Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá næstu daga Tónlistartorg Listahátíðar í Kringlunni Jazzkvartett Reykjavíkur; Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson og Gunnlaugur Briem Bergþór Pálsson, Nína Margrét Grímsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson föstud. 21. maí kl. 17:00 laugard. 22. maí kl. 14:00 mánud. 24. maí kl. 17:00 Ég hef taktinn Mozart, hver er það? Berrössuð á tánum ÍSLENDINGAR og Kanadamenn eru með dýrustu heilbrigðiskerfin meðal þeirra þjóða sem veita al- menna heilbrigðisþjónustu, sem rík- ið heldur uppi, en tekst samt ekki að tryggja nægilega góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þetta er niður- staða kanadísku stofnunarinnar Fraser í skýrslu sem tekin hefur ver- ið saman um kanadískt heilbrigðis- kerfi í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslunni eru ýmsir þættir heil- brigðiskerfa ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) bornir saman, svo sem kostnaður, aðgengi að læknum, hátæknibúnað- ur sem notaður er og árangur. Í frétt tímaritsins Medical Post um skýrsluna er haft eftir Nadeem Esmail, einum af höfundum skýrsl- unnar, að Ísland og Kanada eyði hlutfallslega mestu til heilbrigðis- mála þegar leiðrétt hefur verið eftir aldri, en samt sé hlutfallslega minni aðgangur að læknum og tækni og biðtími sé lengri. Hann segir að auka verði sam- keppni í heilbrigðisþjónustu og fjár- magn nýtist betur, ef einkafyrirtæki veiti þjónustu sem greitt er fyrir með opinberu fé. Lönd, þar sem leyfð sé einkarekin þjónusta við hlið hinnar opinberu, standi betur að vígi. Íslenska heilbrigðis- kerfið eitt það dýrasta í heimi JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að heilbrigðiskerfi Íslands og Kanada séu þau dýrustu í heimi. „Við erum með næstdýrasta heil- brigðiskerfið innan OECD ef bara opinber útgjöld eru tekin. Ef heildarútgjöld eru tekin, þ.e.a.s. op- inber útgjöld og opinberra einstaklinga, erum við í sjöunda sæti meðal OECD-ríkja, en Bandaríkin lang- dýrust.“ Jón segir að það sé hvort tveggja rangt, sem kem- ur fram í skýrslunni, að Íslendingum hafi gengið illa að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu og að bið- tími hér á landi sé lengri en annars staðar. „Biðtím- inn eftir aðgerðum hefur styst stórlega á síðustu ár- um og aðgengi er með því besta sem gerist. Þá erum við, samkvæmt tölum alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar, með besta árangur í heimi í lífslíkum ungbarna.“ Jón segist lítið gefa fyrir skýrsluna, ef allar upp- lýsingar sem hún byggist á séu jafn ónákvæmar, þetta séu einfaldlega rangar stað- hæfingar. „Ég get ekkert sagt um þær ályktanir sem þeir setja fram í skýrslunni, því grunnurinn verð- ur að vera réttur til að menn geti dregið ályktanir og farið að kenna öðrum. Ég er undrandi á þessari vinnu, satt að segja. Það er greinilegt á því sem ég hef séð á Netinu að þetta eru kolrangar upplýsingar,“ segir Jón og bætir við að hér á landi sé sér- fræðiþjónustan í miklum mæli einkarekin. „Að- stæður til samkeppni í þessum geira hér á landi eru hins vegar víða ekki fyrir hendi. Menn telja það víða að lágmarksfólksfjöldi utan um hátæknisjúkrahús sé um 700.000 manns, en hér eru 300.000, þannig að skilyrði fyrir samkeppni á þessu sviði eru nokkuð þröng.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra „Kolrangar upplýsingar“ Jón Kristjánsson STÚDENTARÁÐ afhenti í gær Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, undirskriftir 4.705 stúdenta skólans, þar sem mótmælt er hugmyndum um skólagjöld. Þá lýsa stúdentar yfir áhyggjum af því að Háskólaráð skuli hafa frestað því að taka afstöðu til skólagjalda. Háskólaráð ákvað í gær að bíða með að fjalla um málið þar til form- legum viðræðum við menntamála- ráðuneytið lýkur um málið. Fulltrúar Stúdentaráðs segja það mjög vafasamt fyrir HÍ að sam- þykkja ályktun þar sem jákvæð af- staða er tekin til skólagjalda. Segja