Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ S ýning á frægasta lista- verki eins frægasta listamanns heimslista- sögunnar, Kenjunum (Los Caprichos) eftir spænska snillinginn Francisco de Goya (1746-1828) verður opnuð á laugardaginn í Listasafninu á Ak- ureyri. „Það má með sanni segja að þetta sé líklega frægasta listaverk sem ratað hefur til Íslands en þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Goya er sýndur hér á landi,“ segir Hannes Sigurðsson for- stöðumaður Listasafnsins. Hannes segir aðeins örfá frum- þrykk af þessari myndröð til í heiminum, en röðin samanstendur af áttatíu ætingum frá árinu 1799. „Konunglega svartlistasafnið varðveitir allar upprunalegu kop- arplöturnar og eru frumþrykk eftir meistara Goya, frá fyrstu út- gáfu þeirra í Madríd árið 1799, hér til sýnis. Fyrsta útgáfan var sú eina sem Goya leit eftir per- sónulega, en þau eintök hafa týnst nánast öll. Þetta er auðvitað virtasta og verðmætasta útgáfan. Hana er aðeins að finna í nokkr- um helstu listasöfnum heimsins, í British Museum, Fagurlistasafn- inu í Boston, Prado-safninu og Hinu konunglega svartlistasafni Spánar, sem á einnig aðra röð með handskrifuðum athugasemd- um Goya. Hin röðin var send til Íslands, en þetta er mikilvægasta safn svartlistarmynda í eigu stofnunarinnar, það langvirtasta, sem sárasjaldan er lánað út. Kop- arstungur fyrstu útgáfunnar varð- veita fyllilega þróttmikla línuna í ætingunni og ríkuleg blæbrigði myndflatarins. Vegna hins sögu- lega mikilvægis verksins tók Svartlistasafnið þá ákvörðun fyrir margt löngu að innsigla plöturnar til að koma í veg fyrir að fleiri eintök yrðu gerð,“ segir Hannes. Auk frumþrykkjanna eru til sýnis í safninu nyrðra flennistórar andlitsmyndir úr Kenjunum, þ.e.a.s. andlit sem Goya teiknaði á stærð við mannsnögl og stækkuð hafa verið stafrænt upp í næstum 5 fermetra og þrykkt á eðalpapp- ír. Listasafnið á Akureyri er fyrsta safnið í heiminum sem hýs- ir samhliða sýningar á Kenjunum og þessum andlitsmyndum, að sögn Hannesar. Þetta eru andlit fávisku, hégóma og drambsemi, djöfla og púka, tekin úr samhengi þar sem við blasir tjáning- armáttur ásjónunnar, sálarinnar. Þessar myndir ganga nú sem sér- sýning sem nefnist „Francisco de Goya: Samviskan dregin upp“ og hefur hún farið um víða veröld og fengið góða dóma í mörgum lönd- um Evrópu og Ameríku. „Nú hef- ur Listasafnið á Akureyri fengið þessa nútímaútgáfu til sýnis plús frumþrykkin 80, einskonar tvö- falda útgáfu, sem aldrei áður hafa sést saman, ekki einu sinni á Spáni,“ segir Hannes og bætir við: „Kenjarnar eru höfuðverk spænskrar svartlistar allra tíma og teljast til þeirra verka sem mest áhrif hafa haft á heimslista- söguna. Saga nútímamyndlistar er talin byrja með Goya og skipa Kenjarnar þar einstakan sess; hann var síðasti „gamli meist- arinn“ og sá fyrsti nútímalegi. Þessar áttatíu koparstungur eru grundvallarheimild bæði til að kynnast sköpunarferlinu í mynd- list Goya og spænsku samfélagi í lok 18. aldar af sjónarhóli upplýs- ingarstefnunnar.“ Hannes segir röð atburða hafa stuðlað að sköpun Kenjanna. „Hún einkenndist fyrst og fremst af því að Goya gerðist æ fráhverf- ari staðlaðri listsköpun og hneigð- ist æ meir að nýsköpun. Kenjarnar eru þannig und- anfari nútímalistar, eða fyrsta skrefið á þeirri braut, bæði vegna tækni og myndmáls en ekki síður fyrir þá hvössu þjóðfélagsádeilu sem þær hafa að geyma – og sú ádeila á að flestu leyti ennþá fullkomlega við í dag. Goya hvarf frá öllum reglum hinnar klass- ísku rétttrúnaðarsvartlistar og kom fram með algjörlega frjálst form, með myndmál sem fólst meðal annars í því einfaldlega að teikna beint á plötuna. Þetta samspil ætingar og frjálsrar sköpunar var óþekkt í Evrópu og því gífurleg nýjung. Langur tími leið á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi þangað til aftur var horfið til þessarar frjálsu sköp- unar í ætimyndlistinni sem Goya kom fram með nær einni öld áð- ur.“ Sýningin kemur frá hinu Kon- unglega svartlistasafni Spánar, Calcografía Nacional í Madríd, og er hún framlag Akureyr- arbæjar til Listahátíðar í Reykjavík. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, og Javier Blas, forstöðumaður Svartlistasafns- ins, opna sýninguna. Sýningin verður síðan aftur sett upp í Listasafni Reykjavíkur í lok ágúst. Samviskan dregin upp Akureyri. Morgunblaðið. Mynd úr röðinni Kenjarnar, „Þvílík hagleikskona“ heitir þessi. Eitt verkið úr myndröðinni Kenjunum, „Stundin er runnin upp“. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. Frumþrykk eftir meistara Francisco de Goya í Listasafninu á Akureyri ÍSLENSKUM yfirvöldum mátti vel vera kunnugt um ásakanir Amnesty International um pynt- ingar í Írak, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem Íslands- deild Amnesty sendi frá sér í gær. Þar segir að framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty Internatio- nal hafi meðal annars ritað bréf sem dagsett er 23. febrúar 2004 til utanríkisráðherra Íslands og hafi afrit af því bréfi verið sent öllum þingflokksformönnum. Tilefni bréfsins var fundur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í Genf dagana 15. mars - 23.apríl síðast- liðinn. Í bréfinu var fjallað um þau málefni sem Amnesty Internation- al lagði áherslu á að yrðu tekin fyrir á fundi nefndarinnar. Með bréfinu fylgdi ítarleg skýrsla og í henni er að finna kafla um áhyggjuefni Amnesty Internation- al vegna Írak, segir í tilkynning- unni. Uppvísir að pyntingum Með bréfinu fylgdi ítarleg skýrsla og í henni er að finna kafla um áhyggjuefni Amnesty Interna- tional vegna Íraks, segir í tilkynn- ingunni. Í tilkynningunni segir að í kafla sem fjalli um pyntingar og illa meðferð á íröskum föngum segi orðrétt að hermenn bandalagsherj- anna hafi oft orðið uppvísir að pyntingum og illri meðferð á föng- um. Þar segir einnig að í byrjun apríl í fyrra hafi fyrsta rannsóknarnefnd samtakanna haldið til Íraks og frá þeim tíma hafi samtökin fylgst ná- ið með ástandi mannréttinda í landinu og gert niðurstöður allra rannsókna opinberar. „Upplýsing- ar Amnesty International um ásakanir um pyndingar í Írak hafa legið fyrir í meira en ár. Samtökin hafa gefið út fjölmargar aðrar skýrslur þar sem fólk er sætt hef- ur pyndingum af hálfu bandarískra og breskra hermanna í Írak hefur lýst niðurlægjandi og ómannúð- legri meðferð,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Íslenskum stjórnvöldum kunnugt um ásakanir Amnesty International um misþyrmingar á föngum ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins hefur verið valin ríkisstofnun til fyr- irmyndar árið 2004 og afhenti Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR, verðlauna- gripinn Vegvísinn af því tilefni í Ráð- herrabústaðnum í gær. Einnig fékk Fiskistofa viðurkenningarskjal fyrir góðan árangur og Heilbrigðisstofnun- in á Akranesi fékk hvatningarviður- kenningu. Óskað var eftir tilnefnigum frá ráðuneytum auk þess sem ríkisstofn- anir gátu sjálfar óskað eftir að vera tilnefndar. Sérstök nefnd fór yfir til- nefningarnar og fékk hún greinar- gerðir frá fimmtán stofnunum að þessu sinni og voru þær metnar út frá því hversu skýr stefnumótun, fram- tíðarsýn og markmiðssetning stofn- unarinnar væri. Auknar kröfur um árangur Fram kemur að markvisst hafi ver- ið unnið að því í ríkisrekstri á und- anförnum árum að færa völd og ábyrgð í rekstrar- og starfsmanna- málum til stjórnenda ríkisstofnana. Gerðar séu auknar kröfur um árang- ur af þeirri starfsemi sem þar fari fram og eigi val á ríkisstofnun til fyr- irmyndar rætur að rekja til þessarar stefnu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars: „ÁTVR er þjónustu- fyrirtæki sem farið hefur í gegnum miklar breytingar á undanförum ár- um og gerbreytt ímynd sinni með markvissum aðgerðum. Sá árangur sem hefur náðst er afrakstur fram- sækinnar stefnumörkunar þar sem athyglin beinist að því að koma til móts við væntingar og þarfir við- skiptavina og annarra hagsmunaðila. Unnið er samkvæmt markvissum áætlunum þar sem fram koma mark- mið og mælikvarðar, beitt er nýjustu tækni og lögð áhersla á hæfni og þekkingu starfsfólks. Markmiðum og mælikvörðum er fylgt eftir innan árs- ins og sífellt leitað leiða til þess að bæta þjónustuna og gera starfsemina skilvirkari. Vel er staðið að fjármála- stjórnun og með hagræðingaraðgerð- um hefur tekist að innleiða breyting- ar án þess að auka við kostnað sem hlutfall af veltu.“ Verðlaunagripinn Vegvísinn hann- aði og smíðaði Jón Snorri Sigurðsson, gullsmiður, en þetta er í fimmta sinn sem ríkisstofnun til fyrirmyndar er valin. Orkustofnun varð fyrir valinu árið 2002, Landgræðsla ríkisins árið 2000, Svæðisskrifstofa málefna fatl- aðra á Reykjanesi árið 1998 og Kvennaskólinn í Reykjavík árið 1996. ÁTVR ríkisstofn- un til fyrir- myndar 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.