Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 16
LISTIR 16 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 www.allirkrakkar.is Nýjar vörurEitt mesta úrval landsins af barnarúmum. Nýju litirnir í vögnum, kerrum og bílstólum frá Bébécar eru komnir. Hjá okkur er persónuleg þjónusta ÞÝSKI danslistahópurinn Körper, eða Líkamar, efnir til tveggja sýn- inga á Listahátíð í Reykjavík á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20 og á morgun kl. 14. Fjórtán sólódansarar taka þátt í sýningu Söshu Waltz sem notið hefur mikillar hylli í hinum evr- ópska dansheimi síðustu misseri. Körper er sambland af leikhúsi, dansi, myndlist og jafnvel arki- tektúr. Sýningin er uppfull af húmor en undirtónninn er alvar- legur enda byggir Waltz sýn- inguna á áhrifunum sem hún varð fyrir þegar hún heimsótti Gyð- ingasafnið í Berlín. Körper fylgir stærsta leikmynd sem nokkru sinni hefur verið flutt til landsins, að sögn aðstandenda Listahátíðar og kom hún sjóleiðis í fjórum gámum. Um er að ræða Norðurlanda- frumsýningu á Körper. Morgunblaðið/ÞÖK Sýningin Körper, eða Líkamar, æfð í Borgarleikhúsinu í gær. Líkamar á sveimi  Fólkið/4 ÓPERUKÓR Hafnarfjarðar hélt árlega vortónleika sína í Hafnarborg á mánudagskvöldið. Þetta er fjórða starfsár kórsins, en stjórnandi hans er Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona, sú sama og stóð sig svo í glæsilega í Mac- beth eftir Verdi sem sett var upp í Íslensku óperunni í fyrravetur. Af tónleikunum í Hafnarborg að dæma á hún auðvelt með að láta aðra syngja fallega líka, því kór- inn hennar var að flestu leyti til mikillar fyrirmyndar. Söngurinn var þéttur, kvenraddirnar kraft- miklar án þess að vera skerandi og tenórarnir ekki með þennan vandræðagang sem plagar svo marga íslenska kóra. Bassarnir voru líka verulega öflugir og með fallegan lit í röddinni. Vissulega heyrði maður örlitla hnökra hér og þar, t.d. átti einn tenórinn það til að syngja sterk- ar en allir hinir; innkomur voru líka stundum ekki alveg ná- kvæmar og einstöku sinnum voru karlarnir dálítið loðnir. Þetta var þó smávægilegt við hliðina á fyllingunni í heildar- hljómnum, auk gleðinnar og frískleikans sem einkenndi söng- inn í heild. Best voru íslensku lögin, en sum þeirra voru hreint út sagt frábær í meðförum kórsins, sér- staklega Fyrirlátið mér úr Galdra-Lofti Jóns Ásgeirssonar og lokakórinn úr Hátíðarkantötu Páls Ísólfssonar. Í síðarnefnda atriðinu söng Elín Ósk einsöng og gerði það sérlega vel eins og hennar er von og vísa. Dagskrá tónleikanna var tví- þætt, annars vegar íslensk lög; hins vegar vinsæl atriði úr þekktum óperum eftir Verdi og Mozart. Nokkrir kórfélagar sungu einsöng og gerðu það ágætlega miðað við að þetta eru ekki reyndir einsöngvarar. Píanóleikur Peters Maté var prýðilegur, breiður eins og heil hljómsveit þegar við átti, en ann- ars tær, agaður og hugljúfur. Þetta voru skemmtilegir tón- leikar með fínum kór; megi hann halda áfram að gleðja okkur um ókomna tíð. Jónas Sen Glaður kór TÓNLIST Hafnarborg Óperukór Hafnarfjarðar undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur. Tónlist eft- ir Verdi, Mozart, Pál Ísólfsson, Jón Ás- geirsson, Atla Heimi Sveinsson og fleiri. Einsöngvarar voru Kjartan Ólafs- son, Björn Björnsson, Hörn Hrafns- dóttir, Svana Berglind Karlsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Stefán Arn- grímsson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Peter Maté lék undir á píanó. Mánu- daginn 17. maí. KÓRTÓNLEIKAR AÐALFUNDUR Myndstefs, sem haldinn var á dögunum, beinir þeim eindregnu tilmælum til dómsmála- yfirvalda og ríkislögreglustjóra að hraðað verði rannsókn á meintu misferli söluaðila listaverka á skil- um á