Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 27 PYNDINGAR eru skýlaust mannréttindabrot sem ber að for- dæma þar sem þær smána mann- lega reisn. Pyndingar eru bann- aðar í alþjóðalögum og lögum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Samt sem áður tíðkast pyndingar enn á degi hverjum, víða um heim. Bann að lögum dugar ekki Eitt af meginmarkmiðum mann- réttindasamtakanna Amnesty Int- ernational er að koma í veg fyrir pyndingar. Samtökin birta upplýs- ingar um pyndingar og taka upp mál einstaklinga sem sæta eða hafa sætt pyndingum. Reynsla Amnesty International er sú að bann að lögum dugar ekki til, heldur þarf að grípa til aðgerða án tafar til þess að takast á við pynd- ingar og annars konar grimmilega og ómannúðlega meðferð eða refs- ingar hvar sem slíkt á sér stað. Dag hvern berast upplýsingar um pyndingar til Amnesty Int- ernational og oft leiða pyndingar til dauðsfalla. Pyndingar og ill meðferð er ekki eins og oft er talið bundin við einræðisríki, slík brot eiga sér einnig stað í lýðræð- isríkjum. Mismunun og fordómar eru vatn á myllu þeirra sem beita pyndingum. Þúsundir karla, kvenna og barna þjást af völdum pyndinga. Þær eru stundaðar með leynd innan veggja fangelsa og í sumum tilfellum fyrir opnum tjöld- um. Horfast verður í augu við þá staðreynd að pyndingar eru enn mjög útbreitt og viðvarandi vanda- mál sem verður að bregðast við. Stöðva verður refsileysið Fólk hryllir við að heyra af þeim pyndingaaðferðum sem beitt er, þó er skelfilegri sú staðreynd að auð- velt er að koma í veg fyrir pynd- ingar en það er ekki gert. Yfirvöld í fjölmörgum löndum leyfa pynd- ingum og illri meðferð á fólki að viðgangast bæði með aðgerðaleysi og með því að beita pyndingum til að viðhalda völdum. Pyndingar eru bannaðar í alþjóðalögum, þrátt fyrir það hylma margar ríkis- stjórnir yfir pyndingar í stað þess að sækja þá sem ábyrgð bera á þeim til saka og stöðva refsileysið sem umlykur pyndingar og við- heldur þeim. Eitt af verkefnum Amnesty International er að auka meðvitund almennings um raun- veruleika pyndinga og vernda fórnarlömb þeirra með því að hvetja fólk til aðgerða gegn þeim. Almenningur og stjórnvöld ættu að nýta sér allar færar leiðir til að hafa áhrif á ríki sem sökuð eru um pyndingar. Hvað er til ráða? Reynsla Amnesty International hefur sýnt að til að koma í veg fyrir pyndingar þarf að tryggja að við starfsþjálfun þeirra sem koma nærri fangagæslu, yfirheyrslu eða meðhöndlun fanga skuli öllum gert ljóst að pyndingar eru glæp- samlegur verknaður. Þeim skal kennt að þeim beri skylda til að neita að hlýða sérhverri skipun um að beita pyndingum. Leiða skal hvern þann sem ábyrgur er fyrir pyndingum fyrir dóm. Þessi höf- uðregla gildir hvar sem þeir eru, hvar sem glæpurinn var framinn og hvert svo sem þjóðerni pynd- aranna eða hinna pynduðu er. Enginn griðastaður ætti að vera til fyrir pyndara. Stjórnvöld skulu sjá svo um að allar kærur og fullyrð- ingar um pyndingar verði rannsak- aðar hlutlaust og ítarlega. Aðferðir og niðurstöður slíkra rannsókna skulu birtar opinberlega. Í sumum löndum fara pyndingar fram í leynilegum fangelsum, oft eftir að fangar hafa verið látnir „hverfa“. Yfirvöld skulu tryggja að fangar séu einungis í haldi á stöðum sem almenningi eru kunnir, og einnig að ættingjar og lögfræðingar fái nákvæmar og áreiðanlegar upplýs- ingar um hvar föngum er haldið. Pyntingar eiga sér oft stað þeg- ar föngum er haldið í einangrun – þeir geta þá ekki haft samband við fólk sem gæti hjálpað þeim eða fylgst með hvernig farið er með þá. Yfirvöld skulu viðhafa var- úðarráðstafanir til að tryggja að hald í einangrun bjóði ekki pynd- ingum heim. Það er mjög þýðing- armikið að allir fangar séu leiddir fyrir rétt án tafar eftir að þeir eru hnepptir í varðhald og að ætt- ingjar, lögfræðingar og læknar hafi greiðan og reglulegan aðgang að föngum. Opinber fordæming á pyndingum skiptir miklu máli til að koma í veg fyrir pyndingar. Yf- irvöld sérhvers lands skulu lýsa skilyrðislaust yfir andstöðu sinni við pyndingar. Þau skulu einnig gera öllum löggæsluaðilum ljóst að pyndingar verða ekki liðnar undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir einstaklinga hjálpa Wei Jingsheng sat í 18 ár í kín- versku fangelsi, þar sem hann sætti pyndingum. Í bréfi sem hann skrifaði eftir að honum var sleppt úr haldi 1997 stendur: ,,Þegar ég kynnt- ist fyrst því kraft- mikla starfi sem fé- lagar í Amnesty International vinna í þágu fórnarlamba pólitískra ofsókna varð ég djúpt snortinn af sam- kennd ykkar og einbeittri stað- festu,“ og síðar í sama bréfi: „Starf ykkar skiptir mjög miklu máli fyrir þá sem þola pólitískar ofsóknir. Það er sennilega árang- ursríkara en þið sjálf gerið ykkur grein fyrir.“ Aðgerðir Amnesty International í þágu fórnarlamba mannréttindabrota eru margskonar og hver sá sem tekur þátt í starfsemi Amnesty International getur hjálpað. Hvað getur þú gert? * Gengið til liðs við Ís- landsdeild Amnesty International með því að gerast félagi í deild- inni www.amnesty.is. * Stutt baráttu Amnesty Inter- national með fjárframlagi á 1158-26-8717 í SPRON. Víðtækt vandamál Jóhanna K. Eyjólfsdóttir skrifar um pyndingar ’Aðgerðir Amnesty International í þágu fórnarlamba mannrétt- indabrota eru margs- konar…‘ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.