Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 66

Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Menn eru misjafnlegagefnir fyrir að beratilfinningar sínar átorg, syngja um efa og óhamingju, ástarsorg og mikla gleði, opinbera hjartans svörtu vonsku bletti. Sumir tónlistarmenn finna sig helst í því að deila hjart- ans leyndarmálum með hverjum þeim sem vill hlusta á meðan aðrir eiga svo bágt með það að jaðrar við þráhyggju, þeir vilja bæði halda og sleppa, tjá sig og leita eftir skilningi en að sama skapi fá að híma í sínu horni. Rivers Cuomo er seinni gerðarinnar; hann hefur náð mikilli velgengni með hljómsveit sinni Weezer, sem allar plötur hennar hafa verið fyrirtak, en hann gert sitthvað til að verða ekki of frægur, reynt að halda sig utan sviðsljóssins og veitti til að mynda ekki viðtöl árum saman. Rivers Cuomo var metalhaus, stofnaði þungarokksband þegar hann var þrettán ára og kallaði Fury, nema hvað. Er Cuomo var í menntaskóla í Los Angeles fékk hann áhuga á veigameiri tónlist, lagði þunga- rokkið á hilluna og tók að spila framsæknara rokk. 1993 kynntist hann bassaleikaranum Matt Sharp og þeir stofnuðu hljómsveit, Weez- er, með gítarleikaranum Jason Cropper, en nafnið var viðurnefni Cuomos þegar hann var barn og vísaði í asmaveiki sem hrjáði hann. Heldur gekk sveitinni illa að koma sér á framfæri enda var tón- listin sem hún spilaði á skjön við það sem hæst bar á þessum tíma, Nirvana var málið (Nevermind kom út 1991) og glysrokk (Use Your Illusion með Guns ’n Roses kom einnig út 1991). DGC gerði samning við Weezer, átti nóg af seðlum eftir Never- mind-ævintýrið, og lagði sveitinni til fyrsta flokks upptökustjóra, Cars-foringjann Ric Ocasek. Þrátt fyrir það gerði enginn sér neinar sérstakar vonir um frægð og frama; þegar platan var tilbúin fór hljómsveitin í frí og Cuomo aftur í Harvard-háskóla að nema tónlist og bókmenntir enda hafði útgáfu- stjóri DGC spáð því að sveitin myndi hugsanlega ná að selja fimmtán þúsund eintök eða svo. Annað kom þó á daginn þótt vissulega hafi platan farið rólega af stað þegar hún kom út vorið 1994. Best að taka það fram að platan hét bara Weezer, en hefur jafnan verið kölluð Bláa platan vegna umslagsins (þriðja plata Weezer heitir líka bara Weezer en kallast Græna platan, einnig vegna umslags- ins). Þegar lag- ið Undone (The Sweater Song) var gefið út á smáskífu og Spike Jonze gerði við það skemmtilegt myndband jókst salan til muna. Jonze gerði einnig myndband við næstu smá- skífu, Buddy Holly, og skeytti saman brotum úr frægri sjón- varpsþáttaröð, Happy Days. Allt hjálpaðist að, lagið var gott og myndbandið einkar vel heppnað og platan fór að seljast svo um mun- aði. Þegar upp var staðið hafði hún selst í tveimur milljónum eintaka í Bandaríkjunum einum, en þegar allt er talið seldust af henni fjórar milljónir eintaka. Því er þessi saga rifjuð upp hér að fyrir skemmstu kom út viðhafn- arútgáfa af þessari merku plötu með aukadiski með fjórtán sjald- og fáheyrðum lögum, tónleikalög, prufuupptökur og ámóta. Útgáfan er bæði til að minnast þess að tíu ár eru síðan platan kom út en einnig til að fá menn til að sperra eyrun áður en ný plata með Weezer kemur út í sumar. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hjartans svörtu vonsku blettir Fyrir áratug sló bandaríska hljómsveitin Weezer ófor- varandis í gegn með Bláu plötunni svonefndu. Sú var endurútgefin á dögunum með miklu aukaefni. Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV  Skonrokk Blóðbaðið nær hámarki. FRÁ HANDRITSHÖFUNDI PANIC ROOM BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING Magnaður spennutryllir sem fær hárin til að rísa! Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 5.40 og 8. B.i. 14. Kvikmyndir.is  SV MBL Sýnd kl. 2 og 4.  Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali 2 fy rir 1 2 fy rir 1 2 fy rir 1 2 fy rir 1 2 fy rir 1  HL. MBL HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.00 „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2.20, 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16. kl. 2.20, 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV Skonrokk BRÚÐURIN ER MÆTT AFTURI BLÓÐBAÐIÐ NÆR HÁMARKI I I Frá leikstjóra The Hitcher Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 2 og 4.30. Með íslensku tali Fór beint á toppinn í USA! R&B tónlist og ótrúleg dansatriði! FRUMSÝNING Geggjaður götudans 2 fy rir 1 2 fy rir 1 2 fy rir 1 2 fy rir 1 2 fy rir 1  HL. MBL 2 fyrir 1 alla helgina fyrir viðskiptavini Landsbankans gegn framvísun á korti frá Landsbankanum • STERLING 1014 BTU 35.000 kW 8,8 Grillflötur 2744 cm2 Niðurfelld hliðarborð kr. 19.900.- • Broil King Regal 20 BTU 50.000 kW 13,2 Grillflötur 3432 cm2 Niðurfelld hliðarborð kr. 42.980.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.