Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 47 ÞVERPÓLITÍSK orku- stefnunefnd hefur skilað borgarráði tillögum sínum. Þær eru fagnaðar- efni þar sem löngu er tímabært að umræða um orkumál færist upp úr skotgröfunum. Þótt af mörgu sé að taka í ítarlegri umfjöllun nefnd- arinnar vekur ekki minnsta athygli hin einróma niðurstaða að umdeilt ljósleið- aranet Orkuveitunnar skuli teljast til kjarna- starfsemi fyrirtæk- isins. Þetta ætti raunar ekki að koma á óvart þar sem þessi nið- urstaða leiðir af skyn- samlegum rökum. Lík- lega sýnir þetta þó betur en margt annað hvað erfitt hefur reynst að halda rökum til haga í þeirri miklu og oft hörðu umræðu sem orðið hefur um málefni Orku- veitunnar á undanförnum árum. Alþjóðleg þróun Ákvarðanir Orkuveitunnar um lagn- ingu ljósleiðara á höfuðborgarsvæð- inu voru á engan hátt einstakar. Við afnám ríkiseinokunar á fjarskiptum í Evrópu hófu þvert á móti fjölmörg orkufyrirtæki slíkan rekstur. Meginástæða þessa áhuga orku- fyrirtækjanna er auðskilin. Hag- kvæmt þótti að leggja gagnaveitur með ljósleiðurum í hús samhliða raf- magni og heitu og köldu vatni. Þann- ig var til að mynda um orkufyrirtæki á Norðurlöndum sem Orkuveitan horfði til. Þau stofnuðu ýmist dótt- urfélög eða fjarskiptadeildir til að sinna slíkum verkefnum. Hvarvetna greiddu borgir götu þeirra því há- hraða gagnaflutningakerfi eru lyk- ilþættir í samkeppnishæfni á 21. öld- inni. Bylting í gagnaflutningum Rökin fyrir lagningu ljósleiðara á vegum Orkuveitu Reykjavíkur voru einkum tvenns konar. Auk áð- urnefndra tækifæra til þess að leggja ljósleiðara með tiltölulega litlum tilkostnaði kölluðu hagsmunir atvinnulífs og einstaklinga á sam- keppni á sviði háhraða gagnaflutn- inga. Að öðrum kosti hefði aðeins Landssíminn boðið slíka þjónustu. Með tilkomu ljósleiðarnets Orku- veitunnar varð gerbylting í gagna- flutningum á höfuðborgarsvæðinu. Öryggi, hraði og gæði gerðu það að verkum að þróun á þessu sviði fleygði fram. Viðbrögðin létu heldur ekki á sér standa. Allflestar heil- brigðisstofnanir, háskólastofnanir, rannsóknarstofnanir, banka- og fjár- málastofnanir nýta gagnaflutn- inganet Orkuveitunnar. Sömu sögu er að segja um stærstu sveit- arfélögin, mörg öflugustu fyrirtæki landsins og raunar einnig ráðuneyti og ríkisstofnanir. Af hverju veita? Gagnaveita um ljósleiðara á margt sameiginlegt með öðrum veitum Orkuveitunnar. Fjárfesting í dreifi- kerfum er oft mikil í upphafi en skil- ar sem á lengri tíma. Góð sátt hefur fyrir löngu skapast um að lagning hita og rafmagns sé lykilþáttur og raunar forsenda uppbyggingar í ný- byggingarhverfum. Áratugi tekur þó að fjárfesting í slíkum lögnum skili sér til veitufyrirtækjanna. Tekjustreymið er þó nokkuð öruggt. Háhraðatengingar, gagnaveitur, eru að verða jafnsjálfsagðar og raf- magn, vatn og hiti í nýjum húsum. Gagnaveita eru ekki ókeypis frekar en aðrar veitur. Tekjur af gagnaveit- um skila sér raunar oft hraðar en tekjur af öðrum veitum. Þær eru þó óöruggari. Fyrir þróun atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu skiptir hins vegar án efa mestu að virk sam- keppni á sviði gagnaflutninga og fjarskipta verði tryggð til frambúðar. Tilstyrk Orkuveitunnar þurfti til að koma henni á. Samkeppni skilar sér Fæstir gera sér líklega ljóst mikilvægi þess að ljósleiðaranet Orku- veitunnar varð val- kostur við einok- unarnet Landssímans. Landssíminn lækkaði gagnaflutningsverð sín um 40% í einu vetfangi í sama mánuði og ljósleiðaranet Orkuveitunnar bauð upp á nettengn- ingar framhjá kerfi Landssímans. Þetta varð án efa til þess að Ak- ureyringar ákváðu að leggja sam- bærilegt ljósleiðarakerfi fyrir ein- staklinga og atvinnulíf norðan heiða. Til þess beittu þeir orkufyrirtækj- unum Norðurorku og Landsvirkjun. Í vetur hafa Akurnesingar á sama hátt notið kosta samkeppninnar. Um leið og ljósleiðaranet Orkuveitunnar náði upp á Skaga lækkaði Landssím- inn verð á gagnaflutningum á Akra- nesi um 30%. Hrappur eða hetja? Verðlækkanir Landssímans eftir að einokun hans var rofin minnir á lækkanir í talsímaþjónustu í kjölfar samkeppni Tals við Landssímann á því sviði. Færri átta sig þó á að ef ljósleiðarakerfi Landssímans hefði verið einrátt hefði fyrirtækið haft kverkatak á hinum nýju samkeppn- isfyrirtækjum á talsímasviðinu. Ljósleiðaranet Orkuveitunnar var þannig einn af hornsteinum virkrar samkeppni í talsímaþjónustu. Góður friður hefði án efa verið um ljósleiðaraverkefni Orkuveitunnar ef ekki hefði verið um að ræða opinbert fyrirtæki sem lýtur pólitískri stjórn. Samkeppni á sviði gagnaflutninga hefði þvert á móti tryggt fyrirtæk- inu nokkurs konar Hróa Hattar-áru í baráttunni við einokun Landssím- ans. Sú tugprósenta verðlækkun sem orðið hefur á sviði gagnaflutn- inga sparar nefnilega atvinnulífi og einstaklingum um 400 milljónir á ári ein og sér. Skapast loks friður? Athygli vekur að hin þverpólitíska orkustefnunefnd komst að þeirri niðurstöðu að gagnaveita ætti að teljast til kjarnastarfsemi Orkuveit- unnar til frambúðar. Þessi nið- urstaða var einróma þrátt fyrir að nefndin vildi að fyrirtækið þrengdi heldur skilgreiningu kjarna- starfsemi og markmið nýsköp- unarverkefna. Rök orkustefnunefndar eru ná- skyld þeim sem lágu til grundvallar þess að ljósleiðaranetið var lagt í upphafi. Samlegðaráhrif í rekstri og vísun til stefnumótunar sambæri- legra fyrirtækja erlendis vógu þar þungt. Að þessari niðurstöðu feng- inni er vonandi að málefnaleg um- ræða um Orkuveitu Reykjavíkur efl- ist en upphlaupum fækki. Sátt um gagnaveitu Dagur B. Eggertsson skrifar um gagnaveitu Orkuveitunnar ’Athygli vekur að hinþverpólitíska Orku- stefnunefnd komst að þeirri niðurstöðu að gagnaveita ætti að telj- ast til kjarnastarfsemi Orkuveitunnar til frambúðar.‘ Dagur B. Eggertsson Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.