Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 31 ✝ RagnhildurMagnúsdóttir myndlistarmaður fæddist í Álasundi í Noregi 22. mars 1973. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Magnús Garðarsson tæknifræðingur, f. 23. febrúar 1950, og Barbara María Geirsdóttir svæf- ingahjúkrunarfræð- ingur, f. 23. janúar 1952. Móðuramma Ragnhildar er Aníta Björnsson, f. 17. septem- ber 1929. Systkini Ragnhildar eru a) Geir, f. 28. júní 1975, b) Hildi- gunnur, f. 13. maí 1981, unnusti hennar er Kjartan Smári Hösk- uldsson, f. 22. mars 1980 og dótt- dvaldi í einn vetur hjá móður sinni sem var þar í framhalds- námi. Síðar bjó hún með Geir bróður sínum í New York um nokkurra mánaða skeið. Haustið 1995 hóf hún nám við málunar- deild Myndlistaskólans á Akur- eyri sem lauk vorið 1999. Á þeim námsárum var Ragnhildur gesta- nemandi í Listaháskóla Íslands, auk þess fór hún sem skiptinemi til Lahti í Finnlandi veturinn 1998. Ragnhildur hélt nokkrar einkasýningar á verkum sínum ásamt fjölda samsýninga. Á námsárum sínum vann Ragnhild- ur mikið með fötluðum, hún starfaði á sambýlum og í sum- arbúðum fyrir fötluð börn, bæði hér heima og í Danmörku. Að náminu loknu vann Ragnhildur að verkum sínum og hóf jafn- framt störf í Álverinu í Straums- vík, þar sem hún kynntist Gunn- ari. Ragnhildur vann auk þess við sérkennslu og sem stuðnings- fulltrúi barna í Foldaskóla og Öskjuhlíðarskóla. Útför Ragnhildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ir þeirra er Júlía Karín f. 21. febrúar 2000 og c) Aníta, f. 5. desember 1987. Unnusti Ragnhild- ar og sambýlismaður er Gunnar Gunnars- son, f. 14. janúar 1977. Ragnhildur flutti tveggja ára gömul heim til Ís- lands að loknu námi foreldra sinna og settist fjölskyldan að á Akureyri. Ragnhildur gekk í Barnaskóla og Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hún fékk snemma mikinn áhuga á listum, m. a. tónlist, söng og sérstaklega myndlist. Ragnhildur lauk stúd- entsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri vorið 1994. Eftir útskriftina hélt Ragnhildur til Álasunds og Það er heiðríkja yfir minningu Ragnhildar Magnúsdóttur bróður- dóttur minnar, en lát hennar bar að höndum eftir langt sjúkdómsstríð. Hún lagði allt sem hún átti í þá bar- áttu uns hún örfáum dögum fyrir andlát sitt horfðist í augu við hið óumflýjanlega. Framganga hennar og æðruleysi við þessar erfiðu að- stæður eru lýsandi fyrir hana. Hún bar mikla persónu og henni fylgdi jafnan kyrrlát en gamansöm glettni. Hún lagði aldrei í mín eyru illt til nokkurs manns og var í því lík Hildi- gunni ömmu sinni. Hún var hins veg- ar óhrædd við að segja skoðun sína, en gerði það sem annað með einkenn- andi festu og kyrrð. Hún var fróð og skemmtileg í tali og var oft glatt á hjalla þar sem hún var. Það var fyrir tæpum þrem árum að fyrst dró blikur á loft varðandi heilsu hennar. Í fyrstu stóðu vonir til að með aðgerð þeirri sem þá var gerð hefði tekist að komast fyrir mein hennar. Svo fyrir um ári kom í ljós við skoðun að mein hennar höfðu tekið sig upp að nýju. Þá hófst sú sjúk- dómsganga sem nú hefur leitt hana til þessa ótímabæra aldurtila. Enginn skilningur getur sætt mann við það að manneskju af henn- ar gerð, skuli vera kippt í burtu rétt þegar dagsverk hennar er að hefjast, þar