Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ I Eins og alþjóð veit hefur undanfarin ár staðið deila um Þingvallastað milli þjóðkirkjunnar og rík- isvaldsins. Sú deila hefur kristallast í spurningunni um eign- arhald á Þingvöllum, þ.e. hver það er sem á Þingvallastað. Presta- stefna og Kirkjuráð hafa fagnað fram- komnu frumvarpi um stækkun þjóðgarðs á Þingvöllum og friðlýs- ingu hans en jafnframt lýst því yfir að frum- varpið feli ekki í sér breytingu á réttarstöðu Þingvalla sem prestsset- urs. Er því mótmælt að Þingvellir séu taldir með ríkisjörðum þar sem kirkjan fari með eignarhald á Þing- völlum samkvæmt þinglýstum eign- arheimildum. Jafnframt hafa bæði Prestastefna og Kirkju- ráð hvatt ríkisvaldið til að koma á ný að við- ræðum við kirkjuna um presstsetrið, þ.e. Þing- vallabæ, og framtíð- arskipan prestsþjón- ustu á Þingvöllum. II Þessi deila á sér nokk- urn aðdraganda. Eng- inn hefur gegnt stöðu Þingvallaprests frá árinu 2000, kristnihá- tíðarárinu, nema góðir og gegnir prestar sem um stund hafa komið að þjónustunni þar og það með ágætum. Í kjölfar hátíð- arhalda kristnihátíðar var embætti Þingvallaprests lagt niður í fyrrri mynd. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir hefur ríkisvaldið ekki viljað ljá máls á því að ræða við þjóðkirkjuna um stöðu mála á Þingvöllum. Og því er málið komið í þann hnút sem raun ber vitni. III Þetta mál kastar skugga á helgasta stað þjóðarinnar, þjóðkirkjuna og ríkisvaldið. Auðvitað er það þjóðin öll sem á Þingvelli! Og í 1000 ár hef- ur þjóðin falið kirkjunni umsjón með staðnum. Þar hefur verið kirkja og prestssetur lengur en á nokkrum öðrum stað landsins. Eftir að lög voru sett um Þjóðgarðinn á Þingvöll- um árið 1928 gengu Þjóðkirkja og ríki hönd í hönd við að varðveita staðinn og helgi þessa þjóð- arhelgidóms. Fór svo fram alla síð- ustu öld og var samvinna góð milli ríkis og kirkju um staðinn. Þing- vallaprestur starfaði enda sem þjóð- garðsvörður, framkvæmdastjóri Þingvallanefndar og staðarhaldari. Aldrei bar þar skugga á. IV Af einhverjum ástæðum hefur þess- ari samvinnu verið slitið. Þar um hafði ríkisvaldið forystu. Stóra spurningin er hvers vegna og hvern- ig má úr því bæta? Á meðan þeirri spurningu er ósvarað er hætt við að enn um sinn muni skugga bera yfir helgasta stað þjóðarinnar. Þingvellir, þjóðin og þjóðkirkjan Þórhallur Heimisson skrifar um Þingvelli ’Þetta mál kastarskugga á helgasta stað þjóðarinnar, þjóðkirkj- una og ríkisvaldið.‘ Þórhallur Heimisson Höfundur er sóknarprestur. RÚMT ár er nú frá innrás Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak og enn þjást íbúar landsins vegna alvarlegra mannréttindabrota. Brot á mannúðarlögum hafa verið framin, til dæmis með hóprefsingum á borð við eyðileggingu íbúðarhúsa og uppskeru. Fjöldi fólks hefur látið lífið í áhlaupum á íbúðar- hús, þegar innrás- arherinn hefur beitt vopnum til að koma í veg fyrir mótmæli, og við eftirlitsstöðvar. Þúsundir hafa verið handteknar og er oft haldið við niðurlægj- andi aðstæður, margir hafa sætt pyndingum og sumir dáið í varð- haldi. Hundruðum er haldið í bága við al- þjóðleg mannréttinda- viðmið. Vopnaðir hópar, bæði þeir sem berjast gegn hernámsliðinu, svo og hópar sem of- sækja stuðningsfólk fyrri stjórnvalda, bera ábyrgð á árásum og hundruðum morða á al- mennum borgurum og starfsfólki alþjóðastofn- ana eins og Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Í því ástandi sem nú er í landinu, þar sem skortur er á að öryggi íbúa sé tryggt, hafa mannréttindabrot gegn konum aukist, bæði ofbeldi í fjöl- skyldum og ærumorð og ekkert hefur verið gert til að refsa fyrir þau. Refsi- leysi vegna mannréttindabrota rík- isstjórnar Saddams Hussein, her- námsliðsins og vopnaðra hópa er í raun algjört. Mannréttindabrot fyrr og nú Almenningur í Írak