Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 27 ÞAÐ hefur lengi staðið styr um eignarhald á náttúruauðlindum á Íslandi. Deilur um landamerki og eign á landi eru alþekktar, nú síðast vegna laga um þjóðlendur, en í samræmi við þau er unnið að því að ná niðurstöðu um hvaða land er í einkaeign og hvað er þjóðlenda; land sem skilgreint er í eigu ríkisins. Deilurnar um eignarhald á fiskistofn- unum í hafinu kringum Ísland, „sameign þjóð- arinnar“, hafa líka verið mjög fyrirferðarmiklar í þjóðmálaumræðunni. Til að ná árangri við auðlindanýtingu er mikilvægt að eign- arhald auðlindanna sé ljóst og þar með ábyrgðin á nýtingu þeirra. Einkaeign- arréttur er eini eign- arrétturinn sem er skil- greindur í stjórnar- skránni. Hann er þó að margra mati ekki full- nægjandi og Auðlinda- nefnd, sem alþingi kaus vorið 1998, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að skilgreina einnig í strjórn- arskránni þjóðareignarrétt. Með slíkum skilgreindum eignarrétti yrði bæði eiganda (þjóðinni) og þeim sem fengju að nýta það sem skilgreint yrði sem þjóðareign ljós- ar skyldur sínar og réttindi. Undir þjóðareignarrétt væri þá hægt að fella t.d. fiskistofnana, þjóðlendur, hafsbotninn og annað það sem hing- að til hefur í vandræðaskap verið skilgreint sem eigur ríkisins. Hér er við hæfi að minna á deiluna um Þingvelli; eru þeir ríkis eða kirkju? Lögin eru þó skýr; Þingvellir skulu vera ,,ævinleg eign íslensku þjóð- arinnar“. Dugar ekki ríkiseignin? Er þjóðareign eitthvað betri en einkaeign eða ríkiseign? Það er pólitískt mat margra að ekki sé grundvöll- ur fyrir því að t.d. há- lendið (þjóðlendur) og fiskistofnarnir verði skilgreint sem einkaeign þeirra sem það nýta. Það yrði einfaldlega aldrei friður um slíka til- högun. Þótt ákvæðið um sameign þjóðar- innar í fiskveiði- stjórnarlögunum sé óljóst hefur enginn stjórnmálaflokkur treyst sér til að leggja til breytingar á því. En óljós laga- ákvæði skapa líka óljósa réttarstöðu. Það þekkja þeir sem nýta fiskistofnana. Með því að skilgreina nýja tegund eignarréttar; þjóðar- eign, í stjórnarskrá væri hægt að ráða bót á því. Hugmynd auðlinda- nefndar sneri fyrst og fremst að náttúrurauðlindum og gekk út á það að þjóðareign mætti ekki selja eða láta varanlega af hendi en veita mætti heimild til afnota eða hagnýt- ingar á þessum auðlindum. Einka- eign má hins vegar selja varanlega og það á við um ríkiseignir líka, enda lúta þær sömu lögmálum og einkaeign annarra lögaðila. Finnum nýja og traustari skipan mála Forsætisráðherra hafði gefið fyr- irheit um það að fyrir síðustu al- þingiskosningar yrði lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um þjóðareignarákvæði í anda til- lögu auðlindanefndar. Þegar til kastanna kom varð ekkert úr því. Hins vegar kom ákvæði þess efnis inn í stjórnarsáttmála að stefnt yrði að því að hið óljósa ákvæði úr lögunum um stjórn fiskveiða yrði sett í stjórnarskrá. Það mun hins vegar engu breyta um óljósa rétt- arstöðu þeirra sem fá að nýta fiski- miðin og því engu skipta. Það er mikilvægt að þessi mál séu rædd og við reynum að finna þá skipan mála sem sátt geti orðið um. Nú þegar raforkumarkaðurinn er að opnast er enn brýnni þörf á því að reglur séu skýrar og réttindi á hreinu. Með þjóðareignarákvæði í stjórnarskrá væri hugsanlega unnt að leggja grunn að samræmd- um reglum er giltu um allar auð- lindir í eigu eða umsjón þjóð- arinnar. Það er afar mikilvægt fyrir þjóð sem