verður annað að koma til. Hún var í sambúð til nokkurra ára með Gunnari Gunnarssyni, en þau áttu mjög vel saman og höfðu búið sér sameiginlegt heimili í Reykjavík. Gunnar stóð sem klettur við hlið hennar í þessu stríði og bilaði aldrei. Ragnhildur átti að baki áralangt nám í myndlist og hafði haldið sýningar á málverkum sínum nokkrum sinnum. Mér féll list hennar vel í geð og var stoltur af því að hér skyldi frænka mín vera á ferð. Ragnhildur var svo heppin að eiga góða að og auk Gunn- ars naut hún stuðnings styrkra for- eldra sinna og systkina í þessari raun. Ég trúi því að ég eigi enn eftir að hitta Ragnhildi frænku mína aftur, glaða og hressa, og að hún laumi þá að mér frásögn af einhverju skondnu atviki. Ég og mínir sendum Gunnari, foreldrum hennar og aðstandendum hennar öllum, samúðarkveðjur. Minninguna um hina góðu stúlku Ragnhildi Magnúsdóttur geymum við í hjarta okkar. Jóhannes Óli Garðarsson. Elsku Ragnhildur. Mikið var sorglegt að fá fréttirnar af andláti þínu, en við trúum því og treystum að nú líði þér loksins vel. Þú varst alltaf rosalega hugrökk og dug- leg í veikindum þínum og þið Gunni hjálpuðuð okkur mikið til að halda í vonina og bjartsýnina alveg fram á síðustu stundu. Það lýsir þér líka best, því þú varst alltaf dugleg, bros- mild, atorkusöm og góður félagi. Þegar þú komst að vinna með okk- ur hér á vakt 1 í steypuskála Isal, lifn- aði vaktin aldeilis við. Þú varst alltaf brosandi og valhoppaðir oft um sal- inn. Þú varst nú líka pínu stríðin og ef einhver hrekkur var í gangi, þá kom eitthvað lymskulegt glott á þig. Þá var nú vissara að líta vel í kringum sig og athuga að hverju okkar hrekkur- inn beindist. Það voru alltaf mein- lausir hrekkir sem lífguðu helling upp á starfsandann. Þú bauðst okkur á málverkasýningar sem þú varst með og komst einnig með sýningu hingað. Þú og vinkona þín komuð með muffins til að selja á vaktinni og fór arðurinn í skemmtanasjóð sem var svo notaður í frábæra óvissuferð sem þið skipulögðuð. Það væri hægt að telja upp mikið í viðbót og við eig- um eftir að geyma það allt í huga okk- ar um ókomna tíð. Við eigum þér mikið að þakka en viljum sérstaklega þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Minning okkar um þig mun ylja okkur um hjartarætur. Elsku Gunni, við vottum þér okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg og þú veist að þú átt okkur alltaf að. Fjölskyldu Ragnhildar vottum við einnig okkar dýpstu samúð, megið þið hafa styrk og trú til að takast á við þennan mikla missi. Kærar kveðjur Vakt 1, Steypuskála Isal. Það er gott að eiga góðar minn- ingar, og fáar minningar eigum við jafn skemmtilegar og þær sem tengj- ast Ragnhildi vinkonu okkar. Á fram- haldsskólaárum okkar á Akureyri vorum við sex vinkonurnar sem héld- um hópinn og deildum saman allri okkar gleði og sorgum. Fyrst og fremst deildum við þó skemmtileg- heitum, og þar fór Ragnhildur fremst í flokki, þegar hún birtist askvaðandi með bros á vör og hrópaði „stelpur, gerum eitthvað“. Margt var brallað og mikið hlegið, mjög fyrir tilstuðlan Ragnhildar sem var óþrjótandi upp- spretta sniðugra hugdettna og óborganlegra athugasemda. Ekki var nóg með að Ragnhildur fengi góðar hugmyndir, heldur hrinti hún jafnan hugmyndum sínum í framkvæmd. Var þá