Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 50
FRÉTTIR 50 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FERMINGARLEIK Smáralindar og BT „Óskaðu þér og þú gætir unn- ið“, lauk sumardaginn fyrsta með því að aðalvinningurinn og sautján aðrir vinningar voru dregnir út. Það var Björn Heiðar Þórarinsson sem hreppti aðalvinninginn, Medion Life ferðatölvu frá BT Smáralind að verðmæti 167.000 kr. Tíu verslanir í Smáralind gáfu alls sautján vinninga í leikinn sem voru að verðmæti 325.000 kr. M.a. gaf Útilíf fjallahjól að verðmæti 26.000 kr., Intersport tjald að verð- mæti 15.000 kr., Íslandsbanki þrjár 10.000 kr. inneignir á framtíð- arreikningi og tískuverslunin Retro tvö 5.000 kr. gjafabréf. Hægt er að sjá nöfn vinningshafa á vefsíðu Smáralindar, www.smaralind.is. Jón Andreas Gunnlaugsson, frá BT, og Björn Heiðar Þórarinsson. Vann fartölvu í fermingarleik Veiðistjórn á viðkvæmum svæð- um Nú er staddur hér á landi dr. Phil Cadwallader, forstjóri fiski- deildar Great Barrier Reef Marine Park Authority (GBRMPA), sem hefur höfuðstöðvar í Townsville, Queensland, Ástralíu, en á verksviði þeirrar stofnunar er stjórn á vernd og nýtingu hafsvæðanna umhverfis hið víðáttumikla rif Miklatálma, sem er meira en 2.000 km langt og er á heimsminjaskrá. Dr Cadwallader mun m.a. funda með sjávarútvegs- ráðherra og nefnd hans um líffræði- lega stjórn fiskveiða. Á morgun, mánudaginn 10. maí, kl. 12.30 mun dr. Cadwallader halda opinn fyrir- lestur í sal Hafrannsóknastofnunar- innar á Skúlagötu 4, á vegum Sjáv- arútvegsstofnunar HÍ, sjávarút- vegsráðuneytisins og Hafrann- sóknastofnunarinnar. Nánari upplýsingar um hlutverk og starfsemi Great Barrier Reef Mar- ine Park Authority (GBRMPA) er að finna áhttp:// www.gbrmpa.gov.au/ Friðrik gestur á stórhátíð. Friðrik Ólafsson stórmeistari verður heið- ursgestur á Sumarhátíð Hróksins og Vinaskákfélagsins mánudaginn 10. maí. Vinaskákfélagið hefur aðsetur í Vin, húsi Rauða krossins á Hverfis- götu 47, Vin, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Vinaskák- félagið tók til starfa í fyrrasumar og hefur síðan verið með vikulegar æfingar á vegum Hróksins. Ýmsir snjallir meistarar hafa komið í heim- sókn, þ.á m. stórmeistararnir Luke McShane, Regína Pokorna og Þröst- ur Þórhallsson. Á Sumarhátíð Hróksins og Vina- skákfélagsins verður boðið upp á gómsætar veitingar, pönnukökur, ís og jarðarber. Þá mun Friðrik tefla við félagsmenn. Á MORGUN Golfsamtök fatlaðra standa fyrir golfnámskeiði fyrir fatlaða í sumar og hefst fyrsta sumarnámskeiðið næsta miðvikudag, 12. maí, og verð- ur haldið hjá Golklúbbi Oddfellowa alla miðvikudaga kl. 17–19. Áætlað er að kennt verði í þrem hópum: Börn og unglingar, Hreyfihamlaðir byrjendur og Þroskaheftir. Kenn- arar verða Magnús Birgisson golf- kennari og þroskaþjálfi. Jakob Magnússon þroskaþjálfari og Hjalti Nílson, golfleiðbeinandi og aðstoðar- kennari hjá Magnúsi. Kynning fer fram næsta miðvikudag. Schuman-fyrirlesturinn 2004 Gestafyrirlesari verður Heidi Hau- tala, þingmaður fyrir Græna flokk- inn á finnska þjóðþinginu og fyrr- verandi þingmaður Evrópuþingsins. Efni fyrirlestrarins: The Enlarged European Union and Trans-Atlantic Relations. Heidi Hautala er þing- maður fyrir Græna á finnska þjóð- þinginu. Sem Evrópuþingmaður gegndi Hautala meðal annars for- mennsku fyrir þingflokk sinn. Evr- ópudagurinn 9. maí er rakinn til svo- kallaðrar Schuman-yfirlýsingar frá árinu 1950. Þann dag lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráð- herra Frakklands, því yfir að sam- runaferli Evrópu væri hafið. Af þessu tilefni bjóða fastanefnd fram- kvæmdastjórnar ESB gagnvart Ís- landi og Noregi, Danska sendiráðið, Háskóli Íslands, Félag stjórnmála- fræðinga, Félag stjórnmálafræði- nema við HÍ og Evrópusamtökin til síðdegisfundar þriðjudaginn 