Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 63
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 63 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 690 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 663 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarás Bisk. Hjörtur Freyr Sæland 486 8874 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Sigga heimsótti Hjálparsveitina fyrir áramótin til að kaupa 10 pakka af stjörnuljósum. Þegar hún ætlaði að borga kom í ljós að hana vantaði 100 krónur uppá, til að geta keypt alla pakkana. Hún varð því að sætta sig við að fá aðeins 9 pakka. Þegar hún hafði greitt fyrir þá átti hún eft- ir 110 kr. Hve mikla peninga hafði hún með sér í búðina? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er á há- degi föstudaginn 14. maí. Ný þraut birtist sama dag kl. 16:00 ásamt lausn þessarar og nöfnum vinningshafanna. Svör þarf að senda á Netinu. Slóðin er: www.digranesskoli.kopavog- ur.is Þrenn verðlaun eru veitt og eru þau tilgreind þar. Svar síðustu þrautar (30. apríl–7. maí ) er: 36 Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins Pera vikunnar Í ÁR veitir Rannsóknarnámssjóður Rannís 37 framfærslustyrki til meistara- og doktorsnema. Heildar- upphæð styrkja er 48 milljónir króna til framfærslu í 600 mánuði og samsvarar það 50 ára rannsókna- vinnu. Samkvæmt vinnureglum sjóðsins geta meistaranemar fengið að há- marki 9 mánaða styrk til framfærslu fyrir 30 eininga rannsóknarverkefni og 12 mánaða styrk fyrir 45 eininga rannsóknarverkefni. Doktorsnemar geta að hámarki fengið 24 mánaða styrk. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá sjóðnum að langflestar um- sóknir bárust frá nemum við Há- skóla Íslands, eða 77. Flestir styrkir fara líka til nema við HÍ, eða 26. Næststærsti hópur er nemar við há- skóla erlendis. Þeir sendu inn 17 um- sóknir og fengu 7 þeirra styrk. Ein umsókn barst frá nemendum við Kennaraháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Viðskiptaháskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri. Einn styrkur fór til KHÍ og einn til HA, en enginn á Bifröst eða til HR. Þetta er jafnframt fyrsta sinn sem umsóknir berast frá nemendum við Bifröst og HR. „Munurinn milli ára á umsókna- fjölda kemur einungis fram í fjölda umsókna frá meistaranemum. Í fyrra bárust 65 umsóknir frá meist- aranemum og fengu 18 þeirra styrk. Í ár bárust 49 umsóknir frá meist- aranemum og fengu 11 styrk. Sam- bærilegar tölur fyrir doktorsnema eru 49 umsóknir og 26 styrkir bæði árin. Konur bæði sækja mun meira um styrki til rannsóknarnáms og geng- ur betur að fá styrki. 60 konur sóttu um en ekki nema 38 karlar. 24 styrk- ir fóru til kvenna (sem er 40% árang- urshlutfall) en 13 til karla (sem er 34% árangurshlutfall). Konur eru því 65% styrkþega í ár. Í síðustu Rannísfréttum (1. tbl. 10. árg. 2004 bls. 11) kemur fram að um 60% þeirra sem eru skráðir í doktorsnám á Íslandi í dag eru konur. Ef litið er til HÍ þá blasir við að langmest er sótt af nemum við raun- vísindadeild og læknadeild, eða 22 umsóknir frá hvorri deild. 7 styrkir fóru til raunvísindadeildar og 6 til læknadeildar. Næst kemur félags- vísindadeild, með 10 umsóknir og 4 styrki, og heimspekideild, með 8 um- sóknir og 4 styrki. Engin umsókn barst frá guðfræðideild og laga- deild.“ Rannís styrk- ir 37 meist- ara- og dokt- orsnema Jesús kristur var gyðingur,og trúarbók hans því „Lög-málið og spámennirnir“,ellegar Tóra, nokkurn veg- inn það sem við nú á tím- um þekkjum sem Gamla testa- mentið. Og í gyðingdómi var og er hvíldardagurinn laugardagur, þ.e. 7. dagur sköpunarinnar, þegar Guð hvíldist. Hinir frumkristnu í Jerúsal- em virðast ekki hafa talið sig utan við gyðingdóm, ekki litið svo á, að þeir tilheyrðu nýjum trúarbrögðum, heldur gengið út frá því, að Jesús væri uppfylling spádóma helgiritasafns þeirra áðurnefnds, hinn eini og sanni og langþráði Messías. Er tímar liðu áttuðu fylgjendur Jesú sig á, að hér var eitthvað meira á ferðinni, og sunnudagurinn varð að lokum hvíldardagur þeirra. Ekki er nákvæmlega ljóst hve- nær þessi umskipti verða. En Sigurður Pálsson, fyrrverandi vígslubiskup, nefnir í bókinni Saga og efni