Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 LÍKLEGT þykir að á næstu dögum komi fram í dagsljósið enn frekari uppljóstranir um illa meðferð banda- rískra hermanna á íröskum föngum í fangabúðum sem starfræktar eru í Írak. The New York Times heldur því þó fram í frétt í gær að margir emb- ættismenn í bandaríska varnarmála- ráðuneytinu, Pentagon, vilji helst komast hjá því að þurfa að gera fleiri myndir, sem sýna illa meðferð á föng- um, opinberar. Fyrrverandi fangar hafa síðustu dagana lýst þeirri niðurlægingu sem þeir máttu þola á meðan þeir voru í varðhaldi og þykja þær lýsingar ekki fagrar. Á fréttasíðu BBC í gær kemur fram að hópur súnníta-klerka hyggist birta skýrslu þar sem safnað hefur verið saman á einn stað umkvörtun- um íraskra fanga. Fastlega er reiknað með að fleiri myndir komi fyrir sjónir almennings, jafnvel enn óhugnanlegri en þær sem þegar hafa verið birtar. Var m.a. haft eftir einum öldungadeildarþing- manna repúblikana, Lindsay Grah- am, á sunnudag að fólk þyrfti að búa sig undir það að heyra sagt frá morð- um og nauðgunum á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu. The New York Times segir í frétt í gær að Pentagon undirbúi nú að tryggja fulltrúum á Bandaríkjaþingi aðgang að fjölda ljósmynda og mynd- banda til viðbótar við þær, sem þegar hafa komið fyrir sjónir almennings í Bandaríkjunum og annars staðar. Embættismenn þar vilji þó helst ekki þurfa að gera myndirnar opinberar. Áttu að „skapa hreint helvíti“ Í starfsliði George W. Bush Banda- ríkjaforseta eru hins vegar margir sem vilja, að myndirnar verði gerðar opinberar og segja þeir engan annan kost í stöðunni. Myndirnar muni hvort eð er leka út og betra sé þá að taka af skarið strax og birta mynd- irnar. Fram kom í The Washington Post á sunnudag að í fyrrasumar hefðu yf- irmenn Bandaríkjahers í Írak verið teknir að hafa áhyggjur af styrkleika uppreisnarmanna. Þeir hafi viljað tryggja aðgang að betri upplýsingum um andstæðinginn og það hafi falið í sér að beita þyrfti róttækari aðferð- um við að yfirheyra handtekna Íraka. Haft er eftir einum sjö bandarískra hermanna, sem ákærðir hafa verið fyrir að misþyrma föngunum, að hann hafi unnið eftir beinum fyrirskipun- um frá leyniþjónustu hersins, um að „skapa hreint helvíti“ fyrir fangana áður en þeir yrðu yfirheyrðir. Hermaðurinn, hin 26 ára Sabrina Harman, herlögreglumaður frá Alex- andria í Virginíu, sagði í viðtali við The Washington Post að komið hefði verið með nokkra fanga í einu, sem voru með hettu yfir höfðinu og í hand- járnum. „Hlutverk herlögreglunnar var að halda þeim vakandi, gera þeim lífið óbærilegt þannig að þeir myndu tala,“ sagði Harman en hún er einn þriggja hermanna, sem sjást brosandi á mynd, sem birtist í fjölmiðlum víða um heim, og standa á bak við hrúgu af nöktum Írökum, sem mynda eins konar píramída. Bein fyrirmæli CIA Viðtalið við Harman var skrifað upp úr tölvupóstssamskiptum hennar og blaðamanns en hún er í Bagdad. Hún segir að hún og félagar hennar hafi tekið við beinum fyrirmælum frá mönnum í leyniþjónustu hersins, sem hafi haft yfirumsjón með föngunum í Abu Ghraib, mönnum á vegum CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, og einnig frá óbreyttum hernaðarráð- gjöfum, sem hafi stjórnað yfirheyrsl- unum. Þeim hafi ekki verið settar neinar reglur og fengið litla þjálfun. Deilt um hvort gera eigi fleiri myndir opinberar Einn af þingmönnum repúblikana segir almenning þurfa að búa sig undir að heyra sagt frá nauðgunum og morðum á íröskum föngum í Abu Ghraib VERJENDUR bandaríska her- mannsins Lynndie Englands, sem sést á myndum af pyntingum íraskra fanga í Bagdad, segja skjólstæð- ing sinn hafa tek- ið þátt í sviðsetn- ingu. England sést á einni mynd- inni halda í hundaól sem virð- ist vera fest um háls á fanga. Verjendurnir segja að nota hafi átt margar mynd- anna til að sýna þær öðrum föngum í von um að þeir yrðu hræddir og létu í té mikilvægar upplýsingar í yf- irheyrslum, segir í frétt AFP. „Þetta eru myndir til nota í sál- fræðilegum aðgerðum. Atburðir voru settir á svið og þegar það var ekki gert var um að ræða myndatök- ur sem farið var fram á af hálfu leyniþjónustumanna sem í reynd tóku við stjórninni,“ sagði einn lög- fræðinganna, Giorgio Ra’shadd í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina. Annar verjandi, Rose Marie Zap- or, sagði að England hefði ekki verið að pynta neinn á myndinni þar sem hún heldur í ólina. „Þetta var svið- sett,“ sagði Zapor. Sviðsettar pyntingar? Lynndie England UNNIN voru spjöll á legsteinum í gömlum, breskum hermannagraf- reit á Gazasvæðinu um helgina. Þar voru jarðsettir hermenn í fyrri heimsstyrjöld 1914–1918. Eins og sjá má voru festar á legsteinana myndir af íröskum föngum sem pyntaðir hafa verið af hernámslið- inu í Írak, einnig voru krotuð nas- istatákn á steinana. AP Spjöll í hermannareit SLÖKKVILIÐSMENN í Bagdad börðust í gær enn við mikinn eld sem kom upp á sunnudag í verk- smiðju er framleiðir búnað fyrir raforkustöðvar. talið er líklegt að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Allt að 35 liðsmenn sjíta- klerksins Moctada al-Sadrs munu hafa fallið í átökum við Bandaríkja- menn í Bagdad síðan á sunnudag, að sögn talsmanns hernámsliðsins í gær. Skrifstofur al-Sadrs í hverfinu voru lagðar í rúst aðfaranótt mánu- dags með skriðdrekum og herþyrl- um. Al-Sadr sem á einkum stuðn- ingsmenn meðal bláfátækra sjíta krefst þess að hernámsliðið hverfi þegar frá Írak.Reuters Hörð átök í Bagdad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.