Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 72

Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. ROK og jafnvel særok hefti ekki för þessara göngu- garpa á Seltjarnarnesi enda báðir búnir eftir að- stæðum. Hundinum þótti ástæða til að hnusa af því sem ljósmyndarinn hygðist fyrir. Búist er við hægari vindi næstu daga, að mestu leyti austlægum, skýjuðu veðri og jafnvel rigningu norðan- og austanlands. Morgunblaðið/Árni Torfason Hressingarganga í særoki MANDARÍNÖND hefur gert sig heimakomna á Hótel Norður- ljósum á Raufarhöfn enda kannski við hæfi að sjaldséðir farfuglar á borð við mandarínönd dvelji á hót- eli. Öndin hefur nú verið þar í hálf- an mánuð og virðist líka vel. „Dóttir mín á aliendur hérna við hótelið og þessi hefur bara farið í mat með þeim,“ segir Erlingur Thoroddsen hótelstjóri. Hann seg- ir að mandarínöndin virðist vel kunna að meta matinn sem henni er boðinn. „Þetta er lítill og fal- legur fugl og reyndar nokkuð gæf- ur. Við erum með mat hérna í bakka sem aliendurnar ganga í. Þær koma yfirleitt á móti manni þegar við gefum þeim og hún er farin að fylgja þeim,“ segir Erling- ur. Í fyrra var mandarínönd í Bol- ungarvík um miðjan maímánuð, en áður mun hafa sést til mandarín- andapars í Súgandafirði. Erlingur segir að mikið fuglalíf hafi verið á Langanesi fram að kuldakaflanum. „Gráþrastapar var hérna á ferðinni, ég hef ekki séð þá núna í viku, svo þeir gætu verið farnir. Það snjóaði og ég hef ekki séð þá síðan. Svo var hérna hring- dúfa og ég veit um blikönd úti á Sléttu. Einnig hafa nokkrir dverg- mávar sést.“ Erlingur segist ekki óttast um afdrif fuglanna í kuldanum. „Ég held að þeir þoli nú svona smá- kuldakast, þetta eru fuglar sem halda mikið til í Evrópu yfir vet- urinn og það er ýmislegt sem kem- ur til þar.“ Erlingur segir að einnig sé talsvert af rjúpu og gæsum um- hverfis Raufarhöfn. Óvenjulegur hótelgestur Ljósmynd/Gaukur Hjartarson Mandarínöndin á Raufarhöfn. KRABBAMEINSSKRÁ Krabba- meinsfélags Íslands skortir sterkari lagagrundvöll, til að tryggja að hægt sé að krefjast upplýsinga um greind krabbamein hér á landi, í stað þess að treysta á samstarfsvilja lækna og sjúkrastofnana. Í heilbrigðisráðu- neytinu er nú unnið að gerð laga- frumvarps, sem rennir styrkari stoðum undir upplýsingaöflun skrárinnar og annarra skráa sem eru mikilvægar fyrir heilbrigðis- þjónustuna, að sögn Jóns Gunnlaugs Jónassonar, yfirlæknis skrárinnar. Jón Gunnlaugur segir að þess séu afar fá dæmi að læknar hafi neitað að veita upplýsingar. „Vegna sjón- armiða um persónuvernd gætir vax- andi varkárni í meðhöndlun per- sónuupplýsinga, sem er af hinu góða,“ segir Jón Gunnlaugur. „Krabbameinsskráin er afar mikil- væg og læknar og aðrir vísindamenn hafa mikið nýtt hana til fjölbreyti- legra rannsókna. Góð samvinna við lækna og sjúkrastofnanir hingað til breytir því hins vegar ekki að styrk- ari lagastoð mun reynast nauðsyn- leg í framtíðinni.“ Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri skrárinnar, segir eng- in þekkt dæmi þess að upplýsingar úr Krabbameinsskrá hafi verið not- aðar í annarlegum tilgangi. 