálpa mörg þúsund manns að byggja upp nýtt líf án áfengis? Vegna þessa góða árangurs vilja margir koma á Vog og á síðasta ári fjölgaði um 300 manns, flest ungt fólk og líka fólk á öllum aldri. Það er ljóst að SÁÁ hefur unnið þrekvirki. Mér er til efs að önnur eins þekk- ing á alkóhólisma og til er hjá SÁÁ sé nokkurs staðar til í heiminum. Hvað þá á Íslandi. Svona árangur næst ekki nema á háþróuðu sjúkrahúsi með hæfasta starfsfólki sem völ er á hverju sinni, sem leggur metnað sinn í starfið og hefur unnið að fíkn- arsjúkdómum í mörg ár. Í Síðumúl- anu, þar sem koma þúsundir manna á hverju ár, sinnir SÁÁ líka fjöl- skyldum alkóhólista því alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Þar er í boði viðtalsþjónusta alla virka daga og þar eru kynningarfundir fyrir fjölskyldur alkóhólista, foreldrafræðsla fyrir for- eldra ungra alkóhólista, fjölskyld- unámskeið og helgarnámskeið. Bat- inn þarf að vera sameiginlegur fyrir alla fjölskyldun, það veit SÁÁ og þess vegna er starfið jafn öflugt og raun ber vitni. En það eru takmörk fyrir öllu; það er hægt að sofna á verðinum. Hversu mikið er hægt að leggja á starfs- fólkið? Öll starfsemin er nýtt að fullu. Engum er vísað frá nema eftir grein- ingu. Öll svona starfsemi hlýtur að kosta mikið, bæði sveitarfélögin og ríkið, eða maður skyldi ætla það. Veikist maður finnst öllum bara sjálf- sagt að senda hann upp á Vog. Þótt fjárveitingar séu skornar niður, langt niður fyrir það sem eðlilegt getur tal- ist. Ég var hissa þegar ég sá að nær öll sveitarfélög á landinu eru hætt fjárstuðningi við SÁÁ. Og þau fá enga fjárveitingu til forvarna þótt vitað sé að enginn er betur til þess fallinn að veita þessa þjónustu en SÁÁ. En því miður, það getur ekki gengið að halda stofnuninni í fjár- svelti til langs tíma. Hún ætlar að halda áfram að veita þá þjónustu sem hún hefur veitt hingað til, til allra landsmanna. Ég tel að nú sé lag til að leiðrétta það sem úrskeiðis hefur far- ið í fjárveitingum þannig að þegar vínið og bjórinn verða komin í mat- vöruverslanirnar þá verði SÁÁ í stakk búin til að vera ein helsta vörn- in fyrir unga fólkið í landinu. Það hefst aðeins með mjög öflugu for- varnarstarfi sem SÁÁ getur best allra leyst hér á landi. Ég hvet alla sem málið varðar að kynna sér þessi mál, þá sjá menn að grettistaki hefur verið lyft í áfengis- og vímuefna- málum Íslendinga. Þökk sé SÁÁ og starfsfólki þess. Alkóhólismi og SÁÁ Sigurður Friðriksson skrifar um áfengisvarnir ’Mér er til efs að önnureins þekking á alkóhól- isma og til er hjá SÁÁ sé nokkurs staðar til í heiminum.‘ Sigurður Friðriksson Höfundur er útgerðarmaður og fiskverkandi suður með sjó. UMRÆÐA um niðurskurð á sjúkrahúsunum hefur verið áber- andi undanfarna mánuði. Minna hefur verið rætt um hlut heilsu- gæslu í heilbrigð- isþjónustu. Með því að efla heilsugæsluna gefast ný tækifæri til forvarna. Umræða hefur einnig átt sér stað um háa tíðni þunglyndis á Íslandi og umtalsverða fjölg- un örorkuþega vegna geðrænna raskana. Það þarf að efla stuðningsþjónustu við þessa einstaklinga í formi viðtala og ekki hvað síst í formi