Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ✝ AðalsteinnHjaltason fædd- ist á Rútsstöðum í Eyjafirði 28. ágúst 1932. Hann lést að heimili sínu Vallar- gerði 4b á Akureyri sunnudaginn 2. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Hjalti Guðmundsson (f. 12.7. 1893, d. 28.5. 1988 ) og Anna Guð- mundsdóttir (f. 6.5. 1898, d. 23.1. 1998), bændur á Rútsstöð- um í Öngulsstaða- hreppi í Eyjafirði. Aðalsteinn var fjórði í röð sjö systkina sem eru: Guðmundur, maki Krisín Gunnars- dóttir; Þór, maki Hanna Jóhannes- dóttir; Gestur, maki Guðrún Sig- urðardóttir; Jóna, maki Ingimundur Pétursson (látinn); Rósa, maki Örn Smári Arnaldsson; Tryggvi, maki Birgitte M. Tryggvason. Hinn 26. desember 1954 kvænt- Elí (f. 11.11. 1982) og Helene (f. 28.1. 1992). Barnsmæður Freys eru Aðalheiður Kjartansdóttir og Ann- ette Berg. 4) Lilja Aðalsteinsdóttir (f. 19.11. 1970). Aðalsteinn var í sambúð sl. tíu ár með Ástu Val- hjálmsdóttur (f. 24.6. 1932) og bjuggu þau í Vallargerði 4b Akur- eyri. Aðalsteinn ólst upp á Rútsstöð- um í Eyjafirði og þar í sveitinni lauk hann hefðbundinni skóla- göngu. Í fjölmörg ár var hann verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Hann vann mikið úti á landsbyggð- inni með vegavinnuflokka í fjöl- mörg sumur þar sem hann var ábyrgur fyrir malarvinnslu og öðr- um vegavinnuframkvæmdum. Sjó- sókn stundaði hann einnig og átti sinn eigin bát í þó nokkur ár. Síðari starfsár hans voru við Skinnaverk- smiðuna á Akureyri þar sem hann starfaði við framleiðslu. Aðalsteinn var alla tíð meðlimur í Verkstjórafélagi Íslands. Hann var mikill söngmaður og söng með- al annars í Karlakór Akureyrar og Kirkjukór Glerárkirkju. Síðari ár var Aðalsteinn virkur meðlimur í Húsbílafélaginu á Akureyri. Útför Aðalsteins verður gerð frá Glerárkirkju á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ist Aðalsteinn Krist- björgu Ólafíu Björns- dóttur (f. 13.9. 1929, d. 30.1. 1992). Þau bjuggu alla tíð á Ak- ureyri. Aðalsteinn og Kristbjörg eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Anna Aðalsteins- dóttir (f. 11.3. 1951), gift Hilmari Hanssyni (f. 21.1. 1949). 2) Björn Aðalsteinsson (f. 13.7. 1956), kvæntur Sól- veigu Brynjarsdóttur (f. 11.2. 1959), börn þeirra eru Aðalsteinn Már Björnsson (f. 17.8. 1979, d. 25.6. 2000), Elmar Björnsson (f. 21.8. 1981), í sambúð með Thelmu Ýr Brynjarsdóttur (f. 26.8. 1980), börn þeirra eru Aníta Hrund (f. 13.9. 2001) og Aðalsteinn Máni (f. 13.12. 2003), Anna Sigríður Björnsdóttir (f. 8.9. 1986),í sambúð með Hilmari Þór Birgissyni. (f. 26.11. 1984), 3) Freyr Aðalsteins- son (f. 23.12. 1958), börn hans eru: „Sól og sumar er eina paradísin okkar Íslendinga, þá grænka dal- irnir okkar, heiðarvötnin blika og blána fjær og nær eins og tindrandi augu sem horfa hugfangin á hina himnesku dýrð sólarinnar. Og hafið kyrrist, hljóðnar og breiðir silf- urbláa faðminn sinn um klettóttar strendur landsins. Þá byrjar líf, gleði og frelsi á Íslandi.