Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk ÞÚ FERÐ ALDREI MEÐ MÉR NEITT VÁ! ER ÞETTA GÓLFIÐ SEM ALLIR ERU ALLTAF AÐ TALA UM? HM MIG LANGAR AÐ SKRIFA ÁSTARBRÉF EN ÉG ER SVO LÉLEG Í ÞVÍ AÐ GERA HJARTA PRÓFAÐU AÐ GERA AÐRA HLIÐINA FYRST, BRJÓTA ÞAÐ SAMAN OG FARA SÍÐAN OFAN Í LÍNUNA BRJÓTA ÞAÐ SAMAN?! ÉG ÞOLI EKKI AÐ BRJÓTA HLUTI SAMAN! AF HVERJU ÞARF ALLT AÐ VERA SVONA FLÓKIÐ? BRJÓTA SAMAN, KLIPPA, RÍFA, TEIKNA, SKRIFA! GLEYMDU ÞESSU BARA! JÁ, GLEYMDU ÞESSU BARA! Lalli lánlausi © LE LOMOMBARD HALLDÓR LAXNES FER ÓHEFÐBUNDNAR LEIÐIR Í STAFSETNINGU SINNI OG... FRÚ SKÓLASTJÓRI FYRIRGEFÐU AÐ ÉG SKILDI TRUFLA TÍMANN HJÁ ÞÉR EN ÉG HEF ÁRÍÐANDI FRÉTTIR AÐ FÆRA ÞÉR GJÖRÐUR SVO VEL. ÞÚ MÁTT SKREPPA. Á MEÐAN SKAL ÉG HALDA ÁFRAM MEÐ KENNSLUNA HAHA, GOTT Á ÞIG LÚÐVÍK! HVAÐ ER AÐ HONUM? MÉR SÝNDIST HANN GRÁTA GRÁTA! HANN! ÞAÐ ÞÆTTI MÉR SKRÍTIÐ HANN VAR ÖRUGGLEGA AÐ FÁ TILKYNNINGU UM AÐ HANN HAFI FENGIÐ STÖÐUMÆLA- SEKT ÉG HEF SLÆMAR FRÉTTIR AÐ FÆRA YKKUR KRAKKAR SLÆMAR FRÉTTIR? MÉR FINNST ÞAÐ BARA FYNDIÐ AÐ LÚÐVÍK SÉ Í VANDRÆÐUM MAMMA HANS LÚÐVÍKS VAR BRÁÐKVÖDD SÍÐASTLIÐNA NÓTT BANK framhald ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIG langar að giftast unnustu minni. Hún er allt sem ungur maður getur óskað sér. Falleg, skemmtileg, gáfuð, vel menntuð – og útlendingur. Fram að þessu hef ég ekki litið á þjóðerni hennar sem vandamál. Jú, hún kann ekki mikið í íslensku og ég ekki orð í hennar stórskrítna tungu- máli og það er styttra til Síberíu frá heimili hennar en til Íslands en þetta eru smáatriði sem maður verður að sætta sig við í lífsins gangi, ástin sigrast á svona smámunum. En allt í einu lúrir nýr óvinur á sjóndeildar- hringnum sem ógnar sambandinu og allt í einu er spurningin orðin: Getur ástin sigrast á íslenska ríkinu og Birni Bjarnasyni? Samkvæmt nýjum útlendingalög- um sem lögð verða fyrir Alþingi Ís- lendinga innan skamms eru mér og konunni minni settar reglur umfram þær reglur sem venjulega gilda um ástfangið fólk í nútímasamfélagi. Við megum til dæmis búa við það að lögreglan ryðjist inn til okkar án dómsúrskurðar og fari í gegnum undirfataskúffurnar okkar til þess að sanna eða afsanna að við séum í raun ástfangin og gift þess vegna. Það gæti nefnilega verið að hún væri bara að giftast mér til þess að hljóta landvistarleyfi á Íslandi. Við þurfum að sanna að við elskum hvort annað! Við þetta vakna óneitanlega spurningar sem gæti verið að Björn Bjarnason væri svo vinsamlegur að svara fyrir mig. 1. Hvernig skulum við unnusta mín búa um okkur í íbúðinni svo að þegar lögreglan brýst inn til þess að sanna að við elskum hvort ann- að, þá getum við sýnt fram á það? Ég er auðvitað ekki að biðja þig að gefa leynilegar upplýsingar, aðeins skilgreiningu á því hvernig sé hægt að búa við ást svo sann- anlegt sé? 2. Einnig kemur fram í tillögunum að við gætum þurft að svara per- sónulegum spurningum hvort um annað til að sanna að við búum ekki við „málamyndahjónaband“. Það er sumt í fari unnustu minnar sem ég þekki ekki. Mismunandi menningarheimar hafa mismun- andi siði og því væri gott ef mögu- leiki væri á því að útskýra aðeins nánar hvað við er átt. 3. Fyrst unnustu