Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BUSH HRÓSAR RUMSFELD George W. Bush Bandaríkja- forseti lýsti í gær yfir fullum stuðn- ingi við Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra og sagði bandarísku þjóðina standa í þakkarskuld við ráðherrann þar sem hann hefði unn- ið „frábært starf“. Með ummæl- unum virtist forsetinn vilja kveða niður vangaveltur um að Rumsfeld myndi segja af sér vegna misþyrm- inga og niðurlægjandi meðferðar bandarískra hermanna á föngum í Írak. Neitar sök Eini maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir aðild að Skeljungs- ráninu sem framið var í Lækjargötu 27. febrúar 1995, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær, og segist saklaus af ákærunni. Maðurinn hafði áður játað fyrir lögreglu að hafa ásamt tveimur öðrum mönnum rænt tvo starfsmenn Skeljungs þar sem þeir komu með uppgjör helg- arinnar í Íslandsbanka í Lækjar- götu. Goya á Akureyri Sýning á Kenjunum eftir spænska listamann- inn Franc- isco de Goya verð- ur opnuð í Listasafn- inu á Ak- ureyri á laugardag- inn. Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður safnsins, segir að Kenj- arnar séu líklega „frægasta lista- verk sem komið hefur til Íslands“. Verk eftir Goya hafa ekki áður verið sýnd hér á landi. Breski herinn gagnrýndur Mannréttindasamtökin Amnesty International birta í dag skýrslu þar sem breskir hermenn eru gagn- rýndir fyrir að hafa skotið óvopnaða borgara í Írak til bana án þess að nokkur ástæða hafi verið til að ætla að hermennirnir eða aðrir hafi verið í hættu. Breski herinn hafi látið hjá líða að rannsaka margar af þessum árásum. Boðar breytta áætlun Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að breyta áætlun um að leggja niður allar byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu eftir að flokkur hans hafnaði henni. Hefur hann frestað fyrirhugaðri ferð sinni til Washington til að fá tíma til að breyta áætluninni. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 27/32 Viðskipti 12 Forystugrein 28 Úr verinu 13 Viðhorf 32 Erlent 14/16 Minningar 33/38 Minn staður 17 Kirkjustarf 39 Höfuðborgin 18 Bréf 42 Akureyri 19 Dagbók 44/45 Suðurnes 20 Íþróttir 46/49 Austurland 21 Fólk 50/53 Landið 20/21 Bíó 50/53 Daglegt líf 22/23 Ljósvakar 54 Listir 24/26 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAUÐBURÐUR er hafinn í Viðey. Að sögn Ragnars Sigurjónssonar ráðsmanns í Viðey hafa fimm lömb þeg- ar komið í heiminn og fleiri á leiðinni. Fyrsti svarti lambhrúturinn á þessu vori var nefndur Wosi í höfuðið á tónlistarmanninum Alfreð Washington Þórðarsyni. Sá er að sögn Ragnars vel þekktur í Vestmannaeyjum, heimabæ þeirra beggja. Hinn vestmanneyski Wosi er í miklu uppáhaldi hjá Ragnari og eiginkonu hans Sigríði Oddnýju Stefánsdóttur en þau, ásamt ársgamalli dóttur sinni Ásthildi, eru einu mennsku ábúendurnir í Viðey. Viðey iðar af lífi „HEIMSBYGGÐIN hefur því miður enn á ný verið óþyrmilega minnt á mikilvægi þess að hafa skýrar reglur um meðferð fanga á stríðstímum,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra í ávarpi við útkomu bókar, Genfarsamningarnir, en hún var kynnt á Espihóli í Eyjafjarðarsveit í gær. Genfarsamningarnir fjalla um vernd særðra og sjúkra hermanna á vígvelli, vernd stríðsfanga og vernd almennra borgara á stríðstímum. Halldór sagði fregnir af illri með- ferð fanga breskra og bandarískra hermanna í fangelsum í Írak hafa verið helsta umfjöllunarefni heims- fjölmiðla á undanförnum dögum, „og er óhætt að segja að menn setji hljóða yfir þeim myndum og þeim lýsingum sem gefnar eru. Þau voða- verk sem lýst hefur verið má á engan hátt verja, né þá sem standa fyrir slíku,“ sagði Halldór. Hann sagði það skyldu yfirstjórnar herliðsins í Írak að láta þegar í stað fara fram opinberlega rannsókn á þeim alvar- legu ásökunum sem fram hafa komið „og hinum seku verður að refsa“. Utanríksráð- herra sagði ís- lensk stjórnvöld hafa stutt aðgerð- ir „til að koma hinum illa harð- stjóra Saddam Hussein frá völdum. Það hefur nú tekist. Hann ríkti yfir þjóð sinni sem grimmur harðstjóri og miskunnar- laus böðull, en það eru nöturlegar kveðjur til hinnar nýfrjálsu írösku þjóðar að ákvæði Genfarsáttmálans séu ekki virt af herjum vestrænna lýðræðisríkja. Það eru ekki þau skilaboð sem íraska þjóðin á skilið og ekki þau skilaboð sem við Íslending- ar viljum senda frá okkur, né íbúar Vesturlanda sem þekkja mannrétt- indi og kosti lýðræðisins af eigin raun og eru ekki tilbúnir til þess að snúa aftur til þess tíma er slíkt var af skornum skammti eða skorti jafnvel alveg,“ sagði Halldór. Taldi hann að seint myndu fylkingar heimsins hætta að síga saman með ógurlegum herópum og geystum gný, eins og hann orðaði það. „Genfarsamningun- um er ætlað að tryggja rétt þeirra er verða fórnarlömb slíkra átaka.