Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að ríkir ójafnvægi milli neikvæðrar og já- kvæðrar umfjöllunar um kynlíf og þörf er á að leggja áherslu á það síðarnefnda. Umfjöllun um ógnir við kynlífsheilbrigði blasa daglega við í okkar samfélagi og spurning er hvort við viljum hafa áhrif á það með því að fjalla á uppbyggjandi hátt um kynlíf,“ sagði Sóley S. Bender, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands og doktorsnemi við lækna- deild, m.a. í inngangsræðu um ferska strauma í kynlífsheilbrigði sem hún hélt á ráðstefnunni Hjúkrun 2004 nýverið. „Ég hef jafnframt áhyggjur af því að ungt fólk fái mikið af skila- boðum um kynlíf sem það veit ekki hvernig á að höndla og geta haft áhrif á kynlífsheilbrigði þess. Mikið framboð er á miður góðu efni um kynlíf í fjölmiðlum, á vídeóspólum og á Netinu sem eru ungu fólki ekki góðir vegvísar á kynlífsbrautinni.“ Varðandi kynlífsheilbrigði og forvarnarstarf á því sviði eru Ís- lendingar langt á eftir þeim þjóð- um sem þeir vilja bera sig saman við, að mati Sóleyjar. „Ljóst er að við þurfum að laga til í okkar ranni. Hér byrjar ungt fólk snemma að stunda kynlíf og tíðni þungana meðal unglingsstúlkna hefur verið mun hærri hér en í nágrannalöndum eins og á Norð- urlöndum.“ Sóley segir að lögð sé á það áhersla erlendis að þjóðir heims standi á tímamótum og að nú sé tækifæri til að þróa stefnu varð- andi kynlífsheilbrigði fyrir hina nýju öld. Við séum að upplifa nýja kynlífsbyltingu og að lýðheilsa þurfi þar að vera í brennidepli. Jákvæðir þættir kynlífs styrktir En hvað er átt við með kynlífs- heilbrigði? „Áhersla á kynlífsheil- brigði er sett fram til að styrkja jákvæða þætti kynlífs og til að stuðla að vellíðan fólks,“ segir Sóley. „Það er ungu fólki sem er að finna sig á þessari braut mik- ilvægt að átta sig á þeim gildum sem það vill leggja upp með í sínu ferðalagi til kynlífsþroska.“ Hún segir Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unina leggja áherslu á nauðsyn þess að þegar verið sé að stuðla að heilbrigðum lífsstíl þá þurfi jafnframt að huga að kynlífsheil- brigði fólks. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna markvisst að forvörnum á þessu sviði,“ segir Sóley. Árið 2000 skilgreindu Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin og Pan American heilbrigðismálastofnun- in kynlífsheilbrigði í samvinnu við Alheimssamtök um kynfræði. Þar segir m.a. að kynlífsheilbrigði sé stöðugt ferli sem felur í sér kyn- ferðislega vellíðan á líkamlegu, andlegu, félagslegu og menning- arlegu sviði. Kynlífsheilbrigði sé það þegar hægt er á frjálsan og ábyrgan hátt að tjá kynferðisleg- ar tilfinningar sem stuðla að per- sónulegri og félagslegri vellíðan sem styrkja einstaklinginn og samskipti hans. Skilgreiningin kemur jafnframt inná rétt til kyn- lífsheilbrigðis. Það sé mikilvægt í kynlífi að brjóta ekki á þessum rétti. „Í kynlífi sem öðru liggja því landamæri,“ segir Sóley. „Það eru landamæri sem þarf að virða.“ Kynfræðsla á villigötum? Sóley segir kynfræðslu hérlend- is sem erlendis í gegnum tíðina hafa verið það sem hún kallar vandamálamiðaða. Lögð hefur verið mikil áhersla á getnaðar- varnir og kynsjúkdóma en þörf sé á viðtækari nálgun. „Við þurfum að vera með alhliða kynfræðslu. Markmið með slíkri kynfræðslu er að styrkja sjálfsmynd einstak- lingsins og auka færni hans til að takast á við ýmis flókin verkefni kynferðislegra samskipta. Það kynferðislega samband sem ein- staklingurinn myndar þarf að ein- kennast af heiðarleika, samþykki beggja