Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Um er að ræða mjög glæsilegt fullinnréttað ca 340-600 fm skrifstofu- húsnæði á 2. hæð í þessu vel staðsetta húsi. Mikið af bílastæðum. Til leigu í Mörkinni 4 í Reykjavík á 2. hæð Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310 og sölu- menn Fjárfestingar fasteignasölu í síma 562 4250. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. KATRÍN Jak- obsdóttir, varafor- maður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, skrifar grein í Morgunblaðið 10. maí síðastliðinn um hugmyndir Vg um gjaldfrían leik- skóla eins og það er kallað. Er margt í þeim hugmyndum gott og tímabært að leikskólastigið og skipulag þess sé end- urskoðað. Nokkuð er gert úr því að Vg hafi fyrstir manna flutt til- lögur í þessa veru en nú fylgi aðrir í kjöl- farið. Ekki er þetta allskostar rétt hjá Katrínu. Fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar 1998 lagði Kópa- vogslistinn fram í stefnuskrá sinni hugmyndir um gjaldfrían leikskóla í Kópavogi, fyrst fyrir hluta dvalarinnar og síðan í heild sinni. Samfylkingin í Kópa- vogi hafði þetta einnig á stefnuskrá sinni í bæjarstjórnarkosning- unum 2002. Ég hef nokkrum sinnum mælt fyrir slíkum tillögum í bæjarstjórn Kópavogs en þær hafa ávallt ver- ið felldar af fram- sóknar- og sjálfstæð- ismönnum. Ekki ætla ég að gera lítið úr áhuga Vg á þessu máli eða tillöguflutningi þeirra en best er að halda öllu til haga. Við hér í Kópavoginum fögnum því að fleiri eru orðnir þessarar skoðunar og vonandi styttist í að slíkar hug- myndir komi almennt til fram- kvæmda. Öllu haldið til haga Flosi Eiríksson svarar Katrínu Jakobsdóttur Flosi Eiríksson ’Kópavogslist-inn lagði fram í stefnuskrá sinni hugmyndir um gjaldfrían leik- skóla. ‘ Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. NÚ er ljóst að aðferð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar við ritun ævisögu Halldórs Laxness er svo umdeild að hún fer fyrir dómstóla. Hannes nýtir sér þar texta fjöl- margra manna, klippir út dágóða kafla, lagar þá aðeins til og límir inn í sína sögu án þess að gera lesendum grein fyrir að textinn er frá öðrum kominn. Það merkilega er að prófessor Hannes telur að þetta sé heiðarleg, siðleg og lögleg aðferð við sagnaritun. Aðferð Hannesar, sem ég ætla að kenna við dúkkulís- ur er í sjálfu sér bylt- ingarkennd. Engum sagnfræðingi hefur dottið í hug að hann gæti klippt texta úr ýmsum áttum og límt hann í bók sína án þess að nota það kerfi vísana sem nemendum á fyrsta ári í háskóla er kennt. Gæsalappir og tilvitnanir eru ekkert ‘bara’, ekki frekar en fölsun málverka eða stuldur tón- verks. Gæsalappir og tilvitnanir eru skýr merki til lesandans að um höf- undarverk annarra er að ræða. Hannes ber það fyrir sig sem málsvörn að hann geti þess í eft- irmála að hann hafi stuðst við hinar og þessar bækur. Sem er svipað og að gefa út Yesterday í eigin nafni en láta fylgja með að verkið hafi verið samið undir áhrifum frá Bítlunum. Hannes hefur haldið því fram að nokkrir nafngreindir sagnfræðingar beiti sömu aðferð. Það er rangt. Dúkkulísuleikur Hannesar á sér engan líka. Og því spyr ég: Hefur Hannes beitt leik sínum víðar? Svarið er já! Í ævisögu Jóns Þorlákssonar, nánar tiltekið í kaflanum um Jón sem borg- arstjóra, þá notar Hannes B.A.