Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18, sími 867 7251. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. KB-bankinn í dag kl.10–11. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 14–15 dans, kl. 15 boccia. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, verslunarferð í Bónus kl. 12.40, bóka- bíllinn á staðnum kl. 14.15–15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Dval- arheimilinu, Hlaðhömr- um. Kl. 13–16 föndur, spil og bókbands- námskeið, kl. 16–17 leikfimi og jóga. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Karlaleikfimi kl. 13. Vorferð sem átti að vera 12. maí er frest- að til 10. júní. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttað á púttvellinum við Hrafn- istu kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13. Miðvikud: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæisbæ kl. 10. Söngvaka kl. 20.30 umsjón Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir, ath. síðasta söngvakan á þessu vori. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. gler- skurður, kl. 10 göngu- ferð, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Kl. 14 af- mælisdagskrá. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.05 og 9.55 leik- fimi, kl. 9. 15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist, línudans og hárgreiðsla. kl. 15 línu- dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9.30 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11.45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, almennt föndur, kl. 15 bókabíllinn. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Ásgarði, Glæsibæ kl. 11. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Sinawik í Reykjavík. Hinn árlegi Bingó- fundur verður haldinn í Sunnusal Hótel Sögu og hefst kl. 20. Í dag er þriðjudagur 11. maí, 132. dagur ársins 2004, Lokadagur. Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1.)     Katrín Helga Hall-grímsdóttir veltir því fyrir sér í tveimur grein- um á Deiglunni hvernig æskilegt sé að skipun dómara sé háttað og hvernig unnt sé að tryggja sjálfstæði dóms- valdsins frá öðrum hand- höfum opinbers valds.     Til að tryggja að til-nefning og skipun dómara sé ekki um of háð einni grein rík- isvaldsins væri eðlilegast að allar þrjár stoðirnar kæmu saman að tilnefn- ingu dómara ásamt öðr- um óháðum aðilum,“ seg- ir Katrín. „Þetta mætti t.d. gera með nefnd sem skipuð væri ein- staklingum tilnefndum af Alþingi, Hæstarétti, Lög- mannafélaginu, Dómara- félagi Íslands eða dóm- stólaráði og ráðherra. Slík nefnd gæti gegnt svipuðu hlutverki og Hæstiréttur gerir nú varðandi umsögn um skipun hæstaréttardóm- ara, nema að ráðherra væri bundinn af tillögu nefndarinnar. Nefndinni væri þá frjálst að til- nefna, eftir atvikum, einn eða fleiri einstaklinga sem hún telur hæfasta. Þá myndi nefndin að ein- hverju leyti setja sér starfsreglur sjálf sem hlytu staðfestingu ráð- herra en rammi utan um nefndina, skipun hennar og störf og þau sjón- armið sem byggja ætti á við tilnefningu dómara yrði að sjálfsögðu mark- aður í lögum. Hvernig slík nefnd yrði síðan ná- kvæmlega skipuð er efni í miklar pælingar en grundvallarviðhorfið yrði að vera sjálfstæði nefnd- arinnar og að ein grein ríkisvaldsins hefði þar ekki vald umfram aðrar.“     Katrín telur að þessisjónarmið eigi jafnt við um héraðsdómstólana og Hæstarétt, enda séu þeir grunnur dómskerf- isins þar sem flest mál séu leyst. Hún bendir á að héraðsdómarar séu gjaldgengir sem hæsta- réttardómarar og gjarn- an skipaðir í Hæstarétt m.a. vegna starfa sinna í héraði. Því væri eðlilegt að vald ofangreindrar nefndar næði einnig til tilnefningar þeirra. Það myndi auk þess styrkja nefndina og gera henni kleift að fastmóta starfs- reglur sínar, sem kæmi sér vel þá sjaldan nefnd- in tæki til skoðunar til- nefningar í Hæstarétt. „Í kjölfar þeirra pólitísku deilna sem sprottið hafa um skipun dómara í Hæstarétt og tilmæla umboðsmanns Alþingis um endurskoðun á nú- verandi fyrirkomulagi verður að telja fullt til- efni til að lagst verði yfir þessi mál,“ segir Katrín að lokum. „Tilnefning og skipun dómara verður að vera gegnsæ og til þess fallin að treysta trú al- mennings á dómsvaldinu. Tilnefning og skipun í embætti dómara verður að vera hafin yfir póli- tíska gagnrýni.