Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 43 LOKAÐ Í DAG vegna endurbóta á húsnæði www.sveit.is s: 570 2790 ævintýraheimur 2. - 16. september, fararstjóri Kristín Sörladóttir 3. - 17. september, fararstjóri Magnús Björnsson Verð 258.000 kr. á mann í tvíbýli. Allt innifalið!! Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.sveit.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Ferðakynning K Ö H ÖN N U N /P M C Hótel Sögu þriðjud. 11. maí kl. 20 Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is Sundbolir í stærðum 40-54 Verð frá 5.500 BEINVERND á Suðurlandi hefur afhent Heilbrigðisstofnuninni á Sel- fossi (HSS) beinmælingatæki til af- nota. Afhendingin fór fram fimmtu- daginn 29. apríl að viðstaddri stjórn Beinverndar á Suðurlandi. Tækið er handhægt og auðvelt er að flytja það á milli heilsugæslustöðva. HSS hefur umráð yfir tækinu en gert er ráð fyr- ir því að heilsugæslustöðvarnar sem eru dreifðar um fjórðunginn fái afnot af því tímabundið. Beinvernd á Suð- urlandi er félag áhugafólks um bein- þynningu og varnir gegn henni, sem hefur það að markmiði að vekja at- hygli á sjúkdómnum með fræðslu- fundum á Suðurlandi og í samvinnu við landssamtökin Beinvernd á Ís- landi. Félagið hefur safnað fyrir og keypt beinþéttnimælingatæki. Það er álit stjórnar félagsins að tækið nýtist best á heilbrigðisstofnunum þar sem beinþéttnimæling gæti ver- ið þáttur í heilsufarseftirliti, þar sem það á við, eða rannsóknarstarfi. Sveinn Sveinsson, yfirlæknir HSS, þakkaði stjórn Beinverndar fyrir þann hlýhug sem sýndur hefur verið stofnuninni. Tækið mun í fyrstu vera á Heilsugæslustöð Selfoss. Beinvernd á Suður- landi gefur mælitæki Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá afhendingu tækisins: Frá vinstri, Helga Þorbergsdóttir, Sigríður Rósa Björgvinsdóttir og Herborg Pálsdóttir, stjórnarmenn í BS, Anna Páls- dóttir, formaður Beinverndar á Suðurlandi, Ágúst Örn Sverrisson, yfir- læknir lyflæknissviðs, Jón B. Stefánsson, yfirlæknir fæðinga- og kven- sjúkdómasviðs, Sveinn M. Sveinsson, yfirlæknir HSS, Marianne B. Nielsen heilsugæslulæknir, Unnur Þormóðsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Heilsugæslustöð Selfoss, og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir sjúkraþjálfari. Selfossi. Morgunblaðið. SEINNIPART föstudags þurfti lögreglan að handtaka mann á veit- ingastað í miðbænum. Maður þessi braut stól þegar hann fékk ekki afgreiðslu og þegar færa átti hann í fangaklefa beit hann lögreglumann í handlegginn. Helgin á löggæslusvæði lögregl- unnar í Reykjavík var annars frem- ur tíðindalítil. Tilkynnt var um 46 innbrot og þjófnaði um helgina og 5 minniháttar líkamsárásarmál. Á föstudagsmorgun var tilkynnt um vinnuslys í fyrirtæki á Ártúns- höfða. Þar hafði maður verið að skipta um spíss á háþrýstidælu þeg- ar vatn kom út um spíssinn af full- um krafti og lenti bunan á hægri hendi mannsins. Hann skarst illa og var fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar. Upp úr hádegi varð vinnuslys við Holtabakka þar sem verið var að hífa kost um borð í togara. Þegar krananum var snúið lenti stigi sem stendur niður úr vinnupalli kranans á baki mannsins og klemmdi hann upp við grindverk. Maðurinn var með áverka á mjöðm og hugsanleg innvortis meiðsl. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Brotist var inn í fyrirtæki á Ár- túnshöfða og stolið miklu magni hljóðfæra m.a. þremur gíturum, tveimur bössum, hljómborði, hljóð- nema, fjórum mögnurum, mixer, tónjöfnurum o.fl. verðmæti samtals talið um 500 þúsund kr. Þá var seinnipartin á föstudag til- kynnt um þjófnað úr báti við Fax- agarð. Þar hafði verið stolið björg- unarbát að verðmæti 7–800 þús. kr. og netaniðurleggjara að verðmæti 400 þúsund kr. Nokkuð um sinubruna Upp úr miðnætti aðfaranótt laug- ardags var slökkvilið kallað að Vest- urlandsvegi við Þverholt til að slökkva í sinubruna. Á laugardags- morgun var slökkvilið aftur kallað að Vesturlandsvegi við Lágafells- kirkju vegna sinuelds, en því var snúið frá þar sem lögreglumenn náðu að slökkva eldinn. Um miðjan dag þurfti slökkvilið að fara að Skyggni í Mosfellsbæ vegna sinu- bruna og komu sumarbústaða- eigendur til aðstoðar. Full ástæða er að brýna fyrir fólki að fara var- lega með eldfæri og kasta t.d. ekki kasta frá sér logandi sígarettu- stubbum þar sem gróður er víða mjög þurr. Síðdegis á laugardag var tilkynnt um mann er féll af hestbaki skammt frá Fjárborg. Hann mun hafa fengið hóf í andlitið og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Um há- degi á sunnudag var brotist inn í fyrirtæki í austurbænum og stolið þaðan tölvu og rafmagnstækjum. Þá var einnig stolið bifreið á sama stað en hún fannst skömmu síðar á Laugavegi. Á sunnudagskvöld þurfti slökkviliðið að fara að skóg- ræktinni í Fossvogi vegna sinu- bruna. Á 157 km hraða Tilkynnt var um 39 umferð- aróhöpp og í þremur tilfellum var um minniháttar slys að ræða. Þá voru allmargir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur eða 105 og sá sem hraðast ók var á 157 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst, Lögreglan stöðvaði öku- mann á Sæbraut er hann hafði ekið afar ógætilega vestur Sæbraut og tekið fram úr nokkrum bifreiðum í svigakstri og var hraði hans mæld- ur á 102 km hraða. Ökumaður þessi hafði haft ökuleyfi í tvo mánuði. Um helgina voru 8 ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Beit lögreglumann í handlegginn Helstu verkefni lögreglunnar ÞRÍTUGASTA starfsári Samkórs Selfoss er nú að ljúka með Vortón- leikum sem verða í Selfosskirkju á morgun, miðvikudaginn 12. maí kl. 20.30. Vorferð Samkórsins verður farin til Ísafjarðar og Sunnukórinn, sem er að ljúka sínu sjötugasta starfsári, heimsóttur. Haldið verður upp á 100 ára afmæli kóranna með tónleikum í Ísafjarðarkirkju 15. maí kl.17 og hátíðarkvöldverði á Hótel Ísafirði. Stjórnandi kórsins er Edit Molnar og undirleikari er Miklós Dalmay. „Efnisskrá vortónleikanna er fjölbreytt og er hluti hennar er til- einkaður vorinu, segir í frétt frá kórnum. Einsöngvari á tónleikunum verður Davíð Ólafsson bassi. Hann var fast- ráðinn við Íslensku óperuna í ágúst 2002. Edit Molnar hefur stjórnað kórnum í 7 ár. Hún hefur ákveðið að láta af störfum og eru þetta því síð- ustu tónleikar Samkórs Selfoss und- ir hennar stjórn á Selfossi. Staða söngstjóra Samkórs Selfoss er því laus og verður auglýst innan tíðar. Miklós Dalmay er undirleikari Sam- kórsins. Kynnir á vortónleikunum verður Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vortónleikar hjá Samkór Selfoss Selfossi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.