Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú hefur sterka réttlæt- iskennd og mikla vernd- artilfinningu gagnvart þín- um nánustu. Nánustu sambönd þín verða í brenni- depli hjá þér á árinu. Gerðu þitt til að láta drauma þína rætast. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er mæðradagurinn í dag og því ættirðu að leita leiða til að gleðja móður þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur sterka löngun til að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Láttu það eftir þér að stinga af frá öllu saman í einn eða tvo daga ef þú mögulega getur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert á einhvern hátt minnt/ ur á skyldur þínar í dag. Það veitir þér ákveðna ánægju að finna að þú getir staðið fyrir þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið er enn beint á móti merkinu þínu og því ættirðu að leggja þig fram um að fara vel að fólkinu í kringum þig. Þú getur huggað þig við það að eftir nokkrar vikur muni dæmið snúast við. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gefðu þér tíma til að taka til í kringum þig, bæði í vinnunni og á heimilinu. Þú hefur þörf fyrir að skipuleggja þig og einfalda líf þitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Alls konar skemmtanir munu setja svip sinn á daginn í dag. Á sama tíma þarftu að sinna skyldum þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert upptekin/n af fjölskyld- unni og heimilinu. Leitaðu leiða til að sýna öðrum góð- vild. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það verður mikið að gera hjá þér í dag. Þú gætir farið í stutt ferðalag eða hitt systkini þín auk þess sem þú verður upptekin/n við lestur og skriftir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt líklega eyða meiri peningum en þú ert vön/vanur í dag. Þú ert líka að velta því fyrir þér hvað skiptir þig raunverulegu máli í lífinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið er í steingeitarmerk- inu og því ætti flest að ganga þér í haginn í dag. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni sem best fyrir borð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft á einveru að halda í dag. Láttu það eftir þér að loka þig af. Þú þarft tíma til að íhuga málin í ró og næði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur þörf fyrir félagsskap í dag og ættir því að reyna að hitta vini þína og kunningja. Þú gætir einnig boðið móður þinni á kaffihús í tilefni mæðradagsins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HEIÐLÓARKVÆÐI Snemma lóan litla í lofti bláu „dírrindí“ undir sólu syngur: „Lofið gæzku gjafarans, grænar eru sveitir lands, fagur himinhringur. Ég á bú í berjamó. Börnin smá í kyrrð og ró heima í hreiðri bíða. Mata ég þau af móðurtryggð, maðkinn tíni þrátt um byggð eða flugu fríða.“ Lóan heim úr lofti flaug, ljómaði sól um himinbaug, blómi grær á grundu, - til að annast unga smá. - Alla étið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT AÐEINS tvö pör sögðu fjögur hjörtu í þessu spili Íslandsmótsins, en hin grétu glatað tækifæri: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠10 ♥ÁK83 ♦G109642 ♣84 Vestur Austur ♠8432 ♠DG9 ♥D94 ♥107 ♦K ♦Á8753 ♣DG652 ♣Á97 Suður ♠ÁK765 ♥G652 ♦D ♣K103 Þetta var síðasta spil fyrir kaffihlé og því heitt í umræðunni: „Alltaf tíu slagir,“ sögðu vitrir menn og sötruðu kaffið. Á einu borði