innheimtum fylgiréttargjöld- um. Fundurinn leggur áherslu á að innheimta þessara gjalda sé grund- völluð á skýrum lagaákvæðum og brot á þeim hafi í för með sér refs- ingu fyrir þá aðila sem kunna að verða dæmdir sekir. „Hér er um tilfinnanlegt fjár- hagstjón að ræða, bæði fyrir sam- tök myndhöfunda og ekki síður fyr- ir einstaka myndlistarmenn og erfingja þeirra. Það er von aðalfundarfulltrúa að hið allra fyrsta takist að koma þess- um málum í eðlilegt horf m.a. með lögbundinni aðstoð lögregluyfir- valda. Að lokum minnir fundurinn á að hér er um verulegar fjárupphæðir að ræða,“ segir í ályktun fundarins. Aðalfundurinn skorar einnig á menntamálaráðherra að beita sér fyrir breytingum á höfundalögum þannig að heimilt verði að gera dæmd fölsuð málverk upptæk með dómi, eða eftir atvikum að afmá falsaðar höfundamerkingar af verk- unum. „Slík lagabreyting yrði bæði til að vernda höfundaheiður lista- manna og jafnframt að stuðla að ör- yggi á listaverkamarkaði,“ segir í ályktun. Ályktun aðalfundar Myndstefs Hraðari rannsókn á meintu misferli UNDANFARIN ár hefur leik- félagið Hugleikur í Reykjavík sýnt fjöldann allan af einþáttungum sem eru skrifaðir af félagsfólki eins og öll önnur verk þeirra. Meðal þeirra þátta eru tveir af þeim þáttum Þór- unnar Guðmundsdóttur sem fjalla um Sigga og kleinurnar og féllu þeir áhorfendum vel. Nú hefur Þórunn skrifað þrjá þætti í viðbót um þenn- an ágæta mann og eru þeir allir fimm fluttir í Kaffileikhúsinu um þessar mundir. Dómur um dauðan hvern var þátturinn sem fyrst varð til og er hann um misskilning sem verður þegar kona Sigga er nýlátin, voveif- lega, og manneskja sem Siggi álítur prest kemur í heimsókn. Þarna er Siggi fjörgamall maður. Næsti þátt- ur, Jólakleinur, gerist þremur árum fyrr og sýnir Sigga og konu hans Gunnu taka á móti þjóðfræðinema sem er að gera könnun á jólahaldi fyrr á tímum. Því næst kemur nýr þáttur, Rímþrautir, sem gerist tutt- ugu árum þar á undan og segir frá því er Siggi reynir að yrkja vísur til konu sinnar vegna tuttugu ára sam- veru þeirra og fær til sín hagyrðing sem jafnframt er rafvirki. Þá sjáum við þáttinn Máltöku sem segir frá fyrstu kynnum Sigga og Gunnu en hann kemur til hennar til þess að taka mál af líki móður hennar. Að lokum er svo þátturinn Níu nóttum fyrir jól en hann gerist fimm árum fyrr og er endurlit á uppvöxt Sigga og hvernig hann lendir hjá ömmu sinni sem elur hann upp en í honum er einnig innskot sem á að skýra betur bakgrunn og persónuleika Sigga. Innskotið sýnir hann sem ungling á tali við unga stúlku en það verður að segjast eins og er að þetta þyngdi sýninguna sem óþarfa bak- grunnsupplýsingar og hefði hæg- lega getað komið fram með öðrum þætti. Leikstjórnarlega var innskot- ið líka slitið úr samhengi með því að setja það út í horn en að öðru leyti var miðja sviðsins aðeins notuð, inni á heimili Sigga. Síðasti þátturinn var einnig sístur að því leyti að í honum er fyrst mjög lifandi frásögn af því hvernig Siggi kom til ömmunnar en síðan er kraft- urinn dreginn úr innlifun áhorfenda með því að leika atriðið. Með því að segja frá því í leikskrá hve langur tími líður milli þáttanna fæst nokk- uð skýr mynd af lífshlaupi Sigga, þessa ofur venjulega Íslendings sem hefur lifað einföldu og fábrotnu lífi og dagar uppi í gömlum fötum með gamlar og harðar kleinur fyrir rest. Þættirnir eru flestir vel skrifaðir, með bráðfyndnum samtölum en Þórunn er sérstaklega góður texta- smiður auk þess að vera vel hag- mælt. Hún hefur einstakt lag á því að birta á hljóðlátan og fyndinn hátt þann fábrotna heim sem allir Ís- lendingar þekkja en er óðum að hverfa. Kleinurnar sem flæða gegn- um alla þættina eru táknið fyrið hið einfalda líf