Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 11 EINAR Ólafsson fyrr- verandi útsölustjóri hjá ÁTVR lést á líkn- ardeild LSH 8. maí sl., 78 ára að aldri. Einar var fæddur á Eyri við Eskifjörð 11. maí 1925. Foreldrar hans voru Ólafur Hjalti Sveinsson frá Firði í Mjóafirði og Guðrún Ingvarsdóttir frá Ekru í Norðfirði. Einar hóf störf hjá ÁTVR árið 1955. Skömmu síðar varð hann útsölustjóri, fyrst við Skúlagötu og síðar við Lindargötu í Reykjavík til ársins 1991. Einar tók virkan þátt í verka- lýðs- og félagsmálum og var kosinn í stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana 1960. Hann var varafor- maður félagsins til 1969 og formað- ur SFR frá 1969–1990. Árið 1960 var Einar kjörinn í varastjórn BSRB og 1962 í aðalstjórn, kjörinn gjaldkeri BSRB 1962– 1991. Einar var í stjórn fulltrúaráðs or- lofsheimila BSRB frá 1970, fulltrúi SFR í fræðslunefnd BSRB 1968–1976. Hann var fulltrúi BSRB í fram- kvæmdastjórn kjara- rannsóknarnefndar opinberra starfs- manna 1987–1991, fulltrúi SFR í aðal- kjarasamninganefnd BSRB við ríkið til fjölda ára. Einar var varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins frá 1981–1990 og aðalmaður frá 1990–1993. Hann var fulltrúi BSRB í Verðlagsnefnd frá 1973 og í við- ræðunefnd bandalagsins um ný samningsréttarlög opinberra starfsmanna árið 1986. Eftirlifandi eiginkona Einars er Hansína Þorkelsdóttir frá Siglu- firði. Þau eiga 10 uppkomin börn. Andlát EINAR ÓLAFSSON HARALDUR Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, segir að óverulegar breytingar verði á högum bænda í kjölfar nýs mjólkursamnings, sem undirrit- aður var í gær. Samningurinn sem gildir frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2012, gerir ráð fyrir óbreyttri fram- leiðslustýringu við mjólkurfram- leiðslu, en ákvörðun heildar- greiðslumarks mjólkur byggist á neyslu innlendra mjólkurvara síð- ustu tólf mánuði á undan. Þá er í samningnum óbreytt ákvæði um skiptingu heildargreiðslumarks mjólkur niður á lögbýli. 27, 2 millj- arðar verða greiddir til kúabænda í styrkjum á þeim átta árum sem samningurinn er í gildi og lækka framlög ríkisins um 1% á hverju ári meðan samningurinn er í gildi. „Það flyst hluti af stuðningnum úr gulum stuðningi í bláan og grænan, sem þýðir að nú er ekki eingöngu greitt út á mjólkurlítra eins og er til grundvallar í dag, heldur fer yfir á gripi, hvort sem það er mjólkurkýr eða holdanaut, þannig að kjötframleiðendur fá gripagreiðslur, sem er í sjálfu sér nýtt. Síðan koma þarna inn 100 milljónir í kynbótastarf og þróun- arstarf sem þýðir að kostn- aðarliður varðandi kúasamninga kemur til með að lækka á móti því að þeir missa þetta út úr beinum stuðningi við sig,“ segir Haraldur. Sú breyting er gerð að beinar greiðslur lækka í þrepum niður í 80% af heildarstuðningnum og verða teknar upp gripagreiðslur, sem skerðast eftir því sem búið stækkar. Greiðslurnar byrja að skerðast við 40 gripi og skerðast í þrepum þar til fjöldi gripa er orð- inn 101. Ef fjöldi gripa fer yfir 170 skerðast gripagreiðslurnar um 25% fyrir hverjar tíu kýr, þannig að bú með fleiri en 200 kúm nýtur ekki gripagreiðslna. Haraldur seg- ir að bændur fái nokkurn veginn sömu upphæð í styrk og þeir fengu áður. „Segja má að allra stærstu búin fái óverulegan mínus, ef við reiknum það út í hörgul,“ segir Haraldur. Gripaákvæði ekki hættulegt Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að bændur hafi ekki mikið rætt um gripagreiðslurnar og að þær muni skerðast eftir því sem búið er stærra. „Ég á nú von á því að þetta sé ekki alvarlegt mál þar sem er stundaður góður rekstur. Þessu er ætlað að stuðla að styrk- ingu fjölskyldubúsins sem rekstr- armynsturs í þessari atvinnugrein og ég vænti þess að það muni virka þannig. Ég held að þetta sé ekki hættulegt ákvæði,“ segir hann. Þórólfur segir að nú verði samn- ingurinn kynntur meðal bænda og í framhaldinu greiði bændur at- kvæði um hann. „Það er mitt mat að samningurinn sé í þokkalegu samræmi við það sem við höfum stefnt að og rætt í okkar her- búðum síðustu tvö ár. Þannig að ég vonast til að samningurinn sé í öllum aðalatriðum í samræmi við væntingar kúabænda. Við náðum ekki öllu fram, þannig er það allt- af í öllum samningum.