“ Jóhann Jónsson skáld. Þessi fallega vorlýsing sýnir vel hvernig pabbi hugsaði um landið sitt. Hann var hafsjór af fróðleik um Ísland og hafði einstaklega gaman af að ferðast, það má segja að hann hafi þekkt landið frá fjöru til fjalla, hverja sýslu og sveitabæ. Í veik- indum sínum s.l. vetur notaði hann tímann ásamt sambýliskonu sinni Ástu að fara yfir ferðabækur og kort, saman ætluðu þau út í vorið á húsbílnum, að ferðast um landið eins og þau hafa gert mörg und- anfarin ár. Pabbi hafði mjög gaman af söng, var mikill söngmaður og í fjöldamörg ár var hann í Karlakór Akureyrar og Kirkjukór Glerár- kirkju. Selskapsmaður var hann og var vinahópur hans einstaklega stór. Ekkert lét hann fram hjá sér fara í þjóðmálum og hafði hann unun af því að ræða það sem efst var á baugi hverju sinni. Sterka skoðun hafði hann alla tíð á pólitík og öllu sem viðkom okkar daglega lífi. Við systkinin fjögur ólumst upp í mjög góðu yfirlæti, aðhaldi og reglusemi í húsi sem pabbi byggði að Stafholti 12 á Akureyri. Pabbi var ákaflega atorkusamur maður, vann mikið og ætlaðist einnig til mikils af þeim sem hann hafði í kringum sig, hann ásamt móður okkar kenndi okkur börnunum sínum stundvísi og vinnusemi. Það voru margar gleði- stundirnar á heimili foreldra minna þegar ég var að alast upp og þakka ég þeim báðum fyrir öll dýrmætu árin sem ég átti með þeim báðum. Nú er leiðin á enda og hefur pabbi skilað sínu dagsverki og gott betur. Ég kveð þig með söknuði, pabbi minn. Anna Aðalsteinsdóttir. Það eru ríflega þrjátíu ár síðan Alli tók á móti mér á Akureyrar- flugvelli. Hann var kominn til að taka á móti dóttur sinni og mér, til- vonandi tengdasyni, sem hann hafði aldrei séð áður. Hann var þá aðeins rétt innan við 40 ára gamall og sagði mér seinna að hann hefði ábyggi- lega verið jafn stressaður yfir þessu og ég. En ég trúði því nú aldrei. Við urðum strax miklir mátar og á það skyggði aldrei þau 33 ár, sem liðin eru síðan. Það var gaman að skemmta sér með Alla. Hann var ákaflega góður söngmaður og virtist kunna alla ís- lenska texta, sem vert var að kunna. Eins var hann líka ótæmandi upp- spretta af skemmtilegum vísum og sögum. Það var heldur aldrei komið að tómum kofunum hjá honum þegar við byrjuðum að ræða dægurmálin og Alli hafði ákveðnar skoðanir á öllum málum og stóð fast á sínu, enda manna fróðastur og fylgdist vel með því, sem gerðist. Við vorum ekki alltaf sammála en aldrei minn- ist ég þess að við höfum skilið ósátt- ir. Alli var alla tíð mikið náttúrubarn og þekkti hvern krók og kima lands- ins. Það var stundum eins og að vera í skoðunarferð með sérhæfðum leiðsögumanni þegar við keyrðum saman um sveitirnar og hann fræddi okkur hin um nöfn staðanna og sögu. Við fórum hér á árum áður í margar veiðiferðir saman. Hann kenndi mér, malarbúanum og ný- græðingnum, og opnaði augu mín fyrir því að njóta íslenskrar náttúru. Við veiddum bæði í vötnum, ám og úti á sjó á trillu, sem hann átti. Allt- af virtist Alli vita hvert best væri að fara og best að veiða. Oft voru nokkrir af mýmörgum félögum Alla með í ferðunum og þetta eru ákaf- lega skemmtilegar minningar og hafa margar sögur hafa verið sagð- ar eftir þessar ferðir. Það eru til menn, sem einhvern veginn virðast sterkari og traustari en aðrir menn. Alli var einn þessara manna. Hann var ákaflega harður af sér og ósér- hlífinn