sama hvort henni datt í hug að eyða sumri í Danmörku eða hausti í New York, baka köku um miðja nótt, halda málverkasýningu, eða fara fót- gangandi til Dalvíkur. Það sem Ragnhildur vildi gera var gert og heppnaðist ávallt stórvel. Þótt við vinkonurnar allar færum hver sína leiðina í lífinu og dreifðumst út um allar jarðir, þá hafa leiðir í raun aldrei skilið fyrr en nú. Það er skrýtið að eiga aldrei eftir að sitja á Kaffi Karólínu með Ragnhildi um jólaleyt- ið, eða drekka te, hlusta á músík og skoða listaverkabækur heima hjá henni. Það var búið að vera gaman að fylgjast með drifkrafti og sköpunar- gleði Ragnhildar í gegnum árin, og hversu hamingjusöm hún var eftir að hún kynntist Gunna sínum. Ragnhildi var mjög umhugað um að við ræktuðum vinskapinn og hún lét stundum í sér heyra ef henni virt- ist við gefa okkur of lítinn tíma til að gera eitthvað saman. Nú þegar Ragnhildur er farin frá okkur hefur hún enn einu sinni minnt okkur á hve vináttan er okkur mikils virði. Saman eigum við minningarnar um Ragn- hildi og þær eigum við eftir að rifja upp á komandi árum. Við vottum Gunna og fjölskyldu Ragnhildar okkar innilegustu samúð á þessari erfiðu stundu. Anna, Helga, Kristín og Sigríður. Fallega hugdjarfa vinkona mín er horfin á braut, elsku Ragnhildur, mikið á ég eftir að sakna þín. Þú hringir ekki oftar og glaðleg rödd þín segir: „Hæ! þetta er Ragnhildur.“ Við kynntumst haustið 1995 í Myndlistaskólanum á Akureyri og fylgdumst að í gegnum námið, það var gott að eiga þig að sem vinkonu og ég get ekki sætt mig við að þú sért horfin, svo ung, svo hæfileikarík, svo góð. Við ákváðum að fara sem skipti- nemar til Finnlands og ég fór á undan þér. Þegar ég var að leggja af stað réttir þú mér smápakka sem á stóð: „Opnist í flugvélinni“ og ég gat varla beðið en það kom ekki til mála að fara ekki að fyrirmælum þínum. Svo kom í ljós örlítið málverk sem er og verður ein af mínum kærustu eignum. Þann- ig varst þú svo oft, réttir smágjafir til að gleðja, hugvitsamlega innpakkað- ar og áritaðar með fallegu rithönd- inni þinni. Þú varst frábær myndlistarmaður og mikil synd að þú skyldir ekki getað málað meira, ég er sannfærð um að þú hefðir getað náð langt því þú varst svo einlæg í list þinni, þar kom allt beint frá hjartanu. Elsku Ragnhildur, þetta er svo sárt og ekki síst fyrir Gunnar þinn og foreldra þína og systkini og alla þá sem þekktu þig og elskuðu. Vertu sæl, kæra vinkona. Guð geymi þig ætíð. Anna S. Hróðmarsdóttir. Þó loftin fylli sætur engla hljómur og þeyttir séu himna lúðrar allir í gleði yfir uppstigningu þinni, fær mig enginn heimsins kraftur huggað. Ég kynntist Ragnhildi í Flugleiða- vél. Bæði vorum við á leið til Dan- merkur á vinabæjamót. Skapanorn- irnar leiddu okkur saman til sætis og það leiddi til mikils hláturs sem varð að magakrampa miklum og strengj- um eftir flugferðina. Þú sem brostir blómabreiðu brosi og allt óx betur í birtu augna þinna, hefur kvatt oss jarðarbúa alla og vor- ið hefur hætt við komu sína. Hún Ragnhildur var traustur vin- ur og húmoristi fram í fingurgóma. Hún var öðrum konum handóðari og seint gleymi ég aðförum hennar að logandi kertum eða þegar hún henti Zippo kveikjara Jóhannesar Dags- sonar í augað á mér. Ég lít svo á að þú hafir flutt í burtu en ekki