Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Okkar ástkæri, ÁRNI BRYNJÓLFSSON, (Tryggvaskála), Grænumörk 1, Selfossi, sem lést á Ljósheimum laugardaginn 15. maí, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 22. maí kl. 13:30. Börn og aðstandendur hins látna. Elskulegur eiginmaður minn, GUÐMUNDUR S. THORGRÍMSEN, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 15. maí. Úförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Aníta Thorgrímsen. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KNÚTUR ÁRMANN rafvirkjameistari, Breiðvangi 8, Hafnarfirði, lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði mánu- daginn 17. maí sl. Útförin auglýst síðar. Kristín J. Ármann, Valdís Erla Ármann, Guðbjörn Ólafsson, Júlíus J. Ármann, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERNÓDUS HALLDÓRSSON, Aðalstræti 22, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Erla Bernódusdóttir, Ágúst Sigurðsson, Halldór Bernódusson, Kristín Gissurardóttir, Guðmundur Bernódusson, Sigríður Halldóra Hannibalsdóttir, Halldóra H. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI SNÆBJÖRN VALDIMARSSON vélfræðingur, Rauðalæk 25, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 24. maí kl. 15.00. Dómhildur Guðmundsdóttir, Sigríður Árnadóttir Bernhöft, Birgir Bernhöft, Magnús Árnason, Guðný Guðmundsdóttir, Marta Árnadóttir, Hafsteinn Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar tengdamóður, öm- mu, langömmu og langalangömmu, ÖLMU ODDGEIRSDÓTTUR, Svalbarði, Grenivík. Oddgeir Ísaksson, Margrét S. Jóhannsdóttir, Hjördís Ísaksdóttir, Erhard Joensen, Sjöfn Ísaksdóttir, Þórður Magnússon, Guðrún Kristín Ísaksdóttir, Gunnar Sigurðsson, Vilhjálmur Ísaksson, Guðríður E. Guðmundsdóttir, Sveinn Þór Ísaksson, Alda H. Demusdóttir, Borghildur Ásta Ísaksdóttir, Gísli F. Jóhannsson, Sóley Ísaksdóttir, Þorsteinn Ágúst Harðarson, Haukur V. Gunnarsson, Halla B. Harðardóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ingibjörg Ólafs-dóttir fæddist á Hlaðhamri í Bæjar- hreppi í Strandasýslu 22. ágúst 1917. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Drop- laugarstöðum laug- ardaginn 15. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jóna Jónsdóttir, f. 1888, d. 1974, og Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, f. 1891, d. 1972. Ingi- björg var næstelst systkina sinna. Þau eru: Sigurjón, f. 1915, Þorsteinn, f. 1919, Vilhjálmur, f. 1922, Kjart- an, f. 1924, Kristín, f. 1926, d. 2001, og Jón Bjarni, f. 1930. Um áramótin 1956 og 1957 stofnuðu þau hjónin, Ingibjörg og Guðmundur Jónsson, afgreiðslu- maður, heimili í Reykjavík. Guð- mundur var fæddur 4. ágúst 1905, d. 13. mars 1977. Á yngri árum var sjómennska hans aðalstarf, en 1957 hóf hann störf hjá Olíufélag- inu hf. Ingibjörg og Guðmundur eignuð- ust einn son, Ólaf, f. 16. apríl 1959, tölv- unarfræðingur í Bandaríkjunum. Kona hans er Van- essa Chernick lög- fræðingur. Þau eiga tvö börn; Sabína, f. 11. maí 1995, og Ethan Erik, f. 20. maí 1998. Ingibjörg ólst upp á Hlaðhamri. Um nokkurn tíma á stríðsárunum vann hún á símstöðinni á Borðeyri. Árið 1944 flutti hún til Reykjavíkur. Í nokkur ár vann hún hjá Sælgæt- isgerðinni Víkingi, en lengst starfaði Ingibjörg við miðasölu í Nýja bíói. Eftir að Guðmundur lést starfaði hún hjá bankastofn- unum og síðast hjá Seðlabanka Ís- lands. Útför Ingibjargar fer fram í Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Inga frænka mín er látin. Inga var eini ættingi