Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 23
að greiða og endurraða í möppuna m.t.t. þess. „Sumir fyrirtækja- eigendur fara með bókhaldið í plastpoka til endurskoðandans. Það er hægt að hafa þetta aðeins skipu- lagðara,“ segir Guðrún. Jafnsjálfsagt og húshjálp Þegar kemur að heimilum fólks getur Guðrún veitt aðstoð þegar kemur t.d. að því að raða í skápa, flokka eftir flutninga og skipu- leggja rými. „Hugmyndin er að ég veiti fólki aðstoð og ráðgjöf á þessu sviði. Það er kannski ekki mikið á því að græða að ég fari í gegnum fataskápinn eða komi í vinnugall- anum og ráðist á geymsluna, held- ur er mikilvægt að viðkomandi sé með og haldi svo í horfinu,“ segir Guðrún. Hún segir að fyrir tíu ár- um hafi verið frekar viðkvæmt að láta utanaðkomandi þrífa heima hjá sér en það þyki nú sjálfsagt. Sama geti átt við um þjónustu af þessu tagi. Heimili Guðrúnar, bílskúrinn og hirslur er allt afar vel skipulagt. Hún á gamlan skjalaskáp þar sem pappírum er raðað vel og vandlega. Öllu sem viðkemur börnunum, heilsufari, ferðalögum o.s.frv. Í bíl- skúrnum standa vel flokkaðir kass- ar og allur óþarfi hefur verið grisj- aður. Barnæsku Guðrúnar hefur t.d. verið pakkað í tvo kassa. „En það þarf ekki að henda öllu, margt er tilfinningatengt og sjálfsagt að geyma, en það verður líka að passa að safna ekki of miklu drasli. En það er ekki endilega geymslan eða bílskúrinn sem er að vefjast fyrir fólki, heldur þetta dót sem er í kringum okkur dags daglega. Það þarf bara að finna því ákveðna staði og setja það á þá. Að fresta því leysir engan vanda heldur magnar bara upp kvíðann. Það er enginn tími betri til að gera hlutina en núna,“ segir hin skipulagða Guð- rún Brynjólfsdóttir að lokum. steingerdur@mbl.is TENGLAR .............................................. www.getorganizednow.com www.neatnesscounts.com gudrunb@mi.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 23 Maður kanneinhvernveginn á sitt eigið barn, svar- aði ég vini mínum, barnlausum, sem heimsótti mig stuttu eftir fæðingu. Í raun hallast ég samt að því að það að hugsa um þig sé að mörgu leyti líkt því hvernig það var að fæða þig í móð- urkviði, náttúran sér bara einhvern veginn um þetta. Hjá okkur fór allt af stað í miðjum Jay Leno þætti, fyrsta hríðin kom snöggt og allt gerðist mjög hratt eftir það. Pabbi þinn keyrði okkur á millj- ón niður á spítala og ég bæði emjaði og grét af verkjum alla leiðina, kannski líka af ótta við að vera að missa alla stjórn. Það skrýtna við fæðingu er nefnilega sú staðreynd að maður stýrir ekki neinu, líkaminn leiðir mann áfram og móðir náttúra tekur við í einu og öllu. Og auðvitað var þetta sárt, hlélaust og óstöðvandi, ég þráði það eitt að fá smápásu. Allt þetta fallega sem ég ætlaði að segja við pabba þinn var með öllu gleymt og mér hefði verið sama þó að hundr- að manns hefðu verið í herberginu. Á einhverjum tímapunkti heyrði ég pabba þinn síðan segja: Hún er að koma, hún er að koma, og á því augnabliki helltist einhver óskiljan- legur fítonskraftur yfir mig. Ljós- móðirin leyfði mér að finna kollinn með hendinni og eftir það var það ekkert nema að rembast og rembast og rembast … Og á einu augnabliki varstu síðan komin; þú þessi litla prinsessa, litla ástin mín, litla fallega barnið mitt sem ert nú þegar búin að breyta öllu sem heitir tilgangur í þessu lífi! Nokkrum dögum eftir fæðinguna hélt ég á þér í fanginu heima. Nafna þín og mamma mín spurði mig: Finnst þér ekkert skrýtið að vera allt í einu komin með barn? „Jú, “ svaraði ég al- sæl og bætti við að það væri skrýtið en samt algjörlega það stærsta og mesta sem ég hefði upplifað. Mér finnst þetta bara alveg ótrúlegt. „Já, og svona verður þetta það sem eftir er, tilfinningarnar breytast nefnilega ekkert þó þið stækkið,“ svaraði mamma þá. Já, það er nefnilega ekkert stærra til en að eignast barn. Mamma Prinsessa er fædd Endir.  DAGBÓK MÓÐUR Líklegra er að fólk þjáist afþunglyndi eða geðrænumvandamálum ef það býr í stórborg en í dreifbýli, að því er sænsk rannsókn sýnir fram á. Á vefnum forskning.no kemur fram að þátttakendur í könnun sænsku Kar- olinsku stofnunarinnar hafi verið 4,4 milljónir á aldrinum 25–64 ára. Þeir sem bjuggu í mesta þéttbýl- inu áttu 68–77% frekar á hættu á að þurfa að takast á við geðræn vanda- mál en þeir sem bjuggu í mesta dreifbýlinu, og voru í 12–20% meiri hættu á að verða þunglyndir. Með geðrænum vandamálum er m.a. átt við persónuleikatruflanir, rang- hugmyndir og miklar geðsveiflur. Í ljós kom að einstæðir, lítið menntað- ir karlmenn voru í stærsta áhættu- hópnum. Sálfræðingurinn Oddvar Skjæve- land vill gjalda varhug við niðurstöð- unum og bendir á að geðfatlaðir vilji oft frekar flytja í þéttbýli þar sem þeir veki ekki eins mikla athygli og í litlum bæjum þar sem allir þekki alla. Í rannsókninni sé slíkt ekki tek- ið með í reikninginn. Andlegar þrautir í þéttbýli  BÚSETA Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 www.thjodmenning.is                                 !         ! "#       $" % $"       "  &"   " '   &"  ("         &    ) *'      +    ,"  " '  "   " - "  &"     & .      /     01       2, 3  "       &   "                               !  4     '   "#       $" % $"       "  &"   " '   &"  ("         &    ) *'    5     ,"  " '  "   " - "  &"     & .      /     01  4      2, 3  "       &  )     "  " &   " ' '   6 3 2'6 . - 6 .. 7#' &      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.