hefur í áraraðir þjáðst vegna mannréttindabrota, af- leiðinga stríðsátaka og efnahagslegra þvingana. Á valdatímabili Saddams Hussein, tímabili ótta og ofsókna, voru þúsundir Íraka drepnar af ör- yggissveitum, margir ,,hurfu“ í kjölfar handtöku og óteljandi einstaklingar sættu pyndingum. Fólk var sett í fangelsi eða tekið af lífi fyrir það eitt að andmæla yfirvöldum eða tilheyra hópum sem yfirvöld litu hornauga. Frá 1980 fram til 1988 stóð yfir blóð- ugt stríð milli nágrannaþjóðanna Írak og Íran sem kostaði hundruð þúsunda ungra manna lífið. Innrás Íraka inn í Kúveit árið 1990 og stríðið í kjölfar innrásarinnar leiddi til dauða þús- unda. Uppreisnir Shı́a Múslima í suð- urhluta landsins og Kúrda í norður- hluta þess árið 1991 voru barðar niður af íraska hernum af mikilli hörku. Sameinuðu þjóðirnar settu við- skiptabann á Írak árið 1990. Staðfest er að viðskiptabannið hafði alvarlegar afleiðingar fyrir allan almenning og leiddi til dauða fjölda fólks, sér- staklega barna og jók á efnahagslega erfiðleika sem komu harðast niður á almenningi. Frá árinu 1998 stóðu bæði Bandaríkjamenn og Bretar fyrir reglulegum loftárásum á landið, sem leiddu til dauða fjölda almennra borg- ara. Um miðjan mars á síðasta ári hernámu Bretar og Bandaríkjamenn landið og í þeim átökum sem verið hafa í landinu síðasta ár hafa meira en tíu þúsund almennir borgarar verið drepnir. Amnesty International var- aði á þeim tíma við því að hernaðar- aðgerðir gegn Írak myndu leiða til enn frekari þjáninga íbúa landsins. Ofbeldi og óöryggi Í lok apríl á síðasta ári fór rannsóknarnefnd Amnesty International til landsins, í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár, en ríkisstjórn Saddams Hussein veitti samtök- unum ekki aðgang að landinu. Helsta áhyggju- efni þeirra sem nefndin hitti var aukið óöryggi, ofbeldi og almenn upp- lausn í landinu. Skortur á almennri löggæslu og auðveldur aðgangur að vopnum hefur enn aukið á óöryggi og ótta íbúa. Alvarleg ofbeldisbrot á konum hafa aukist, bæði nauðganir og morð. Hernámsliðið virðist nýta sér upp- lausnina og þann anda ofbeldis sem er viðvar- andi í landinu og her- menn bera ábyrgð á al- varlegum brotum á mannréttindum, þ.á.m. handahófs- kenndum handtökum þar sem hinir handeknu fá ekki aðgang að lög- fræðiaðstoð og er haldið án ákæru og dóms. Íbúðarhús hafa verið eyðilögð og aðrar eignir, og ásakanir um pynd- ingar verið fjölmargar. Ekki er mögu- legt að sækja þá sem ábyrgð bera á slíkum brotum til saka í Írak. Nýlegar fréttir og myndir sem birst hafa um pyndingar í Abu Graíb fangelsinu eru í samræmi við rannsóknir Amnesty International. Samtökin hafa ítrekað greint frá ásökunum um pyndingar og illa meðferð. Amnesty Int- ernational hefur farið fram á við her- námsyfirvöld í Írak að sjálfstæð, óháð og opinber rannsókn fari fram á öllum ásökunum um pyndingar. Bið eftir réttlæti Ástandið í Írak síðasta ár hefur ein- kennst af lögleysu, auknu ofbeldi og efnahagslegu óöryggi, og framtíðin er enn ótrygg. Tryggja þarf verndun mannréttinda í landinu, gera þarf grundvallarbreytingar á réttar- og dómskerfi landsins og mannréttindi þurfa að vera þungamiðjan í öllu upp- byggingarstarfi. Amnesty Internat- ional mun áfram fylgjast með ásök- unum um mannréttindabrot og þrýsta á alla aðila að tryggja virðingu fyrir mannréttindum í landinu. ,,Við viljum réttlæti, en við getum ekki beð- ið þolinmóð eftir því til eilífðar,“ sagði íraskur viðmælandi við fulltrúa Am- nesty International. Ári eftir fall Saddam Hussein bíður íraska þjóðin enn. Írak ári síðar, í fjötrum ótta og ofbeldis Jóhanna K. Eyjólfsdóttir skrifar um Íraksstríðið Jóhanna K. Eyjólfsdóttir ’Ástandið í Íraksíðasta ár hefur einkennst af lögleysu, auknu ofbeldi og efna- hagslegu óöryggi…‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.