minn sem búsett var í Reykjavík á bernskuárum mínum. Hún gegndi því þýðingarmiklu hlut- verki í lífi barnsins, áreitið var minna í þá daga og sérhver góð manneskja í kringum mann er Guðs gjöf. Ég minnist ánægjulegra jóla- boða og annarra boða hjá henni sem hluta af hrynjandi tilverunnar og til- hlökkunar barnsins að smakka á út- lendu konfekti sem hún iðulega átti í fallegri skál á sófaborðinu. Tímar liðu, ég bjó lengi erlendis, en þegar ég kom til landsins átti ég alltaf öruggt boð hjá Ingu frænku og áttum við margar góðar stundir saman. Inga flutti á Droplaugarstaði árið sem ég flutti heim. Ég minnist ánægjulegra stunda okkar úti í fal- legum garði Droplaugarstaða í sól og sumaryl. Gaman var að spjalla við þig, Inga, um gamla tíma, hlusta á þig rifja upp bernskuminningar, drauma og veruleika. Síðustu fundir okkar voru tveim- ur vikum fyrir andlátið. Þá var þér hugleikið að „komast heim“. Elsku Inga frænka, ég vona að þú sért „komin heim“, frí og frjáls frá fjötr- um þreytts líkama. Þakka þér sam- fylgdina og hlýhug til mín og barnanna. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Jóna. Elsku Inga frænka, þá ertu farin. Ég veit að þú varst tilbúin að fara en það er nú alltaf sárt að missa eins og þú sagðir þegar mamma dó. Þér fannst það óréttlátt að hún færi á undan þér svona miklu yngri en þú. En svona er þetta nú, ekki er spurt um aldur. Ég veit eiginlega ekki hvenær ég man fyrst eftir þér, hvort það var á sumrin þegar þú komst norður með vínarbrauð úr bakaríi og nýja tóm- ata. Eða hvort það var þegar við mamma komum í bæinn og við gist- um hjá þér og þú varst svo hrædd um strákinn að hann hlypi fyrir næsta bíl. Alla vega þá var það alltaf tilhlökkun þegar vitað var að Inga frænka væri að koma að Hlaðhamri. Svo var það eitt sumar sem ég frétti að hún kæmi ekki ein. Jæja, var ég þá búinn að missa Ingu frænku. Það var nefnilega kominn maður í spilið. En viti menn, hann Guðmundur var bara rosalega fínn og skemmtilegur. Hann hafði verið á sjó og gat sagt stráknum í sveit- inni sögur af sjónum. Eitthvað þótti honum ég ekki kunna að þvo mér um hendurnar svo ég var tekinn í kennslu í handaþvotti sem ég hef aldrei gleymt síðan. Margar ferðir fór ég til Reykja- víkur sem barn með mömmu og allt- af var gist hjá Ingu. Eins var ég hálfan vetur í skóla í Reykjavík áður en ég fór í Skógaskóla, þá var ég hjá Ingu, Guðmundi og Óla, en hann var þá fæddur. Eins var það eftir að ég fór í Skógaskóla. Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að ef ég hefði ekki haft Ingu frænku í Stangar- holtinu. Þegar ég kom í helgarfrí úr skólanum var alveg sama hvernig stóð á, alltaf var maður velkominn. Það var bara svo æðislegt að fá að vera hjá henni, ég fæ það aldrei full- þakkað. 1985 fórum við Emilía og Inga til Washington að hitta Óla frænda en hann var þá búinn að vera eitt ár í námi þar. Þetta var alveg ógleym- anleg ferð. Ég hef sjaldan gengið eins mikið og þarna úti í Wash- ington. Við fórum vítt og breitt um borgina og skoðuðum söfn og fleira, og það var sko Inga sem dreif okkur áfram. Hún var mikil heimskona hún Inga og góð fyrirmynd. Það var mikill missir fyrir Ingu og Óla þegar Guðmundur dó árið 1977. Óli var stolt hennar og hún stóð föst með honum þegar hann ákvað að fara til Bandaríkjanna í nám. Hún hugsaði fyrst og fremst um hans frama. Hún var stolt af því hvað honum gekk vel að læra og koma sér áfram. En allir gerðu sér grein fyrir hve erfitt þetta var henni, en aldrei heyrðist hún kvarta. Elsku Óli, Vanessa, Sabina og Ethan Erik. