Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 20
LISTIR 20 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DANSLEIKHÚSIÐ býður áhorf- endum sínum upp á fjögur dansverk þetta árið. Leikhúsið er ungt að ár- um en var stofnað meðal annars fyrir tilstuðlan Dansræktar JSB eða Jazz- ballettskóla Báru og tengjast flestir flytjendur þeim skóla á einn eða ann- an hátt. Fyrsta verk kvöldsins var eftir Irmu Gunnarsdóttur. Það er samið sem tilbrigði við stóuspeki Epiktet, um að ekki séu það hlutirnir sjálfir sem áhyggjum valda heldur mat okkar á þeim. Dansararnir hreyfðu sig í síðerma búningum og túlkuðu eigin hugarfjötra. Eins kon- ar járnásláttarplata eða dong sveif niður að sviðinu og á það var slegið. Dansararnir tóku sér sverð í hönd og munduðu hver að öðrum. Óhætt er að segja að danshöfundi fari fram með hverju verki sem hún semur. Engu að síður eru henni takmörk sett í kóreógrafískri hönnun. Dans- inn virkaði eins og rútína úr æfing- artíma. Það vantaði tilfinninguna í hann og hafði það áhrif á allt verkið. Sjálfsprottnar hreyfingar höfundar hefðu verið vel þegnar því það sem gjarnan gerir hreyfingar í dansverk- um eftirminnilegar eru frumlegar sjálfsprottnar hreyfingar. Dansar- arnir tóku sig vel út í fallegum bún- ingunum en fjötrarnir voru ekki gerðir sýnilegir með hreyfingum heldur meira í orðum, þó svo að bún- ingarnir gæfu mikla möguleika á því. Í hugmyndunum að dansi með sverð og ásláttinn á dongið hefði mátt vinna mun meira og dýpra. Þær voru ekki auðgandi fyrir dansverkið. Höf- undur er stórtækur í verki sínu nú sem áður. Meiri vinna í grunnatrið- um eins og sjálfsprottnum hreyfing- um og útfærslu fárra en valinna hug- mynda er það sem saknað er. Hér á því við að minna sé meira. Hughrif María Gísladóttir er mörgum Ís- lendingum kunn fyrir klassískan list- dans sinn. Nú mætir hún aftur til leiks sem danshöfundur. Það er skemmst frá því að segja að dans- verk hennar, sem er ákaflega drama- tískt, hitti beint í mark. Dramatíkin var vel túlkuð af Þórdísi Schram sem túlkaði jafnt með líkama og sál og stýrði verkinu jafnt og þétt þar til því lauk. Dansarinn kom fyrir sjónir sem kröftugur, stæltur og sterkur kvendansari og var hún eftirminni- leg á sviðinu. Danshöfundurinn sem- ur innan geturamma dansarans og þekkir augljóslega hennar takmörk og styrk. Það hlýtur að skrást á ára- langa reynslu Maríu sem atvinnu- dansara. Dansgerðin var flæðandi, kröftug og einföld. Hún var byggð upp í hring á sviðinu sem gerði sig vel. Lýsingin myndaði yrjótt lands- lag á sviðsgólfinu sem fyrir vikið varð lifandi. Þetta var eftirminnilegt dansverk sem greip augað strax og vakti í lokin von um fleiri dansverk. Break a leg Í Break a leg gerir höfundur grín að dönsurum á æfingu. Þeir birtast á sviðinu í hversdagslegum fötum. Vindurinn gnauðar, það virðist vera kalt og dansarinn setur hettuna yfir höfuðið. Skyndilega afsakar hann sig og biður áhorfendur að sýna biðlund þar sem hann sé ekki tilbúinn í sýn- inguna og heldur áfram að æfa sig rétt eins og væri hann staddur í æfingasal. Dansverkið heldur áfram, dansararnir meiða sig og hver annan og æmta og skræmta. Verkið er grínverk og þjónar ágætlega slíkum tilgangi. Í því er blandað saman leik og dansi sem dansararnir fóru vel með eins og hlátrasköll áhorfenda gáfu til kynna. Talað er út í sal eins og á æfingu og framvinda æfingar- innar rædd á sviðinu. Það er alltaf spurning hvort ímyndað æfingaferli í stúdíói eigi heima á sviði sem sýning fyrir áhorfendur. Myndi píanóleikari bjóða til tónleika og spila það sem af- lögu fór á æfingatímanum fyrir áhorfendur? Hefðu þeir áhuga á því? Að tala út í sal þarf að vera hnit- miðað og uppbyggjandi fyrir