Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 19 Innritun vegna skólaársins 2004-2005 fer fram á skrifstofu skólans og lýkur föstudaginn 14. maí. Athugið að nemendur sem óska eftir áframhaldandi skólavist þurfa að endurnýja umsóknir sínar skriflega. Tónlistarskólinn á Akureyri, Hvannavöllum 14, 600 Akureyri. Innritun Nýir stjórnendur | Jakobína E. Áskelsdóttir hefur verið ráðin í stöðu leikskólastjóra nýja leikskól- ans við Tröllagil en þrjár umsóknir bárust um stöðuna. Þá hefur Kaldo Kiis verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri en Magna Guðmundsdóttir hefur sagt starfi sínu, sem aðstoðarskólastjóri, lausu. TVÖ Íslandsmet féllu á Þrekmeistara- mótinu sem fram fór í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri á laugardag. Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði bætti metið í opnum flokki kvenna um rúma mínútu en tími hennar var 20,01 mínúta og liðsmenn Nöldurs og Naggs frá Akureyri bættu metið í liða- keppni karla um 27 sekúndur en tími þeirra var 14,18 mínútur. Í opnum flokki karla sigraði Will Whitmore frá Bretlandi á tím- anum 17,09 mínútur sem er 8 sekúndum frá Íslandsmetinu. Í flokki karla eldri en 39 ára sigraði bretinn Phil McConnell á 20,11 mín- útum. Í liðakeppni kvenna sigruðu Kiðlingarnir frá Ólafsfirði á tímanum 16,49 mínútur, en þær vantaði einungis 8 sekúndur til þess að bæta eigið Íslandsmet. Blandað lið Íslend- inga og Breta sem fékk nafnið Svik og Prettir náði besta tímanum í liðakeppni karla eða 14,04 mínútur en þar sem liðið var fjölþjóðlegt fæst tíminn ekki skráður sem Íslandsmet. Rúmlega 80 keppendur frá 13 æfingastöðvum víðs vegar af landinu tóku þátt í Þrekmeistaranum að þessu sinni. Þrekmeistarinn í Íþróttahöllinni Tvö Íslands- met féllu ÁTAK til að stuðla að auknu ör- yggi barna á reiðhjólum hófst í gær með því að Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra af- henti 6 ára börnum úr Síðuskóla á Akureyri reiðhjólahjálma. Nú í vikunni verður öllum 6 ára börn- um á landinu gefnir slíkir hjálm- ar, en þau eru um 4.200 alls. Að auki fá þau þrautabók sem inniheldur fróð- leik um öryggi á reiðhjóli og þrautir. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sex ára börn á landinu fá hjálm að gjöf og að baki liggur samn- ingur Kiwanis, Eimskips og Flytjanda. Eimskip flytur hjálm- ana til landsins, Flytjandi sér um dreifinguna, og Kiwanismenn af- henda hjálmana í skólum lands- ins. Rannsóknir sýna að hjálmur sem er rétt stilltur kemur í veg fyrir áverka á höfði í 85% tilfella hvort heldur um er að ræða árekstur við bifreið eða að barn- ið detti á hjóli. Flest hjólreiðas- lys á börnum verða við fall af reiðhjóli án þess að ökutæki komi þar við sögu. Í slíkum til- fellum dregur hjálmurinn úr högginu ef höfuð barnsins lendir á gangstétt, kantsteini eða öðr- um hörðum fleti. Í umferðarlögum segir að börnum yngri en 15 ára sé skylt að nota hjólreiðahjálm við hjól- reiðar. Átaksverkefni Kiwanis, Eimskips og Flytjanda, er til þess gert að tryggja að öll sex ára börn eigi hjálm, sem þeim beri að nota þegar þau fara út að hjóla. Hápunktur átaksins verður fjölskyldudagur sem haldinn verður um allt land 15. maí næstkomandi. Átak til að auka öryggi barna á reiðhjólum Átakið hafið: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhendir börnum úr Síðuskóla á Akureyri fyrstu hjálmana. ÚTGERÐARMENN Súlunnar EA buðu eldri borgurum á Akureyri í siglingu um Eyjafjörð sl. sunnudags- morgun. Ferðin var liður í kynningar- og fræðsludögum um öldrunarmál sem nú standa yfir, undir yfirskrift- inni „Litríkt vor – virkir eldri borg- arar.“ Um 70 manns þáðu boð þeirra Bjarna Bjarnasonar skipstjóra og Sverris Leóssonar útgerðarmanns, í ágætis veðri. Aldraðir voru þar í mikl- um meirihluta en fólk á öllum aldri fór með í siglinguna. Tveir aldraðir heiðursmenn voru með hljóðfæri sín um borð og léku á harmonikku og trommur. Gestirnir um borð tóku lagið og sumir þeirra stigu dansspor á dekkinu, að sögn Bjarna, sem var hinn ánægðasti með hvernig til tókst. „Ég held að gamla fólkið hafi haft gaman að þessu og þá er til- ganginum náð. Fólkið skoðaði tæki og tól um borð og spurði mikið,“ sagði Bjarni. Siglt var út undir Gás- eyri og á leiðinni var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti. Eldri borgurum boðið í siglingu með Súlunni EA Sungið og stiginn dans á dekkinu Morgunblaðið/Kristján Ánægjuleg ferð: Gestir ganga frá borði Súlunnar EA eftir siglingu um Eyjafjörð. SÝSLUMAÐURINN á Akureyri, Björn Jósef Arnviðarson, dró ný- lega úr réttum lausnum í spurn- ingakeppni Pokasjóðs sem efnt var til í tengslum við sýninguna „Allar heimsins konur“ í Listasafninu á Akureyri, þar sem áhorfendur voru spurðir spjörunum úr. Sýningunni lauk um helgina og voru verðlaunin afhent með viðhöfn í safninu í fyrir helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Listasafnið fyrir norðan ýtir þannig undir þátttöku áhorfenda, en spurningakeppnir og skoðana- kannanir hafa ekki verið stundaðar með slíkum hætti hjá öðrum söfn- um landins, segir í fréttatilkynn- ingu frá Listasafninu. Í verðlaun voru 12 glæsileg lista- verk, svokölluð Mithila-málverk. Þessi tegund myndlistar á sér margra alda sögu innan indverskra alþýðulista. Lengst af voru þau ein- ungis unnin á veggi og eingöngu konur sáu um að mála þau. Þau prýddu svokallaðar kvennadyngjur, eða þá staði á heimilinu þar sem að- eins konur höfðu aðgang. Hlutverk málverkanna er að hreinsa, göfga og blessa heimilin og undirbúa þau fyrir margvíslegar trúarathafnir. Veggmálverkin eru með marg- brotnum mynstrum helgisiða og trúarlegra tákna og eru upprunnin í fornu menningarhéraði sem náði frá Bihar á norðurvestur Indlandi til Suður-Nepal. Sem fyrr segir lauk sýningunni „Allar heimsins konur“ á sunnudag en það er Pokasjóður sem var að- alstyrktaraðili sýningarinnar. Listasafnið á Akureyri og Pokasjóður Glæsileg verðlaun í spurningakeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.