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Megi minningin um hana Ingu frænku lifa um ókomin ár. Ólafur Hjálmarsson. Ingibjörg Gunnlaug var betur þekkt af okkur undir nafninu Imba. Ingibjörg var mikil heimskona og vel að sér. Hún var alltaf fín og passaði vel upp á að hárið væri ný- klippt og lagt og að neglurnar væru vel snyrtar. Hún var alltaf vel til fara og hugsaði mikið um að klæða sig í viðeigandi fatnað. Ingibjörg var mjög hvetjandi og sagði að ef það væri eitthvað sem maður vildi gera og hefði möguleika á að framkvæma það þá ætti maður að gera það. Þeirri lífsskoðun fylgdi hún og var mjög sátt við líf sitt. Hún hafði yndi af því að fara á viðburði af ýmsu tagi og fór á tónleika og fylgd- ist vel með ungum og efnilegum söngvurum. Það var ekki einungis tónlistin og söngurinn sem hún fylgdist vel með, því hún hafði líka áhuga á myndlist. Ingibjörg hafði mikla löngun til að mennta sig en aðstæður leyfðu það ekki. Fljótlega upp úr fermingu fór liðagigt að gera vart við sig hjá henni og um 19 ára aldur fór hún á Landsspítalann og var þar í fjögur ár. Þannig að unglingsár hennar hafa verið frábrugðin unglingsárum margra annarra og sjúkrahúslega hennar hefur án efa átt sinn þátt í að hún gekk ekki menntaveginn. Á Landspítalanum eignaðist hún margar góðar vinkonur og vinskap- ur margra þeirra varð ævilangur. Ingibjörg var mjög handlagin og það sem hún tók sér fyrir hendur bar vott um það. Þau hjónin og Ólafur sonur þeirra áttu fallegt heimili í Stangarholti 18. Þar var alltaf allt snyrtilegt og öllu vel komið fyrir, allt á sínum stað. Hún missti manninn sinn á miðjum aldri og ól eftir það ein upp son þeirra hjóna. Ingibjörg var mjög gestrisin og ekki var að spyrja að því að fljótlega eftir að maður kom inn úr dyrumun þá var hún búin að dekka borð. Ef hún átti von á ein- hverjum var allt tilbúið áður en gestirnir komu. Ingibjörg var mjög hlý og góð manneskja. Hún talaði vel um alla og lét sig varða það sem aðrir voru að gera. Þegar við vorum litlar og áttum heima fyrir norðan munum við eftir því að þegar Ingibjörg og fjölskylda hennar komu í heimsókn þá talaði hún alltaf við okkur og vildi fá að vita hvað við værum að gera og hvað við ætluðum að verða. Það voru alls ekki allir sem létu sig það varða hvað krakkar væru að hugsa eða gera, en það gerði hún. Það var ótrúlegt hversu vel hún var að sér um alla mögulega hluti. Maður kom aldrei að tómum kofunum þar í um- ræðuefnum og þá skipti ekki máli hvort um barn, ungling eða full- orðna manneskju var að ræða, alltaf vissi hún hvað það var sem vakti áhuga manns. Ingibjörg var mjög stolt af syni sínum og fjölskyldu hans og færði okkur ávallt fréttir að utan þegar við komum í heimsókn. Við systurnar viljum þakka Ingi- björgu fyrir allar skemmtilegu stundirnar í gegnum árin. Megi Guð blessa minningu hennar. Óli, Van- essa, Sabina og Ethan, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Birna og Inga Lóa. INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Í dag kveðjum við systur mína og mágkonu og þökk- um henni fyrir samferðina. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vina, höfði halla; við Herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín; við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Við sendum Ólafi, Vanessu og börnum innilegustu sam- úðarkveðjur. Vilhjálmur og Ólöf. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.