Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 59 Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur, sölustjóri fyrirtækja, Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu: Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Gott merki. Vélaverkstæði á Akranesi með fjölbreytta þjónustu. Lítil líkamsræktarstöð. Búin fullkomnustu tækjum. Auðveld kaup. Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Rekstrarhagnaður 30 m. kr. á ári. Hentugt til sameiningar við svipað fyrirtæki. Stór og mjög vinsæll bar í úthverfi. Vinsæll sport og helgarstaður. Dagsöluturn í verslunarmiðstöð. Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð. Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr- ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir. Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári. Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð. Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. Fasteignasala í fullum rekstri. Gott húsnæði og allur búnaður. Þrír sölu- menn og stækkunarmöguleikar. Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni. Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til samein- ingar. Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón. Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup. Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Meðeign kemur til greina. Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygg- ingariðnaði. Rekstrarleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn. Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg viðbót við annað álíka. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658. Það er best að játa þaðstrax. Ég hef ekki hug-mynd um það hver fannupp mæðradaginn. Égveit ekki hvort þetta er gamall merkisdagur með djúpar sögulegar og jafnvel trúarlegar ræt- ur, eða bara eitthvað sem heims- samband blómasala ákvað að helga krafta sína eftir að hafa gersamlega slegið í gegn með konudeginum. Um hitt er ég ekki í vafa, að mæður eru vel að því komnar að þeim sé fund- inn virðulegur staður í dagatölum heimsins. En eins og ég mun út- skýra hér á eftir, eru í raun 365 mæðradagar á hverju ári. Af eðlilegum ástæðum þekki ég ekki móðurhlut- verkið nema sem afkvæmi og með- höfundur og það setur skilningi mínum og upplifun vissulega ákveðnar skorður, en ég er á því að þetta hlutverk sé stór- merkilegt. – Móðir allra hlutverka, mætti segja. Það er ekki bara vegna þess hve mikils það krefst í lík- amlegum skilningi, heldur einnig af því að það tekur alla ævi að sinna því. Já, það er auðvitað rétt að pabbar eru líka líffræðilega pabbar fyrir lífstíð, en öfugt við mömmurnar, þykir eðlilegt og sjálfsagt að þeir dragi smám saman niður í einatt fullstórskorinni túlkun sinni og taki jafnvel að sér afkvæmishlutverk er frá líður. Ég held að enda þótt börnin flytji að heiman, ungarnir fljúgi úr hreiðr- inu, þá sé það þannig með mæður að þær finni samt áfram fyrir þeim, eins og fólk sem missir útlimi getur enn klæjað í þá og kennt til í þeim. Það er heldur ekkert undarlegt. Hér er jú um að ræða lífverur sem í upp- hafi voru hreinlega hluti af líkama þeirra. Þessi þaulsætni eða þolinmæði sem virðist tilheyra móðurhlutverk- inu felur auðvitað í sér bæði jákvæða og neikvæða þætti. Umhyggja og af- skiptasemi eru tvær hliðar á sömu mynt. En allir sem eiga börn sem einhverntíma hefur þurft að passa, hljóta þó að taka undir það að rétt eins og börn eru mikilvægari for- eldrum en foreldrar börnum, eru ömmur mikilvægari foreldrum, en þær eru börnum. Fyrir mér eru fæðingardagar barna hinir einu og sönnu mæðra- dagar. Fæðingardagur barns mark- ar auðvitað ekki upphaf móðurhlut- verksins, en hann er þó afdrifa- ríkasti vendipunkturinn í mótun þess. Það er því í raun hálfeinkennilegt að í hvert sinn sem við eigum afmæli skuli hlaðið á okkur gjöfum, rétt eins og við höfum unnið eitthvert afrek með því að vera til. Eina manneskjan sem vann raun- verulegt afrek á þeim degi sem verið er að minnast á hverju einasta af- mæli hverrar einustu manneskju er hvergi nefnd. Hún er á þönum um allt til að sjá til þess að allt sé eins og það á að vera. Hún var í vinnunni fram eftir öllu kvöldi í gær, til að geta komið snemma heim í dag til að undirbúa veisluna okkur til heiðurs. Við skulum fyrir alla muni minn- ast mæðra okkar í dag, því á hinum raunverulegu merkisdögum þeirra höfum við nefnilega gleymt þeim al- gerlega í öll þessi ár. Og næst þegar við eða börnin okkar eiga afmæli skulum við staldra við andartak og spyrja okkur hvort við séum að gleyma nokkru öðru en kertunum á kökuna, eða ísnum á eftir, þegar dyrabjallan hringir. Til hamingju með daginn, mæður og takk fyrir okkur. Allir dagar eru mæðradagar HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Svein- björn I. Baldvinsson NÝVERIÐ var útivist- ardagur hjá Gagn- fræðaskólanum í Ólafsfirði. Var hann nýttur til að halda upp á Dag umhverfisins, sem var á vegum um- hverfisnefndar bæjar- ins. Þá fóru nemendur í 8., 9. og 10. bekk (ásamt kennurum) í nokkrum hópum um allan bæ til að tína rusl. Snyrtilegt á degi um- hverfisins Ólafsfirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.