for- varna. En hvernig gerum við það? Hvert gæti verið hlutverk fé- lagsráðgjafa í heilsu- gæslu? Í lögum um heil- brigðisþjónustu nr. 97 frá árinu 1990 er í 1. gr kveðið á um að „allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomn- ustu heilbrigðisþjón- ustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar and- legu, líkamlegu og félagslegu heil- brigði“. Með þessari grein er lagð- ur grunnur að störfum félagsráðgjafa í heilbrigðisþjón- ustu. Það er einnig gert ráð fyrir því að innan heilsugæslunnar sé veitt ákveðin þjónusta eftir því sem við eigi. Í 19.gr. þessara sömu laga er tilgreint hverjar séu aðalgreinar heilsuverndar. Þar er félagsráðgjöf þ.m.t. fjölskyldu- og foreldraráð- gjöf flokkuð sem ein aðalgrein heilsuverndar. Í dag starfa mér vitanlega einungis þrír fé- lagsráðgjafar á heilsugæslu- stöðvum. Andlegt og líkamlegt heilbrigði eru þættir sem eru svo samofnir hvor öðrum að varla er hægt að tala um annan án þess að hinn fylgi með Það er því mikilvægt að hugað sé að þeim báðum. Hvað gera félagsráðgjafar? Félagsráðgjafar hafa að baki 4 ára háskólanám. Félagsráðgjafar eru þjálfaðir í að vinna með ein- staklingum og fjölskyldum og að beita sálfélagslegum meðferð- arúrræðum í einstaklings-, hjóna og fjölskyldumeðferð. Einnig er lögð áhersla á hóp- og samfélags- vinnu í námi þeirra. Þeir vinna út frá heildarsýn, tengja saman og virkja þau sam- skiptakerfi sem einstaklingurinn tengist. Félagsráðgjafinn þekkir úrræði og þjónustu velferðarkerf- isins og veitir skjól- stæðingum fé- lagsráðgjöf. Markmið með slíkri ráðgjöf er í samræmi við lög um félagsþjónustu að hjálpa fólki til sjálfs- hjálpar. Félagsráðgjafi á heilsugæslu gæti til dæmis komið að fjöl- breyttri vinnu með einstaklinga þar. Sem dæmi um það eru stuðningsviðtöl og fjöl- skylduráðgjöf fyrir einstaklinga sem eru í áhættuhópi vegna fé- lagslegra eða geð- rænna vandkvæða. Félagsráðgjafar gætu einnig komið inn í ungbarnavernd með uppeldisráðgjöf og komið að uppeldis- námskeiðum. Ráðgjöf og fræðsla til foreldra væri þá hluti af því að stuðla að tilfinn- ingalegu og félagslegu heilbrigði innan fjöl- skyldunnar. Að lokum Með tilkomu félagsráðgjafa innan heilsugæslunnar myndu félagslegar bjargir íbúanna aukast og stuðlað væri að betra félagslegu heilbrigði. Það væri umhugsunarefni fyrir þá sem koma að stjórn heilsugæsl- unnar að kanna kosti þess að fá inn í heilsugæsluna það sem fé- lagsráðgjafar hafa upp á að bjóða. Með því að auka þverfaglegt sam- starf væri líka verið að auka gæði þeirrar þjónustu sem ein- staklingum í landinu er veitt. Það væri of mikil einföldun að segja að það að ráða félagsráðgjafa inn á heilsugæsluna væri eitthvað sem leysti vanda heilbrigðiskerf- isins. En möguleikar á að njóta fé- lagsráðgjafar á heilsugæslu tel ég að væri góð og mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem þar er í boði. Ég er einnig sannfærð um að það sé hagkvæmt úrræði í heilbrigðiskerf- inu. Félagsráð- gjafa inn á heilsugæsluna Sólrún Erla Gunnarsdóttir skrifar um heilbrigðismál Sólrún Erla Gunnarsdóttir ’Félagsráðgjafiá heilsugæslu gæti til dæmis komið að fjölbreyttri vinnu með einstaklinga þar.