“ Þórólfur segir að kúabændur hefðu þegið að vera með óskertan stuðning út samningstímann. „Síð- an er því ekki að neita að það var tog um peninga til að styðja við besta hlutann af nautakjötinu. Þetta er búið að vera verkefni núna í tvö ár og það hefur afar lít- ið gengið og það eru engir sér- stakir peningar inni í því í þessum samningi,“ segir hann. Hefur óverulega breytingu í för með sér HNYKKT er á um að ákvæði sam- keppnislaga taki ekki til mjólk- uriðnaðar, í frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögunum frá 1993, sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt. Guðni Ágústsson segir frum- varpið efla búvörulögin, þannig að mjólkuriðnaðurinn geti skipt með sér verkum og haft með sér sam- starf. „Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir neytendur og bændur að mínu viti. Ekki síst fyrir bændur, ef mjólkuriðnaðurinn hefði fallið und- ir samkeppnislög, og menn hefðu ekki mátt tala þar saman lengur, hefði ég óttast að við hefðum tapað úr landinu mjólkurvörum sem dýrt er að framleiða og þarf að hafa samstarf um,“ segir Guðni. Mjólkurbú geti sameinast og haft samstarf Með frumvarpinu er eytt rétt- aróvissu um tengsl búvörulaga og samkeppnislaga, sem skapaðist ár- ið 2001 þegar til stóð að gefa heild- söluverð frjálst. Í frumvarpinu er kveðið er á um að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga sé af- urðastöðvum í mjólkuriðnaði heim- ilt að gera með sér samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltek- inna afurða og að þær geti sömu- leiðis sameinast, gert með sér sam- komulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og haft með sér annað samstarf til að halda niðri kostnaði við fram- leiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Frumvarpið var rætt í þing- flokkum stjórnarflokkanna í gær, Framsókn samþykkti frumvarpið og mun það verða afgreitt í þing- flokki Sjálfstæðisflokks á morgun. Gera má ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Frumvarpið er byggt á álitsgerð Árna Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns og Eiríks Tómassonar prófessors, sem land- búnaðarráðherra óskaði eftir um tengsl búvörulaga og samkeppn- islaga. Verðlagning mjólkurvara áfram opinber Landbúnaðarráðherra segist einnig vera mjög ánægður með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að op- inber verðlagning gildi áfram um ótilgreindan tíma. „Mjólkurvör- urnar verða verðlagðar eftir gagn- sæju opinberu eftirliti þar sem að- ilar vinnumarkaðarins, fulltrúar launafólksins frá ASÍ og BSRB, koma að því. Það er mjög þýðing- armikið að hafa þetta á hreinu finnst mér og skiptir mjólkuriðn- aðinn mjög miklu máli,“ segir Guðni. Hann segir að afleiðing þess að verð á kjötvörum var gefið frjálst fyrir sextán árum sé að verð til bænda hafi lækkað mjög, en neyt- endur borgi meira fyrir vöruna. „Þetta gerir það að verkum að þeg- ar við hugsum til fólksins í landinu, þá stendur smásöluverslunin jöfn að vígi. Stóra keðjan og litli kaup- maðurinn, eða minni keðjan, eiga að standa jöfn gagnvart mjólk- uriðnaðinum og eiga sama aðgang að honum. Ég held að það sé mik- ilvægt fyrir okkar þjóð að sá stóri valti ekki þar yfir þann litla og við getum keypt okkar mjólkurvörur á horninu,“ segir Guðni. Réttaróvissu eytt ALLS verða tæpir 27,2 milljarðar greiddir út til kúabænda á árunum 2005–2012, samkvæmt samningi sem landbúnaðarráðherra, fjármálaráð- herra og Bændasamtök Íslands und- irrituðu í gær. Að meðaltali