11. maí kl 17 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram á ensku. Á NÆSTUNNI Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Leitum að góðu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi fyrir traustan kaupanda. Húsið þarf að vera ca 250- 400 fm að stærð. Þarf ekki að vera fullbúið. Traustar og góðar greiðslur í boði. Skipti kæmu til greina á glæsilegu 200 fm raðhúsi í Mýrinni. Um er að ræða fjársterkan aðila. Allar upplýsingar veitir Bárður Tryggvason, sölustjóri á Valhöll fasteignasölu, í s. 588 4477 eða í gsm 896 5221 eða með tölvupósti, bardur@valholl.is. EINBÝLI ÓSKAST Á SELTJARNARNESI HÆÐARBYGGÐ Glæsilegt einbýlishús á frábærum útsýnisstað við Hæðarbyggð í Garðabæ sem er teikn- að af Manfred Vilhjálmssyni arkitekt. Eignin skiptist í forstofu, hol, stúdíóíbúð, þvotta- hús/geymslu, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú herbergi (fjögur skv. teikningu), sólstofu og baðherbergi. Glæsilegt útsýni. Húsið er á þremur pöllum. V. 50 m. 4155 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. HJARÐARHAGI Góð 113 fm neðri hæð á þessum vin- sæla stað í Vesturbænum. Hæðin skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, bað- herbergi og tvö svefnherbergi (voru þrjú). Í kjallara er sérgeymsla og sam- eiginlegt þvottahús. Parket á gólfum. Suðursvalir. V. 18,9 m. 4160 KÁRSNESBRAUT - M. BÍLSKÚR Góð ca 100 fm neðri sérhæð með fal- legu útsýni yfir Nauthólsvíkina ásamt 25 fm bílskúr. Húsið hefur nýlega verið sprunguviðgert, málað og þak endur- nýjað. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, tvö svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Suðursvalir og flísar á gólfum. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús, kyndiklefi og sér geymsla. V. 16,9 m. 4138 LANGABREKKA - KÓP. Mjög falleg 130 fm íbúð á tveimur hæð- um í þessu fallega parhúsi. Um er að ræða mjög fallega og mikið standsetta íbúð á 1. og 2. hæð sem skiptist m.a. í tvær stofur og 3-4 herbergi. Sérinn- gangur. Mjög fallegt útsýni. Íbúðinni fylgir 34 fm bílskúr. V. 18,9 m. 3644 HEIL HÚSEIGN - 3 ÍBÚÐIR Vorum að fá í einkasölu alla eignina við Seljaveg 13 í Reykjavík, er skiptist í kjallara, 1. hæð, 2. hæð og ris. Húsið er 276,2 fm. Í húsinu eru tvær samþykktar íbúðir og ein ósamþykkt. Nýr skiptasamningur er til. Húsið er laust strax og býður uppá mikla möguleika. Eignin selst í heilu lagi eða hlutum. V. 29,9 m. 4149 OPIÐ HÚS SKÓLABRAUT 12 - SELTJARNARNESI Vorum að fá í sölu glæsilega 147 fm sérhæð og ris í 2-býlishúsi á rólegum stað á Seltjarnarnesi. Íbúðin, sem hefur verið endurnýjuð að mestu leyti, skiptist m.a. í tvær stofur og þrjú herbergi. Svalir. Sérinngangur. Stór garður. Mjög barnvænt umhverfi. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL.13-16. V. 20,9 m. 3972 Um er að ræða allar eignir á lóðinni Bergstaðastræti 12, 12A og 12B ásamt samþykktum ca 500 fm byggingarrétti sem lóðinni fylgir. Deiliskipulag hefur verið samþykkt. Á lóðinni standa þrjú hús. Bergstaðastræti 12 er 43 fm stein- bær. Bergstaðastræti 12A er 341 fm hús með þremur íbúðum. Bergstaða- stræti 12B er 125 fm hús með tveimur íbúðum. Tillögur að nýbyggingu og nýt- ingu á byggingarreitnum liggja frammi á skifstofu. 4124 BERGSTAÐASTRÆTI 12 - HEILDAREIGNIN ÁSAMT BYGGINGARRÉTTI Vorum að fá í sölu mjög fallega 183 fm „penthouse“-íbúð í fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur og þrjú herbergi. Glæsilegar stofur með mikilli lofthæð. Stórar þaksvalir. Einstakt útsýni. Auk þess er um að ræða litla einstaklingsíbúð eða góða vinnuaðstöðu. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 17-18. Nánari uppl. veitir Magnea fastsali í síma 861 8511. V. 22,5 m. 3794. OPIÐ HÚS - EIÐISTORG 7 - (04.02) M. AUKAÍBÚÐ EÐA VINNUAÐSTÖÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.