Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 27
FYRIR fjölmiðlafrumvarpi rík-
isstjórnarinnar liggja ekki aðeins
gild rök heldur einnig grundvall-
arreglur sem varða mikilvæg lýðrétt-
indi á borð við tjáningarfrelsið. Þá
eru fjölmiðlar ekki
fyrirtæki í hefð-
bundnum skilningi
heldur ein af valda-
stofnunum samfélags-
ins, sem mega ekki lúta
öðrum hagsmunum en
almennings.
Gegn einok-
unarstöðu
Fjölmiðlafrumvarp
ríkisstjórnarinnar hef-
ur í megindráttum tví-
þættan tilgang; annars
vegar að koma í veg
fyrir að stórar fjöl-
miðlasamsteypur nái undirtökum á
ólíkum fjölmiðlamörkuðum og hins
vegar að stórfyrirtæki með ráðandi
markaðsstöðu hasli sér einnig völl á
vettvangi ljósvakamiðla. Engum,
sem hefur á annað borð kynnt sér
starfsemi og starfsskilyrði fjölmiðla,
getur dulist mikilvægi frumvarpsins
fyrir frjálsa fjölmiðlun og virka sam-
keppni á fjölmiðlamarkaði. Rökin
eru ekki flókin. Stórar fjölmiðla-
samsteypur geta í krafti stöðu sinnar
haft afar leiðandi áhrif á verðmynd-
un auglýsinga og um leið starfsskil-
yrði annarra fjölmiðla, sér í lagi þær
sem spanna ólík svið fjölmiðlunar. Sé
viljinn nægur geta slíkar samsteypur
fyrr eða síðar svelt keppinautana út
af fjölmiðlamarkaðnum, með til
dæmis tímabundnum undirboðum á
ákveðnum auglýsingaflokkum og
þannig skapað sér afar sterka stöðu,
jafnvel einokunarstöðu.
Gegn samkeppnis-
hamlandi aðgerðum
Þá getur eignarhald stórfyrirtækis,
með ráðandi markaðsstöðu utan fjöl-
miðlamarkaðarins, í öflugum fjöl-
miðli haft samkeppnishamlandi áhrif
bæði innan þess markaðar og utan.
Við slíkar aðstæður er afar líklegt að
fyrirtækið beini auglýsinga-
viðskiptum sínum til þess miðils eða
miðla sem eignarhaldið varðar, með
tilheyrandi áhrifum á veltu sam-
keppnismiðla. Slíkur eignarhlutur
getur enn fremur íviln-
að eiganda sínum í
formi eftirsóknarverðra
viðskiptakjara, já-
kvæðrar umfjöllunar
eða upplýsinga um
keppinauta sem öðrum
fyrirtækjum stendur
ekki til boða. Reyndar
gengur frumvarpið ekki
lengra en svo, að fyr-
irtækjum með ráðandi
markaðsstöðu verður
áfram heimilt að eiga
dagblöð að hluta eða
öllu leyti.
Fjölmiðlar eða fjárhús?
Af ofansögðu má ljóst vera, að unnt
er að sýna með sterkum rökum fram
á hvernig frumvarpið styrkir fjöl-
ræði og um leið fjölbreytni á fjöl-
miðlamarkaði. Á hinn bóginn má
vera álíka ljóst að boð þess og bönn
höggva nærri grundvallarreglum
hins frjálsa markaðar og af þeim sök-
um er vitaskuld spurt hvers vegna í
ósköpunum allt aðrar reglur eigi að
gilda um samkeppnisrekstur á fjöl-
miðlamarkaði en á öðrum sviðum við-
skiptalífsins. Einfaldasta skýringin
er e.t.v. sú að fjölmiðlar fela í sér
verulegt pólitískt og efnahagslegt
vald, þ.e. þeir geta haft gífurleg áhrif
viðhorf okkar og hegðun (t.d. neyslu-
mynstur okkar), sérstaklega hinir
áhrifamiklu ljósvakamiðlar.
Fjárfest í valdi?
Fjölmiðlar eru af þessum sökum ekki
fjárhús eða fyrirtæki í hefðbundnum
skilningi; ekki nema við skilgreinum
vald sem fjárfestingartækifæri. Það
flækir síðan myndina að fjölmiðlar
eiga margt sameiginlegt með fyr-
irtækjum, þ.á m. þörfina fyrir gróða.
Þörf fjölmiðla fyrir „heilbrigðan
gróðarekstur“ verður seint ofmetin,
en ekki eingöngu til að skila eig-
endum sínum arði líkt og hefð-
bundnum fyrirtækjum, heldur til að
tryggja þeim ritstjórnarlegt frelsi.
Fátt er tjáningarfrelsinu skeinu-
hættara en fjárvana eða skuldsettur
miðill, þar sem hann er þá líklegri til
að lúta hagsmunum auglýsenda eða
lánardrottna sinna en lesenda/
áheyrenda/áhorfenda, þ.e. almenn-
ings.
Vanda verður til verksins
Fjölmiðlafrumvarpið hefur mætt
mikilli andstöðu, en er hún að öllu
leyti málefnaleg? Með hliðsjón af
þeim veigamiklu rökum sem styðja
frumvarpið getur það vart talist mál-
efnalegur málflutningur að frum-
varpið beinist gegn tilteknum ein-
staklingum og fyrirtækjum þeirra.
