Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 64
FREYR Eyjólfsson er kunnur lands- mönnum sem einn af umsjón- armönnum hins daglega þáttar Popp- lands á Rás 2 (á dagskrá Rásar 2 alla virka daga frá 14.00–16.00). Freyr er þó með fleiri járn í eldinum. Hann stýrir t.a.m. hinum fræðandi þáttum Geymt en ekki gleymt þar sem hin ýmsu þrekvirki íslenskrar dæg- urtónlistar eru sett undir smásjána (á miðvikudögum á Rás 2 klukkan 22.00). Freyr hefur þá unnið gott starf á Grand Rokk og gert þann stað að einum mest lifandi tónleikastað Reykjavíkurborgar (í kvöld leika t.d. meistari Megas og Súkkat). Þá eru ótaldar allar þær hljómsveitir sem Freyr er starfandi í, m.a. Geirfuglarnir og Miðnes. Og svo er hann með há- skólapróf í mannfræði ofan á allt saman. Lífsglaður hnokki hann Freyr. En gægjumst nú örlítið inn fyrir sál- artetrið á strák… Hvernig hefurðu það í dag? Ég er með vorið í hjartanu. Hvað ertu með í vösunum? Einn tíkall og gítarnögl. Er þetta ekki dæmigert fyrir stétt manns og stöðu? Hverra manna ertu? Kominn af eðal Reykvíkingum. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Ég skal bara sjá um hvortveggja ef þetta er eitthvað vesen! Hefurðu tárast í bíói? Strax á fyrstu myndinni sem ég sá sem var um fílinn Júmbó ef ég man rétt. Ekki lagt í að sjá hana aftur. Ef þú værir ekki dagskrár- gerðarmaður/tónlistarmaður, hvað vildirðu þá vera? Geimfari. Kakósúpa með engu kakói? Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Gasoline ásamt Kim Larsen. Ég var 4 ára gamall og var með lítinn gítar með mér. Þetta var í Danmörku og ægileg skandinavísk hippastemmning í gangi. Ég fór upp á svið og tók lagið með kallinum og við sungum saman einhverja vinsæla danska barnavísu. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Leikarar í viðtölum sem segjast vera feimnir! Þetta bara gengur ekki upp með svona athyglisjúkt fólk. Hræsni og lygi. Hver er þinn helsti veikleiki? Óskipu- lagður, gleyminn, ótillitsamur, fljót- fær, drykkfelldur, latur og lélegur á trommur. Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel. Einn alltaf í svaka stuði! Bítlarnir eða Stones? Ég segi nú bara eins og harðsvíraður pókerspilari: ,,Double or nothing“. Hver var síðasta bók sem þú last? 39 þrep til glötunar eftir Eirík Guð- mundsson. Mæli með henni. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? „Það er laugardagskvöld og mig lang- ar á ball“ með Geirmundi. Uppáhalds málsháttur? Ég skil allt sem ég kæri mig um að skilja. (Mikki refur). Hvaða plötu keyptirðu síðast? Fun house með The Stooges. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Þegar slorlyktin ratar upp í Þingholtin og maður finnur ilminn af höfninni í Reykjavík. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Að fæðast. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Kakósúpa með engu kakói. Trúirðu á líf eftir dauðann? Nei. FÓLK Í FRÉTTUM 64 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SOS SPURT & SVARAÐ Freyr Eyjólfsson JAZZKLÚBBUR Hótel Borg, Pósthússtræti 11, sími 551 1440 Tónleikar hefjast kl. 21:00 Miðaverð 1.000 kr. www.jazzis.net/mulinn 9. maí Kvartettinn Skófílar Ólafur Jónsson saxófónn, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Birgir Bragason bassi, Erik Qvick trommur. Tónlist eftir John Scofield. FIMMTUDAGINN 13. MAÍ KL. 19:30 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einsöngvarar ::: Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran Algirdas Janutas, tenór Snorri Wium, tenór Andrzej Dobber, baritón Cornelius Hauptmann, bassi Karlakórinn Fóstbræður Kórstjóri: Árni Harðason Sögumaður ::: Ingvar E. Sigurðsson Wolfgang Amadeus Mozart ::: Sinfónía nr. 39 Igor Stravinskíj ::: Ödipus Rex Stórvirki á Sinfóníutónleikum: Mögnuð óperu-óratóría Stravinskíjs og sinfónía nr. 39 úr smiðju Mozarts Laus sæti Laus sæti Fös. 14. maí örfá sæti laus Lau. 22. maí laus sæti SÍÐUSTU SÝNINGAR Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes FRUMSÝNING fi 13/5 kl 20 - UPPSELT 2. sýn su 16/5 kl 20 - gul kort 3. sýn fi 27/5 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 3/6 kl 20 - græn kort 5. sýn su 6/6 kl 20 - blá kort CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 14/5 kl 20, - UPPSELT, Lau 15/5 kl 20, Su 23/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20, Lau 29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20 Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 15, - UPPSELT Su 16/5 kl 14, Su 23/5 kl 14 Síðustu sýningar GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Fi 13/5 kl 20, Su 16/5 kl 20, Fö 21/5 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Fi 3/6 kl 20 Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 19/5 kl 20, Fi 20/5 kl 20, Fö 21/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana Eldað með Elvis Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar: Fös. 21/5 kl. 20. Lau. 22/5 kl. 20. Búkolla Barnaleikrit lau. 8/5 kl. 14. lau. 15/5 kl. 14 og kl.16 Miðasölusími 462 1400 www.leikfelag.is sýnir í Kaffileikhúsinu KLEINUR eftir Þórunni Guðmundsdóttur 3. sýn. 9. maí Lokasýning 16. maí Ath. aðeins þessar sýningar Sýningar hefjast kl. 20 Miðapantanir: s. 551 2525 eða á midasala@hugleikur.is SUNNUDAGUR 9. MAÍ KL. 16 LEIKIÐ Á JÓN Hallar kvartettinn? leikur á hljóðfæri sem strokhljóðfærasmiðurinn Jón Marínó Jónsson hefur smíðað. Tónleikar fyrir alla fjölskylduna. SUNNUDAGUR 9. MAÍ KL. 20 TÍBRÁ: ÁSTIR SKÁLDSINS Snorri Wium og Jónas Ingimundarson flytja Dichterliebe Schumanns og íslensk sönglög eftir Sigfús Einarsson og Tryggva M. Baldvinsson við texta eftir Þórarin Eldjárn. ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ KL. 20 TÍBRÁ: HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Jónas Ingimundarson flytja einsöngslög og dúetta. LAUGARDAGUR 15. MAÍ KL. 16 SÖNGTÓNLEIKAR Jóna Fanney Svavarsdóttir, Erlendur Elvarsson og Richard Simm flytja íslensk sönglög og erlenda söngleikjatónlist SUNNUDAGUR 16. MAÍ KL. 20 JÓN ÓLAFSSON ásamt hljómsveit leikur og syngur eigin lög við texta Hall- gríms Helgasonar, Steins Steinarrs og fleiri stórskálda. MUNIÐ MIÐASÖLU Á NETINU www.salurinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.