messunnar (1981) að tvö mikilvæg atriði hafi mót- ast þegar á 1. öldinni: a) viku- legt messuhald og b) sunnu- dagshelgin. Orðrétt segir hann: Á fyrstu öldinni fékk fyrsti dagur einnig nýtt nafn, „Drottinsdagur“, sem er sama og Krists dagur. Þetta nafn kemur einu sinni fyrir í Nýja testamentinu Op. 1,10. Þar segir: „Ég var hrifinn í anda á Drott- ins degi…“. Síðan var þetta hið kirkju- lega heiti fyrsta dags vikunnar og hann helgaðist af upprisunni, sem endurlifuð er í sakramentinu. Ljóst er því að dagurinn var haldinn helgur með sakramentinu, þó hann væri ekki almennur frídagur… Í Postulasögunni 20,7 segir frá heimsókn Páls postula til Tróju. Þar segir: „…og á fyrsta degi vikunnar, þegar vér vorum saman komnir til að brjóta brauðið…“. Í I. Kor. 16,2 segir postulinn: „Hvern fyrsta dag vikunnar skal hver yðar taka frá heima hjá sér og safna í sjóð, eftir því, sem efni leyfa, til þess að ekki verði fyrst farið að efna til samskota, þegar ég er kominn.“ Hér kemur fram sérstaða fyrsta dags vikunnar, og þó það sé ekki tekið fram að þetta sé í tengslum við messuna, verður það augljóst af öðru sem vitað er um hana frá nálægum tíma. Af þessu má ráða að helgi sunnudagsins hef- ur verið orðin föst venja þegar um miðja öldina, a.m.k. í söfnuðum Páls, og engin ástæða er til að ætla að svo hafi ekki líka verið í Jerúsalem. Engar heimildir mæla því í gegn, að helgi sunnudagsins hafi hafizt strax eftir upprisuna. Vitað er, að postularnir komu saman á áttunda degi eftir hana og varla hefur það verið til- viljun, að postularnir vóru allir saman komnir á hvítasunnudag, sem einnig var fyrsti dagur viku. Upprisa Krists og atburðir hvítasunnu gerðu þetta sumsé að verkum, einkum og sér í lagi og eflaust, enda hefur mönnum fundist Guð vera að segja eitt- hvað í þessa veru, með því að láta hvort tveggja gerast á sunnudegi. Tilskipun Konst- antínusar árið 321, um að dóm- stólar ríkisins skyldu lokaðir á „virðulegum dögum sólarinnar“ og þeir gerðir að hvíldardögum, festi þetta í sessi. Og á þetta var smiðshöggið rekið, þegar kirkjuþingið í Laódíkeu, um 364, lýsti því yfir að guðsþjón- ustur skyldu haldnar á sunnu- dögum og lagði bann við að kristnir notuðu laugardaginn til þess brúks. Það er ekki fyrr en á nútíma að einstaka kristin trúfélög, s.s. aðventistar og boðunarkirkjan, hafa tekið að efast um þennan gjörning hinna frumkristnu, eða öllu heldur leyfi til hans, og skipt yfir í laugardag sem hvíld- ardag. Og sjálfsagt er að virða það. En hitt stendur þó eftir, að meginþorri játenda Krists held- ur sig enn við Drottinsdag til hvíldar og opinberrar trúariðk- unar. Stefán Friðbjarnarson kemst vel að orði, þegar hann árið 2000 ritar hér í Morgunblaðið: Sunnudagurinn varð snemma í kristni- sögunni vikulegur helgi- og hvíldardagur, sem setur svip sinn á kristnihald um víða veröld í endaða 20. öld. Hvenær nákvæm- lega skiptir ekki meginmáli. Meginmálið er að Kristur stofnaði til heilagrar kvöld- máltíðar með fyrirmælunum: Gjörið þetta í mína minningu… Hann bauð og að skíra í nafni föðurins, sonarins og heilags anda. Það er og á sinn hátt einnig meginmál að allir vikudagar, helgir og virkir, eru Guðs gjafir, eins og líf sérhvers manns, ungs og aldins. Allir dagar eru, eins og manns- ævin, efniviður til að vinna úr. Og allir renna ævidagarnir og æviskeiðin að ósi eilífðarinnar þar sem allir dagar eru Drottins dagar. Þannig er nú það. Ég lýk þessu í dag með fyrsta erindi í sálmi danska guðfræð- ingsins N.F.S. Grundtvigs, í þýðingu Friðriks Friðrikssonar, en hann er að finna í Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar, nr. 217: Sunnudagur Drottins er dagur lífs til hvíldar mönnum, lífsins orð hann blessuð ber, boðin Jesú vinum sönnum. Drottins kirkja’ um veröld víða vill þann dag með lofsöng prýða. Í Guðs friði. Hvíldar- dagurinn sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í Íslenskri orðabók, sem bókaforlagið Edda gaf út árið 2002, er þetta ritað um sunnudaginn: „…almennur hvíld- ardagur á kristnu heimssvæði og víðar, helgidagur krist- inna…“ Sigurður Ægisson lítur nánar á það efni í dag, og útskýrir hvað er í gangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.