Pólitískir andstæðingar Davíðs
Oddssonar mega ekki leiða þetta hjá
sér, jafnvel þótt um „eftirlætis“ and-
stæðing þeirra sé að ræða. Gagnrýni
um of hraða málsmeðferð ber á hinn
bóginn að taka alvarlega og að sjálf-
sögðu verður löggjafarvaldið að
kanna til þrautar hvort gengið sé of
langt í útfærslum frumvarpsins
gagnvart stjórnarskrá, Evrópska
efnahagssvæðinu eða rekstr-
argrundvelli frjálsra fjölmiðla. Sú
spurning er t.a.m. áleitin hvort ger-
legt sé að útiloka með öllu fjárfrekan
rekstur sjónvarpsmiðla frá rekstr-
arþátttöku markaðsráðandi fyr-
irtækja og það á sama tíma og hið
öfluga Ríkisútvarp gengur að miklu
leyti fyrir auglýsingatekjur.
Fjölmiðlar
eða fjárhús?
Helga Guðrún Jónasdóttir
skrifar um fjölmiðlafrumvarpið ’Fjölmiðlafrumvarpiðhefur mætt mikilli and-
stöðu, en er hún að öllu
leyti málefnaleg?‘
Helga Guðrún
Jónasdóttir
Höfundur er formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna.
ÞAÐ rennur blóð eftir þjóðvegum
landsins og hvað höfumst við að? Ný-
lega kom fram í fréttum að á fimm
árum, frá 1998 til 2002, létu 133 lífið í
umferðarslysum á Íslandi, þar af níu
af hverjum tíu úti á þjóðvegunum!
Það úir og grúir af bílum á þeytingi
allan liðlangan daginn í
höfuðborgarumferð-
inni, þar sem lang-
flestir ökumenn lands-
ins eru á ferð, en þegar
ekið er upp Ártúns-
brekkuna læðir dauð-
inn krumlunni milli
framsætanna og stillir
mælinn á utanbæj-
argjald, tífalt hærra á
pappírnum, en tíu sinn-
um tífalt hærra fyrir
hvern ekinn spotta. Og
víðast annars staðar á
landinu komast menn
varla nema rúntinn á innanbæj-
argjaldi. Þjóðvegirnir krefjast milli
20 og 30 mannslífa á ári. Það ferst á
hálfu kjörtímabili næstum því tala al-
þingismannanna. Árlega týna lífi á
þjóðvegunum jafnmargir og fylla
barnaskólabekk. Börn, ungmenni og
heilu fjölskyldurnar deyja og
örkumlast á vegum úti. Er þetta
óhjákvæmilegt gjald, fórnin sem
færa verður bílnum og „greiðum
samgöngum“ í dreifbýli? Ef eitt barn
færist voveiflega með einhverjum
öðrum hætti, myndi almenningur
heimta aðgerðir strax, en umferð-
arslysin vekja okkur einungis sárs-
auka, en ekki viljann til að bregðast
við. Hverju sætir þessi auðsveipni við
dauðatoll þjóðveganna?
Vegirnir, umferðarlögin
og samviskan
Íslenski þjóðvegurinn er ekki hrað-
braut. Mjór, bugðóttur og mishæð-
óttur liðast hann um
landslagið og rend-
urnar sem aðskilja ak-
reinarnar geta orðið
markalínur lífs og
dauða hvenær sem er,
eða bíllinn tapað þræð-
inum og lent út af, en
víða liggur vegurinn
þannig að varla er lífs
að vænta úr slíku slysi.
Ökumaðurinn er stöð-
ugt með lífið í lúkunum
sem halda um stýrið
þegar ferðast er um
þjóðvegi landsins, þar
sem heiðarlegt fólk ekur á hundrað,
en hinir hraðar. Þetta getur hver
sem fer um vegi landsins vitnað um.
„Hraðinn drepur“ segja skilti við
vegina og á völdum stöðum hafa
bílhræ verið stjaksett til að vekja
ökumönnum óhug og ugg í brjósti. Í
útvarpinu leikur Umferðarstofa hlut-
verk hins stranga föður sem vandar
um fyrir börnum sínum, mishöstug-
lega eftir tilefninu. Slysin eru laun
óhlýðninnar er sagt og maður finnur
þefinn af eldgömlu prótestantasið-
ferði í hvert sinn sem umferðarör-
yggi ber á góma af hinu opinbera.
Þarna haldast í hendur þröngsýni og
undanbrögð. Þröngsýni, því það er
ofureinföldun að skella skuldinni al-
farið á glæfraakstur, ýmislegt annað
skiptir ekki síður sköpum, svo sem
gæði veganna, að ekki sé nú talað um
þau bjartsýnu lög sem leyfa 90 km/
klst. hámarkshraða á öllum þjóð-
vegum með bundnu slitlagi. Und-
anbrögð, því fækkun alvarlegra
umferðarslysa er pólitískt úrlausn-
arefni. Úthlutun fjár til vegamála er
ekki síst val um færri slys á vegunum
eða eitthvað annað fyrir peninginn
og raunhæfar aðgerðir til að gera
vegina öruggari með hægari umferð
krefjast pólitískrar forgöngu og hug-
rekkis. Með því að kenna sam-
viskuleysi vegfarenda um slysin er
vikist undan óþægilegum verk-
efnum.
Slys verða aldrei útilokuð, en hve-
nær rennur upp sá dagur að við sætt-
um okkur ekki lengur við þennan háa
fórnarkostnað greiddan með dauða
og harmi, en samþykkjum að að
fórna í staðinn einhverju af pen-
ingum okkar, tíma og hömluleysi?
Mannfórnir á þjóðveginum
Hans Jakob Beck skrifar
um umferðarslys ’Með því að kenna sam-viskuleysi vegfarenda
um slysin er vikist und-
an óþægilegum verk-
efnum.‘
Hans Jakob Beck
Höfundur er læknir.