og vera báðum aðilum til ánægju. Einstaklingurinn þarf jafnframt að kunna að setja mörk í kyn- lífi. Það er því ekki nægjanlegt að greina ungu fólki frá vanda- málum kynlífs heldur þarf fleira að koma til þannig að hægt sé að byggja upp styrk- leika þess. “ Skilaboð um kynlíf eru alls staðar Sóley segist í gegn- um starf sitt á kvennadeild Land- spítalans hafa orðið vör við það að ungt fólk sé að fá ýmis skilaboð hvað varðar kynlíf sem því finnst óþægileg og er óöruggt með. „Það er mikilvægt að átta sig á eigin gildismati varðandi kynlíf og geta fylgt því eftir. Það er m.a. þess vegna sem er mik- ilvægt að ungt fólk byrji seinna að stunda kynlíf, því þegar maður er ungur, þá getur verið svo vera ákveðinn.“ Sóley nefnir sem d stundum vilji valdahlut samböndum hjá ungu fól ójöfn, enda sé oft um að r ursmun sem skipti miklu þessum aldri. Hún segir grannalöndu sé lögð áher ná til ungr manna hvað kynfræðslu. „Erlendar sóknir sýna fræðsla er ei ná til stúlkn skólunum o heimilisins. að strákarn oft út undan Sóley segi lensk könn hún kom a þessar nið en þar kom stelpur tilei frekar námsefni kynlífs nnar í efstu bekkjum gru en drengir. „Við þurfum að því hvenær drengirnir búnir til að fá þessa kannski þegar þeir eru or eins eldri, t.d. í fyrsta bek haldsskóla. Það er mjög n Þörf á jákvæðri u un um heilbrigt Jákvæð og uppbyggjandi umræða u heilbrigt kynlíf er nauðsynleg til a stemma stigu við umfjöllun um ógnir kynlífsheilbrigði sem blasa daglega v íslensku samfélagi. Að mati Sóleyjar Bender hjúkrunarfræðings er nauðsynlegt að gera áætlun um þenn málaflokk og beina sjónum að fleiru kynsjúkdómum og getnaðarvörnum kynfræðslu ungs fólks. Morgunbl Ungt fólk og kynlíf: „Það kynferðislega samband sem einstakling myndar þarf að einkennast af heiðarleika, samþykki beggja og v um aðilum til ánægju,“ segir Sóley S. Bender, dósent við hjúkrun fræðideild HÍ. Hún fjallaði um kynlífsheilbrigði á ráðstefnu nýve Sóley S. Bender MIÐALDRA Á VINNUMARKAÐI Sl. miðvikudag var efnt til ráð-stefnu á vegum félagsmála-ráðuneytis og í kjölfar sam- þykktar Alþingis á þingsálykt- unartillögu frá Ögmundi Jónassyni um stöðu miðaldra fólks á vinnu- markaði. Það er mjög tímabært að taka þetta málefni til meðferðar. Reynsla fólks frá og með miðjum fimmtugsaldri, sem þarf að leita sér vinnu er sú, að það er með ein- dæmum erfitt. Vinnuveitendur virðast halda, að fólk á þessum aldri sé lakari starfskraftur en yngra fólk. Þetta er áreiðanlega mikill misskilningur. Þeir sem komnir eru á þennan aldur hafa öðlast reynslu og þroska, sem leið- ir til þess, að um mjög góða starfs- menn getur verið að ræða. Telja má víst, að það sé ekki reynsla vinnuveitenda af starfs- fólki á þessum aldri, sem veldur erfiðleikum þessa aldurshóps við að fá vinnu heldur ríkjandi við- horf, jafnvel fordómar, sem nauð- synlegt er að breyta. Ráðstefna af þessu tagi er gott byrjunarskref í þá átt. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra benti á það í ræðu á ráð- stefnunni að atvinnuþátttaka fólks hér á landi væri með því mesta í heiminum og í því væru verðmæti fólgin. Þetta er alveg rétt hjá ráð- herranum. Það eru mikil verðmæti fólgin í vinnu fólks á öllum aldri. Ef í ljós kemur, að einhverjir ald- ursflokkar eigi undir högg að sækja á vinnumarkaðnum eru það þjóðarhagsmunir að finna lausn á þeim vanda. Víða um lönd hafa menn áhyggj- ur af stöðu lífeyrismála og umræð- ur eru byrjaðar um, að nauðsyn- legt sé að fólk vinni lengur til þess að létta þeim byrðum af yngri kyn- slóðum, sem