Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hólmavík | Stór sögunarvél fyrir rekavið hefur um nokkurra vikna skeið verið staðsett skammt frá Hvalsárhöfða við Steingrímsfjörð á Ströndum. Þegar fréttaritara bar að garði var Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði staddur þar og var að saga stóra rekaviðardrumba fyrir landeigandann, Björn Pálsson á Þorpum. Búið var að stafla borðum í mismunandi stærðum í nokkrar stæður og úrgangurinn hafði verið tekinn til hliðar og staflað snyrtilega upp. Sögunarvélina flutti Pétur inn til landsins fyrir tíu árum og greiddi fyrir nokkrar milljónir. Síðan hefur hann ferðast um allt landið með vél- ina á vagni og sagað fyrir hlunninda- bændur á Ströndum, Langanesi og víðar. Að þessu sinni var vélin knúin áfram af gamalli dráttarvél af gerð- inni Massey Ferguson. Vélin er þannig útbúin að einn maður getur séð um að saga í henni ef annar sér um að bera viðinn að og frá vélinni. Náttúruleg fúavörn Viðurinn sem þeir Pétur og Björn voru að saga er einkum ætlaður til klæðningar utan á skemmu á Þorp- um og einnig í þaksperrur á sama mannvirki. Þá er rekaviður töluvert notaður í girðingarstaura en sem söluvara nýtur hann harðnandi sam- keppni innfluttra staura og raf- magnsgirðingar. Athygli vakti stór saghrúga sem myndast hafði neðan við plaströr sem tengt var vélinni og sá um að blása saginu frá. Að sögn Björns og Péturs átti ekki að hirða sagið, þrátt fyrir að það megi vel nýta undir hesta. Afganginn af rekaviðnum má svo gjarnan kurla og nýta til eldivið- ar eða í göngustíga. Góðan rekavið má nota í nánast hvað sem er og miklu máli skiptir að flokka hann eft- ir gæðum um leið og sagað er, en rekinn er til á öllum gæðastigum. Pétur segir dæmi um hús norður á Ströndum með hundrað ára gamalli rekaviðarklæðningu sem aldrei hef- ur verið fúavarin en stenst þó vel tímans tönn. Eftir að hafa velkst í sjónum í nokkur ár er viðurinn orð- inn gegnsýrður af söltum sjó og hef- ur þannig öðlast náttúrulega fúa- vörn. Íbúðarhúsið á Þorpum er byggt fyrir rúmum áratug og er alfarið úr rekaviði, en drumbar af lerkitrjám voru sérvaldir til byggingarinnar. Þá hefur Ómar Pálsson, bróðir Björns, notað rekaviðinn talsvert, en hann er húsasmiður á Hólmavík. Þá eru enn nokkur dæmi um að rekaviður sé nýttur til húshitunar. Samkvæmt vefnum bondi.is er tal- ið að reki sé á 725 jörðum hérlendis og finnist að einhverjum jörðum í flestum landshlutum, nema á jörðum við innanverðan Breiðafjörð. Rekinn Ferðast um og sagar reka fyrir bændur Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Drumbarnir sagaðir: Pétur Guðmundsson við vélina skammt frá Hvalsár- höfða við Steingrímsfjörð. LANDIÐ HÓPUR atvinnulauss fólks af Suð- urnesjum, 30 til 40 manns, er að hefja tveggja mánaða bóklegt nám á starfs- menntunarbrautum. Að því loknu tek- ur við þriggja mánaða starfsþjálfun í fyrirtækjum. Fólkið heldur atvinnu- leysisbótum á meðan á náminu stend- ur. Félagsmálaráðherra og Vinnu- málastofnun settu á fót starfshóp fyrr í vetur til að hafa yfirumsjón með átaki gegn langtímaatvinnuleysi og atvinnu- leysi ungs fólks. Skipaðir hafa verið samstarfshópar aðila vinnumarkaðar- ins, sveitarfélaga og menntastofnana um slíkt átak í nokkrum héruðum en starfið virðist komið lengst á Suð- urnesjum. Þar hefur Johan D. Jónsson verkefnisstjóri unnið að undirbúningi málsins í tvo mánuði. Hjálmar