“ Íslendingar bera einnig ábyrgð Þorsteinn Gunnarsson rektor Há- skólans á Akureyri nefndi einnig þær fréttir sem nýlega hefðu borist um hryllilegar pyntingar breskra og bandarískra hermanna á íröskum stríðsföngum og sagði þær vekja við- bjóð. „Gegn þessum voðaverkum verð- ur að berjast með því að draga valds- menn þeirra ríkja til ábyrgðar sem hér svo augljóslega hafa brotið gegn ákvæðum Genfarsáttmálans. Við Ís- lendingar berum einnig ábyrgð gagnvart Genfarsamningunum sem þátttakendur í alþjóðasamfélaginu og sem bandamenn stjórnvalda þeirra ríkja sem uppvís hafa orðið að pyntingum og misþyrmingum á stríðsföngum,“ sagði rektor Háskól- ans á Akureyri. Hann benti á að okk- ur bæri m.a. skylda til að gera Genf- arsamningana aðgengilega fyrir almenning og fræða lykilhópa í sam- félaginu um efni þeirra og gildi fyrir alþjóðleg mannúðarlög. Voðaverk sem á engan hátt má verja Halldór Ásgrímsson BALDUR Ágústsson hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Holti á hádegi í dag, þar sem hann mun tilkynna framboð sitt til forsetaembættisins í kosningunum sem fram fara hinn 26. júní næstkomandi. Baldur, sem er fæddur á lýðveldisárinu 1944, stofn- aði öryggisþjónustuna Vara og var forstjóri hennar um tíma. Síðustu ár hefur hann verið búsettur jöfnum höndum á Íslandi og í Bretlandi þar sem hann hefur stundað fasteignaviðskipti. Baldur er menntaður í flug- umferðarstjórn og starfaði áður hjá Flugmálastjórn. Hrafnhildur Hafberg hefur verið ráðin kosningastjóri Baldurs. Hún segir að söfnun undirskrifta standi yfir og stefnt sé að því að henni verði lokið síðar í vikunni. Hún segir að hans nánustu vinir standi að framboðinu með honum. Baldur Ágústsson tilkynnir forsetaframboð Hass í póst- sendingu TOLLGÆSLAN í Reykjavík lagði í síðustu viku hald á póstsendingu sem í var 2,5 kg af hassi og var póstsendingin stíluð á tvítugan Suðurnesjamann. Lögreglan í Keflavík fékk málið til rannsóknar og sl. föstudag handtók lögreglan í Keflavík tvo menn í heimahúsi í Reykjanesbæ sem tóku við póst- sendingunni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hafa þrír verið handteknir vegna þessa máls og var einn þeirra úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 25. maí nk. Málið er í rann- sókn. STJÓRNANDI vinnuvélar slasaðist þegar vinnuvél hans fór á hvolf við orkuverið á Nesjavöllum í gær. Lög- reglan á Selfossi gaf þær upplýsing- ar að manninum hafi tekist að kom- ast út úr vinnuvélinni en hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann mun hafa rifbeinsbrotnað og skaddast á lunga. Vinnuvél valt Nesjavellir ♦♦♦ FRAMKVÆMDASTJÓRI og stjórnarmaður í einkahlutafélagi sem rak skemmtistað við Laugaveg voru dæmd í fjögurra mánaða fang- elsi hvort og til greiðslu 12,1 millj- ónar króna í sekt til ríkissjóðs fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákærðu voru sakfelld fyrir að standa ekki skil á tæplega 1,9 millj- ónum króna í virðisaukaskatt og op- inberum gjöldum að upphæð fjórar milljónir, allt á árunum 2001 og 2002. Dæmd til að greiða sjö milljónir Hálffimmtug kona sem var stjórn- armaður félagsins á tímabili og einn- ig framkvæmdastjóri um skeið, var dæmd til að greiða 7 milljónir í sekt vegna brotanna og kemur hálfs árs fangelsi í staðinn greiði hún ekki sektina innan fjögurra vikna. Framkvæmdastjórinn, tæplega fimmtugur karlmaður, var sektaður um 5,1 milljón og liggur 5 mánaða fangelsi við því að greiða hana ekki á tíma. Fullnustu dæmdrar fangelsisrefs- ingar var frestað um tvö ár hjá báð- um og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi þau skilorðið. Þau voru dæmd til að borga málsvarnarlaun verjenda sinna, 150.000 krónur hvort, og annan sakarkostnað óskipt. Borguðu ekki virð- isauka ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.