Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 49 BROTTFALL nemenda úr fram- haldsskólum er alvarlegt vandamál sem mikilvægt er að unnið verði gegn með ráðum og dáð. Með brottfalli úr framhaldsskólanámi er venjulega átt við þá nemendur sem hætta námi eftir lengri eða skemmri námstíma, útskrifast sem sagt ekki úr fram- haldsskóla. Nú nýlega svaraði mennta- málaráðherra fyr- irspurn á alþingi um þetta efni með því að leggja fram tölur frá Hagstofu Íslands þar sem brottfall var met- ið með því að bera saman innritaða fram- haldsskólanemendur haustið 2002 annars vegar og haustið 2003 hins vegar. Þeir sem ekki voru skráðir í framhaldsnám seinna haustið, að frátöldum öllum útskrif- uðum nemendum, töldust brott- fallsnemendur. Niðurstaða þessa var sú að um 15% nemenda skiluðu sér ekki til náms seinna árið, fleiri úr áfangaskólum en bekkjaskólum, fleiri strákar en stúlkur og flestir úr verknámsskólum. Nemendur í framhaldsskólum eru ekki einsleit hjörð. Í hefð- bundnum bóknámsskóla stefna allir nemendur að því að ljúka stúdents- prófi. Þeir eru á venjulegum fram- haldsskólaaldri, 16–20 ára, og luku flestir grunnskólanámi með ágæt- um árangri tilbúnir til frekara náms. Í mínum skóla, Verkmennta- skólanum á Akureyri, eru aðeins um 60% nemenda á aldrinum 16–20 ára. Þeir hafa mjög mismunandi markmið með námi sínu, sumir ætla að verða vélstjórar, aðrir húsasmiðir og enn aðrir stefna að því að ljúka stúdentsprófi og drífa sig í háskóla svo nokkur dæmi séu tekin. Nemendur skólans eru mjög misjafnlega undir það búnir að stunda það framhaldsskólanám sem þeim stendur til boða, sumir ágæt- lega, aðrir miklu síður. Brottfallið úr skólanum tengist aldri, náms- braut og námsstöðu nemenda. Hugum fyrst að eldri nemendum. Þessi hópur hefur mismunandi markmið með námi sínu og misgóð- ar aðstæður til þess að stunda það frá önn til annar. Algengt er að eldri nemendur sæki nám tíma- bundið í skólanum, komi til náms í eina önn eða eitt ár og sæki sér þekkingu sem nýtist þeim síðan með mismunandi hætti. Dæmi um þetta er hópur ófaglærðra starfs- manna af elliheimilinu Hlíð sem skráður var í skólann veturinn 2002–2003 til þess að læra tilteknar hjúkrunargreinar. Þessir nemendur komu ekki aftur haustið 2003 enda ætluðu fæstir þeirra sér að ljúka námi af einhverri námsbraut. Fjöl- margir úr hópi eldri nemenda verða að haga seglum eftir vindi, eru stundum við nám í skólanum en þurfa einnig stundum að gera hlé á námi sínu til að stunda vinnu, sinna fjölskyldu o.s.frv. Þetta eru brottfallsnemendur samkvæmt ofan- greindri skilgreiningu þó svo þeir hafi lokið því námi í skólanum sem þeir ætluðu sér eða ákveðið að gera hlé á náminu. Í VMA voru 150 nemendur 25 ára og eldri í námi haustið 2002. Rúmlega helmingur skilaði sér ekki til náms í skólann haustið 2003. Næst skulum við skoða verknámsnemendurna. Nem- endur á starfsnámsbrautum voru um 40% nemenda haustið 2002. Verknámið sem skólinn býður er af ýmsum toga. Drjúgur hluti verk- námsnemenda eru í löggiltu iðn- námi, við erum með stóran hóp nemenda í vélstjórnarnámi auk þess sem margir eru skráðir á ýmsar styttri starfsþjálfunar- brautir. Sumir geta lokið öllu námi sínu hér á svæðinu aðrir þurfa að fara suður til að klára. Iðnnáms- nemi sem gerir hlé á skólagöngu sinni til þess að sinna vinnu, oft vinnu sem er skilgreindur hluti af náminu, er brottfallsnemandi sam- kvæmt ofangreindri skilgreiningu. Vélstjórnarnemi sem fer á sjóinn eina önn eða einn vetur er brott- fallsnemi. Margir nemendur sem stunda verknám