Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Er ekki hægt að fá fagmann? Fjölskylduhjálp Íslands Hlúum að ís- lenskum börnum Fjölskylduhjálp Ís-lands er líknarfélagstofnað í september 2003 af konum sem hafa að baki yfir 70 ára reynslu af sjálfboðastörfum í þágu þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Markmið Fjöl- skylduhjálparinnar er að hlúa að einstaklingum og fjölskyldum sem búa við lökust kjörin í landinu hverju sinni og létta þeim lífsbaráttuna. Hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands stendur nú yfir söfn- un sem ber yfirskriftina „Hlúum að íslenskum börnum“, og er ætlunin að safna fé fyrir sumarbúðar- dvöl barna sem koma frá efnalitlum heimilum. Hægt er að hringja í síma 901- 5050 og skuldfærast þá 500 krónur af viðkomandi símreikningi. Sam- tökin hafa þá sérstöðu að hjálpa fólki óháð búsetu og geta lands- menn nú með opnun vefjarins, fjol- skylduhjalpin.net, sem er gjöf frá DE.IS – DesignEuropA til sam- takanna, sent inn fyrirspurnir og beiðni um aðstoð. Talsmaður sam- takanna er Ásgerður Jóna Flosa- dóttir. – Hver eru helstu verkefni Fjöl- skylduhjálpar? „Það sem gerir Fjölskylduhjálp- ina öðruvísi er að til hennar geta allir leitað óháð aldri, búsetu eða kyni. Við höfum sett fram ákveðna aðgerðaráætlun. Fyrsta stig henn- ar var að hjálpa fólki með matvæli alla þriðjudaga, sem við höfum gert frá því í nóvember í fyrra. Við höfum gefið hollt og gott hráefni sem við höfum fengið að gjöf frá fyrirtækjum. Þetta er komið í fast- ar skorður hvað gefendur varðar. Þá var ákveðið að vera með fatnað og ýmsar nytjavörur sem þessi heimili þurfa á að halda. Það er ótrúlega mikið sem fellur til hjá ís- lenskum heimilum sem nýtist þeim sem kröppust kjörin hafa. Við höf- um lagt áherslu á það að bæði fólk og fyrirtæki komi bæði með not- aðan og nýjan fatnað sem Fjöl- skylduhjálpin síðan útdeilir til þurfandi. Verkefnunum tveimur byrjuðum við á fyrir nokkrum vik- um undir heitinu „Hlúum að ís- lenskum börnum.“ Það verkefni hefur gengið ágætlega og nú hafa milli sjö og átta hundruð manns hringt í söfnunarnúmerið 901- 5050. Þeim fjármunum sem þarna koma inn á eingöngu að verja til þátttöku barna í sumarbúðum eða þátttöku í íþróttanámskeiðum. Vikan kostar 27 þúsund krónur í Vatnaskógi og Vindáshlíð og það gefur því auga leið að þeir sem kröppust hafa kjörin hafa ekki efni á að senda börn sín þangað. Söfn- unarsíminn verður opinn til fram- búðar og reglulega verður birt bókhald í fjölmiðlum þar sem fram mun koma hversu mikið safnaðist og í hvað fjármununum hefur verið varið. Við munum minna á söfn- unina af og til í fjölmiðl- um en til þess að anna þeim hópi sem við vit- um að þarf á aðstoð að halda hefðum við þurft að fá 15 þúsund hring- ingar. Við erum þó ánægðar með þann árangur sem þegar hefur náðst í söfnuninni og ákveðinn hluti þeirra barna, sem á þurfa að halda, mun fá að njóta þess. Þriðja verkefnið í aðgerðaráætlun Fjöl- skylduhjálparinnar heitir Fót- gönguliðinn þar sem við virkjum skjólstæðinga okkar í þágu ann- arra skjólstæðinga sem ekki eiga heimangengt sökum blindu eða hreyfihömlunar en fótgönguliðinn fer með matvæli til þessa hóps og hefur gengið mjög vel. Fjórða verkefnið er að opna flóamarkað fyrir almenning. Allir sem koma á flóamarkað fyrir almenning greiða fyrir fatnaðinn og styðja þar með starfið og allt það fé sem þar mun safnast á að fara í sjóð sem á að nýtast til þess að hjálpa fólki við að leysa út lyf. Öll verkefnin verða fastir liðir í starfseminni. Þá mun- um við setja þrjú ný verkefni í gang á árinu.