50 ár eru liðin frá því að Krabba- meinsfélag Íslands setti á laggirnar Krabbameinsskrá. Skráin er ein fárra slíkra í heiminum sem ná til heillar þjóðar og hefur nýst við fjölda rannsókna. Tilgangur og markmið Krabbameinsskrárinnar er að skrá í einn grunn öll krabba- mein sem greinast hér á landi og eft- ir atvikum skylda sjúkdóma eða við- urkenndar forstigsbreytingar æxlisvaxtar. Skráning krabbameina þarf skýrari lagastoð  Krabbameinsskrá/10 FRÁ því Sigrún Halldórsdóttir stofnaði PP forlag fyrir sex árum í Kaupmanna- höfn hefur fyrirtækið vaxið og dafnað jafnt og þétt. Fyrstu þrjú árin var hún eini starfsmaðurinn en nú eru þeir átján á skrifstofum í þremur löndum; fjórtán í Kaupmannahöfn, þrír í Reykjavík og einn í Ósló, og gefur forlagið út bækur á öllum Norðurlöndunum. Sigrún segir tilviljun hafa ráðið því að hún lagði bókaútgáfu fyrir sig og hún sjái ekki eftir því. Hún ákvað að stofna eigið fyrirtæki þegar deild dönsku flóttamannastofnunar- innar, þar sem hún var yfirmaður á fjár- málasviði, var lögð niður. Áður hafði hún fengið útgáfuréttinn á bók Oprah Winfrey, Lífið í jafnvægi. Úr einum starfsmanni í átján  Vinnan er líf mitt/ 27 KRAFA morgundagsins er að geta haft samband við lækni um vefmyndavél. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunar- fræðingur og framkvæmdastjóri Liðsinnis ehf., en hún hélt erindi á ráðstefnu Samfylkingarinnar um heilbrigðisgeirann sem haldin var í gær. Anna Sigrún fjallaði um raf- ræna heilbrigðisþjónustu, en hún segir t.d. Breta, Svía og Kanada- menn nýta sér hana í miklum mæli. Liðsinni ehf. hefur m.a. kynnt sér hvernig Bretar nýta sér raf- rænt heilbrigðisþjónustukerfi sem byggist á því að notendur fái leið- beiningar um úrlausn vandamála í gegnum síma eða um Netið, með aðstoð öflugs hugbúnaðar sem tryggir að svör séu samræmd og að fylgt sé ákveðnu ferli við grein- ingu vandamála. „Tilgangurinn er að reyna að leysa úr málum hvers og eins og reyna að leiðbeina fólki á rétt þjónustustig,“ en að sögn Önnu Sigrúnar hafa erlendar rannsóknir sýnt að helmingur þeirra sem nýta sér rafræna þjón- ustu með þessum hætti fékk úr- lausn sinna mála án þess að þurfa að leita lengra. Um 80% þess hóps, sem engrar læknisþjónustu þurfti við, hafi þó sagst hefðu leitað til læknis að öðrum kosti. Anna Sigrún segir heilbrigðis- þjónustu sem hér er veitt oft vera á of háu þjónustustigi, þannig leiti margir notendur til sérfræðinga sem ekki þurfi þess. Í ljós hafi komið að það að bjóða upp á raf- ræna þjónustu lækki heildarkostn- að í heilbrigðisþjónustunni og leiði af sér sparnað fyrir almenning. Sveinbjörn Gizurarson, fram- kvæmdastjóri Lyfjaþróunar og prófessor við Háskóla Íslands, kveðst hafa mikla trú á að hægt sé að þróa ný lyf á Íslandi, þótt mannfæð setji strik í reikninginn þegar komið er á efri stig í þróun- inni. „Við getum ekki klárað dæm- ið, fjöldi Íslendinga er of lítill. Ein- faldasta dæmið er að þegar verið er að þróa lyf, t.d. við MS-sjúk- dómnum, þá kemur að því á seinni stigum, þegar prófa þarf lyfið á sjúklingum, að fjöldi MS-sjúklinga á Íslandi er einfaldlega ekki nógu mikill.“ Sigurður Ásgeir Kristinsson læknir sagði heilbrigðismál tæki- færi frekar en vandamál. Hann segir íslenska heilbrigðisþjónustu bjóða upp á það besta í heiminum á mörgum sviðum. Dánartíðni í hjartaaðgerðum hérlendis sé t.d. með því lægsta sem gerist, auk þess sem Ísland sé framarlega í tæknifrjóvgunum. Þá sér hann fyrir sér að hægt sé að kynna Ís- land sem land heilsubaða og bjóða útlendingum t.d. verkjameðferð og bæklunaraðgerðir. „Mér finnst þurfa nýja hugsun. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk heilbrigðisþjónusta eigi að vera samfélagsþjónusta og eigi að vera sem ódýrust. En það þarf engu að síður að gera heilbrigðiskerfið frjálsara, því rekstur þjónustunn- ar er bissness, hvort sem fólki lík- ar betur eða verr. Með frjálsara kerfi verða til stöndug fyrirtæki sem geta starfað vel á íslenskum markaði og sótt til útlanda.“ Sjúklingum sinnt á Netinu Rannsóknir sýna að leysa má helm- ing vandamála sjúklinga um Netið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.