Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana eru Íslendingar með frelsið á heilanum. Það má auðvitað margt segja gott um frelsið, en því miður hefur lofsöng- urinn um frelsið undanfarin ár kaf- fært ábyrgðartilfinningu okkar og siðferði svo rækilega að maður þekkir landið stundum ekki fyrir landið sem maður ólst upp við, landið sem manni var kennt að trúa á og virða og var besta land í heimi. Við minn- um helst á hinn nýríka Nonna enda erum við nýrík í mörgum skiln- ingi. Við látum líka eins og óttalegir kján- ar, keyrum um á jepp- um sem kosta mörgum milljónum meira en þeir ættu að gera og okkar helsta áhugamál er að fylgjast með því hver er að kaupa hvaða fyrirtæki, af hverjum, fyrir hversu mikið o.s.frv. Við lof- um það frelsi að mega hengja hvern landa okkar á fætur öðrum á forsíðu DV án dóms og laga og ekki síður frelsistilfinninguna sem felst í því að mega fylgjast með innstu leyndarmálum annarra í Séð og Heyrt. Óvíða kemur þó frelsistryllingurinn og nýjunga- girnin betur fram en í áfeng- ismálum þjóðarinnar. Þar hefur enn einu sinni komist á flug einn ófríðasti uppvakningur Íslandssög- unnar, áfengisdraugurinn sjálfur. Nema hvað nú kallast hann vín- menningarskrímslið – má e.t.v. skíra hann eftir ógæfumanninum Hulk hinum ógurlega – manninum sem breyttist í grænt og grimmt skrímsli við hið minnsta áreiti – í þessu sambandi mætti kalla hann Hikk hinn ógurlega. Að baki Hikk hinum ógurlega er ekkert smáræð- is stuðningslið að þessu sinni. Nú skal troða í okkur þeirri hugmynd að það sé eitt mesta kappsmál þjóðarinnar að koma á þessari þjóðarbjörg, nánast sáluhjálp. Nú bregður nefnilega svo við að þetta er ekki aðeins kappsmál eldheits „hugsjónafólks“ eins og Jóhönnu Sigurðardóttur og annarra alþing- ismanna sem finnst að þeirra tími sé nú loksins kominn. Nei, ekki aldeilis – til aðstoðar er áferð- arfallegt fólk í áferðarfallegum fyr- irtækjum með fulla vasa fjár sem svífst einskis við að fylla fleiri vasa með því að græða á hinum gamla og þekkta veikleika þjóðarinnar – sem er greyptur í genin okkar – að drekka okkur full (núna er víst tal- að um að neyta áfengis – sem er partur af plottinu við að gera áfengið að almennri neysluvöru í stað þess að vera vímugjafi). Til- gangur þessara fyrirtækja er einn og aðeins einn: Að græða meiri og meiri peninga – og nú ber svo við að hægt er að beita fyrir sig frels- inu. En hvaða frelsi er það sem eyðileggur fjölskyldur? Hvaða frelsi er það sem drepur fólk í hrönnum í bílslysum? Hvaða frelsi er það sem veldur langstærsta hluta af þeim ránum, slagsmálum, örkumlum og dauða sem eiga sér stað á götum borgarinnar? Manni dettur ekki í hug að fara niður í bæ á kvöldin um helgar – senni- lega er ég svona hræddur við frels- ið. Stuðningsmenn Hikks hins óg- urlega eru staðfastir í sinni trú. Núna síðast halda þeir að hægt sé að stunda genabreytingar á Íslend- ingum. Við eigum allt í einu að um- gangast vín eins og Ítalir. Ég lít í spegil á hverjum morgni og aldrei hef ég séð Ítala í honum. Ég þekki Ítali – Ítalir eru vinir mínir. Ís- lendingar: Þið eruð engir Ítalir. Þó að við sötruðum heilu ámurnar af ítölsku rauðvíni þá yrðum við ekki hótinu ítalskari. Vínhegðun okkar er og verður öðruvísi og því fyrr sem við horfumst í augu við að við höndlum þennan vökva ekki eins lipurlega og suðrænu þjóðirnar, því betra. Það þarf ekki nema eina bæjarferð – með opin augun takk fyrir – til að sjá það. Þar sjáum við unga fólkið okkar margt út- úrdrukkið. Er þetta