verk. Þar skorti á. Dansgerðin rann vel og var vel dönsuð. Það var ágætis fram- vinda í verkinu, spurning hvort ekki hefði mátt vinna ýtarlegar að færri hugmyndum. Endirinn, sem var í anda verksins, var vel til fundinn. Restored Restoration Síðasta verk kvöldsins var dansað af höfundi sjálfum ásamt þremur dönsurum. Búningarnir voru látlaus- ir, svartir toppar og buxur. Lýsingin myndaði rétthyrning á sviðinu og við hann hófst dansinn. Verkið fór ró- lega af stað og einbeitingin var öll inn á við. Hreyfingarnar, sem mynd- uðu beinar línur handleggja og fóta, teygðu sig út frá miðju líkamans og unnu sig inn í næstu hreyfingu, koll af kolli. Hreyfingarnar skáru sig í gegnum sviðsrýmið á upplýstum flötunum svo hrífandi var á að horfa. Dansararnir komu þessu verki vel frá sér. Dúett Jóhanns Freys og Lovísu Óskar sýndi vel gæði þessara dansara hvað varðar hreyfifærni. Uppbyggingin í verkinu er einföld og hnitmiðuð og dansstíllinn er hreinn og tær í meðhöndlun dansaranna. Nafn verksins sagði ritara ekki mik- ið um dansverkið. Það kom ekki að sök þar sem greiðlega gekk að njóta þess. Það er góður leikur hjá aðstand- endum sýningarinnar að blanda saman vönum dönsurum/danshöf- undum og dönsurum sem eru að fikra sig áfram á braut atvinnufólks í listgreininni. Það skilar augljóslega miklu fyrir dansarana, þar sem það hafa verið miklar framfarir í hreyfi- getu og hreyfivídd hjá þeim síðast- liðið ár. Æfingin skapar meistarann! Þetta var metnaðarfull sýning sem dansunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Æfingin skapar meistarann! Irma Gunnarsdóttir Lilja Ívarsdóttir DANS Borgarleikhús Dansleikhúsið FJÖTRAR eftir Irmu Gunnarsdóttur. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Irma Gunnarsdóttir. Dansarar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Þór- dís Schram, Ásdís Ingvadóttir, Íris María Stefánsdóttir og Hjördís Lilja Örnólfs- dóttir. 18. maí 2004. HUGHRIF eftir Maríu Gísladóttur. Tónlist: Atingere eftir Magnús Haraldsson og Halldór Björnsson. Búningur: Mohammed Zah- awy. Lýsing: Kári Gíslason. Dansari: Þór- dís Schram. BREAK A LEG eftir Peter Anderson. Tónlist: Peter And- erson. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Peter Anderson. Dansarar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Ásta Bærings Bjarnadótt- ir, Íris María Stefánsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir. RESTORED RESTORATION eftir: Jóhann Björgvinsson. Tónlist: Sofia Gubaidulina. Lýsing: Kári Gíslason. Bún- ingar: Jóhann Björgvinsson. Dansarar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Þórdís Schram, Ásdís Ingvadóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson HÉRLENDIS hefur ekki verið mikið um hátíðahöld vegna aldar ártíðar tékkneska tón- skáldsins Antonins Dvoráks. Úr þessu bætti Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Seltjarnar- neskirkju um helgina, en þá flutti hún tvö verk eftir meistarann, Te Deum op. 103 og Sinfóníu nr. 9 op. 95 sem ber undirtitilinn „Frá nýja heiminum“. Með hljómsveitinni söng Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju, en stjórnandi kórs- ins er Viera Manásek. Sá sem stjórnaði hljómsveitinni að þessu sinni var eiginmaður Vieru, Pavel Manásek, og var túlkun hans ákaflega fersk og lífleg. Ní- unda sinfónían er stórvirki og er að miklu leyti innblásin af bandarískri alþýðutónlist (þaðan er undirtitillinn kominn), hún er litrík, marg- brotin og full af grípandi laglínum. Pavel lifði sig auðheyrilega inn í tónlistina og þótt leikur hljómsveitarinnar væri stundum ómarkviss (en samt betri en ég hef oft áður heyrt) var flutningurinn engu að síður ótrúlega sannfær- andi, kraftmikill en líka undurblíður þegar