Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BREYTINGARTILLÖGUR við frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Síðdegis var búið að boða til þingfundar kl. 22.30 þar sem forseti Alþingis lagði fram þingskjöl, þar á meðal breytingartillögur allsherj- arnefndar ásamt ítarlegri greinargerð, og sagði Halldór Blöndal að fjölmiðlafrumvarpið yrði rætt á þingfundi í dag kl. 10.30. Stjórnarandstöðuþingmenn gerðu athugasemd við störf Alþingis aðallega til að gagnrýna þessa málsmeðferð. Bentu þeir á að enginn þingmaður Framsóknarflokksins væri í þingsalnum en fulltrúar allra annarra flokka. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði þessi vinnubrögð afbrigðileg. Engar upplýsingar fengust í gærdag hvað yrði tekið fyrir á þingfundi á morgun og snögglega var boðað til útbýtingarfundar í gærkvöldi. „Ég hlýt að mótmæla þessum vinnubrögðum, herra forseti og ég sé ekki hvaða nauðir rekur til þess að standa að málum með þessum hætti.“ Sagði hann vinnu- brögðin til stórkostlegs vansa fyrir Alþingi. „Virðulegi forseti, þessi málsmeðferð í kringum þetta mál er mjög alvarleg og ég vil ganga svo langt og segja að hér hafi verið framið tilræði við lýðræðið,“ sagði Bryn- dís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, rifjaði upp að þetta mál hefði verið sent í nokkrar nefndir Alþingis. „Það hefði verið eðlilegt ef hæstvirt allsherj- arnefnd hefði fengið þær umsagnir til sín, sem þar er ver- ið að vinna. Það eru engin rök fyrir því að flýta þessu máli.“ Benti hann á að búið væri að færa dagsetninguna fyrir gildistöku laganna aftur til ársins 2006. Allir um- sagnaraðilar hefðu lagt til að afgreiða þetta frumvarp ekki á þeim hraða sem væri verið að gera. Stjórnarandstaðan gagnrýndi störf Alþingis Sagði vinnubrögðin til vansa fyrir Alþingi MEIRIHLUTI allsherjarnefndar vill að frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla verði samþykkt með breyt- ingum. Meirihlutinn telur að löggjaf- anum verði að ætla eðlilegt svigrúm til að bregðast við „þeirri vá sem al- mannaheill stafar af óeðlilegri sam- þjöppun eignarhalds á fjölmiðlamark- aði hér á landi,“ eins og segir í áliti meirihlutans sem lagt var fram á Al- þingi í gærkvöldi. Meirihlutinn segir í áliti sínu að engar samræmdar reglur gildi á Evrópska efnahagssvæðinu um eignarhald á fjölmiðlum. Álit minnihluta lá ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Minni- hluti nefndarinnar fékk tillögur meirihlutans í hendur kl. 22.30 í gær- kvöldi. Að fullu komið til móts við sjónarmið um meðalhóf Breytingarnar sem nefndin leggur til fela meðal annars í sér að í stað þess að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu sé meinað að eignast hlut í fjöl- miðlafyrirtæki megi það eignast allt að 5% hlut. Telur meirihlutinn að með því sé að fullu komið til móts við sjón- armið um meðalhóf við lagasetn- inguna. Meirihlutinn leggur til að tek- ið verði upp sérstakt ákvæði sem segir til um málsmeðferð samkeppn- isyfirvalda þegar þau meta hvort fyr- irtæki eru í markaðsráðandi stöðu. Þá leggur nefndin til að takmörkun á eignarhaldi eigi einungis við fyrirtæki sem séu með yfir tvo milljarða króna í veltu á ári. Telur meirihlutinn að helst sé ástæða til að takmarka heimildir markaðsráðandi fyrirtækja til að standa í útvarpsrekstri þegar fjár- hagslegur styrkur og umsvif fari sam- an við hina markaðsráðandi stöðu. Útvarpsréttarnefnd sé skipuð af ráðherra Meirihlutinn leggur til að útvarps- réttarnefnd verði skipuð þremur mönnum sem menntamálaráðherra skipar, þar af meirihlutinn sam- kvæmt tilnefningu Hæstaréttar. Auknar kröfur séu gerðar til nefnd- arinnar og aukið eftirlit með störfum hennar. Þá leggur nefndin til að bætt verði inn í lögin ákvæði er heimilar út- varpsleyfishafa að krefjast úrskurðar viðskiptaráðherra um að eignarhlut- ur sem er ekki samrýmanlegur ákvæðum laganna að mati útvarps- réttarnefndar skuli seldur. Selji hann ekki innan mánaðar skal viðskipta- ráðherra fela óháðu verðbréfafyrir- tæki að annast söluna. Segir í álitinu að slíkt fyrirkomulag sé svipað því sem bundið sé í lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Í áliti allsherjarnefndar kemur fram að fjölmiðlar gegni lykilhlut- verki í þágu stjórnarskrárvarins skoðana- og tjáningarfrelsis í landinu. „Við meðferð málsins í nefndinni hef- ur verið fjallað um hvort frumvarpið samrýmist mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. Einkum hafi ver- ið nefnd ákvæði eignar- og atvinnu- réttinda, tjáningarfrelsi og atvinnu- frelsi.