vínmenning? Nei, hún er reyndar ekki til. Það er til menning. Það er til vín. Ekki vínmenning. Til að setja þetta upp eins og í alvöru- grein þá er ekki úr vegi að telja upp þrjú helstu baráttumál stuðningsmanna Hikks hins ógurlega – ég set þá í sviga fyrir aftan til skýringar: 1. Lækkun aldurs til kaupa á áfengi (vín/bjórfyrirtæki, alþingismenn) 2. Brot á banni við áfengisauglýs- ingum í áfengislögum (vín/ bjórfyrirtæki, fjölmiðlar, bjór- búllur, ÁTVR) 3. Skattlagning á áfengi og leyf- isveiting til að mega selja áfengi í í matverslunum (Félag ís- lenskra stórkaupmanna, ferðamálafrömuðir, alþing- ismenn). Einhvern tíma hefði það verið kallað svo að auðvaldið, græðgin og Mammon hefðu sameinast í hugum þessa fólks – ekki frels- isþrá. Nú bregður svo við að það er hallærislegt að tala um þessa hluti í þessu nútímafrelsi sem við búum við. Við eigum að vera frjáls til að græða á náunganum eins og okkur lystir – án minnsta sam- viskubits. Við megum blanda sam- an íþróttum og áfengi án þess að finnast það andstæðukennt. Samt verður þessi umfjöllun allt að því kómísk þegar Þorri blessaður í Gestgjafanum – mælir t.d. með alkóhóli með nánast öllu undir sól- inni, kampavíni í morgunsárið með morgunpönnukökunum o.s.frv. Ég bíð spenntur eftir því með hverju Þorri mælir út á Cheeriosið – rósa- víni kannski? Æ fleiri fjölmiðlar og tímarit fjalla nú um mat – og auð- vitað vín og auglýsa þá í leiðinni bæði sterk vín og bjór. Það þykir svo flott og fyndið að svindla á lög- unum um áfengisauglýsingar – hví- lík andagift – hvílíkar hugsjónir – hvílík græðgi. Ég bið ykkur að beina sjónum ykkar að markhópi auglýsinganna. Því miður er mark- hópurinn unga fólkið okkar ekki fullorðið fólk með mótaðar hug- myndir um lífsstefnu sína. Enda er þetta lykilinn að árangri auglýs- enda. Því skyldu þeir ella vera að þessu með ærnum tilkostnaði? Það er kominn tími til að við Ís- lendingar hristum af okkur þessa frelsisvímu og horfumst í augu við staðreyndirnar og lítum til ráð- legginga Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) sem er ráðgefandi fyrir þjóðir heims í heilbrigðismálum. 1. Staðreyndin er sú að lækkun aldurs til kaupa á áfengi eykur neyslu þeirra sem yngri eru og því yngri sem unglingar hefja áfengisneyslu þeim mun meiri líkur eru á að þau verði alkóhól- istar eða lendi í slysum tengd- um neyslu. 2. Staðreyndin er sú að áfeng- isauglýsingar hafa áhrif á börn- in okkar og kenna þeim að þau geti ekki komist í gegnum lífið án þess að drekka og áfengi sé nauðsynlegur hluti þess að gera sér glaðan dag. 3. Staðreyndin er sú að lækkun á áfengissköttunum hefur alls staðar þar sem það hefur verið gert leitt til aukinnar neyslu og þá sérstaklega hjá þeim sem yngri eru, þar sem buddan þeirra er yfirleitt léttari. Aukið aðgengi að áfengi eins og sala í matvöruverslunum hefur sýnt sig hafa sömu áhrif og sendir ungmennum þau skilaboð að áfengið sé jafn sjálfsögð neyslu- vara og mjólkin. Ef þið eruð ekki sammála þess- um þremur atriðum, þá er ekki úr vegi að stækka letrið á eftirfarandi setningum til að alvara málsins komi sem best í ljós: Ef þessar breytingar yrðu fram- kvæmdar myndi áfengisneysla þjóðarinnar aukast og sér í lagi þeirra sem yngri eru með þeim af- leiðingum sem við höfum rætt hér að framan. Viljum við fórna hagsmunum unga fólksins okkar til þess að auka markaðshlutdeild áfengisfyr- irtækja – auka gróða þeirra og auglýsenda? Svari nú hver fyrir sig. Það er svo sorglegt að hugsa til þess hversu fáir hafa