gætu fólgizt í því að halda uppi viðunandi lífeyriskerfi. Við Íslendingar erum svo heppn- ir að hafa byggt upp öflugt lífeyr- iskerfi, sem mun skila komandi kynslóðum betri afkomu en þeim, sem nú byggja afkomu sína á greiðslum úr lífeyrissjóðum. Engu að síður getur verið tímabært í ljósi batnandi heilsu fólks að ræða hér eins og annars staðar, hvort tímabært sé að skapa fólki, sem komið er á eftirlaunaaldur mögu- leika á að halda áfram störfum úti á vinnumarkaðnum. Hins vegar má segja að þar sé um að ræða sjálfstætt málefni, sem ekki þarf endilega að ræða í tengslum við þann vanda, sem mið- aldra fólk stendur frammi fyrir, ef það af einhverjum ástæðum þarf á þeim aldri að leita eftir vinnu. Ekki þarf að hafa mörg orð um þær sálrænu afleiðingar, sem lang- varandi atvinnuleysi getur haft á fólk á öllum aldri. Á þessu sviði er verk að vinna og það frumkvæði, sem nú hefur verið tekið fagnaðar- efni. MARKMIÐ VINSTRI GRÆNNA OG FRJÁLSLYNDRA Í nóvembermánuði á síðasta árihafði Álfheiður Ingadóttir, vara- þingmaður Vinstri grænna, forystu um að flutt var þingsályktunartillaga á Alþingi um starfsumgjörð fjölmiðla. Flutningsmenn ásamt henni voru Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, Hjámar Árnason, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, og Drífa Hjartardóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Tillögumenn lögðu til að kosin yrði nefnd til þess að kanna „starfsskil- yrði fjölmiðla, hræringar á fjölmiðla- markaði “ o.fl. Samkvæmt tillögu þessari átti nefndin að kanna „hvort þörf sé á að sporna með lagaákvæðum eða öðrum hætti gegn óæskilegri samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, svo sem að óheimilt sé að dagblöð eða aðrir áhrifamiklir prent- og ljósvakamiðlar séu í eigu sömu aðila, hvort setja beri sérstök ákvæði í lög sem tryggi fullt gegnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, hvort ástæða sé til að takmarka sérstaklega möguleika aðila til eignarhalds á fjölmiðlum, sem eru markaðsráðandi eða mjög umsvifamiklir á öðrum sviðum viðskipta t.d. á sviði fjármála- þjónustu, löggjöf og starfsskilyrði fjölmiðla í nálægum löndum með hlið- sjón af markmiði nefndarstarfsins.“ Í greinargerð með þingsályktunar- tillögunni segir m.a.: „Mjög varhuga- vert er að of fáir aðilar verði ráðandi um þátt fjölmiðla í skoðanamyndun samfélagsins… Í nágrannalöndum hafa víða verið sett lög eða reglur til að hindra óeðlilega samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og tryggja að fjöl- miðlar séu sjálfstæðir og óháðir. Hafa í því skyni verið settar skorður við eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði til að hindra fákeppni og óeðlileg hags- munatengsl, sem og hringamyndun.“ Ljóst er af þessum tilvitnunum, að formenn tveggja stjórnarandstöðu- flokka voru í nóvember þeirrar skoð- unar, að vinna ætti að þeim markmið- um, sem tekið er á í fjölmiðla- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þeir töldu m.a. nauðsynlegt að kanna, hvort banna ætti sömu aðilum að eiga bæði dagblöð og ljósvakamiðla og þeir töldu nauðsynlegt að kanna, hvort markaðsráðandi aðilar á öðru sviði mættu eiga fjölmiðla. Þeir kunna að vera andvígir því, hvernig staðið hefur verið að undir- búningi löggjafarinnar en það er erf- itt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að formenn flokkanna tveggja séu sammála þeim markmið- um, sem fjölmiðlafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar er ætlað að ná.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.