“ – Þurfa margir á stuðningi Fjöl- skylduhjálpar að halda? „Já, en við getum alls ekki annað öllum og reynum þá að benda á hinar og þessar hjálparstofnanir sem við vitum að eiga peninga og geta hjálpað til. Það er þó alvarleg- ast að við finnum fyrir tilvistar- doða á heimilum þeirra sem til okkar leita. Þessir einstaklingar hafa dottið út úr hringiðu lífsins og ég kýs að kalla það tilvistardoða. Þeir skjólstæðingar sem koma til okkar eru svo þakklátir fyrir að fá fisk og kartöflur, grænmeti, mjólk- urvörur og hreinlætisvörur. Þetta fólk kemur vikulega í nokkra mán- uði á meðan það er að rétta sig við, ef það er þá á annað borð hægt. – Hafa margir leitað til ykkar vegna söfnunarinnar „Hlúum að íslenskum börnum“? „Þeir sem vinna í hjálparstarfi kynnast aðstæðum þessa fólks mjög vel og það er alltaf að verða ljósara og ljós- ara að það er ákveðinn hópur hér á landi sem býr við kröpp kjör. Þau börn sem koma frá tekjulitlum heimilum eru hinn þögli hópur. Þetta eru börn sem gera engar kröfur og biðja yfirhöf- uð aldrei um neitt vegna þess að þau hafa alist upp við kröpp kjör alla sína tíð. Ég minnist þess ekki að áður hafi verið komið á fót söfn- un sem er eingöngu til þess að hlúa að íslenskum börnum. Þá er ég að tala um heilbrigð íslensk börn sem koma frá efnalitlum heimilum.“ Ásgerður Jóna Flosadóttir  Ásgerður Jóna Flosadóttir hefur verið í hjálparstarfi sl. 10 ár og er formaður Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Hún er stúdent frá máladeild Verzl- unarskóla Íslands. Hún er með BA í stjórnmálafræði og fjöl- miðlafræði frá Háskóla Íslands og stundaði sumarlangt nám við húmanísku deildina í Kaup- mannahafnarháskóla á Amager. Hún hefur tekið fjölda nám- skeiða, bæði hjá Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. Ásgerður er hálfnuð í meist- aranámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Börnin eru hinn þögli hópur ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) hefur í samráði við sveitarfélagið Ölf- us verið að undirbúa gerð frístunda- og íbúðabyggðar á jörðinni Þurár- hrauni í Ölfusi, skammt suður af Hveragerði og 15 km norður af Þor- lákshöfn. Samkvæmt tillögu, sem fyr- irtækið Landmótun hefur unnið fyrir OR, er gert ráð fyrir 50-60 manna byggð með 19 húsum. Ekki stendur til að reisa önnur mannvirki en mögu- leiki gefinn á byggingu hesthúsa. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, segir þetta verkefni vera skemmtilega nýjung og þegar sé mik- ill áhugi fyrir hendi á íbúabyggð á þessum stað. Hann segir að á næst- unni verði auglýst eftir samstarfs- aðila; fasteignafélagi eða verktaka, í nokkurs konar útboði og vonir standi til að framkvæmdir geti hafist þegar á næsta ári. Að sögn Áslaugar Traustadóttur, landslagsarkitekts hjá Landmótun, er þessi tillaga inni á aðalskipulagi Ölfuss, sem er í endurskoðun, og verði ákveðið að ráðast í þessar fram- kvæmdir sé næsta skref að setja byggðina inn á deiliskipulag. Áslaug segir að ekki sé um sumarbústaði að ræða heldur heilsárshús með sæmi- lega