dáið hér á jörðu niðri og land- ið heiti Himnaríki og þú hafir ferða- frelsi þaðan. Ég vona að þér líði vel á hinum staðnum og það er enginn vafi á því að þú átt eftir að njóta vinsælda og trausts og málverkin þín eiga eftir að hanga á veggjum fínustu heimila himnaríkis. Þitt nýja starf er arkitekt og yf- irmaður lita og stjórnarformaður himnesks fjörs og gleði. Þórhallur Barðason. Elsku besta vinkona mín. Ég trúi því ekki að ég sé að kveðja þig í síð- asta sinn. Ég vildi að ég hefði náð að segja þér hversu þakklát ég er fyrir að hafa fengið að vera vinkona þín öll þessi ár. En sennilega vissir þú hvernig mér leið, orð eru ekki alltaf nauðsynleg og við skildum hvor aðra svo vel. Ég man daginn sem ég kynntist þér. Ég var nýflutt til landsins og var „nýja stelpan“ í bekknum. Mér fannst það mjög erfitt og hafði áhyggjur af því að ég myndi ekki eignast vinkonur. Kennarinn lét mig sitja við hliðina á þér og eftir að hafa kynnt okkur sagði hann okkur að við ættum sama afmælisdag. Þetta fannst okkur mjög merkilegt og við horfðum feimnar en forvitnar hvor á aðra. Strax í frímínútum fórum við að spjalla og þá kom í ljós að við áttum margt annað sameiginlegt. Þetta var upphafið að löngum og góðum vin- skap. Í gegnum þig kynntist ég svo hinum „stelpunum“, en við sex vorum nær óaðskiljanlegar öll unglingsárin og höldum enn vinskapinn. Ragnhildur mín, ég á svo ótrúlega margar góðar minningar um þig. Ég vil minnast þín eins og þú varst áður en þú veiktist; þú varst hraust og allt- af svo náttúruleg, bæði í útliti og framkomu. Þú varst mikill fagurkeri; þú tókst eftir smáatriðum sem marg- ir aðrir tóku sem sjálfsögðum hlut, eins og óvenjulegum formum eða fal- legum litasamsetningum. Það var alltaf gaman að elda með þér því þér fannst jafn mikilvægt að maturinn liti vel út eins og að hann bragðaðist vel. Þú varst sönn listakona. Þú varst allt- af til í að prófa eitthvað nýtt og varst ekki hrædd við að vera öðruvísi en aðrir. Það sem við upplifðum saman. Mallorca-ferðin sem við fengum í fermingargjöf, sumarið á Ísafirði, Ítalíuferðin, sumarið í Grenimelnum og vikurnar í New York. Þetta eru ógleymanlegar stundir. Bara það að sitja og drekka kaffi með þér úr fal- legu kaffibollunum þínum er dýrmæt minning. Elsku Barbara, Magnús, Geir, Hildigunnur, Aníta og Aníta eldri; ég bið Guð um að blessa ykkur og veita ykkur styrk í sorginni. Elsku Gunni; ég er svo fegin að Ragnhildur hafi átt þig að, þú ert bú- inn að vera eins og klettur við hlið hennar allan tímann. Guð blessi þig. Elsku Ragnhildur, frá því ég var 13 ára hef ég kallað þig bestu vinkonu mína. Við höfum alltaf átt náið sam- band, meira að segja þegar við höfum verið sín í hvoru landinu. Ég er samt fyrst núna að gera mér fulla grein fyrir því hvað þú hefur verið stór partur af lífi mínu; á sama hátt og þú málaðir fallegu listaverkin þín á striga, þannig litaðir þú mína tilveru. Án þín hefði líf mitt verið ansi litlaust. Takk fyrir allt, Ragnhildur, ég elska þig. Þín vinkona, Hanna. Þeir sem guðirnir elska deyja ung- ir. Ragnhildur var nemandi minn í Myndlistaskólanum á Akureyri, hún innritaðist í fornámsdeild skólans 1995 og síðar í málunardeild 1996 og þaðan útskrifaðist hún 1999. Hún var einstakur nemandi, óskanemandi hvers