verða greiðslur til kúabænda 3,88 milljarðar á ári, en útgjöld ríkisins lækka um 1% á ári á samningstímanum. Þá eru teknar upp gripagreiðslur þar sem stuðningur ríkisins minnkar eftir því sem búið er stærra. Verðlagning mjólkur verður með sama hætti og áður. Samningurinn gerir ráð fyrir óbreyttri framleiðslustýringu við mjólkurframleiðslu, en ákvörðun heildargreiðslumarks mjólkur á hverju ári byggist á neyslu innlendra mjólkurvara síðustu tólf mánuði á undan. Þá er í samningnum óbreytt ákvæði um skiptingu heildargreiðslu- marks mjólkur niður á lögbýli. Sú breyting verður þó gerð að stuðningur ríkisins verður ekki leng- ur ákveðið hlutfall af verði mjólkur, heldur hefur verið samið um fastar heildarfjárhæðir beingreiðslna. Gripagreiðslur minnka eftir því sem búið er stærra Fimmtungi af heildarstuðningi verður beint í annan farveg, eða svo- kallaðar „grænar greiðslur“ annars vegar og „bláar greiðslur“ hins vegar. Grænar greiðslur eru óframleiðslu- tengdar en bláar greiðslur eru skil- greindar sem framleiðslutakmark- andi greiðslur. Þau verkefni sem um er að ræða eru greiðslur vegna kyn- bóta- og þróunarstarfsemi, gripa- greiðslur sem er ákveðinn stuðningur til þeirra sem eiga kýr og greiðslur sem m.a. fara til jarðræktar. Gripagreiðslur verða teknar upp á verðlagsárinu 2006/2007, sem verða þrepaskiptar eftir fjölda gripa. Greiðslurnar eru óskertar á fyrstu fjörutíu kýrnar og lækkar í þrepum þannig að enginn stuðningur er greiddur á kýr umfram hundrað. Réttur lögbýlis til gripagreiðslna fer síðan lækkandi ef kúafjöldi fer yfir 170 og fellur niður ef kýr verða fleiri en 200. Að öðru leyti er stuðningur ríkisins óháður, eins og verið hefur. Ríkissjóður greiðir að hámarki gripa- greiðslur út á 27.400 kýr, sem er með- alkúafjöldi á árunum 2000–2002, ef fjöldinn er lægri hækkar greiðsla á kú hlutfallslega. Framlög ríkisins ein upphæð Sú breyting er gerð að framlög rík- isins verða ein upphæð í upphafi samnings og er hún verðtryggð frá upphafi þessa árs. Þannig munu breytingar á verði mjólkur og á heild- argreiðslumarki ekki hafa áhrif á framlögin. „Ég er auðvitað ákaflega ánægður með samninginn. Ég tel hann mikil- vægan, bæði er tímalengd hans góð, þannig að mjólkurframleiðslan og þessi atvinnugrein hefur langan tíma til að þróast með þessum samningi til 2012,“ segir Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra. Ráðherra segir að til þessa hafi styrkir eingöngu verið framleiðslu- hvetjandi en nú séu teknir upp styrkir til ræktunarstarfs og gripastuðnings í samræmi við þá þróun sem orðið hef- ur í alþjóðasamningum. Gripastuðn- ingur byrji að skerðast við 40 kýr og þannig minnki ríkisvaldið stuðning við stærstu búin og þá sem hafi hag- rætt á búum sínum. Bændasamtök og ríkisstjórnin undirrita nýjan mjólkursamning til næstu átta ára 27,2 milljarðar verða greiddir til kúabænda Óbreytt fram- leiðslustýring mjólkurfram- leiðslu Morgunblaðið/Golli Skálað var í mjólk við undirritun mjólkursamningsins í gær. Hér gefur Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Geir H. Haarde fjármálaráðherra mjólkurdreitil en samningurinn var undirritaður í Skála á Hótel Sögu. LÖGREGLAN í Reykjavík var nokkrum sinnum kölluð út um helgina vegna sinubruna í borg- inni og í nágrenni hennar. Þurfti lögreglan m.a. að fara að skóg- ræktinni í Fossvogi vegna sinu- bruna á sunnudagskvöld. Upp úr miðnætti aðfaranótt laugardags var slökkvilið kallað að Vesturlandsvegi við Þverholt til að slökkva sinubruna. Á laug- ardagsmorgun var slökkvilið aftur kallað að Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju vegna sinuelds, en því var snúið frá þar sem lög- reglumenn náðu að slökkva eld- inn. Um miðjan dag á laugardag þurfti slökkvilið að fara að Skyggni í Mosfellsbæ vegna sinu- bruna. Mikið um sinubruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.