“ Það er mat meirihlutans að vernd lýðræðislegrar umræðu og fjöl- breytni hennar séu á meðal þeirra hagsmuna sem augljóst er að löggjaf- anum sé heimilt að leggja slíkum tak- mörkunum til grundvallar. Ekki gengið lengra en þörf er Meirihluti nefndarinnar telur að ætla verði löggjafanum eðlilegt svig- rúm til að bregðast við þeirri vá sem almannaheill stafar af óeðlilegri sam- þjöppun eignarhalds á fjölmiðlamark- aði hér á landi. „Ljóst þykir að hin mjög svo sér- staka og raunar einstaka eignasam- þjöppun sem orðið hefur á fjölmiðla- markaði hér á landi á tiltölulega skömmum tíma heimilar stjórnvöld- um að grípa til þeim mun veigameiri aðgerða til þess að snúa þeirri öf- ugþróun við. Að öllu þessu virtu verð- ur að ætla að það sé í fullu samræmi við þær stjórnskipunarhefðir sem hér hafa skapast að ætla löggjafanum ríf- legt svigrúm til þess að meta til hversu viðamikils inngrips skuli koma. Sé enn vísað til þeirrar óvenju- legu eignasamþjöppunar sem hér hafi sannarlega orðið, er það samdóma álit meirihlutans að í fyrirliggjandi frumvarpi sé sannarlega ekki lengra gengið en þörf er á til að ná því yf- irlýsta og málefnalega markmiði sem að er stefnt,“ segir í álitinu. Ríkið gæti þurft að greiða bætur eftir tvö ár Í álitinu segir að íslenska ríkið get- ið talist bótaskylt við aðila sem bíða fjárhagslegt tjón af lögunum. Á það geti þó ekki reynt fyrr en að liðnum þeim tíma sem ætlaður er til aðlög- unar. Einnig er bent á að útvarpsleyfi hafi alltaf verið veitt tímabundið og aðilar geti ekki vænst þess að þau séu endurnýjuð, jafnvel þótt lögin hefðu verið óbreytt. Varðandi það hvort ákvæði frum- varpsins stríði gegn EES-reglum er á það bent í álitinu að engar samræmd- ar reglur um eignarhald á fjölmiðlum gildi í Evrópusambandinu „og þar með ekki á Evrópska efnahagssvæð- inu heldur,“ eins og segir í álitinu. Fjölmargar athugasemdir komu fram á Alþingi í gær eftir að álit meirihluta allsherjarnefndar lá fyrir. Þingmenn stjórnarandstöðu lýstu óánægju sinni með meðferð málsins. Íslenska ríkið geti verið bótaskylt þeim sem bíði fjárhagslegt tjón af lögunum Í samræmi við stjórnskipunar- hefðir sem hér hafa skapast Morgunblaðið/Golli Fulltrúar Norðurljósa gera grein fyrir afstöðu fyrirtækisins til fjölmiðlafrumvarpsins á fundi allsherjarnefndar í gær. 10.30 Fundur í allsherjarnefnd Alþingis þar sem gestir komu fyr- ir nefndina til að kynna sjónarmið sín á frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. 13.30 Þingflokksfundir Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Farið yfir breytingartillögur og efni frumvarpsins rætt. 15.00 Formenn stjórnarflokk- anna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, funda í stjórn- arráðinu um frumvarpið. 17.00 Fundur í allsherjarnefnd. Hlé gert á fundinum um kl. 18.30, en hann átti upphaflega að standa yfir til kl. 22.00. 19.00 Þingflokkur Framsókn- arflokksins fundar aftur um efni frumvarpsins á skrifstofum flokks- ins. 20.30 Fundur allsherjarnefndar heldur áfram. Breytingartillögur við frumvarpið lagðar fram og samþykktar. Frumvarpið afgreitt úr nefndinni. 22.30 Þingfundur settur. Útbýt- ingarfundur þar sem þingmálum var dreift og stjórnarandstæð- ingar gerðu athugasemdir við störf þingsins. Forseti Alþingis til- kynnir að fjölmiðlafrumvarpið verði rætt í upphafi þingfundar í dag kl. 10.30. Ferill frumvarps- ins í gær SKARPHÉÐINN Berg Steinarsson stjórnarformaður Norðurljósa tel- ur breytingartillögur allsherj- arnefndar Alþingis á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum „algjörlega fráleitar“ sem taki ekkert mið af þeim sjón- armiðum sem Norðurljós hafa hald- ið á lofti m.a. þess efnis að frum- varpið væri í andstöðu við stjórnarskrána og alþjóðlega samn- inga. „Það sem okkur sýnist breyting- arnar gera fyrst og fremst, er það að þær miða að því að enginn verði fyrir þessum ákvæðum, aðrir en Norðurljós. Það var einhver vafi á því að afleiðingar frumvarpsins kynnu að bitna á einhverjum öðr- um, en nú er það alveg tryggt að það eru bara Norðurljós sem skað- ast af völdum þessara breytinga.“ Morgunblaðið/Golli Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, dreifir álitsgerð Norður- ljósa og lögmanna þeirra á fundi allsherjarnefndar í gærmorgun. Segir til- lögurnar fráleitar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.