‘ Höfundur er nemandi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og er að útskrifast í vor. FYRIR mörgum árum þegar Albert heitinn Guðmundsson var fjármálaráðherra og ég var opinber starfs- maður heima á Íslandi skrifaði ég blaðagrein og stakk upp á því að laun mín og annarra launþega yrðu hækkuð og í staðinn kæmi af- nám nokkurra aukafrí- daga sem væru úr öllu samhengi við raun- veruleikann. Nefndi ég þar helst til sumardaginn fyrsta, uppstigning- ardag, skírdag, annan í páskum og annan í hvítasunnu. Ef ekki væri hægt að borga laun- þegum fyrir missi þessara auka frídaga mætti allavega færa þessa aukafrídaga til svo að bæði at- vinnurekendur og launþegar yrðu sáttir. Kanada og hin Norðurlöndin (Dan- mörk, Svíþjóð, Nor- egur og Finnland) halda upp á sum- arkomu sem næst Jónsmessunni á föstudegi kringum 24. júní en við höld- um upp á sum- arkomu á fimmtudegi í apríl, oft í snjókomu og vonskuveðri! Væri ekki athug- andi að breyta þessu þannig að við fylgd- um frændum okkar báðum megin við Atlantshafið? Atvinnurekendur myndu hafa hag af því og launþeg- ar gætu verið vel sáttir. Þetta var allt annað mál fyrir atvinnurek- endur í landbúnaði (bændur) hér á árum áður, þá var hægt að gefa frídag til að fagna sumri í apríl (fyrir sauðburð) en alls ekki yfir hábjargræðistímann um sólstöður. Allt sumarið á Íslandi eru engir aukafrídagar ef undarskilinn er frídagur verslunarmanna. Hvers vegna er þetta svona? Hugsanlega vegna þess að engir kirkjulegir helgidagar eru yfir hásumarið, að- eins þessi eða hinn sunnudagur eftir trínitatis, og íslenskir bænd- ur og búalið höfðu um annað að hugsa en frídaga um hásláttinn. Það var ekki fyrr enn um töðu- gjöldin seint í ágúst og svo um réttirnar í september sem hugs- anlegt var að veita íslensku sveita- fólki aftur einn frídag eða svo eft- ir sumarsins annir. Hvað varðar hina kristnu hátíð- ardaga, skírdag, annan í páskum, uppstigningardag og annan í hvítasunnu, þá vita allir Íslend- ingar að þessir hátíðisdagar hafa enga tilsvörun lengur í huga alls almennings. Væri ekki tilvalið að færa þá eitthvað til í almanakinu og halda upp á þá í sameiningu, t.d. á helgasta tíma ársins milli jóla og nýárs, þannig að allir landsmenn mættu njóta frídaga og andlegrar upplifunar þessa styttstu daga ársins þegar hvort sem er verður ekki miklu áorkað hjá okkur Íslendingum þótt við séum stórtækir og afkastamiklir þegar þess er þörf á öðrum tímum árs- ins. Íslendingar eru ekki lengur þessi sannkristna lúterska þjóð sem danskir konungar töldu sig hafa komið fót árið 1550 með af- töku Jóns Arasonar, síðasta kat- ólska biskupsins í Skálholti. Nú er 21. öldin upp runnin. Erum við ennþá á 20. öldinni eða kannski þeirri 19.? Það var þetta með sumardaginn fyrsta! Grétar H. Óskarsson skrifar um frídaga ’Nú er 21. öldin upprunnin. Erum við ennþá á 20. öldinni eða kannski þeirri 19.?‘ Grétar H. Óskarsson Höfundur er flugvélaverkfræðingur, fv. flugmálastjóri Namibíu og nv. yfirmaður flugmála í Kosovo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.