vakið athygli á þessu, það eru helst hetjur eins og Helgi Seljan og Árni Helgason í Stykkishólmi sem hafa þorað að standa uppi í hárinu á vínmenning- arskrímslinu, auk annarra sem standa að bindindissamtökunum IOGT. Einnig má nefna meðferð- arstofnanir líkt og SÁÁ, sem fá sí- fellt yngra fólk til meðferðar með hverju árinu. Engin ítölsk róm- antík þar – aðeins krakkar sem eru á góðri leið með að drepa sig af vímuefnaneyslu – og líkama þeirra er sama hvaðan víman kem- ur – úr rauðvínsflösku eða hassjónu. Það kemur svo kostuleg vitleysa út úr talsmönnum vínmenning- arskrímslisins að það er eins og við séum stödd á stuðningssamkomu fyrir stríðsrekstur Bush forseta. Það vitlausasta sem maður heyrir eru fullyrðingar á borð við að það séu engar sannanir fyrir því að þessar aðgerðir auki á áfeng- isneyslu ungs fólks. Maður lifandi. Það er aðeins peningavon sem fær menn til að segja svona kjánalega hluti – því þetta er ekki meðfædd heldur áunnin heimska. Ég vil benda öllum lesendum þessarar greinar að leita sér upplýsinga um skaðsemi þessara fyrirætlana á frábærum vef sem öllum Íslend- ingum býðst: www.hvar.is Þar er hægt að komast í nokkra gagnagrunna sem innihalda flestar greinar sem birst hafa í við- urkenndum tímaritum um mál sem snerta áfengisfíkn og ungt fólk. Bent er á leitarorðin: „alcohol“ og „teenagers“ og „children“. Af góð- um gagnagrunnum má nefna Pro- Quest og OVID (þar inni er gagna- grunnurinn MedLine sem allir íslenskir læknar leita í við upplýs- ingaleit). Þarna má finna þúsundir greina um skaðsemi ofangreindra ráðstafana því mörg lönd hafa far- ið halt á því að rýmka reglur í þessum efnum. Kæru Íslendingar. Áður en þið látið glepjast af glysinu – leitið ykkur upplýsinga og horfið í gegn- um peningaskýið sem hylur þá að- ila sem eiga hagsmuni sína í þessu máli Þeir vilja peninga ykkar og þeim er bara nákvæmlega sama um börnin ykkar. Vínmenningarskrímslið Hikk hinn ógurlegi Jóhannes Kári Kristinsson skrifar um áfengismál ’Hvaða frelsi er þaðsem veldur langstærsta hluta af þeim ránum, slagsmálum, örkumlum og dauða sem eiga sér stað á götum borg- arinnar?‘ Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er Dr. Med., læknir og áhugamaður um velferð ungs fólks í landinu. INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir fór mikinn hér í blaðinu 18. maí gegn Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, af því að hann las á dögunum á Alþingi (að áskorun Ingibjargar Sólrún- ar sjálfrar) upp bréf, sem hon- um hafði borist frá Þresti Em- ilssyni, þar sem fram kom, að Jón Ólafsson í Skífunni studdi R-listann fjárhagslega, en sá stuðningur var veittur Ingi- björgu Sólrúnu persónulega og milliliðalaust. Hún hrekur ekk- ert í bréfinu, heldur dylgjar að- eins um sálarástand bréfritar- ans, Þrastar Emilssonar blaðamanns. Hún segir líka, að allar staðhæfingar um fjár- stuðning Jóns í Skífunni við R-listann hafi verið hraktar. Þetta er rangt. Það kom fram í Helgarpóstinum á sínum tíma í flennifyrirsögn á forsíðu, að Jón í Skífunni styrkti R-listann í kosningunum 1994. Heimildar- maðurinn var starfsmaður Jóns. Sjálfur staðfesti Jón þetta raun- ar í samtali við mig haustið 1996, sem annar maður hlustaði á. Það liggur enn fremur fyrir, að Ingibjörg Sólrún reyndi tví- vegis í borgarstjóratíð sinni að úthluta Jóni dýrmætum lóðum, fyrst í Mjóddinni, síðan í Laug- ardal, en varð að hætta við vegna háværra mótmæla. Ingi- björg Sólrún lét R-listann líka kaupa fasteignir á Laugavegi af Jóni