stúdentaráðsliðar málið mjög alvar- legt, sérstaklega í ljósi þess að menntamálaráðherra hafi lýst því yf- ir að ef HÍ óski eftir því að fá að taka upp skólagjöld, þá muni hún ekki standa í vegi fyrir því. Stúdentaráðsliðar segja því mik- ilvægt að háskólasamfélagið geri sér grein fyrir mikilvægi niðurstöðu há- skólafundarins í haust. Þá skorar Stúdentaráð á rektor að taka afstöðu gegn hugmyndum um skólagjöld. Stúdentar mótmæla hug- myndum um skólagjöld Í KRINGUM níutíu manns, á öllum aldri, hjóluðu í hjólalest frá Laug- ardal og niður á Ingólfstorg í gærdag en viðburðurinn var liður í átakinu Hjólað í vinnuna. Lest- arstjórar voru Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, en þau og Kolbrún Halldórsdóttir þingkona sögðu jafnframt nokkur hvatning- arorð við hjólreiðagarpana þegar komið var á leiðarenda. Sigurður M. Grétarsson, for- maður Landssambands hjólreiða- manna, sagði þátttakendur ekki hafa látið rigningu stoppa sig. „Við höfum verið að benda á það að hjólið er ekki aðeins sam- göngutæki heldur einnig heilsu- samgöngutæki. Það vantar sár- lega hjólavegi en ekki eingöngu útivistarvegi og þá sérstaklega á milli sveitarfélaga,“ sagði Sig- urður. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra fagnaði átakinu enda hjólreiðar bæði umhverf- isvænar og heilsusamlegar. Hún sagði stemninguna í hjólalestinni hafa verið góða. „Það er mjög lít- ið mál að hjóla. Maður kemst hratt yfir og þetta er einfalt. Það er bara að fá sér hjól og drífa sig af stað,“ sagði Siv. Morgunblaðið/ÞÖK Góð stemning í hjólalest HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað fyrirtækið Fjallamenn „að svo stöddu“ af kröfu Afþreying- arfélagsins sem fór fram á að Fjalla- mönnum yrði bönnuð afnot af svæði á svonefndu Geitlandi í nágrenni Langjökuls og öll umferð um það. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Afreyingarfélagsins ehf., hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati héraðsdóms varð að telja ótímabært að dæma nú um kröfur Afþreyingarfélagsins í málinu þar sem óbyggðanefnd hefði ekki fjallað um svæðið. Í málinu var deilt um heimildir til að banna Fjallamönnum framan- greindar athafnir. Hélt Afþreyingar- félagið því fram að landið sem um ræðir væri eignarland leigusalans og hafi félagið því með leigusamningn- um öðlast rétt til að banna umrædd- ar athafnir á því. Fjallamenn mót- mæltu og héldu því fram að Geitland væri þjóðlenda og því væri öllum af þeim sökum heimil umferð um svæð- ið og þar mætti leggja ökutækjum, að minnsta kosti í takmarkaðan tíma. Afréttur eða eignarland? Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að þegar litið væri til elstu heimilda um rétt Reykholtskirkju að Geitlandi virtist það vafa undirorpið hvort landið væri eignarland. Ekki verði ráðið af afsali ríkisins á landinu til Hálsahrepps 1926 hvort Geitland teljist þar afréttur eða eignarland. Af öðrum gögnum málsins verði heldur ekki ráðið hvort Hálsahrepp- ur og Reykholtsdalshreppur eigi bein eignarréttindi að Geitlandi eða einvörðungu beitarrétt eða önnur af- notaréttindi. Með þessu taldi réttur- inn vafa leika á um það hvernig eign- arrétti hreppanna að Geitlandi væri háttað. Þá vísaði héraðsdómur til þess að óbyggðanefnd hafi ekki tekið um- rætt landsvæði til meðferðar. Síðar gætu því komið upp þær aðstæður að Geitland verði með úrskurði óbyggðanefndar annaðhvort talið eignarland eða að tiltekin eignar- réttindi nái til þess þrátt fyrir að landið verði talið þjóðlenda. Úrlausn óbyggðanefndar kunni því að hafa áhrif á réttarstöðu málsaðila með til- liti til sakarefnisins. Yrði því að telja ótímabært að dæma nú um kröfur Afþreyingarfélagsins í málinu. Málið dæmdi Sigríður Ingv- arsdóttir héraðsdómari. Ólafur Sig- urgeirsson hrl. flutti málið fyrir Fjallamenn og Sigríður Rut Júl- íusdóttir hdl. fyrir Afþreyingarfélag- ið. Ótímabært að dæma um kröfur um afnot af Geitlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.