og einhvern veginn fannst mér að það væri ekki margt, sem hann gæti ekki gert. Ef hann var ekki á ferðalögum um landið og í veiðiferðum þá var hann að smíða eitthvað eða gera við. Hann átti ákaflega bágt með að vera aðgerða- laus. Það var t.d. ekki lengi í einu, sem maður sá hann setjast fyrir framan sjónvarp og þá aðeins ef það var fræðsluefni eða einstaka gam- anþættir. Kvikmyndir vildi hann t.d. ekki horfa á nema helst einstaka gamanmyndir og þær máttu ekki vera bannaðar innan tólf ára, sagði hann. En nú, kæri tengdapabbi, er kom- ið að kveðjustund, a.m.k. um stund- arsakir. Hvíldin er ábyggilega kær- komin eftir þessa erfiðu mánuði þó svo að styrkur þinn hafi verið mikill. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga með þér samleið, lært af þér og að hafa átt þig að traustum vin. Þín verður sárt saknað. Hilmar Hansson. Alli föðurbróðir minn látinn. Krabbamein hefur lagt þennan atorkumann að velli, fyrir aldur fram. Baráttan hefur verið hörð síð- ustu mánuðina. Fyrir örfáum árum greindist meinið að nokkru fyrir til- viljun, og eftir skurðaðgerð náði hann allgóðri heilsu, þar til fyrir tæpu ári. Þá var ljóst að veikindin höfðu tekið sig upp og batahorfur litlar. Það er sorglegt að horfa upp á hve lækning er enn takmörkuð í þessum sjúkdómaflokki þar sem ráðin sem gefast virðast alltof oft vera fólgin í þjáningarfullum með- ferðum sem veita litlu meira en skamma lengingu lífdaga. Alli var að mestu menntaður í lífsins skóla. Um starfsævi sína vann hann margvísleg störf sem flest voru á því sem kalla má verk- tengdum sviðum. Hann stundaði sjómennsku þar sem hann um tíma gerði út trillu. En flest voru starfs- árin þó í landi. Meðal annars vann hann í smjörlíkisgerð Flóru við ýmis framleiðslustörf. Þá var hann um tíma verkstjóri hjá Akureyrarbæ og einnig vann hann um nokkurra ára skeið við framleiðslu í veiðarfæra- deild Odda, þar sem að faðir minn var verkstjóri. Þar vann ég með Alla á unglingsárunum en á þeim árum máttu unglingar enn vinna gild störf í sumarleyfum frá skóla. En meginstarf Alla var hjá Vega- gerð ríkisins, þar sem að hann vann í áratugi. Þar var hann verkstjóri og hafði með höndum verklega stjórn- un á þeirri deild sem annaðist jarð- vegsvinnslu fyrir þjóðvegi landsins. Í byrjun sá hann um svokallaða malarhörpu en síðar tók hann við mikilli vélasamstæðu sem gekk und- ir heitinu malari. Hann var því um langt skeið allmikið fjarverandi heimilinu á sumrin þar sem að flokkur sá er hann stjórnaði fór víða um, allt eftir verkefnum og vega- lagningu á hverjum tíma. Um skeið var kona hans, Krist- björg Björnsdóttir eða Kidda eins og hún var oft kölluð, ráðskona með vinnuhópi Alla og sá hún um mat- seld fyrir starfsmenn. Man ég vel eftir heimsóknum sem ég fór með foreldrum mínum til þeirra í vinnu- skúrana, og þóttu mér þær ferðir afar spennandi og í raun sveipaðar ævintýraljóma. Alli var hæfur verkmaður og tók störf sín og verkefni af alvöru. Vildi láta þau ganga snúningalaust. Hann lagði mikið upp úr verklagi og fann ávallt út hagkvæmar og skilvirkar aðferðir þar sem hann kom að mál- um. Hann var fjölhæfur til verka og kunni skil á