gegn mótmælum sjálfstæð- ismanna. En vegna þrálátra og ill- skeyttra árása Ingibjargar Sól- rúnar á Björn Bjarnason get ég upplýst, að ég hef undir höndum tölvupóst frá einum frammá- manni Samfylkingarinnar, þar sem hann staðfestir, að hann hafi hlustað á samtal Jóns í Skífunni og Björgvins G. Sig- urðssonar, sem þá var starfs- maður Samfylkinginnar, og eins annars Samfylkingarmanns. Þar kvartaði Jón í Skífunni undan því, að hann fengi ekki nægan pólitískan stuðning að launum fyrir þann fjárstuðning, sem hann veitti Samfylkingunni, og nefndi sérstaklega eina þing- ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem honum mislíkaði. Get ég birt þetta tölvuskeyti, ef menn efast um orð mín. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björgvin G. Sigurðsson geta ekki neitað því, að Jón í Skíf- unni veitti bæði R-listanum og Samfylkingunni fjárstuðning. Ingibjörg Sólrún reyndi raunar að bæta fyrir stuðningsleysi Jó- hönnu Sigurðardóttur við Jón, því að í hinni alræmdu Borg- arnessræðu sinni í febrúar 2002 dylgjaði hún um, að skattrann- sókn á Jóni í Skífunni væri ekk- ert annað en ofsókn á hendur honum, sem forsætisráðherra skipulegði. Allir vita, hvernig það mál fór. Það er síðan rauna- legt að horfa upp á, hvernig Þröstur Emilsson hefur verið barinn til hlýðni, eftir að Björn Bjarnason birti bréf hans. Jón Ólafsson í Skífunni studdi R-listann og Samfylkinguna Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði. Hannes Hólmsteinn Gissurarson 1. MAÍ sl. var 1001 á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að R-list- inn hafi samþykkt hert skilyrði til að geta sótt um fé- lagslegt leiguhúsnæði og bundið vonir við að sérstakar húsa- leigubætur myndu leysa húsnæðisvand- ann í borginni. Þá er einnig rétt að hafa í huga að þeir fjár- munir sem settir eru í sérstöku húsa- leigubæturnar eru teknir af fénu sem áætlað er í byggingu nýrra félagslegra leiguíbúða hjá Fé- lagsbústöðum. Ég leyfi mér að minna á tillögu sem við sjálfstæðismenn fluttum í borg- arstjórn 2. október 2003 um að skipa starfshóp um hús- næðisvandann í borg- inni en R-listinn hef- ur enn ekki séð ástæðu til að framkvæma hana þrátt fyrir að yf- ir þúsund manns séu á biðlista eft- ir félagslegu leiguhúsnæði. Til- lagan gerði ráð fyrir því að starfshópurinn hefði m.a. það verkefni að setja fram tillögur til að gera það eftirsóknarvert fyrir einstaklinga og byggingarfyr- irtæki að byggja og leigja út fé- lagslegar leiguíbúðir og leiguíbúð- ir á hinum almenna húsnæðis- markaði. Þær leiðir sem R-listinn kaus að fara í þessu máli taka ein- ungis til lítils hluta þess vanda sem blasir við fjölda einstaklinga og fjölskyldna í hús- næðismálum. Um 60% þeirra sem eru á bið- lista eftir félagslegu leiguhúsnæði eru ein- hleypingar sem marg- ir hverjir treysta sér ekki til að leigja á hin- um almenna markaði eða uppfylla ekki skil- yrðin til að eiga rétt á sérstökum húsa- leigubótum. Náms- menn og láglaunafólk eiga margir hverjir auk þess ekki rétt á sérstökum húsa- leigubótum. Tillaga okkar sjálf- stæðismanna gerir ráð fyrir því að tekið sé heildstætt á málinu og leitað allra leiða, m.a. í samvinnu við lífeyrissjóði, verka- lýðsfélög, ríkisvaldið og bygging- araðila, til að draga verulega úr þessum vanda. 1001 bíður Guðrún Ebba Ólafsdóttir skrifar um húsnæðismál Guðrún Ebba Ólafsdóttir ’Tillaga okkarsjálfstæð- ismanna gerir ráð fyrir því að tekið sé heild- stætt á mál- inu…‘ Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.