Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er skemmtileg árátta,“segir Guðrún brosandi umleið og hún sýnir í hverju starf hennar felst með því að tæma skál sem fyllst hefur af hinu og þessu dóti og koma röð og reglu á skáp sem er fullur af kertum, serví- ettum og þvíumlíku en í hinni mestu óreiðu. Þetta er auðvitað ekki á heimili hennar sjálfrar, því þar á hver hlutur sinn stað og er ávallt á sínum stað. „Þú þarft að hafa sérstakan kassa eða poka fyrir páskadót og páskaskraut,“ segir Guðrún og tínir mánaðargamla páskaunga upp úr draslskálinni og setur til hliðar ásamt gulu kertunum og servíett- unum úr skápnum. Hún hefur yndi af því að flokka hluti, búa til kerfi og raða skipulega. „Þetta er mjög skemmtilegt.“ Kúnstin er að hafa ákveðinn stað fyrir alla hluti og setja hluti jafn- óðum á sinn stað. En er það erfitt fyrir suma að finna þessa ákveðnu staði fyrir alla hluti? „Það þarf ekki að vera því þetta er svipað á öllum heimilum. Við geymum blýanta til dæmis ekki með teskeiðum,“ segir Guðrún ákveðin. Þegar hún hefst handa við að koma skikki á óreiðu eins og í ein- um skáp, byrjar hún á að taka allt út úr skápnum til að sjá hvað þarf að flokka. Á gólfinu liggja nú sprittkerti í þremur pokum, kerta- stubbar og heil kerti, servíettur af ýmsu tagi, silfurskeiðar og serv- íettuhringir. Henni er illa við alls kyns umbúðir og reynir eftir megni að henda þeim og sameina inni- haldið. Sjálf geymir hún t.d. spritt- kerti í stórri skál en ekki í pok- anum sem þau koma í. Eftir yfirferð Guðrúnar hefur myndast pláss í yfirfullum skápnum og hægt er að henda heilum innkaupapoka af m.a. ónýtum kertum og umbúð- um. Því sem eftir stendur hefur verið raðað óaðfinnanlega. Sumir hafa þetta í sér. „Já, ég og mamma erum báðar svona en ég þekki eiginlega enga fleiri. En ég er alin upp við þetta og reyni að ala syni mína þannig upp líka,“ segir Guðrún. „Þetta er allt spurning um hugsunarhátt. Sumir vilja verða skipulagðari og þá geta þeir það, en aðrir vilja það ekki og líður bara vel í óreiðunni.“ Lík Monicu í Vinum Kannast hún við Monicu í Friends sem líður illa ef hin minnsta óreiða er á heimilinu? „Já, ég kannast við margt í fari Mon- icu,“ segir Guðrún hlæjandi. „Mér finnst slæmt að fara að heiman á morgnana án þess að leirtauið sé komið í uppþvottavélina.“ Guðrún hefur lengi hugsað hvernig hún gæti nýtt sér þennan eiginleika sinn og á vafri um Netið fann hún ýmsa vefi með því að leita undir orðinu „organizing“. Í ljós kom að mörg fyrirtæki sérhæfð í flokkun og skipulagi eru til í Bandaríkjunum. Skipuleggjarar eiga einnig með sér samtök þar í landi. Guðrún skrifaði út og fékk þær upplýsingar að lítið væri um nám eða skóla sem sérhæfðu sig á þessu sviði og hún ákvað að slá til og stofna fyrirtæki hér á landi að fyrirmynd þeirra bandarísku. Þar býður hún þjónustu sína þeim sem hafa skipulagið síður í sér, eða vantar af einhverjum orsökum að- stoð við að koma röð og reglu á hlutina. Fyrir tveimur mánuðum lét Guð- rún vita af sér með bréfi til Félags kvenna í atvinnurekstri og síðan hefur verkefnum fjölgað. Hún dregur bréfið upp úr vel skipu- lagðri skjalatöskunni þar sem allt er geymt í plöstum og þunnum bréfabindum. Í bréfinu segir Guð- rún m.a.: „Er allt í óreiðu? Viltu hafa allt í röð og reglu? viltu ganga að hlutunum á vísum stað? Varstu að flytja?“ Allt kemur til greina; heimilið, skrifstofan og skjalav- arsla. Eitt af verkefnum Guðrúnar er t.d. skjalavarsla fyrir lítið fyrirtæki sem felst m.a. í að raða ógreiddum reikningum í möppu, búa til lista og fara reglulega yfir hvað er búið  SKIPULAG | Núna er tíminn fyrir tiltekt því að fresta henni leysir engan vanda heldur magnar upp kvíða Hver hlutur á sinn stað Guðrún Brynjólfsdóttir ákvað nýlega að stofna fyrirtæki og nýta sér „skipulags- áráttuna“ sem hún hefur haft frá barnsaldri í stað þess að gera hana að vandamáli. Fyr- irtækið Röð og regla aðstoðar fólk við að koma skipulagi á heimilið eða skrifstofuna. Eftir: Reglu hefur verið komið á innihald skápsins og meira pláss hefur skapast. Skálin tóm. Fyrir: Fullur skápur af ónotuðum kertum og servíettum og skálin nýtur sín ekki full af drasli. Mjög skemmtilegt: Guðrúnu Brynj- ólfsdóttur finnst gaman í vinnunni en hún felst í að aðstoða fólk við að koma röð og reglu á hlutina. Morgunblaðið/Ásdís HVAÐ varðar meginreglur þegar kemur að skipulagi á heimili, segir Guðrún að ef maður er ekki búinn að nota eitthvað í tvö ár, þá muni mað- ur ekki nota það aftur og því óhætt að henda því. Best er að gera hlutina jafnóðum því þá mun gefast meiri tími fyrir eitthvað skemmtilegt. Hún ráðleggur fólki t.d. að ákveða um leið og ruslpóstur berst hvort það hafi not fyrir hann eða geti hent honum strax. Eins að fresta ekki verkefnum eins og að taka til í fataskápn- um þótt það geti virst óyf- irstíganlegt í fyrstu. Vænlegt geti reynst að prófa í tíu mín- útur og aðrar tíu mínútur dag- inn eftir. Listaverk eftir börn- in eru ómetanleg en vilja safnast upp. Sumt er geymt um aldur og ævi en annað er hægt að hengja upp í mánuð og taka svo mynd af barninu með myndina, geyma ljós- myndina en henda hinu sem oft er fyrirferðarmeira. Þetta ráð heyrði Guðrún annars staðar frá og finnst nokkuð gott. Góð ráð Sólskyggni henta einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Auðvelda þér að njóta útiverunnar í íslenskri veðráttu. OPIÐ frá 10:00 - 18:00, Lau. 11:00 - 15:00 REYKJAVÍK: MÖRKIN 4, S: 533 3500 • AKUREYRI: HOFSBÓT 4, S: 462 3504 Allt fyrir gluggana ! fagme nnska í53ár 5ára ábyrgð 15% afsl . í maí s: 894 3000 - 894 3005 Túnþökur Ná úruþökur Túnþökurúllur únþökulagnir Áratuga reynsla og þekking Pallasmiðir af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Gróður og garðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.