í skólanum þurfa að ljúka námi sínu á höfuðborg- arsvæðinu. Það er algengt að þeir staldri við, sérstaklega þeir sem yngri eru, áður en þeir halda suður eftir að þeir hafa lokið því sem þeir geta hjá okkur. Þegar þetta gerist eru þeir brottfallsnemendur. Af framansögðu er vonandi ljóst að margir þeirra nemenda sem flokkaðir voru sem brottfallsnem- endur í þeim tölum sem hér eru til umræðu eru það ekki í neinni venjulegri merkingu þess orðs. Þetta eru nemendur sem gert hafa hlé á námi sínu af eðlilegum ástæð- um og nemendur sem eru að nýta sér möguleika þess skólakerfis sem við búum við. Raunar má segja að „brottfall“ þeirra úr námi sé í sum- um tilvikum beinlínis merki um kosti og sveigjanleika kerfisins. Þá er það þriðji hópurinn, nem- endur sem illa eru undir það búnir að takast á við framhaldsskólanám. Það eru ekki ný sannindi að þetta er áhættuhópur hvað varðar brott- fall. Það á ekki að koma neinum á óvart að þessi hópur hættir í námi í meira mæli en nemendur sem standa betur að vígi. Í þeim skólum sem sinna þessum hópi hefur tölu- vert starf verið unnið og í VMA teljum við okkur hafa náð árangri í því að skipuleggja nám sem gagnast verr settum nemendum. En það þarf að gera betur og að því viljum við vinna með öllum þeim sem áhuga hafa á úrbótum á þessu sviði. Brottfall úr framhaldsnámi er vandamál sem samfélagið og skól- arnir verða að taka á. Það er mik- ilvægt að þær aðgerðir taki mið af bestu vitneskju um umfang og eðli vandans. Tölur eins og þær sem verið hafa til umræðu síðustu daga gera meira ógagn en gagn ef þeir sem um þær fjalla gera sér ekki grein fyrir þeim takmörkunum sem á þeim eru og draga af þeim rang- ar ályktanir. Það verða allir að vanda sig, skólafólk, fjölmiðlar og stjórnmálamenn. Hvað er brottfall? Hermann Jón Tómasson skrifar um brottfall úr skólum ’Brottfall úr framhalds-námi er vandamál sem samfélagið og skólarnir verða að taka á.‘ Höfundur er áfangastjóri Verk- menntaskólans á Akureyri. Hermann Jón Tómasson GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is w w w .d es ig n. is @ 2 00 4 Fákafeni 11 • 562 9120 Munum mæ›radaginn Blóm og konfekt Dalía Víngerðarlist! BYRJENDUR Í HEIMAVÍNGERÐ! NÁMSKEIÐ Áman stendur fyrir námskeiðum í heimavíngerð Námskeiðin okkar eru að byrja aftur Skráðu þig! Skráning og nánari upplýsingar í síma: 533 1020 og aman@aman.is www.aman.is Farið verður yfir ferilinn við víngerðina og gefin góð ráð. Leiðbeinendur eru starfsmenn Ámunnar. Lengd u.þ.b. 2 klukkustundir. Verð 2.000 kr. og innifalið er byrjunarsett. Þáttakendum býðst 20% afsláttur af öllum vörum Ámunnar Skeifunni á námskeiðskvöldinu. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 2 fyrir 1 til Barcelona 20. maí frá 19.990.- Terra Nova býður nú einstakt tækifæri til þessar fallegu og framandi borgar á ótrúlegum kjörum. Nú er fegursti tími ársins og frábært tækifæri til að skreppa til Barcelona í viku og njóta lífsins í þessari töfrandi heimsborg. Kr. 19.990 Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Síðustu 14 sætin Val um úrval hótela í hjarta Barcelona frá kr. 4.700 á mann nóttin í tvíbýli Alþjóðleg ráðstefna Heildarkostnaður bygginga Mánudaginn 10. maí kl. 9.00-18.00 verður haldinn opinn verkefnisfundur um heildarkostnað bygginga á Grand Hóteli og er öllum velkomið að hlusta á erindin og gera fyrirspurnir. Erindin verða flutt á norrænum tungum og ensku. Framsögu hefur Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur við RB. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.