Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 128. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Atgangur bannaður Gylfi Þór Orrason dæmir fyrsta leik Íslandsmótsins | Íþróttir Hver hlutur á sínum stað Aðstoðar við að koma skipulagi á hlutina | Daglegt líf Michael Ignatieff Getum tapað stríðinu gegn hryðjuverkum | Spurt og svarað GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir fullum stuðningi við Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í gær og sagði hann hafa unnið „frábært starf“. Ummælum forsetans virtist ætlað að kveða niður vangaveltur um að Rumsfeld myndi segja af sér vegna mynda sem sýna misþyrmingar og niðurlægjandi meðferð á föngum í fangelsum Bandaríkjahers í Írak. „Þú ferð af hugrekki fyrir landi okkar í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Bush með Rumsfeld sér við hlið eftir fund með háttsettum embættismönnum í varnar- málaráðuneytinu. „Þú hefur unnið frábært starf. Þú ert öflugur varnarmálaráðherra og þjóð okkar stendur í þakkarskuld við þig.“ „Móðgun við írösku þjóðina“ Bush viðurkenndi að myndirnar af írösku föngunum hefðu valdið Bandaríkjamönnum miklum álitshnekki. „Þeir sem bera ábyrgð á þessum misþyrmingum hafa valdið skaða sem nær langt út fyrir fangelsisveggina. Þetta hefur gefið sumum tilefni til að draga málstað og markmið okkar í efa.“ Bush hét því að þeir sem misþyrmdu föng- unum yrðu dregnir fyrir rétt. Hann sagði að „grimmileg og smánarleg meðferð á íröskum föngum“ yrði rannsökuð rækilega og lýsti henni sem „móðgun við írösku þjóðina“. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem framferði her- mannanna er fordæmt. Reuters Donald Rumsfeld (t.h.) hlýðir á George W. Bush forseta á fundi í Washington í gær. Bush hrósar Rumsfeld Segir ráðherrann hafa unnið „frábært starf“ Washington. AP, AFP.  Deilt um hvort/14 SÝNING á Kenjunum eftir spænska listamanninn Francisco de Goya verður opnuð í Lista- safninu á Akureyri á laugardag- inn. Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður safnsins, segir að Kenjarnar séu líklega „frægasta listaverk sem komið hefur til Ís- lands“. Verk eftir Goya hafa ekki áður verið sýnd hér á landi en hann þykir einn merkasti listamaður sögunnar. Myndröðin Kenjarnar sam- anstendur af áttatíu ætingum frá árinu 1799 og eru aðeins örfá frumþrykk af þessari myndröð til í heiminum. „Konunglega svartlistasafnið í Madríd varðveitir allar upp- runalegu koparplöturnar og eru frumþrykk eftir meistara Goya, frá fyrstu útgáfu þeirra í Madríd árið 1799, hér til sýnis. Fyrsta útgáfan var sú eina sem Goya leit eftir persónulega, en þau eintök hafa týnst nánast öll. Þetta er auðvitað virtasta og verðmætasta útgáfan. Þetta eru þjóðardýrgripir enda þurfti samþykki bæði menningar- málaráðuneytis Spánar og út- flutningsráðuneytisins áður en verkin voru flutt úr landi,“ sagði Hannes. „Þau voru svo flutt með fylgdarliði frá Svartlistasafninu út á flugvöll í Madríd, áfram þannig til Kaupmannahafnar og Keflavíkur, þar sem fulltrúi okk- ar tók við þeim og ók af stað norður í upphituðum bíl. Hingað bárust verkin svo um miðja nótt.“ Sýningin er framlag Ak- ureyrarbæjar til Listahátíðar í Reykjavík. Kenjarnar eftir Francisco de Goya sýndar í Listasafninu á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hannes Sigurðsson með eitt verkið úr myndröðinni eftir Goya. „Heimslist þarf hvorki að vera þung né fyrirferðarmikil frekar en mannsandinn,“ sagði Hannes þegar hann sýndi blaðamanni verkin. „Frægasta lista- verk sem komið hefur til Íslands“  Frumþrykk Goya/6 Akureyri. Morgunblaðið. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International birta í dag skýrslu þar sem breskir hermenn eru sakaðir um að hafa skotið óbreytta borgara í Írak til bana, m.a. átta ára stúlku, án þess að nokkur ástæða hafi verið til að ætla að hermennirnir hafi verið í hættu. Í skýrslunni segir ennfremur að breski herinn hafi í mörgum tilvikum látið hjá líða að rannsaka skotárásirnar. Breskir her- menn séu taldir hafa orðið 37 óbreyttum borgurum að bana í Írak frá 1. maí í fyrra þegar því var lýst yfir að hernaðinum væri að mestu lokið í landinu. Amnesty gagnrýnir her Breta London. AFP.  Ákveða fljótlega/16 ♦♦♦ TAKMÖRKUN við að veita út- varpsleyfi fjölmiðli sem er í eigu markaðsráðandi fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu í markaðs- ráðandi stöðu, skal aðeins taka til fyrirtækis eða fyrirtækjasam- stæðu sem veltir yfir tveimur milljörðum króna á ári samkvæmt breytingatillögu við frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum sem sam- þykkt var í allsherjarnefnd Al- þingis í gærkvöldi. Önnur veiga- mikil breytingartillaga við frumvarpið er að fyrirtæki eða fyrirtækjasamstæður, sem eru í markaðsráðandi stöðu og velta yf- ir tveimur milljörðum á ári, mega ekki eiga meira en 5% í fjölmiðli með útvarpsleyfi. Í upphaflega frumvarpinu máttu þau ekki eiga neitt í fjölmiðlum. Þá er lagt til að lögin taki gildi 1. júní 2006 í stað þess að taka þegar gildi með tveggja ára aðlögunartíma. „Þetta er lending sem meiri- hlutinn lagði til eftir að hafa farið vandlega yfir þær athugasemdir sem nefndinni hafa borist við með- ferð málsins,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður allsherjar- nefndar, að loknum fundi. „Þessar breytingatillögur koma að veru- legu leyti til móts við athugasemd- ir sem fram hafa verið færðar.“ Minnihluti allsherjarnefndar lagði til eftir að breytingatillög- urnar voru lagðar fram í gær- kvöldi að þeim yrði vísað til um- sagnaraðila. Þá lagði formaður nefndarinnar til að málið yrði af- greitt úr nefndinni. Gekk sú til- laga lengra og var samþykkt. Bryndís Hlöðversdóttir sagði í gærkvöldi meðferð málsins tilræði við lýðræðið í landinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði hún þess- ar tillögur eyða í engu óvissu um hvort frumvarpið bryti í bága við stjórnarskrá og EES-samninginn. „Nú er verið að breyta gildistöku- ákvæðinu í 1. júní 2006 og þá hlýt ég að spyrja hvað liggur svona á. Af hverju má ekki fá lögfræðiálit óvilhallra aðila um þessar alvar- legu ásakanir sem hafa komið fram. Við fordæmum þessi vinnu- brögð.“ Bjarni sagði að langmest hefði verið rætt um í nefndinni hvort þessi lög stönguðust á við stjórn- arskrána og evrópskar réttarregl- ur. „Við teljum að frumvarpið í þeirri mynd sem við tökum það út úr nefndinni eigi að standast þau mannréttindaákvæði sem um er að ræða. Við vekjum þó athygli á því í nefndaráliti að það sé í sjálfu sér ekki hægt að útiloka það, að lögin fari í einhverjum sérstökum tilvikum gegn eignarréttarákvæð- um stjórnarskrárinnar. Verði það tilfellið, eins og segir í nefndar- álitinu, þá þurfi að koma bætur fyrir,“ segir formaður allsherjar- nefndar. Önnur umræða um fjölmiðla- frumvarpið hefst kl. 10.30 á Al- þingi í dag. Allsherjarnefnd lagði fram breytingatillögur við fjölmiðlafrumvarpið Eignaraðild fyrirtækja verði takmörkuð við 5%  Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fer fram í dag  Lögin taki gildi 1. júní 2006  „Kemur að verulegu leyti til móts við athugasemdir“ Morgunblaðið/Golli Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar, svarar fyrirspurn- um fréttamanna að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks í gær.  Fjölmiðlafrumvarpið/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.