Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég banna þér líka að selja banana, pjakkurinn þinn. Heimsþing Intercoiffure Hártíska á heimsvísu Heimsþing Inter-coiffure, alþjóða-samtaka hár- snyrta, verður haldið í Tókýó í Japan 16. til 18. maí. Þingin eru haldin á fjögurra ára fresti og til skiptis í heimsálfunum. Íslendingar hafa löngum gert garðinn fræg- an á heimsþingum Inter- coiffure. Arnar Tómasson í Salon Reykjavík, listráðu- nautur Intercoiffure á Ís- landi, verður á sviði í Tók- ýó ásamt norrænum kollegum. Elsa Haralds- dóttir í Salon VEH, list- ráðunautur heimssamtaka Intercoiffure, mun stýra kynningu á haustlínunni í hártísku. Hún verður einn- ig með sýningu ásamt Rob Petom frá Hollandi. Tíu íslensk hármódel taka einnig þátt í sýn- ingum þingsins. Þá hefur frést að hárgreiðslumeistarinn Dúddi, for- seti Intercoiffure á Íslandi, verði sæmdur einni af æðstu viður- kenningum sem einstaklingi hlotnast innan Intercoiffure á heimsvísu. Hann hefur áður hlotið L’Ordre de la Chevalerie-orðuna og verið kosinn persónuleiki árs- ins hjá Intercoiffure. Dúddi var fyrst spurður hvers virði það væri að fá viðurkenningu af þessu tagi. „Þetta er heilmikils virði. Mað- ur veit þá að það sem maður er að gera í þágu samtakanna er ein- hvers virði og að einhver tekur eftir því. Orðan sem ég fæ nú heit- ir Commander og er næstæðsta viðurkenning sem Intercoiffure veitir. Til að fá æðstu viðurkenn- ingu þyrfti ég að starfa miklu meira á alþjóðlegum vettvangi. Sem forseti Intercoiffure á Ís- landi hef ég tekið töluverðan þátt í erlendu samstarfi, einkum með Norðurlöndunum. Við höfum haldið hér Norðurlandaþing Int- ercoiffure og fleira.“ – Hvað er heimsþingið um- fangsmikið? „Í þessum félagsskap eru um fimm þúsund manns frá 41 þjóð. Allar þjóðirnar senda fulltrúa á heimsþingið. Þetta hefur stækkað mikið frá því Austur-Evrópa opn- aðist. Frá Íslandi fara nú hátt í 20 manns, úr hárgreiðslunni erum við fjögur, svo tíu módel og mak- ar. Intercoiffure eru einu samtök- in í heiminum sem hárgreiðslu- meistarar og stofueigendur geta sótt í. Þar fær maður stöðugt upp- lýsingar um hvað er að gerast í hártísku á heimsvísu. Maður eign- ast nýja vini og stækkar sjón- deildarhringinn.“ – Kemur að því að heimsþing verði haldið á Íslandi? „Ég býst ekki við að heimsþing verði haldið hér í bráð. Norður- löndin hafa ekki enn treyst sér til að halda heimsþing sameiginlega. Það er stefnt að því, en þetta er mjög viðamikið.“ – Er mikið fjallað um þingin í erlendum fjölmiðlum? „Já, erlendir fjölmiðlar eru mjög áberandi á svona mótum. Frakkarnir undrast oft hvað ís- lenskir miðlar virðast eiga erfitt með að birta eitthvað um hártísku. Það er víða svo að ef eitthvað birt- ist um hártísku þá seljast blöðin upp. En það virðist ekki gerast á Íslandi! Intercoiffure gefur út tískulínu á hverju ári og mynd- irnar á geisladiski sem sendur er á blöðin, en það birtist sjaldnast nokkuð hér á landi.“ – Er mikið starf Intercoiffure á Íslandi? „Það er töluvert. Við höldum fundi einu sinni í mánuði þar sem farið er yfir það helsta sem við- kemur hártísku, rekstri fyrir- tækja og því sem er að gerast. Venjulega fáum við gest sem seg- ir frá einhverju markverðu, hvort sem það tengist viðskiptum, stjórnmálum eða listum. Þá höld- um við símafundi með félögum okkar á Norðurlöndunum. Einu sinni á ári förum við til Parísar á fund Intercoiffure, nema þegar eru heimsþing þá sækjum við þau. Samtökin skipta heiminum í átta deildir og Norðurlöndin eru ein deild. Við ákveðum sameiginlega hvað við viljum leggja áherslu á og leggjum það fyrir þing Interco- iffure.