byggir í svo ríkum mæli á auðlindanýtingu. Framtíðarhópur Samfylk- ingarinnar hefur að undanförnu efnt til umræðu víða um land um auðlindanýtingu. Næst á þeirri dagskrá er málstofa um þjóðareign á auðlindum og öðrum sameignum þjóðarinnar sem haldin verður í Norræna húsinu miðvikudaginn 12. maí kl. 16:30. Það verður m.a. fjallað um Public Trust eins og sú tegund þjóðareignar er skilgreind í Bandaríkjunum. Einnig verður fjallað um tillögu auðlindanefndar og ýmsar þjóðareignir sem jafnvel eru munaðarlausar í einhverjum skilningi. Umræðan er mikilvæg og að sem flestir geri sér grein fyr- ir mikilvægi þess að við búum sameignum okkar sem traustastan ramma. Málstofa Framtíðarhóps- ins er viðleitni í þá veru og vænt- anlega vekur hún enn frekari áhuga á þessu mikilvæga viðfangs- efni. Þjóðareign – ekki ríkiseign Svanfríður Jónasdóttir skrifar um eignarhald á náttúruauðlindum ’Er þjóðareigneitthvað betri en einkaeign eða ríkiseign?‘ Svanfríður Jónasdóttir Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. HREINN Loftsson kvað upp úr með það nýlega að hann hefði þurft leiðbeiningar við til að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Eðli málsins samkvæmt gerir maður svoleiðis ekki. En til er fordæmi úr sögu Sjálfstæðisflokksins eldri. Árið 1912 voru tíu þingmenn kosnir undir merkjum Sjálfstæðisflokks- ins. Úrvinda eftir ráðherradóm Björns Jónssonar og Kristjáns Jónssonar kusu sjö af þessum þingmönnum að ganga til liðs við Hannes Hafstein árið eftir, í svo- kallaðan Sambandsflokk (eins og stærsti flokkur Færeyja heitir enn í dag). Álíka margir af heima- stjórnarmönnum neituðu aðild að Sambandsflokknum og héldu nafn- inu heimastjórnarmenn. Kom þá upp nokkur vandi varðandi þá sem höfðu verið kosnir undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í kosningum, en voru nú reiðubúnir að ganga til liðs við Hannes Hafstein. Hinir þrír sem eftir voru, þeir Bjarni frá Vogi, Skúli Thoroddsen og Bene- dikt Sveinsson, tilkynntu þá sjö- menningunum að þeir væru reknir úr Sjálfstæðisflokknum þar sem þeir hefðu brugðist stefnu hans. Þrír af tíu ráku hina sjö. Eftir það voru þremenningarnir og fylgis- menn þeirra kallaðir „Sjálfstæðis- menn – þversum“, nafngift sem þeir voru stoltir af, og undir því merki leiddu þeir þjóð sína til sig- urs og sjálfstæðis 1918. Davíð Oddsson hefur reynst Sjálfstæðisflokknum sterkur for- maður á undanförnum árum, en hefur persónulega bresti sem hafa ágerst með árunum. Nú gengur hann fram af öllum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum með því að gera kröfu til að flokkurinn fylgi honum í árás á öll þau mann- réttindi, sem talin eru í stjórnar- skrá lýðveldisins – nema helst trú- frelsið – og að auki öll persónufrelsisákvæði þeirra al- þjóðlegu mannréttindasáttmála, sem Ísland hefur undirgengist á undanförnum árum. Flokkurinn hefur fylgt honum fram á brún hyl- dýpisins. Þar hljóta leiðir að skilj- ast. Er nú ekki tími til kominn að í stað þess að tínast úr flokknum, einn og einn, fari nú allir sannir sjálfstæðismenn að dæmi þre- menninganna í Sjálfstæðisflokkn- um gamla og reki alla þá úr flokkn- um, sem gengið hafa gegn stefnu hans, nú um sjálfstæði og frelsi einstaklingsins til orða jafnt sem athafna? Með auðkenningunni Sjálfstæð- isflokkurinn – þversum verði aftur hafin upp þau merki sem fallið hafa á undanförnum hálfum öðrum ára- tug. „Gjör rétt – þol ei órétt“ var viðkvæði Ólafs Thors. Kjörorð Bjarna frá Vogi var: „Að hugsa rétt og vilja vel.