“ STAKSTEINAR Skipun dómara Víkverji skrifar... Fyrir meira en tuttugu árumkom eitt frægasta knatt- spyrnufélag heims, Manchester United, í heimsókn til Akureyrar og lék æfingaleik við KA. Er það án efa einn merkasti viðburður í íþróttasögu bæjarins. Leikurinn fór vel fram og vann United, eins og lög gera ráð fyrir, stóran sig- ur á liði heimamanna, sem þó hafði styrkt sig með sjálfum George Best sem lék á vængnum fyrir framan Lalla leikfimiskenn- ara. Fremstur meðal jafningja í liði United á þessum tíma var Bryan Robson sem síðar varð fyrirliði enska landsliðsins. Vinsæll maður og virtur eftir því. Skömmu fyrir leikslok gerist það að Robson þessi er kallaður af velli. Þegar menn af þeirri stærðargráðu eiga í hlut er til siðs í Englandi að klappa og jafnvel rísa úr sætum. En hvað var atarna? Það mátti heyra saumnál detta á vellinum. Til að forða fjarðarskömm greip piltur nokkur, sem stóð í ná- munda við varamannabekk United, til örþrifaráða og byrjaði að klappa og stappa eins og hann ætti lífið að leysa. Harður Unitedmaður og ein- lægur aðdáandi Robsons. Eitthvað fór þetta þó öfugt ofan í Robson, blessaðan, en svo virðist sem hann hafi álitið að pilturinn, sem stóð þar einn og klappaði, væri að gera gys að sér. Lagði kappinn lykkju á leið sína og las piltinum pistilinn – á óheflaðri ensku. Engum sögum fer af því hvort pilturinn hefur fylgt Manchester City að málum síðan. x x x Knattspyrnuvellir eru oft vett-vangur kynlegra hluta. 17. des- ember 1955 var annað sögufrægt lið, Arsenal, að etja kappi við Blackpool á heimavelli sínum High- bury. Heimamenn höfðu yfir 4:0 þegar leikurinn var langt kominn. Knötturinn barst þá til varn- armanns Arsenal, Dennis Ev- ans að nafni, sem heyrði loka- flautið gella. Kappinn lagði því tuðruna fyrir sig í hálfkæringi og lét hana vaða í eigið mark, framhjá goðsögninni Jack Kelsey, sem var að hirða húf- una sína úr netinu. Snagg- aralega gert. Evans brá þó heldur betur í brún þegar hann sá að dómari leiksins, Frank Coultas, dæmdi mark. Það var þá ekki hann sem flautaði, heldur einhver æringi á áhorfendapöllunum. Sann- arlega eitt af skrautlegri sjálfsmörkum sögunnar. x x x Það var á heimsmeistaramótinu1978 að leikmaður Argentínu, sem Víkverji kann ekki að nefna, átti þessa líka fullkomnu skiptingu kanta á milli. Knötturinn sveif eins og haustlauf í vindi og féll upp á millimetra við fætur samherja hans á hinum kantinum. Eini gallinn var sá að félaginn var alls ekki inni á vellinum, heldur að hita upp handan við hliðarlínuna. Upp frá þessu var hnykkt á þeirri reglu að varamenn hituðu upp í treyjum sem greina þá frá leikmönnum inni á vellinum. Kyndug kúnst, knattspyrnan. Morgunblaðið/Kristján Heimsóknin á þennan völl er Bryan Robson örugglega minnisstæð. Sammála Ólafi ÉG er sammála Ólafi Jó- hannssyni sem skrifaði í Fréttablaðið 5. maí sl. „Gyðingahatri stráð í Nes- kirkju“. Sjálf slökkti ég á í miðri messu frá Neskirkju nýverið þar sem ræðan gekk mest út á að skamma vondu karlana í Ameríku og Ísrael. Jafnvel sjálfum Osama bin Laden hefði þótt nóg um. Það getur ekki verið í anda Krists að sáð sé hatri. Þannig byrjaði helförin forðum. Ég tek undir með Ólafi um að við eigum að biðja fyrir prestunum. Guðrún Magnúsdóttir. Síðasti bærinn í dalnum MIG langar að vita hvort hægt sé að sýna myndina Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason. Það eru mörg ár síðan ég sá þessa mynd síðast og finnst kominn tími til að sýna hana aftur. Ein áhugasöm. Góður þáttur ÉG vil þakka Sigurði Skúlasyni leikara fyrir þættina hans í útvarpinu, hann er frábær útvarps- maður. Sigurður hefur tek- ið viðtöl við lista- og tónlist- armenn og eru þetta mjög góðir þættir. Kærar þakkir. Kristín. Tapað/fundið DKNY-úr týndist DKNY-úr með svartri ól tapaðist líklega í Borgar- leikhúsinu meðan á sýning- um JSB stóð. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 587 2274. Dýrahald Kettlingar fást gefins MJÖG fallegir kettlingar, 8 vikna, fást gefins.Upplýs- ingar í síma 661 1920. Dídi er týnd DÍDÍ, sem er svört kisa með hvíta rönd vinstra megin í andliti, hvítt á bringu og loppu, týndist í Garðabæ. Var hún að koma frá dýralækni þegar hún slapp og lét sig hverfa. Hún er eyrnamerkt og með bjöllu. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hafið samband við Ástu í síma 692 9792. Simba vantar heimili SIMBA kisustrák vantar nýtt heimili. Hann er 4 ára keligrís sem þarf nóg af at- hygli og klappi. Upplýsing- ar í síma 692 0122. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 skipa fyrir, 4 álkan, 7 læsir, 8 fugl, 9 umfram, 11 horað, 13 grenja, 14 trylltur, 15 sleipur, 17 grannur, 20 lemja, 22 hljóðfærið, 23 op, 24 geta neytt, 25 róta. LÓÐRÉTT 1 trjástofn, 2 árnar, 3 siga, 4 vonda byssu, 5 náðhús, 6 híma, 10 mergð,12 verkfæri, 13 snák, 15 helmingur, 16 sér, 18 mannsnafn, 19 illa, 20 venda, 21 tunnur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 marbakkar, 8 endur, 9 læður, 10 gil, 11 gyðja, 13 armur, 15 kæsir, 18 urgur, 21 ónn, 22 skömm, 23 nesti, 24 rummungur. Lóðrétt: 2 andúð, 3 borga, 4 kalla, 5 auðum, 6 berg, 7 hrár, 12 Jói, 14 rór, 15 kost, 16 skötu, 17 rómum, 18 unnin, 19 gistu, 20 reif. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.