mörgum sviðum, í gegn- um hinn fjölþætta starfsferil er hann átti að baki. Söngmaður var hann góður og þó að tómstundir væru fáar fór hann stundum til veiða og renndi fyrir silung eða lax, oftast með góðum árangri. Skaplaus var frændi minn ekki. Hafði yfirleitt skoðun á mönnum sem málefnum. Baktal og þvíumlíkt átti ekki upp á pallborðið hjá hon- um. Hann var hreinskiptinn og sagði mönnum skoðun sína milliliða- laust ef því var að skipta en virti ætíð nærveru sálar. En þó að hon- um gæti snögglega runnið í skap stóð ætíð upp úr sá eðlisþáttur hans, sem mér fannst fyrirferðamestur í hans fari, en það var rík réttlæt- iskennd. Ef honum mislíkaði eitt- hvað var það vegna þess að hann taldi ranglega farið með, eða á ein- hver hallað. Fannst mér hann hafa næman skilning til að greina mál- efni rétt og af sanngirni. Í þessum efnum sem og öðrum skipti engu máli hver eða hvað átti í hlut, jafnt skyldi yfir alla ganga, líka hann sjálfan. Samskipti Alla og föður míns voru ætíð mikil og náin allt til síð- asta dags. Þeir byggðu í félagi hús sín fyrir tæplega 50 árum. Pabbi í Byggðaveginum en Alli í Stafholti 12. Allt var þetta gert eftir að hefð- bundnum vinnudegi lauk. Fjármagn takmarkað eins og títt var og þæg- indin lítil. Allur búnaður til bygg- ingarvinnu af skornum skammti og það sem nú í dag er einungis unnið með vélum var að mestu unnið með handafli og var steinsteypan jafnvel handhrærð. Þá reyndi á útsjónar- semi og dugnað en sameiginlega tókst þeim að ná settu marki. Síðari ár hafa þeir bræður ferðast saman á sumrin vítt og breitt um landið, ásamt fleiri félögum, á húsbílum sínum. Missir pabba er því mikill. Lífið fór ekki alltaf mildum hönd- um um Alla. Fyrir 12 árum missti hann Kiddu og hefur það eflaust reynst honum erfitt. Einnig missti hann sonarson sinn og nafna fyrir fjórum árum í sviplegu slysi. En þessum áföllum og öðrum tók hann af æðruleysi. Síðastliðin ár hefur hann átt sambúð með Ástu Val- hjálmsdóttur og hélt með henni heimili að Vallargerði 4b hér á Ak- ureyri. Ásta reyndist honum mikil stoð í veikindum hans og annaðist hann af stakri alúð og umhyggju. Það er bjart yfir minningu Alla. Nú er hann laus við veikan líkam- ann, og genginn á vit almættis og ei- lífðar. Með þökkum og söknuði er hann kvaddur. Megi hann á Guðs vegum ganga. Hjalti Gestsson. AÐALSTEINN HJALTASON Þegar pabbi hringdi í mig að morgni laug- ardags 27. mars, vissi ég hverjar fréttirnar væru, amma mín var búin að kveðja. Eftir erfið ár hefur hún loks fengið hvíldina. ÁSLAUG ARADÓTTIR ✝ Áslaug Aradóttirfæddist í Ólafs- vík 6. ágúst 1924. Hún lést á St. Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi 26. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ólafsvíkur- kirkju 2. apríl. Minningarnar streyma um hugann við fráfall þitt og eru þær ófáar minning- arnar frá Ólafsvík þegar ég var krakki. Alltaf fannst mér bæði gott og gaman að koma og dvelja hjá ykkur afa í páska- og sumarfríum. Ég man þig ávallt sem fallega konu, glaða og létta í lund, og þannig mun minn- ingin um þig í huga mínum lifa. Hvíl þú í friði. Dóra Eyland. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.