“ Þessi einkunnarorð héldu menn, ekki aðeins í orði heldur og á borði. Á því byggðist fjöldafylgi Sjálf- stæðisflokksins. Nú stöndum við frammi fyrir því að forysta flokks- ins er að bregðast stefnu hans. Við því er aðeins eitt rökrétt svar. Gjör rétt – þol ei órétt Höfundur er blaðamaður. Ólafur Hannibalsson SKORAÐ er á forsætisáðherra að leggja nú þegar fram frumvarp um opnar fjáreiður stjórnmála- flokka og frambjóðenda. Frum- varpinu verði ætlað að standa vörð um lýðræði og almannaheill í land- inu og komi fram nú, þar sem þau gildi virðast rísa hvað hæst á Al- þingi og í þjóðfélaginu að frum- kvæði forsætisráðherra sjálfs. Víðast í vestrænum heimi eru opnar fjárreiður forsenda þess að áhrifamikil samtök, öflug fyrirtæki eða auðugir einstaklingar geti ekki með fjármagni haft áhrif á stefnu/ sjónarmið stjórnmálaflokka, eða jafnvel keypt einstaka stjórnmála- menn til fylgis við sérhagsmuni eins og fjölmörg fréttadæmi síð- ustu ára sanna úr víðri veröld. Stjórnmálaflokkar/frambjóð- endur (þ.m.t. prófkjör), með opn- ar, gegnsæjar fjárreiður eru hluti af heilbrigðu lýðræði. Opnar fjár- eiður vinna því gegn spilltum áhrifavöldum og stuðla að al- mannaheill. Frjálsir fjölmiðlar hafa frá upp- hafi verið helsta baráttutækið fyrir lýðræði og almannaheillum í ver- öldinni. Frjálsir fjölmiðlar í dag sem eru öflugir og vinsælir á meðal fólks hljóta að vinna að almanna- hagsmunum í þökk stórs hluta íbú- anna. Frjálsir fjölmiðlar þröngra sérhagsmuna hafa ávallt dæmt sig sjálfkrafa til hliðar þegar þeir njóta ekki hylli almennings. Það er áhugi fólks sem hver frjáls fjölmið- ill þarf til að nærast á og dafna (einfalt markaðslögmál), missi slíkur miðill tiltrú/vinsældir á frjálsum markaði lokast á endan- um fyrir gáttirnar sjálfkrafa. Stjórnmálamenn og einræðisöfl um allan heim hafa ítrekað mis- beitt fjölmiðlum sem þeir hafa haft stjórn á eða ítök í. Þannig hafa aft- urhaldssamir ráðamenn ítrekað unnið gegn almannahagsmunum og lýðræði. Með boðum, bönnum eða höftum, hefur þröngsýnum stjórnmálamönnum oft tekist að hefta frjálsræðið. Daður við for- sjárhyggjuna hefur viðhaldið rík- isreknum fjölmiðlum, undir beinni pólitískri stjórn (eins og enn þekk- ist á Íslandi) og jafnvel beitt þeim gegn frjálsum miðlum. Sú saga er vel þekkt, sorglega löng og varir því miður víða enn þegar komið er fram á nýja öld. Skorað er á forsætisráðherra sem einn hóf umræðuna að for- gangsraða málum í þinginu sem varða almannahagsmuni og lýðræðið í landinu. Skorað er á for- sætisráðherrann að ljúka ferli sín- um með þeirri sæmd að greiða fyr- ir lagasetningu um opnar, gegnsæjar fjárreiður stjórnmála- flokka og frambjóðenda. Þá yrði ekki hægt að veita mikið fé, beint eða óbeint til stjórnmálamanna án þess að það yrði opinbert, eða hafa hugsanlega, með fjárhagslegum stuðningi áhrif á afstöðu stjórnmálamanna/flokka í and- stöðu við almannaheill og lýðræðið í landinu. Vafa almennings gagn- vart áhrifamætti veitenda dulins fjár á stjórnmálamenn og flokka yrði eytt! Á meðan gefst tími til að gaum- gæfa fjölmiðlafrumvarp betur, að- laga það með sátt frjálsum raun- veruleika í stað þess að knýja mál áfram (með pólitísku ofbeldi) og skapa enn á ný í þjóðfélaginu jarð- veg sundrungar í stað sátta við leiðarlok. Skorað á for- sætisráðherra Höfundur er markaðsstjóri. Pálmi Pálmason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.