Árnason alþingismaður, formaður verkefnisstjórnar ráðherra, segir að atvinnu- leysi hafi verið hlutfallslega mest á Suð- urnesjum á undanförnum árum, ekki síst meðal ungs fólks. „Það er sárt að vita af fólki sem lend- ir í þeirri ógæfu að vera lengi án vinnu. Rann- sóknir sýna að það getur brotnað niður á ótrú- lega skömmum tíma. Það verður að gera allt sem hægt er til að byggja þetta fólk upp til sjálfshjálpar,“ segir Hjálmar. Hann lítur á átak- ið á Suðurnesjum sem tilraun sem hægt verði að yfirfæra á önnur landsvæði ef vel tekst til. 80% aðeins með grunnskólapróf Hátt í 400 manns eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum, meirihlutinn konur. Við gagna- söfnun og greiningu hópsins hefur komið í ljós að um 80% fólksins er aðeins með grunnskóla- próf, 7% hafa lokið stúdentsprófi en örfáir hafa lokið háskólaprófi og öðru slíku námi. Johan segir að við könnun á viðhorfum fólksins hafi komið fram að margir höfðu áhuga á einhvers- konar starfstengdu námi. „Við verðum að grípa til snöggra aðgerða til þess að þetta fólk festist ekki í atvinnuleysi, gera því einhver tilboð,“ segir Johan. Meðal úr- ræðanna er að bjóða þeim sem mestan áhuga sýndu að fara í starfstengt nám. Sameiginlegt bóklegt nám fer fram í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og hjá Miðstöð símenntunar. Það stend- ur yfir í tvo mánuði og samsvarar nítján ein- ingum í framhaldsskóla. Í framhaldi af því fer fólkið síðan í þriggja mánaða starfsþjálfun hjá atvinnufyrirtækjum og er það hluti af náminu. Sá hluti námsins getur verið mjög fjölbreyttur og getur því svarað óskum fólksins sem eru mis- munandi, að sögn Johans og Hjálmars. Menntamálaráðuneytið, Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins og Starfsafl koma að undirbúningi námsins og framkvæmd. Hópurinn hefur farið í viðtöl hjá námsráðgjöfum og niðurstaðan er sú að 20–30 manns, yngri en 25 ára eru að hefja bóklega námið í Fjölbrautaskól- anum og 13–15 eldri en 25 ára hefja sambærilegt nám hjá Miðstöð sí- menntunar. Hjálmar segir að þessi leið hafi aldrei áður verið farin og því mik- ilvægt að vel takist til. Þess vegna hafi verið lögð áhersla á að einstaklingarnir kæmu í námið af eigin áhuga, ekki vegna þvingunar eða þrýstings. Það hefði þrengt hópinn töluvert. „Fólkið fær aðstoð til að gera átak í lífi sínu, til að nota tímann sem það hefði annars setið atvinnulaust heima, til að byggja sig upp til að takast á við framtíðina. Við vonum að þetta starf örvi unga fólkið til að fara síðan út á vinnumarkaðinn eða til frekara náms,“ segir Johan. Starfshópurinn á Suðurnesjum og verkefn- isstjórinn vinna einnig að því að Suðurnesja- menn nýti betur ýmis úrræði sem Vinnu- málastofnun býður upp á, svo sem starfsþjálfun í fyrirtækjum og sérstök átaksverkefni sem sveitarfélögin, fyrirtæki og samtök geta unnið að og fengið til þess fólk af atvinnuleysisskrá. Hjálmar leggur á það áherslu að þrátt fyrir neikvæða umræðu um atvinnumál á Suð- urnesjum sé ýmislegt jákvætt að gerast. Ný at- vinnutækifæri verði til við margháttaða upp- byggingu á svæðinu og aukna starfsemi í fluginu. Átaksverkefni samstarfshóps gegn atvinnuleysi ungs fólks á Suðurnesjum Skipulagt: Johan D. Jónsson og Hjálmar Árnason vinna að und- irbúningi nýrra starfsmenntabrauta fyrir atvinnulausa. Heldur bótum í fimm mánaða starfstengdu námi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Féll