Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 15 FRIZZ-EASE T ilb o ð in g ild a ti l 1 8. 5. 2 00 4 G O T T F Ó L K M cC A N N · 2 6 2 5 5 Ég veit ekkert hvað ég á að gera við hárið mér! 1.212 VEET Háreyðingarvörur á góðu verði. HÁRKÚR Frizz-Ease mótunarvara fylgir með hverju Frizz-Ease sjampói Hársnyrtivörulínan sem umbreytir þurru og úfnu hári í silkimjúkt og glansandi hár. 25% Fallegt og ræktarlegt hár er okkur dýrmætt því það stuðlar um leið að betri líðan. Áður: 1.515 kr. Þú studdir innrásina í Írak en sagðir í nýlegri grein í The New York Times Magazine að þú værir farinn að efast um rétt- mæti aðgerðanna. Hvers vegna? Ég hef ekki skipt um skoðun hvað það varðar að Saddam Huss- ein var morðóður harðstjóri sem hafði yfir að ráða nægilegum olíu- auði til að geta á endanum komið sér upp gereyðingarvopnum. Að þess vegna hafi verið nauðsynlegt að bregðast við. Ég hefði að vísu kosið að hernaðaraðgerðir, sem miðuðust að því að stöðva hann, hefðu haft heimild öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að fjöldi þjóða hefði tekið þátt; eða að af- vopnun hefði átt sér stað á frið- samlegan hátt í formi vopnaeft- irlits. En ég trúði því ekki að Frakk- land, Kína eða Rússland myndu nokkurn tíma samþykkja þess háttar hernaðaríhlutun sem ég hef lýst og því var mér nauðugur einn kostur að styðja afstöðu bandarískra stjórnvalda, sem mér þó leist ekki nema rétt bærilega á þar sem mér fannst hún áhættu- söm. Þetta var afstaða mín og er enn. Það truflar mig hins vegar mjög í dag, ári seinna, að ég tel ekki að almenningi í lýðræð- isríkjum hafi verið sagt satt og rétt frá um gereyð- ingarvopnin. Annað vandamál felst í því að ætli menn sér að umbylta Írak þá verða þeir að gera það almenni- lega. Bandarísk stjórnvöld höfðu hins vegar engar áætlanir um hvað skyldi gera þegar sigur hefði ver- ið unninn og frá fyrsta degi var verið að klúðra hlutunum, þegar ekkert var gert til að koma í veg fyrir rán og gripdeildir. Æ síðan hafa Bandaríkja- menn í Írak verið að leika hlutina af fingrum fram. Í grein sem þú skrifar í sama rit fyrir viku held- urðu því fram að Bandaríkin geti mjög mögulega tapað stríðinu gegn hryðjuverkum. Sú tilhugsun veldur því sjálfsagt að mönnum þar og víðar rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Það er alveg klárt. Það er fullkomlega raunhæft að hugsa sér að við getum tapað stríðinu gegn hryðjuverkum. Í fyrsta lagi ef hryðjuverkasamtök ráðast á Bandaríkin með gereyðingarvopnum, og sá möguleiki er fullkomlega raunhæfur. Í öðru lagi ef Bandaríkin brygðust við slíkri árás með því að kasta fyrir róða mannréttindayfirlýsingunni [e. Bill of rights] og tækju að kyrrsetja útlendinga [e. ali- ens] í stórum stíl, svo dæmi séu tekin, legðu af borgaraleg réttindi eða ef sjálfskipaðir löggæslu- menn gengju berserksgang gagnvart útlendingum. Það má hugsa sér að ýmislegt í þessum dúr myndi gerast ef okkur mistækist að koma í veg fyrir aðra stóra hryðjuverkaárás. Við gætum þannig tapað fyrir hryðjuverkamönnunum og við gætum sjálf valdið eigin ósigri með viðbrögðum okkar. Ég skrifaði þessa grein til að menn áttuðu sig á því hvað er í húfi. Ástandið nú um stundir er geysi- lega alvarlegt og sum þeirra mistaka, sem Banda- ríkin eru að gera sig sek um á erlendri grundu ein- mitt nú, hafa magnað enn þessa aðsteðjandi ógn. Sumir segja að hryðjuverk séu fyrst og fremst aðferð, sem tilteknir menn beiti í baráttu, og að út í hött sé að lýsa yfir stríði gegn baráttuað- ferð. Hver er þín skoðun? Mér finnst að slíkur málflutn- ingur sé merkingarfræðilega