Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 32 sími 561 0075 Seltjarnarnes | Þeim fjölgar stöð- ugt sem synda í sjónum sér til heilsubótar. Fyrir um tveimur ár- um kom Seltjarnarnesbær upp ein- faldri aðstöðu á vestursvæðinu þar sem sundmenn geta skipt um föt og þurrkað sér. Við það batnaði aðstaðan til muna og síðan þá hafa sjósundmenn fundið fyrir vaxandi áhuga á sjósundi. Seltirningurinn Björn Rúriksson er einn af frumkvöðlum sjósunds meðal íslensks almennings í seinni tíð og hefur sjálfur stundað það í ríflega sex ár. Hann telur vinsæld- ir sjósunds ekki síst til komnar vegna þess hversu heilsubætandi það sé. Segist hann hafa heyrt af fjölda fólks sem hefur fengið bót meina sinna eftir að það fór að stunda sjósund. „Það eru uppi ákveðnar kenningar um að sjóböð í kaldari sjó bæti ónæmiskerfi lík- amans, sem geri honum kleift að vinna betur sjálfur úr sínum mál- um,“ segir Björn, sem fór að stunda sjósund eftir að hafa hrjáðst af slæmum asma frá ung- lingsaldri. „Ég varð strax var við algjöra byltingu í líðan minni og kenni mér nánast ekki neins meins lengur. Mér datt þetta í hug í ein- hverju bríaríi að fara að synda í sjónum. Þessi hugmynd kom bara úr lausu lofti og ég saup nú hveljur í fyrsta skipti sem ég synti í sjó, en það var í Hvalfirði.“ Kostar ekkert nema skýluna Hiti sjávarins er breytilegur eft- ir árstíðum og er frá því að vera mínus tvær gráður á tímabili upp í tólf til þrettán gráður. Björn mælir hitastigið þegar hann syndir og segist hafa mest mælt 18 gráða hita í Seltjörn við Gróttu. „Á góð- um sumardögum hitnar Seltjörnin mjög mikið, enda er hún grunn og lokuð af gagnvart öldum frá hafinu nema á háflæði,“ segir Björn og bætir við að eftir sundið geti fólk skotist í sundlaugina á Seltjarn- arnesi til að skola af sér saltið. Björn segir afar gott að byrja að synda meðfram fjörunni í Seltjörn, þar sé góður sandbotn og hættulít- ið að synda. Fjölmargir klúbbar eru starfandi í kringum sjósund á Seltjarnarnesi, í Nauthólsvík og víðar og fólk sem hefur áhuga á að reyna, getur sett sig í samband við þá ef það vantar stuðning til að byrja. Björn segir heldur ekkert kosta að synda sjó- sund, „nema bara skýluna sem maður syndir í. Þetta er bara heilsusamlegt og góð ögrun í að taka á sínum líkama og sinni sál. Mér heyrist víða frá að sjósund sé að færast mjög í vöxt. Bæði hef ég heyrt um að starfsmenn fyrirtækja syndi saman og einnig um ein- staklinga sem hafa myndað sund- klúbba saman,“ segir Björn. Hon- um þætti kjörið ef Nauthólsvíkin gæti orðið heilsársbaðstaður fyrir þá sem hafa áhuga á sjósundi og veitt yrði volgu í tjörnina sem þar er allt árið. Marga hryllir eflaust við þeirri tilhugsun að synda í ís- köldum sjó, en Björn segir flest venjulegt fólk þróa með sér gott þol gegn kuldanum og lítil sem engin hætta sé á ofkælingu, sé var- lega farið. Hann segir þó mik- ilvægt að fólk sem ekki er visst um sína heilsu ráðfæri sig við lækni. „Þeir sem þola vel að standa undir kaldri sturtu ættu að geta gert þetta skammlaust. Það er bara mikilvægt að fara varlega í þetta fyrst og vera ekki á óöruggum stöðum, eins og þar sem er straumur og öldukast eða mjög grýttur botn. Aldrei er of varlega farið,“ segir Björn að lokum. Vaxandi áhugi á sjósundi meðal almennings á Seltjarnarnesi Heilsusamlegt, hressandi og allra meina bót Ljósmynd/Óskar J. Sandholt Hraustmenni: Sjósundkappar taka vel á því í Seltjörn á Seltjarnarnesi. Mosfellsbær | Vinnuskóli Mosfells- bæjar verður settur 10. júní næst- komandi og hefur umsókn- areyðublöðum um skólavist verið dreift til nemenda í 8.–10. bekk í Varmárskóla og nemenda í 8. bekk við Lága- fellsskóla. Á fréttavef Mosfellsbæjar, www.mos.is kemur fram að þeir sem ekki hafa enn fengið umsóknareyðublað geti nálgast það í félagsmiðstöðinni Bólinu eða á vefsíðu Bólsins á slóðinni bolid.blogspot.com. Skilafrestur umsókna er til 14. maí og er hægt að skila þeim til starfsfólks félagsmiðstöðva eða í þjónustuver Mosfellsbæjar, á fyrstu hæð í Kjarna. Nemendum Lágafellsskóla gefst einnig kostur á að skila umsóknum sínum í af- greiðslu skólans. Þeir sem skila inn umsókninni eftir að fresturinn er úti geta ekki vænst þess að hefja störf við upphaf starfs- tímabilsins en reynt verður að tryggja öllum þeim er sækja um einhverja vinnu. Umsóknarfrestur í vinnuskólann Kópavogur | Alþjóðadagur hreyfingar var í gær, en í tilefni hans hvatti Lýð- heilsustöð skólastjórnendur og foreldra- félög til að bjóða grunnskólanemum aukastund í hressandi og skemmtilegri útiveru og leikjum. Ljóst er að hreyfing- arleysi og kyrrseta ásamt röngu mat- aræði ógnar heilsu ungs fólks víða um heim og mikilvægt er að börn temji sér snemma heilbrigða hreyfingu og skemmtilega leiki. Hvort sem það var í tilefni dagsins eða bara af því að þau hafa gaman af því, létu þessir krakkar við Snælandsskóla leikgleðina njóta sín í gær og skemmtu sér hið besta í leikjum og skoppi að hætti yngstu kynslóðarinnar.Morgunblaðið/Árni Torfason Bætir, hressir og kætir Hafnarfjörður | Sundfélag Hafnar- fjarðar (SH), hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag hjá Ólympíu- og Íþróttasambandi Íslands á föstu- daginn var. SH er fyrsta íþrótta- félagið í Hafnarfirði sem hlýtur þessa viðurkenningu. Þetta þýðir að félagið uppfyllir ákveðin skilyrði í gæðamálum og innihaldi starfsins jafnt í vatninu sem og á þurru landi. Ellert B. Schram, forseti Ól- ympíu- og Íþróttasambands Ís- lands, afhenti Sigurði Guðmunds- syni, formanni SH, viðurkenninguna við hátíðlega at- höfn í innilauginni í Suðurbæjar- laug í Hafnarfirði. Ræður voru fluttar og gjafir gefnar, m.a. hlaut félagið rausn- arlega peningagjöf frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en það var Guð- mundur Rúnar Árnason bæjar- fulltrúi sem afhenti gjöf bæjar- stjórnarinnar. Loks var gestum boðið upp á kaffi, samlokur og marsipantertu. SH fyrsta fyrirmyndar- félagið í Hafnarfirði Ljósmynd/Hafsteinn Ingólfsson Ellert B. Schram, forseti Ólympíu- og íþróttasambands Íslands, og Sig- urður Guðmundsson, formaður SH, með viðurkenninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.