sem einu sinni var, með einföldum sveitamat og litlum íburði hjá þorra fólks. Leikstjórinn Þorgeir Tryggvason er einn Hugleikaranna og með nokkur leikstjórnarnámskeið og reynslu sína og innsæi að vopni stýrir hann þáttum Þórunnar vel og örugglega. Hann er bestur í ná- kvæmum tímasetningum með hluti en kleinurnar og mjólkin eru hér í forgrunni. Rauða kleinudósin sem beyglast og máist með tímanum tengir líka þættina vel. Atriðið í Máltöku, þegar Siggi og Gunna eru komin vel á veg með að kynnast með því að borða kleinur og drekka mjólk, var óborganlega fyndið á frumsýningunni og samleikur þeirra Sævars Sigurgeirssonar og Huldu B. Hákonardóttur með ólíkindum góður. Sævar er auðvitað stjarna sýningarinnar en hann leikur Sigga á öllum aldursskeiðum. Sævar er einn færasti leikari Hugleiks og sýndi hann hér hvers hann er megn- ugur með því að vera aldrei degi yngri eða eldri en hann átti að vera; hann lék lítinn dreng, ungan mann, miðaldra og fjörgamlan; allt saman jafn eðlilega. Hulda er ekki síðri leikari en Sævar, hún var alveg sér- staklega fyndin sem gömul kona, eðlilega sjálfhverf og minnislaus en var líka makalaust hlægileg sem unga konan og með sama afkáralega göngulagið og í fyrsta þætti. Aðrir leikarar voru prýðilegir en sérstak- lega verður að nefna Strandamann- inn Sigurð Atlason sem var mjög fyndinn í hlutverki hagmælta raf- virkjans og er Hugleikur heppinn að hafa fengið hann til liðs við sig. Í kleinuþáttum Þórunnar er Hug- leikur í essinu sínu. Á frumsýning- unni kunnu áhorfendur mjög vel að meta hið góðlátlega grín sem gert var að þjóðareðlinu. Vonandi fá fleiri tækifæri til þess að hlæja sig máttlausa að fyndni Þórunnar í leik- stjórn Þorgeirs sem er svo heppinn að hafa tvo af bestu áhugaleikurum landsins í liði sínu. Kleinur með ískaldri mjólk LEIKLIST Hugleikur Höfundur: Þórunn Guðmundsdóttir. Leik- stjóri: Þorgeir Tryggvason. Útlitshönnun: Hrefna Friðriksdóttir. Ljósahönnun: Valdi- mar G. Þórarinsson. Frumsýning í Kaffi- leikhúsinu 7. maí. KLEINUR Hrund Ólafsdóttir Kaffi Tár, Bankastræti Gunnar I. Guðjónsson myndlistarmaður sýnir þessa dagana myndröð og nefnir sýninguna fjögur portrett; Af Wera Ouckama-Knopp og samanstendur hún af fjórum fígúratívum til- brigðum við andlit ungrar konu. Gunnar hefur starfað að myndlist um liðlega þriggja áratuga skeið og haldið fjölmargar sýningar hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 17. júní. Í DAG SIGURRÓS Stefánsdóttir myndlist- armaður sýnir nú málverk hjá flug- félaginu Erni. Sýningin er í tilefni þess að ný flugvél hefur bæst í flug- flota Ernis.Verk Sigurrósar eru máluð með olíu á striga og hafa skír- skotun í línur og form úr landslag- inu. Línurnar eiga að tákna hinar ýmsu myndir sem hægt er að sjá í landslaginu þegar flogið er yfir stór- brotna náttúru Íslands. Yfirskrift sýningarinnar er Hljómur hafs og heiða. Sigurrós Stefánsdóttir hefur sett upp nokkrar einkasýningar vítt um landið og einnig hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún nam myndlist í Myndlistaskólanum á Ak- ureyri og útskrifaðist úr mál- unardeild vorið 1997. Sigurrós Stefánsdóttir með eitt verka sinna við hina nýju flugvél flugfélagsins Ernis. Málverkasýn- ing hjá Erni Hljóð og stafir – lestur, skrift, rétt- ritun, Hljóð og stafir – æfingar, Lestrarátak nefnast nýjar lestr- arbækur eftir Helgu Sigurjóns- dóttur. Tvær fyrrnefndu bækurnar eru handa þeim sem eru að hefja lestrarnámið en Lestrarátak handa börnum og fullorðnum sem þurfa að æfa sig betur í hljóðgreiningu og réttritun. Helga stofnaði Lestrarskólann í Kópavogi árið 2000. Hún er með há- skólapróf í íslensku og sálfræði. Lestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.