við átti. Te Deum heppnaðist einnig prýðilega, flutn- ingurinn var svo markviss og ákafur að tónlist- in hitti mann beint í hjartastað. Kammerkór Seltjarnarneskirkju er greinilega vel þjálf- aður, söngur kórsins var í heildina hljómfagur og þéttur, helst voru það karlaraddirnar sem áttu það til að vera dálítið litlausar á köflum. Styrkleikajafnvægi á milli kórs og hljóm- sveitar var yfirleitt til fyrirmyndar, en því mið- ur verður ekki sagt hið sama um jafnvægið á milli hljómsveitarinnar og annars einsöngvar- ans, Huga Jónssonar. Oft á tíðum yfirgnæfði hljómsveitin rödd hans, sem var synd því Hugi er efnilegur söngvari með fína, breiða rödd. Hefði hann átt að syngja meira út, eins og það er kallað, til að rödd hans bærist betur um sal- inn. Hinn einsöngvarinn, Anna Jónsdóttir, býr sömuleiðis yfir ríkulegum hæfileikum, söngur hennar var skýr og glæsilegur, en hugsanlega lá hlutverkið heldur ofarlega fyrir hana því röddin virkaði stundum eins og hún væri þanin til hins ýtrasta á efstu tónunum. Fyrir utan þessi atriði voru tónleikarnir þó ágæt skemmtun, eins og áður sagði var flutn- ingurinn á báðum verkunum frísklegur og full- ur af gleði, og skiptu þá misfellur minna máli en ella. Beint í hjartastað Jónas Sen TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjórn Pavels Manásek og Kammerkór Seltjarnarneskirkju undir stjórn Vieru Manásek. Dvorák: Te Deum og Sinfónía nr. 9. Sunnudaginn 16. maí. HLJÓMSVEITAR- OG KÓRTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Jim Smart „Flutningurinn á báðum verkunum var frísk- legur og fullur af gleði,“ segir um tónleikana sem voru undir stjórn Pavels Manáseks. TILNEFNINGAR til Turner- verðlaunanna umdeildu fyrir árið 2004 voru tilkynntar nú í vikunni og þykja tilnefningar dómnefndarinnar að þessu sinni benda til þess að tími þeirra listamanna sem leitast með list sinni við að hneyksla, hræða og valda geðshræringu sé liðinn. „Við höfum valið inntak umfram geðshræringu,“ hefur breska dag- blaðið Guardian eftir David Thorp, safnverði við Henry Moore- stofnunina og einum dómnefnd- armanna. Þó dómnefndin segði það ekki berum orðum benda tilnefningarnar til þess að tími listamanna á borð við Damien Hirst, svonefndra „Ungra breskra listamanna“ – stjarna tí- unda áratugarins innan breska list- heimsins, sé liðinn. Tilnefningarnar að þessu sinni byggjast á listamönn- um sem þegar hafa sannað sig, eiga langan feril að baki og farnir eru að nálgast miðjan aldur, en listamenn verða að vera undir 50 ára aldri til að hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Listamennirnir sem um ræðir eru Ben Langland og Nicky Bell, sem tilnefndir eru fyrir verkið House of Osama bin Laden, Kutlug Ataman fyrir myndbandsverk sín, Yinka Shonibare fyrir skúlptúr innsetn- ingar sínar og Jeremy Deller fyrir verkið Memory Bucket sem lista- maðurinn vann á síðasta ári í Texas, en Deller þykir hvað líklegastur til að hljóta verðlaunin. Þessir listamenn féllu að sögn Thorp e.t.v. nokkuð í skuggann af „Ungu bresku listamönnunum“ svo- nefndu, en allir hafa þeir að mati Sir Nicholas Serota, forstjóra Tate- safnsins og formanns dómnefndar, búið til góða list sl. 10–15 ár og þar af sýnt umtalsverðar framfarir síð- asta árið. Sýning á verkum þessara listamanna verður opnuð í Tate- safninu í lok októbermánaðar, en verðlaunaafhendingin sjálf fer ekki fram fyrr en í desember. Verðlaunaféð hefur hækkað og nemur nú 40.000 pundum eða um 5,2 milljónum króna. Reuters Það var Grayson Perry sem hlaut Turner-verðlaunin á síðasta ári. Tilnefningar til Turner-verðlaunanna Þroskaðir listamenn í stað þeirra sem leit- ast við að hneyksla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.