stórum lóðum. Stendur byggðin við lítið vatn er nefnist Ölfusforir og eru þær á náttúruminjaskrá sökum mikils fuglalífs. Áform um sumarhúsabyggð við Hvammsvík og Úlfljótsvatn Að sögn Guðmundar er Orkuveitan einnig að undirbúa frístundabyggð, eða sumarhús, við Hvammsvík í Hvalfirði og Úlfljótsvatn, þar sem fyrirtækið á jarðir. Í fréttabréfi OR segir að mikil og aukin ásókn sé í byggingarland í Ölf- usi og þá bæði fyrir frístunda- og íbúðabyggð. Í náinni framtíð megi búast við því að sífellt fleiri kjósi að hafa búsetu utan þéttbýlis. Þróunin verði örust á svæðum sem eru innan eins og hálfs tíma aksturs frá höfuð- borgarsvæðinu og auknir möguleikar á fjarvinnslu muni vinna með þessari þróun. Orkuveitan á jörðina Þurár- hraun, sem áður var hluti af Eystri- Þurá, en einnig nálægar jarðir, Bakka og Núp. Orkuveitan undirbýr 50– 60 manna byggð í Ölfusi Tölvumynd/Landmótun Tillaga að frístunda- og íbúðabyggð í landi Þurárhrauns í Ölfusi, sem unn- in var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Stefnt er að 50–60 íbúa byggð. FYRSTI útskriftarhópur nýrrar námslínu við Lögregluskóla ríksins í samvinnu við Endurmenntunarstofn- un HÍ heldur kynningu á lokaverk- efnum sínum í Endurmenntunar- stofnun við Dunhaga 7 í dag kl. 10. Um er að ræða sjö verkefni í sér- hæfðu námi á háskólastigi fyrir stjórnendur í lögreglunni og liggur að baki tveggja anna nám 42 lögreglu- manna sem hófst í mars 2003. Að sögn Eiríks Hreins Finnbogasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögregluskólan- um, hefur það gríðarlega mikið gildi fyrir vinnubrögð lögreglunnar að hafa menntaða stjórnendur innan lögreglunnar til lengri tíma litið. „Við teljum að námið sé lyftistöng fyrir lögregluna en það hefur verið í und- irbúningi í nokkur ár. Landssamband lögreglumanna hefur stutt málið með mjög virkum hætti og sömuleiðis Sýslumannafélagið, dómsmálaráðu- neytið, ríkislögreglustjóri og Endur- menntunarstofnun.“ Fyrir nokkru var gerð starfsum- hverfiskönnun hjá lögreglunni sem mældi m.a. upplifun lögreglumanna á stjórnendum sínum, segir Eiríkur. „Við viljum síðan gera aðra slíka könnun eftir nokkur ár til að kanna hvort stjórnunin hafi breyst og hvort fjárfestingin í stjórnendanáminu hafi skilað sér í skilvirkari stjórnun,“ seg- ir hann. Rannsóknir á umferðar- slysum meðal verkefna Þau verkefni sem kynnt verða í dag spanna vítt svið lögreglunnar og byggjast á þáttum eins og vinnusál- fræði, mannauðsstjórnun, rannsókn- um og réttarfari. Hver kynning tekur um 30 mínútur og síðan gefast 20 mínútur fyrir umræður og fyrir- spurnir. Fyrsta verkefnakynningin fjallar um hverfislögreglustöðvar og grenndarlöggæslu, önnur um sam- einingu lögregluliða á höfuðborgar- svæðinu og þriðja um starfsmanna- handbók lögreglunnar. Fjórða kynningin er um starfsmannastjórn- un, sú fimmta um rannsóknir umferð- arslysa og sjötta um fækkun umferð- arslysa á Norðurlandi. Síðasta kynningin fjallar um skilgreiningar á starfsmönnum lögreglunnar. „Þetta er í fyrsta skipti sem lög- reglan hefur hefur kafað ofan í þessi viðfangsefni og við erum mjög spenntir að sjá útkomuna,“ segir Ei- ríkur. 42 lögreglumenn í fyrsta útskriftarhópi nýrrar námslínu Lögreglumenn kynna loka- verkefni í nýju stjórnunarnámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.