kennara, hugmyndarík, metn- aðarfull og ávallt tilbúin að takast á við verkefni með opnum huga. Hún var kröfuhörð um vönduð vinnu- brögð, bæði til sjálfrar sín og einnig til kennarans, þannig að það var krefjandi og lærdómsríkt að kenna slíkum nemanda. Mér er minnisstætt hvaða lokaverkefni og lokaritgerð hún valdi að gera, þar kom fram metnaður hennar, áræði og þor. Hún valdi að rannsaka og skrifa um ein- angrunar- og bindihlutverk líms í málverki, þetta viðfangsefni sem er mjög mikilvægt atriði í þeirri viðleitni myndlistarmanna að undirbúa mál- verk sín af kostgæfni bæði út frá end- ingu, tækni svo vel sem hugmynda- lega. Þessi níundi áratugur hefur ekki beinlínis verið sá tími sem tækni í myndlistarnáminu hefur verið í for- grunni. Þess vegna þurfti til kjark en um leið mikinn metnað og það var eitt af því sem einkenndi Ragnhildi og alla hennar framgöngu í náminu. Það er erfitt að sjá af svo ungu fólki sem átti svo mikið eftir að gera en fékk ekki tækifæri til að koma sínum fögru hugsjónum í framkvæmd. Mestur er söknuður ástvina, þeim sendi ég sam- úðarkveðjur, foreldrum Ragnhildar þeim Barböru og Magnúsi, systkin- um hennar og sambýlismanni, Gunn- ari. Guðmundur Ármann Sigurjónsson. RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR Í dag kveðjum við ástkæra vin- konu sem er látin langt fyrir aldur fram. Ragnhildur var einstök og kraftmikil kona sem veitti gleði og birtu inn í líf okkar skólafélaga hennar. Minningin um dillandi hlátur og ýmis uppátæki hennar mun ylja okkur um alla tíð og hennar verður sárt saknað á stúd- entsafmælinu okkar í júní næst- komandi. Við vottum unnusta hennar og fjölskyldu innilega samúð. Stúdentar frá MA 1994. HINSTA KVEÐJA Í dag hefði Jón Frí- mannsson orðið 64 ára. Því þykir mér viðeig- andi að minnast þessa góða vinar míns á þessum degi. Mín fyrstu kynni af Jóni voru í kringum tvítugsaldurinn þeg- ar við vorum bæði að giftast inn í sömu fjölskylduna. Okkur varð strax vel til vina og þau vinabönd okkar og maka okkar styrktust og efldust stöðugt eftir því sem árin liðu. Hver myndin af annarri birtist þegar blaðað er í bók minninganna. Alla og Jón ung og hamingjusöm að byrja búskapinn á Laugateignum. Alla og Jón með dæturnar Þóru og Ásdísi á fallega heimilinu sínu í Sandgerði. Og svo Alla og Jón í JÓN FRÍMANNSSON ✝ Jón Frímannssonfæddist í Reykja- vík 21. maí 1940. Hann lést á heimili sínu 8. apríl síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 20. apríl. Keflavík, dæturnar orðnar fullorðnar og fjölskyldan hefur stækkað. Það er komið fullt af barnabörnum sem öll eiga sinn stað í hjörtum afa og ömmu. Fleiri myndir birtast. Allar ferðirnar þeirra Öllu og Jóns með okk- ur hjónunum bæði inn- anlands og utan. Veiði- ferðir, sólarlandaferðir og menningarferðir. Heimsóknir á báða bóga og alltaf var um nóg að ræða. Skipst á skoðunum um allt mögulegt t.d. bókmenntir, listir, menningu hinna ýmsu landa og þjóða. Þegar ég missti manninn minn fyrir níu árum reyndust Alla og Jón mér ákaflega vel. Umhyggjusemi þeirra og góð vin- átta var mér mikils virði og fyrir það skal hér þakkað. Dagarnir lengjast. Megi birta þeirra og ylur hins vaknandi vors umvefja ykkur öll sem Jóni voru kær. Blessuð sé minning hans, Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.