-ritgerð frá Ármanni H. Þor- valdssyni. Ljóst er að kaflinn er að drjúgum hluta frá Ár- manni kominn en ekki Hannesi. (Sjá til dæmis bls.15-16 hjá Ármanni sem samsvarar nær allri síðu 500 hjá Hann- esi. Einnig kafla um leigutogara, bæjarbáta ofl.). Vissulega hafði Hannes leyfi til að nýta sér texta Ármanns sem og sjálfsævisögur Hall- dórs Laxness en ekki er mögulegt að fá leyfi til að skrifa sjálfan sig fyrir texta annarra, frumsaminn texti er alltaf varinn af höfundarréttarlögum, nánar tiltekið sæmdarrétti. Við getum keypt Yest- erday og öðlast útgáfurétt og eign- arrétt en ef við þykjumst hafa samið það þá erum við brotleg við íslensk lög og alþjóðalög (Bernarsáttmál- ann). Það eru nefnilega lög landsins sem eru í veði. Hannes viðurkennir ekki höfundarréttarlögin þrátt fyrir að þau séu skýr og formleg og byggi á vel skilgreindum lagagreinum en ekki á umdeilanlegum hefðum. Hannes brýtur þau samt! En til hvers? Við getum spurt eigin skyn- semi: Getum við hætt á að dúkku- lísuleikur Hannesar verði að al- mennri siðvenju? Hvernig yrði ástandið í íslensku menningar- og viðskiptalífi? Enginn vissi með réttu hver skrifaði hvað. Höfundarréttur yrði marklaus. Virðing fyrir vinnu og list annarra yrði ekki að neinu. Aðferð Hannesar getur enginn skynsamur maður viljað að verði að reglu. Eftir standa veigamiklar spurn- ingar: Þegar kennari við Háskóla Ís- lands nýtir sér útgefið efni nemanda við skólann, hvernig ber honum að fara að? Prófessor við Háskóla Ís- lands er í valdastöðu gagnvart nem- endum sínum. Nemendur eru nokk- urskonar skjólstæðingar kennara. Meðaleinkunn og meðmæli geta veg- ið þungt þegar nemendur leita sér að vinnu eða fara í framhaldsnám. Það hlýtur því að vera lágmarks- krafa nemanda að kennarar við skól- ann virði lög landsins og að sam- skiptareglur nemanda og kennara séu skýrar og öllum skiljanlegar. Siðanefnd Háskóla Íslands verður að taka á málinu og skoða vinnu- brögð Hannesar í víðu samhengi, með tilliti til þess föndurs með texta annarra sem Hannes telur góða siði. Að öðrum kosti þyrfti að endurskoða allt nám við skólann – þ.e.a.s. þegar búið væri að endurskoða lög lands- ins og alþjóðasamninga! Dúkkulísur Hannesar Þorvaldur Logason skrifar um aðferð við ritun ævisögu Halldórs Laxness ’Aðferð Hannesar getur enginn skyn- samur maður viljað að verði að reglu.‘ Þorvaldur Logason Höfundur er heimspekinemi. 60% á þeirri skoðun. Engin hinna Norðurlandaþjóðanna telur stofnun fyrirtækja eins eftirsóknarverðan starfsvettvang og Íslendingar sam- kvæmt þessu. Athygli vekur að að- eins um þriðjungur Norðmanna tel- ur slíkt eftirsóknarvert“. Áhættufjármagn til frumkvöðlastarfsemi En þó svo að umhverfið sé á margan hátt jákvætt leiðir GEM-rannsóknin einnig í ljós að ýmislegt er að finna í umhverfi íslenskra frumkvöðlafyr- irtækja sem gerir þeim erfiðara um vik en starfseminni í samanburð- arlöndunum. Einka- og framtaks- fjármagn sem veitt var til frum- kvöðlastarfsemi á Íslandi nam á síðast ári um 1,5% af VLF en bróð- urpartur þess er einkafjármagn en fé frá fagaðilum nemur einungis ein- um sautjánda hluta af einka- framlögum (sjá meðfylgjandi sam- anburðarmynd úr GEM-skýrslu). Fær Ísland þann vafasama heiður UNDANFARIÐ hefur borið á aukinni umræðu um stöðu nýsköp- unar- og frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Á nýafstöðnu Frumkvöðlaþingi er haldið var undir yf- irskriftinni; Nýsköp- un – sóknarfæri fram- tíðar, vék Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra að mik- ilvægi slíkrar starf- semi og lýsti jafnframt vilja sínum til þess að hlúa vel að íslenskum frum- kvöðlum. Við þetta tækifæri sagði ráð- herra ,,Frumkvöðla- starfsemi er mikilvægur vettvangur fyrir nýsköpun, sem er almennt við- urkennd einn megindrifkrafta hagþróunar og hagvaxtar“. Frumkvöðlaumhverfi á Íslandi Fyrir skömmu kynnti Háskólinn í Reykjavík niðurstöður úr alþjóð- legri frumkvöðlarannsókn GEM (Global Entrepreneurship Monitor) en meginmarkmið skýrslunnar er að