snjall en innantómur að sama skapi. Við vitum alveg hver óvin- urinn er; óvinurinn er íslamskir bókstafstrúarmenn sem leggja stund á hryðjuverk. Menn sem nýta sér inntak merkilegra trúar- bragða til að heyja stríð gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Hver sá sem ekki telur að við séum um þessar mundir í stríði hefur ekki skoðað ýkja vel hvað sprengjutilræðið í Madríd fól í sér. Tilræðið í Madríd var bein og úthugsuð árás á lýðræð- isríki hvarvetna. Þetta verður að stöðva. Í greininni ræðirðu blákalt um hvernig beita megi skipulögð- um manndrápum og pyntingum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Er ekki óvenjulegt að maður sem hefur titilinn sem þú hefur hjá Carr-stofnuninni tali á þess- um nótum? Til hvers er að ræða mannrétt- indi á fræðilegum grundvelli ef maður ekki tekst á við erfiðar og sársaukafullar spurningar? Hvers vegna skyldum við láta þá Rums- feld og Cheney eina um að ræða þær aðferðir og herstjórnarlist sem beitt er í stríðinu gegn hryðjuverkum? Það er mjög mikilvægt að allir borgarar, einkum þeir sem vilja halda mannréttindi í heiðri, láti til sín heyra í þessum efnum. Hugs- anlega er ég í grein minni að storka fólki ofurlítið en ég velti því þó fyrir mér hvað menn gætu í raun og veru í siðferðilegum skilningi hafa haft á móti því að Osama bin Laden hefði verið drepinn í hnit- miðaðri eldflaugaárás árið 1998, eftir að hann hafði skipulagt og staðið fyrir hryðjuverkaárásum gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu. Við vorum þegar þarna var komið sögu í stríði við manninn og þegar þú ert í stríði þá beitirðu hern- aðarlegum brögðum. Hefði okkur tekist að beita hernaðarlegum brögðum árið 1998 gegn Osama bin Laden með góðum árangri hefðu 3.000 manns ekki þurft að deyja 11. september 2001. Auðvitað eru þetta erfiðir og ógeðfelldir valkostir að standa frammi fyrir. En við erum í þessum spor- um núna og það þýðir ekkert að óska sér að hlut- irnir væru öðruvísi. Hvað varðar pyntingar – og þetta skiptir máli vegna uppljóstrana um að íraskir fangar hafi verið beittir illri meðferð í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagd- ad – þá var ég að reyna að benda á þá staðreynd að Bandaríkin beita aðferðum í fangamálum í bæði Afganistan og Írak, að ekki sé talað um Guant- anamo-herstöðina á Kúbu, sem eru engan veginn í samræmi við lög og reglur. Afleiðingin verður óhjá- kvæmilega sú að fólki finnst það niðurlægt og mis- notað. Þessu verður að linna. Á mánudag [fyrir viku] sagði við mig bandarískur hershöfðingi að uppljóstranirnar í Abu Ghraib jöfn- uðust á við mikinn hernaðarlegan ósigur fyrir Bandaríkin. Svo mikilvægur er þessi atburður. Þetta er hreint út sagt stórslys. Þetta er siðferði- legt stórslys en líka pólitískt. En þetta er afleiðing af því að bandarísk stjórnvöld hafa ekki í fangels- isvistarverum sínum erlendis fylgt grundvall- arhugsun þeirra laga og reglna sem þau upphefja heima fyrir. Spurt og svarað | Michael Ignatieff Getum tapað stríðinu gegn hryðjuverkum Kanadamaðurinn Michael Ignatieff er fyrir löngu orðinn heimsþekktur fyrir bækur sínar um alþjóðamál og í nýrri bók, The Lesser Evil: Politic- al Ethics in an Age of Terror, fjallar hann um stríðið gegn hryðjuverk- um. Ignatieff er framkvæmdastjóri Carr-mannréttindastofnunarinnar við Harvard-háskóla, þar sem hann hefur einnig prófessorsnafnbót. Michael Ignatieff ’ […] uppljóstran-irnar í Abu Ghraib […] [eru] hreint út sagt stórslys. Þetta er siðferðilegt stór- slys en líka póli- tískt. ‘ Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.