gengu sagnir þannig fyrir sig: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Allir pass Út kom laufdrottning og suður fékk að eiga slaginn á kónginn. Hann spilaði hjarta á ásinn og tígli úr blindum. Vestur átti slag- inn á kónginn og spilaði laufi á ás og austur lét sagnhafa trompa þriðja laufið í borði. Þá kom tíg- ulgosi, ás og trompað. Við þessu á vestur ekkert svar, hann fær einn slag á tromp og síðan ekki sög- una meir. Í reynd henti hann laufi, en sagnhafi spilaði þá trompi á kóng og frítíglum úr borði: 10 slagir. „Það fást aldrei meira en níu slagir ef menn kunna eitthvað í vörn.“ Jón Baldursson var kom- inn á svæðið með sína skoðun. Einfalt: tíg- ulkóngur út, yfirdrepinn með ás og tígli spilað. Vestur trompar með níu, spilar laufi á ásinn og fær tígul til baka! Tveir slagir á tromp, laufás og tígulás. Það er skemmst frá því að segja að enginn í Ís- landsmótinu kann neitt fyrir sér í vörn – allir sem spiluðu hjartasamning fengu tíu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. e3 Rbd7 7. Bd3 Bd6 8. Rge2 Rf8 9. Bf4 Rg6 10. Bxd6 Dxd6 11. Rg3 O-O 12. O-O Bd7 13. Dc2 Hfe8 14. Hab1 Had8 15. b4 Rh4 16. Rce2 b6 17. Hfc1 Hc8 18. Rf5 Bxf5 19. Bxf5 Rxf5 20. Dxf5 Re4 21. Hc2 De7 22. Rg3 g6 23. Dg4 Rd6 24. Dd1 Rc4 25. Dd3 a5 26. Dc3 axb4 27. Hxb4 Ha8 28. Rf1 Ha3 29. Hb3 Hea8 30. Rd2 b5 31. Rxc4 dxc4 32. Hxa3 Hxa3 33. Db2 Da7 34. h4 Da5 35. Db1 c3 36. He2 b4 37. De4 Dd5 38. De8+ Kg7 39. De7 c5 40. e4 Dxd4 41. e5 Ha8 42. He1 Hxa2 43. Df6+ Kg8 44. h5 Staðan kom upp á búlgarska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Juli- an Radulski (2497), svart, yfirburðatafl en lauk skákinni engu að síður snot- urlega gegn Grigor Grigorov (2275). 44... Hxf2! 45. Dxf2 c2 46. Dxd4 cxd4 og hvítur gafst upp enda getur hann ekki ráðið við frípeð svarts. Sjöunda mótið í Tívólísyrpu Húsdýragarðs- ins og Hróksins hefst í dag kl. 13.00 í Vísindatjaldinu. Allir grunnskólanemar í 1.–6. bekk geta tekið þátt en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hróksins. Bikarsyrpa Edda-útgáfu hf. og Hellis verður framhaldið í dag kl. 20.00 á ICC. Öllum er velkomið að taka þátt en nánari upplýsingar er að finna á www.skak.is og hell- ir.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Afmælisþakkir Innilegar þakkir til fjölskyldu minnar, ættingja og vina sem glöddu mig með nærveru, blómum, skeytum og gjöfum í tilefni 100 ára afmælis míns 4. apríl. Lifið heil. Ingveldur Gísladóttir. Harmonikutónleikar Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur tónleika í Neskirkju kl. 17.00 í dag Á tónleikaskránni er m.a. létt sígild tónlist eftir Tékkana Milan Bláha og Milan Privara, Austurríkismanninn Carl Millöcker, Skotann Gustav Kanter, og Ítalann Pietro Mascani. Stjórnendur Reynir Jónasson og Guðmundur Samúelsson. Þessum tónleikum má enginn harmonikuunnandi missa af. Miðaverð kr. 1000 og kr. 500 fyrir 16 ára og yngri. Allir velkomnir F.H.U.R Ljósmynda-listsýningin LESIÐ Í LANDIÐ HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR, STRANDGÖTU 34 OPIÐ FRÁ KL. 11.00 - 17.00. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ingibjörg Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 3.660 kr. til styrktar Regnbogabörnum. Þær eru Birna Varðardóttir, Hel- ena Reynisdóttir og Karen Þorvaldsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Af hverju þarf ég alltaf að fara út með hundinn? Ingvaldur Gústafsson bestur hjá Bridsfélagi Kópavogs Síðasta keppni vetrarins var eins kvölds Einmenningur og var sannkallað líf og fjör í salnum, að- allega hjá Hermanni keppnisstjóra sem hafði í nógu að snúast. Ingvaldur Gústafsson varð Ein- menningsmeistari 2004, en næstir komu: Ármann J. Lárusson, Guðni Ingvarsson, Sigfús Þórðarson, Jón Steinar Ingólfsson. Ingvaldur varð einnig Brons- stigameistari 2003-2004. Um leið og við þökkum umsjón- armanni Bridsþáttar Morgun- blaðsins samstarfið í vetur, minn- um við á aðalfund Bridsfélag Kópavogs sem haldinn verður í Hamraborg 11, 3. hæð föstudaginn 14. maí og hefst hann kl. 20.00. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Hraðsveitakeppni, 3. umferð, var spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, mánud. 3. maí 2004 með þátttöku 9 sveita. Meðalskor í umferð 576 stig. Sigurvegari í keppninni varð sveit Braga Björnssonar sem hlaut samtals 1904 stig. Auk hans spiluðu Albert Þorsteinsson, Björn E. Pétursson, Gísli Hafliðason og Ægir Ferdinandsson. Árangur efstu sveita: Rafn Kristjánsson 1892 Eysteinn Einarsson 1856 Bjarni Þóprarinsson 1741 Hilmar Valdimarsson 1679 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 6. maí. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 248 Olíver Kristóf. – Sæmundur Björnss. 247 Hannes Ingibergss. – Sigurður Pálss. 231 Árangur A-V: Júlíus Guðm. – Friðrik Hermannsson 289 Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 265 Guðbjörn Axelsson – Gunnar Jónsson 219 Bridsdeild Breiðfirðinga Vetrarstarfi félagsins lauk með tveggja kvölda keppni í tvímenn- ing. Úrslit urðu eftirfarandi. 18/4 NS Haukur Guðbj. – Sveinn V. Kristinss. 273 Brynja Dýrborgard. – Þorleifur Þórar. 233 Ráðhildur Sigurðard. – Magnús Sig. 250 AV Sigríður Gunnarsd. – Lilja Kristjánsd. 251 Unnar Þ. Guðm. – Jóhannes Guðm. 240 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 237 25/4 NS Jón Jóhannesson – Birgir Kristjánss. 253 Brynja Dýrbogad. – Þorleifur Þórar. 251 Haukur Guðbjartss. – Sveinn V. Krist. 229 AV Helga Sturlaugsdóttir – Ómar Olgeirss. 286 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 259 Unnar Þ. Guðm. – Jóhannes Guðm. 249 Heildarúrslit tveggja kvölda. NS Haukur Guðbj. – Sveinn V. Kristinss. 502 Brynja Dýrbogad. – Þorleifur Þórar. 484 Ráðhildur Sigurðard. – Magnús Sig. 455 AV Helga Sturlaugsd. – Ómar Olgeirsson 500 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 496 Unnar Þ. Guðm. – Jóhannes Guðm. 489 Bridsdeild Breiðfirðinga þakkar fyrir veturinn og óskar spilurum gleðilegs sumars. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá trúnaðarráði Fé- lags bókagerðarmanna: „Fundur í Trúnaðarráði Félags bókagerðarmanna haldinn 5. maí 2004, mótmælir framkomnu frum- varpi um fjölmiðla sem setur rekstur þeirra í uppnám og teflir atvinnu fjölda manns í tvísýnu. Félag bókagerðarmanna vill vekja athygli á því að þann 9. maí n.k. verða 149 ár frá því að prent- frelsi var lögleitt á Íslandi og landsmönnum öllum var gefið frelsi til að tjá sig á prenti og þá um leið frelsi til að mótmæla skoð- unum yfirvalda. Trúnaðarráð FBM krefst þess að lagadrögin verði dregin tilbaka, svo svigrúm skapist til þess að fram fari eðlileg og yfirveguð um- ræða um eignarhald á fjölmiðlum.“ FBM mótmælir fjölmiðlafrumvarpi FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.