rannsaka umfang og eðli frum- kvöðlastarfsemi og hvort að hún hafi marktæk áhrif á velsæld þjóða. Í skýrslunni, sem unnin var með stuðningi Samtaka atvinnulífisins, Nýsköpunarsjóðs, forsætisráðu- neytisins og Seðlabank- ans, má finna ýmsar at- hyglisverðar niðurstöður um um- hverfi frumkvöðla hér á landi og samkeppn- ishæfi starfseminnar í samanburði við 40 lönd. Samkvæmt GEM- rannsókninni töldust, á síðastliðnu ári, rúm 11% Íslendinga á aldrinum 18–64 ára til frumkvöðla sem er hæsta hlutfall þeirra Evrópulanda sem þátt tóku í rannsókn- inni. Frumkvöðlaumhverfið virðist að mörgu leyti hagstætt hér á landi og viðhorf almennings til starfsem- innar er almennt jákvætt. Einfalt þykir að stofna nýtt fyrirtæki á Ís- landi og skriffinnska er í lágmarki miðað við samanburðarþjóðirnar. Í GEM-skýrslunni segir einnig: ,,Þeg- ar spurt er hvort flestir Íslendingar telji stofnun fyrirtækis eftirsókn- arverðan starfsvettvang eru um að vera með lægstu meðalupphæð frá framtaksfjárfestum, eða um 2 milljónir króna að meðaltali, en að- eins Suður-Afríka veitir lægri fram- taksupphæðir í frumkvöðlafyr- irtæki. Frumkvöðlum virðist því erfitt um vik að nálgast áhættu- fjármagn hér á landi hvort sem er í formi hlutafjár eða áhættulána, þar sem ekki er krafist veða eða ábyrgða. Framtaksveita fagfjárfesta Niðurstöður GEM-skýrslunnar sýna að bæta þarf aðgengi íslenskra frumkvöðla að framtaksfé. Með því að stofna til nýs sameiginlegs félags eða tímabundins framtakssjóðs um fjárfestingar í nýsköpun og frum- kvöðlastarfsemi gætu íslenskir líf- eyrissjóðir, bankar og fjárfest- ingasjóðir ekki aðeins veitt fé til nýrra og spennandi verkefna með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi heldur einnig sinnt því hlutverki sínu að styrkja og efla íslenskt at- vinnulíf og endurnýjun þess. Með því aukast til muna líkurnar á að til verði fyrirtæki er fylgt geta í fót- spor öflugra frumkvöðlafyrirtækja á borð við Bakkavör, deCODE, Össur, Marel og Medcare Flögu sem ávaxta nú hlutafé fjárfesta sinna á alþjóðlegum starfsvettvangi. Mikilvægt er að breiður hópur fagfjárfesta næðist saman að slíku verkefni til þess að framtaksveitan byggi yfir nægjanlegu fjármagni til þess að styðja vel við frumkvöðla- fyrirtæki í gegnum þróunar- og þroskaferil þeirra. Fjárfstestingar- og útgöngustefna framtakssjóðsins þyrfti að vera vel skilgreind en fjár- magnið um leið ,,þolinmótt“. Rekst- ur slíks fyrirtækis kallar á mikla sérfræðiþekkingu á slíkum markaði – hvort sem að fyrirtækið réði til sín starfsmenn eða gerði samning við bankastofnun eða verðbréfafyr- irtæki um að sinna rekstri, ut- anumhaldi og eftirfylgni fjárfest- inga. Samhliða mætti koma á fót ráðgjafanefnd úr röðum hluthafa, háskólasamfélagsins og hags- munaaðila sem yrði leiðbeinandi í stefnumótun framtaksveitunnar. Samræming og stefnumótun Brýnt er að samræma sem mest stefnumörkun ríkisins og fagfjár- festa í uppbyggingu umhverfis frumkvöðlafyrirtækja á Íslandi – en engin samræmd stefnumörkun hef- ur hingað til átt sér stað. Ný og öfl- ug fyrirtæki í okkar hagkerfi eru og verða ómissandi hreyfiafl í atvinnu- sköpun og hagsæld framtíðarinnar. Því er bæði mikilvægt og nauðsyn- legt að við virkjum sem best þann framtakskraft sem athafnaþyrstir Íslendingar búa yfir. Frumkvöðlastarf- semi og fjármagn Elfar Aðalsteinsson skrifar um nýsköpun og frumkvöðlastarf ’Brýnt er að samræmasem mest stefnumörkun ríkisins og fagfjárfesta í uppbyggingu umhverfis frumkvöðlafyrirtækja á Íslandi.‘ Elfar Aðalsteinsson Höfundur er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Austurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.