minni verður vísað úr landi við það að vera með ógilda eða útrunna pappíra er möguleiki að setja viðurlög við því ef vinnuneytendur láta pappírana renna út? Til dæmis verði þeim vísað úr landi í útlendinganna stað? Það eru nefnilega oftar en ekki vinnuveitendur sem sjá um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Er einnig hægt að fá und- anþágu ef póstur berst ekki á réttum tíma? 4. Fyrst unnusta mín þarf að vera orðin 24 ára til að giftast mér mun það hafa áhrif á börnin okkar? Ef útlendingum er ekki treystandi til að taka ákvarðanir fyrr en sex ár- um á eftir Íslendingum sam- kvæmt lögum, hversu miklu óþroskaðri er hálfur útlendingur? 5. Það kemur fram í lögunum að við þurfum að hafa búið saman áður en kemur að hjónabandi. Ef svo er ekki, megum við þá ekki giftast samkvæmt nýju löggjöfinni fyrst við höfum þurft að búa hvort í sínu landinu um skeið? Í reynd hef ég miklu fleiri spurn- ingar en þetta en fæstar þeirra eru prenthæfar. En þeim skilaboðum vildi ég koma á framfæri við Björn Bjarnason og aðra þá sem að þessum lögum standa að ég og konan mín verðandi (við giftum okkur bara er- lendis þar sem mannréttindi eru ennþá í hávegum höfð) erum bæði reið og móðguð yfir því að hún skuli nú vera talin Íslendingum réttlægri. Að með því einu að hafa ekki fæðst á Íslandi sé hún annars flokks borgari sem brjóta má á og virða réttindi hennar samkvæmt sáttmálum Sam- einuðu þjóðanna að vettugi. Sem bet- ur fer er konan mín finnsk og því varin með sáttmálum Norðurlanda- þjóðanna í millum en ég þakka guði fyrir að hún er ekki kínverskur með- limur í Falon Gong, þá fyrst færi al- varlega að syrta í álinn. Svo bíð ég þess að grunnskóla Grindavíkur verði breytt í fangabúð- ir „Guantanamo style“ og þá verðum við vonandi örugg fyrir þessum skít- ugu útlendingum sem spilla hinu ís- lenska blóði og mergsjúga hina ís- lensku þjóð. Þinn ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON, Grettisgötu 33, 101 Reykjavík. Kæri Björn – opið bréf til Björns Bjarnasonar Frá Þorleifi Erni Arnarssyni: Í SVISS, sem er fjöllóttur skíðastað- ur í Mið-Evrópu, hefur verið fundin upp aðferð til að koma í veg fyrir eyðileggjandi snjóflóð. Þess vegna byggja þeir ekki fleiri snjóflóðavarn- argarða. Þessi vísindi hafa borist til Aust- urríkis og Noregs og þar verða held- ur ekki gerðir snjóflóðavarnargarð- ar í framtíðinni nema þá ef til vill í atvinnubótaskyni. Svissneska að- ferðin byggist á þeirri staðreynd að ef hreyft er við snjósöfnun í litlu magni í einu skapast engin hætta. Þetta gera þeir með því að koma fyr- ir litlum sprengikúlum þar sem hættan hefur verið metin mest og leysa vandamálið með sprengikúlun- um fjarstýrðum. Þannig er litlum snjóspýjum komið af stað hvenær sem hentar til að losa um snjósöfn- unina jafnóðum. Af þessari ástæðu eru svissneskir snjóflóðavarnargarðaverkfræðingar atvinnulausir. Þeir standa í röð til að fá verkefni á Íslandi því að stað- reyndir í heimalandi þeirra eru hafn- ar yfir verkfræðilega skynsemi. PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARSSON, Ísafirði. Um varnirnar Frá Pétri Tryggva Hjálmarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.