af bifhjóli | Lögreglumenn á eftirlitsferð komu að 17 ára unglingspilti sem hafði fallið af bifhjóli á Njarðarbraut í Njarðvík í fyrradag. Pilturinn, sem var hjálmlaus, hlaut einhverja áverka og var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til læknisskoðunar. Hann hafði ekki réttindi til að aka bifhjólinu sem var að auki óskráð og ótryggt, að því er fram kemur á vef lögregl- unnar. Innri-Njarðvík | Unnið er af kappi við að reisa öfluga varnargarða í Njarvíkurhverf- unum tveimur enda ágangur sjávar þar mik- ill. Fyrir skemmstu fór garðurinn neðan við tjörnina í Innri-Njarðvík að taka á sig mynd þaðan sem þessi mynd er tekin. Hægra megin á myndinni má sjá varnargarðana tvo sem ganga út frá hvoru Njarðvíkurhverf- anna. Þegar hafið er hvað reiðast sést best að markmiðið með görðunum hefur náðst. Þá er að mestu ládauður sjór ofan við Fitj- arnar. Á þeim garði sem er fullkláraður (fjær) stendur steinvera og horfir til hafs. Þetta er ein af verum Áka Gränz málara sem hefur fjölgað ört í Reykjanesbæ að undanförnu. Unnið að hleðslu brimgarða Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Njarðvík | Kvennakór Garðabæjar og Kvennakór Suðurnesja halda sameiginlega tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudag- inn 12. maí kl. 20. Kvennakór Garðabæjar er að ljúka sínu fjórða starfsári. Stjórnandi hans er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona en píanóleikari kórsins er Helga Laufey Finnbogadóttir. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Kriszt- ina Kalló Szklenárné og píanóleikari er Geir- þrúður Fanney Bogadóttir. Kvennakór Suð- urnesja er elsti starfandi kvennakór landsins, en hann hefur starfað í rúm 36 ár, eða frá árinu 1968. Kórinn er á leið í söngferðalag til Ung- verjalands í haust. Tónleikahald af þessu tagi er liður í að efla samstarf kvennakóra landsins sem stöðugt eru að sækja í sig veðrið og verða sýnilegri í menn- ingarlífi landsmanna. Miðasala á tónleikana verður við innganginn og er miðaverð 1500 kr., en 1000 kr. fyrir eldri borgara. Sameiginlegir tónleikar tveggja kvennakóra Ótryggðir úr umferð | Lögreglumenn úr Keflavík klipptu í fyrrnótt skráningarnúmer af níu bifreiðum vegna vanrækslu á trygg- ingaskyldu bifreiðanna. Þeir vara fólk við, segja að eigendur bifreiða sem eru með trygg- ingamál bifreiða sinna í ólagi megi búast við að fá lögregluheimsókn á næstu dögum þar sem Umferðarstofa hafi sent lögreglustöðvum lista yfir þær bifreiðar sem eru ótryggðar. Reykjanesbær | Fyrsti fundur Árna Sigfús- sonar bæjarstjóra með bæjarbúum í ár verður í kvöld í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík. Hefst fundurinn klukkan 20. Bæjarstjóri hyggst ræða um atvinnu, menntun og umhverfi. Árni hélt fimm íbúafundi á síðasta ári og lýsti því yfir að þeir yrðu árlega. Hann segist ætla að fara yfir verkefni ársins á vegum bæjarins og það sem fram- undan er. Þar sé af mörgu að taka. Þá vill hann heyra viðbrögð íbúanna og hugmyndir þeirra. Það hafi reynst vel á síðasta ári. Oft komi íbúar með óvæntar ábendingar um ýmis mál í hverf- unum, meðal annars um umferðaröryggi sem mikið hafi verið rætt á íbúafundunum. Annar íbúafundur bæjarstjóra er í Höfnum á morgun og sá þriðji í Njarðvík á fimmtudag. Atvinna, menntun og umhverfi Árni Sigfússon         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.