“ – Hver er staða háriðna á Ís- landi miðað við önnur lönd? „Við erum í hópi þeirra fremstu. Tískan á Íslandi kemur alls staðar að. Við vinsum það besta úr og búum þannig til okkar eigin línu. Íslenski kúnninn er líka mjög kröfuharður og meðvitaður um hvernig hann vill vera. Það heldur okkur við efnið.“ – Er hárið misjafnt eftir þjóð- um? „Já, okkur þykir íslenska hárið vitanlega best. Norðurlandabúar eru yfirleitt með fíngerðara hár og Suður-Evrópubúar með dekkra, grófara og liðaðra. Við er- um með sléttara hár og sveipi, sem er ekki algengt sunnar í Evr- ópu. Okkur finnst íslenska hárið auðvelt viðureignar, enda er hár á Íslendingum yfirleitt mjög gott.“ – Er mikil ásókn í nám í háriðn? „Já, það er alltaf meira framboð en eft- irspurn eftir nemum. Skólarnir kenna ákveð- inn grunn, sem er sá sami og ég lærði á sínum tíma. Það mætti kannski aðeins þróa námsefnið því áherslurnar hafa breyst í fag- inu.“ – Er framtíðin björt í háriðn? „Já, það er mjög bjart framund- an. Það er eins með hárgreiðslu og annað. Ef maður fylgist með þá þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur af þróuninni.“ Guðbjörn Sævar  Guðbjörn Sævar, betur þekkt- ur sem Dúddi, er Reykvíkingur, fæddur á Framnesveginum og því Vesturbæingur. Hann lærði hárgreiðslu hjá Guðfinnu Breið- fjörð og Dúu í Lótus. Hann rekur nú Hárgreiðslustofuna hjá Dúdda í Listhúsinu, Engjateigi 17 í Reykjavík. Dúddi var kjörinn forseti Int- ercoiffure á Íslandi 1995. Ís- landsdeild Intercoiffure var stofnuð 1980. Dúddi er giftur Ólöfu Ingþórs- dóttur og saman eiga þau sjö dætur og einn son. Íslenski kúnn- inn er mjög kröfuharður FORMAÐUR Prestafélags Íslands, sr. Ólafur Jóhanns- son, segir það neikvætt að verið sé að bæta við aukagjaldi eins og líkhúsgjaldi við útfararkostnaðinn. Sá kostnaður sé orðinn töluverður og fyrir marga muni heilmikið um tíu þúsund krónur til viðbótar. Talið er að lágmarks- kostnaður við útför sé nú í kringum 160 þúsund krónur og segir Ólafur dæmi um allt að 500 þúsund króna útfar- arkostnað. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa Kirkju- garðar Reykjavíkurprófastdæma innheimt 10 þúsund króna líkhúsgjald frá 1. maí sl., sem og Kirkjugarðar Ak- ureyrar. Slíkt gjald hefur einnig verið innheimt í Borg- arnesi og Ólafsvík undanfarin ár, að sögn forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur. Annars staðar eru líkhús víð- ast rekin af heilbrigðisstofnunum. Áhyggjur af auknum kostnaði Ólafur segir kirkjugarðana vera að fara þessa leið sök- um skerðingar á kirkjugarðsgjaldinu og því sé eðlilegra að hækka það gjald frekar en að grípa til sérstakrar inn- heimtu af aðstandendum. Til að standa straum af kostn- aði við rekstur líkhúsa þurfi afar litla hækkun á kirkju- garðsgjaldinu. „Prestar finna fyrir áhyggjum fólks af auknum útfararkostnaði. Í vissum tilvikum er möguleiki á styrkjum frá stéttarfélagi eða jafnvel lífeyrissjóði, en það dugar stundum ekki til. Í gamla daga vildi fólk eiga fyrir sinni útför og það er ríkt í fólki að vilja hafa þessa hluti á hreinu. Nægt er álagið sem fylgir því að missa ást- vin og ekki á bætandi að hafa áhyggjur af því fjárhags- lega. Þetta er óþægileg viðbót á viðkvæmum stundum lífsins,“ segir Ólafur. Neikvætt að bæta líkhús- gjaldi við útfararkostnað Morgunblaðið/Jim Smart Prestar finna fyrir áhyggjum fólks af auknum útfar- arkostnaði, segir formaður Prestafélagsins. Munar heilmiklu fyrir marga, segir formaður Prestafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.